Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐID Miðvikudagur 6. apríl 1955 j — Dagbók — Á verkfallsverðinum AFÖSTUDAGSKVÖLD réðust sjálfskipaðir verkfallsverðir á bifreið kaupmanns eins hér í bænum, brutu hana upp og stálu úr henni tveim kjötskrokkum." (Vísir 4. þ. m.) „Mér finnst það ekki viðeigandi að vera að brydda á skopi“, einn vina minna sagði og beiskan grét. „Hvernig sem ég reyni, fæst hvergi nokkur dropi og hvorki á diskinn fiskur eða két.“ „Ef værí það til bóta, ég veit ei hvað ég gerði, — ég vildi jafnvel ganga í komma flokk, og reyna að fá um tíma að standa á verkfallsverði í von um að ég gæti krækt í skrokk.“ KRUMMI. t ilag er 97. dagur ársins. 6. apríl. Árdegisflæði kl. 4,51. Síðdegisflæði kl. 17,14. Læknir er í læknavarðstofunni, eími 5030, frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. Næturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 1330. — Ennfremur eru Holts apótek og Apótek Austur- bæjar opin daglega til kl. 8 nema á laugardögum til kl. 4. Holts- apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar- Og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga milli kl. 13,00 og 16,00. I.O.O.F. 7 = 13645gl/2 = 6,30 Borðh. i • Messur • Laugarneskirkja: — Messa á skíidag kl. 11 f.h. Séra Garðar Svavarsson. • BrúðkouD • 12. marz voru gefin saman í hjónaband í Modesto, Californíu, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Grundar- stíg 4 og Ralp E. Johnson. • Hjónaefni • S. 1. laugardag opinberuðu trú- Jofun sína ungfrú Halldóra Ástdís Guðmundsdóttir, Þingholtsstræti 24, Reykjavík og Magnús Kristinn Guðmundsson, Borg, Ögurhreppi, N.-ísaf jarðarsýsiu. í dag verða gefin saman í hióna band ungfrú Anna Guðrún Tryggvadóttir (Þórhaiissonar ráð herra), Laufási við Laufásveg og stud. mag. Bjarni Guðnason (Jóns sonar skólastjóra), Drápuhlíð 5. Heimili ungu hiónanna verður í Laufási við Laufásveg. Sjálfstæðisfélag Kópavogs heldur alniennan félagsfund í kvöld í Barnaskólanum kl. 8,30. Umræðuefni: Þingmál o" Iirepps- mál. Forsætisráðherra Ólafur Tliors, mætir á fundinum. Allt Sjélfstæðisfólk í Kópavogshreppi er velkomið. Esperantistafélagið Aurora heldur fund í kvöld í Edduhús- inu (uppi) í kvöld kl. 8,30. Til fólksins, sem brann hjá í Þóroddsstaða-camp Afh. Mbl.: U. E. kr. 100,00; Þ. J. 50,00; G. R. 100,00; O. N. ! 100,00; Þ. B. 100,00; B. og O. j 100,00; G. G. 50,00; Jón og Þórð- j ur 100,00; J. H. 200,00; E. M. J. 100,00; H. G. 100,00. Barnaskóli Hafnarfjarðar Skólaskemmtunin verður endur tekin i Bæjarbíói á skírdag kl. 3, vegna þess, hversu margir urðu frá að hverfa s. 1. sunnudag. Hlýjar kveðjur frá Danmörku Á aldarafmæli verzlunarfrelsis- ins bárust íslenzkum verzlunar- mönnum hlýjar kveðjur frá danska stórkaupmannasamband- inu, sem sendi árnaðaróskir í skeyti til hátíðarnefndarinnar. -— Einnig fylgdi mjög falleg blóma- karfa. Til aðstandenda þeirra, er fórust með „Agli rauða“ Afh. Mbl.: Elín kr. 100,00. — Iþróttamaðurinn Afh. Mbl.: g. áheit kr. 25,00. — Björn Th. Björnsson listfræðingur heldur erindi um ævi og list Guðmundar Thorsteins son (Muggs), í myndlistarskólan- um, Laugavegi 166, í kvöld kl. 8,15. Skuggamyndir eru sýndar með erindinu. Er öllum heimill aðgangur. Leiðrétting í minningargrein um Elínborgu Bjarnadóttur,, sem birtist í blað- inu 31. marz, sagði svo: „Systkini átti hún fjögur“, en átti að vera: Systkini átti hún sex. Þar vant- aði nöfn' þeirra Guðrúnar sem dó í bernsku og Sigurðar sem var hálfbróðir þeirra og er látinn fyr- ir nokkrum árum. Málfundafélagið Óðinn Stjóm félagsins er til viðtalt við félagsmenn í skrifstofu félags ins á föstudagskvölduTn frá kl 8—10. — Sími 7104. Minningarspjöld Krabbameinsfél. íslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, lyfjabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkur-apótekum), — Re- media, Elliheimilinu Grund og skrifstofu krabbameinsfélaganna, Blóðbankanum, Barónsstíg, sími 6947. — Minningakortin eru af- greidd gegnum síma 6947. Hrækið ekki á gangstéttir. Minningarspjöld S.L.F. — Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra — fást í Bókum og rit- föngum, Austurstræti 1, Bóka- verzlun Braga Brynjólfssonar, Hafnarstræti 22, Hafliðabúð, Njálsgötu 1, og verzluninni Roða, Laugavegi 74. Styrktarsjóður munaðar- lausra barna. — Sími 7967 Bæ j arbókasaf nið Lesstofan er opin alla virka dagai frá kl. 10—12 árdegis og kl. 1—10 síðdegis, nema laugardaga kl. 10 — 12 árdegis og kl. 1—7 síðdegis. Sunnudaga frá kl. 2—7 síðdegis, ÍJtlánadeildin er opin alla virka daga frá kl. 2—10, nema laugars daga kl. 2—7 og sunnudaga kL 5—7. • Útvarp • Miðvikudagur 6. apríl: 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,00—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðui'fregnir. 18,55 Iþrótt- ir (Atli Steinarsson blaðamaður)'. 19,15 Þingfréttir. 19,25 Veður- fregnir. 19,30 Óperulög (plötur)'. 19,40 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Upplestur: „Ævintýraferð- ir og landafundir“, kafli úr bók eftir Vilhjálm Stefánsson (Magn- ús Á. Árnason listmálari les). —• 21,00 „Já eða nei“. — Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur stjórnar þættinum. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Passíusálmur (47). 22.20 Upplestur: „Rústir“, ritgerð eftir Sigurð Guðmundsson (Stein- grímur Sigurðsson les). — 22,40 Harmonikan hljómar. — Karl Jónatansson kynnir harmoniku- lög. 23,10 Dagskrárlok. Kvilli í tóm fyrir vesfan 1 ÍSAFIRÐI, 5. apríl — Komið hefir upp illkynjuð veiki í kúm á tveimur bæjum í Skutulsfirði, Kirkjubæ og Seljalandi. Varð veikinnar fyrst vart á fimmtu- dagsmorgun, og var þá strax haft samband við dýralækni. Er helzt álitið, að kvilli þessi kunni að stafa frá óhreinindum, sem kunna að hafa borizt með fóðurmjöli. Hefir veikinnar orð- ið vart víða um land í vetur. —J. Setustofuklukkur 8 daga anker-verk. Eldhúsklukka, 8 daga gang- verk, rauð, græn, blá. Ljós eik, 14 daga gangverk, Á2 tíma slagverk Við fagmenn mælum eindregið með þessum ágætu klukkum og veitum fúslega allar upplýsingar. Það „model“, sem yður mun líka fæst hjá einhverj- um okkar. Ábyrgð fylgir hverri einustu KIENZLE klukku. — Gætið þess, er þér kaupið kJukku, að standi á skífunni. Veggklukka, 14 daga gangverk. Kaupið því klukkuna hjá okkur og þér verðið ánægð: ÁRNI B. BJÖRNSSON, Lækjartorgi. BJÖRN & INGVAR úrsm., Vesturgötu 16. GUÐLAUGUR GÍSLASON úrsm., Laugaveg 63. JÓHANN Á. JÓNASSON, úrsm., Skólavörðustíg 2, sími 3939. KORNELÍUS JÓNSSON, úrsm., Skólavörðustíg 8, og Úr og listmunir. Austurstræti 17. MAGNÚS ASMUNDSSSON úrsm., Ingólfsstræti 3. MAGNÚS E. BALDVINSSON úrsm., Laugaveg 12. MAGNÚS SIGURJÓNSSON úrsm., Laugaveg 45, sími 4568. SIGURÐUR TÓMASSON úrsm., Skólavörðustíg 21, sími 3445. u 1Q I f (o q o\\ 3 6 . i 7 6' 5 a Húsklukka, dökk éik með Kákasus-valhnotu, 8 daga slagverk, 8 strengja. (AH-3) '&<s<SKS<5<s<s<s<a^s<a<s<SKS<a<2<5<s<s<s>c5<s<a<s<5<s<a<s<s><5<s<3<a<s<SKS>cs^s<s*c2 Eldhúsklukka, 8 daga gangverk, rauð, græn, blá. ORGINAL KLUkKlJR Einn árangurinn af hinni heimsfrægu þýzku framleiðslu eru KIENZLE klukkurnar. Hér á landi eru KIENZLE klukkurnar á þúsundum heimila vegna smekklegs útlits og sérstaklega góðrar reynzlu kaupenda. Allar gerðir ávalt fyrirliggjandi í miklu úrvali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.