Morgunblaðið - 23.04.1955, Page 9
Laugardagur 23. apríl 1955
MORGVNBLABEB
9
á greiðsluviðskiptin við útlönd
í UMRÆÐUM þeim um kaup-
gjaldsmálin, sem fram hafa farið
undanfarið, hefur talsvert verið
rætt um áhrif almennrar kaup-
hækkunar á verðlag og afkomu
atvinnuveganna, en lítið verið
um það fjallað, hverjar afléið-
ingarnar kynnu að verða að því
er snertir viðskiptin við útlönd.
Nú eigum við flestum þjóðum
fremur aíkomu okkar undir
viðskiptum við önnur lönd. Verð-
mæti innfluttrar vöru og þjón-
ustu, er tæpur þriðjungur þeirr-
ar upphæðar, sem fer til neyzlu,
fjárfestingar og útflutnings, og
er það hærra hlutfall en í flest-
um nágrannalöndum okkar.
Þróun kaupgjalds og verðlags
hefur verið rakin allt frá miðju
ári 1947 og borinn saman kaup-
máttur Dagsbrúnarlauna, eins og
hann var þá og í janúar 1953,
við það, sem hann var í febrúar
og marz í ár. Samanburður við
fortíðina á þessum atriðum út af
fyrir sig, er að vísu fróðlegur, en
öllu meira máli skiptir þó að gera
sér grein iyrir, hverjar afleiðing-
ar ráðstafanir, sem nú kunna að
verða gerðar, muni hafa á ýmsa
þætti atvinnulífsins. Síðan 1947
hafa orðið svo gagngerðar breyt-
íngar á búskaparháttum okkar,
að samanburður á kaupgjaldi og
launum þá og nú gefur frekar
lítilvægar upplýsingar, þegar á
allt er litið. Á það hefur ekki
verið minnzt, að árið ‘1947 var
240 millj. kr. halli á viðskiftun-
um (vöru og þjónustu) við út-
lönd, en það samsvarar 480 millj.
kr. á núgildandi gengi. Hallinn
var aðalléga greiddur með er-
lendum innstæðum, sem safnazt
höfðu á stríðsárunum. Peninga-
tekjur landsmanna og eftirspurn
eftir erlendum gjaldeyri til ým-
issa þarfa var svo mikill það ár,
að með vöruútflutningi var að-
eins greiddur rúmur helmingur af
verðmæti innfluttra vara (cif)
Á árunum 1948—53 var sífellt
mikill halli á viðskiptum við út-
lönd, og hefur hann að miklu
leyti verið greiddur með erlendu
aðstoðarfé. Á síðastliðnu ári varð
enn halli á utanríkisviðskiptun-
um, þótt ekki sé hann mikill, en
hér verður að hafa í hug, að til
tekna eru taldar um 200 millj.
kr. gjaldeyristekjur vegna fram-
kvæmda varnarliðsins. Þótt að
því hafi verið stefnt undanfarin
ár að gera innflutninginn sem
frjálsastan, stöndum við enn í
þessu efni langt að baki flestum
þeim Evrópuþjóðum, sem við
höfum bundizt samtökum við um
að koma á frjálsum gjaldeyris-
viðskiptum landanna á milli.
Hvaða áhrif hefði almenn kaup
gjaldshækkun á viðskiptin við
útlönd eins og nú er ástatt um
þessi mál? Til þess að gera dæm-
ið sem einfaldast, skal gert ráð
fyrir 10% kaupgjaldshækkun.
Það liggur í augum uppi, að mögu
leikar útflutningsatvinnuveganna
til gjaldeyrisöflunar mundu
rýrna, nema aðstaða þeirra yrði
bætt, en kostnaðinn af því
yrðu vitanlega einhverjir að
foera. — Úthaldstími togara
og báta mundi styttast og
vinnuafl leita yfir í framleiðslu
fyrir innlendan markað. Hins-
vegar kvnnu gjaldeyristekjur
vegna varr.arliðsframkvæmda að
aukast eitthvað. í stað þess að
reikna moð minnkaðri gjaldeyr-
isöflun, verður hér gert ráð fyrir,
að gjaldeyriseftirspurn til kaupa
á rekstrarvörum útflutningsat-
vinnuveganna minnki ekki, held-
ur haldist óbreytt. Ennfremur
er gert ráð fyrir óbreyttum inn-
flutningi byggingarefnis, m. ö. o.
er reiknað með sömu raunveru-
legri fjárfestingu, þannig að hún
aukist að verðmæti sem svarar
kaupgj aldshækkuninni.
Síðastliðið ár nam gjaldeyris-
notkun landsmanna rúmlega 1250
millj. kr. Af þeirri upphæð voru
rúmlega 300 millj. kr. innflutn-
ingur á rel.strarvörum til útgerð-
ar og byggmgarefni, sem hér er
gert ráð fyrir að ve'-ði óbreytt-
ur. Hin aukna eftirspurn vegna
10% hækkunar á kaupi mundi þá
beinast að erlendri vöru og þjón-
ustu, sem eð verðmæti nam um
950 millj. kr. 1954. Það ætti ekki
að vera fjarri lagi að áætla, að
eftirspurn eftir erlendum gjald-
eyri ykist um 80 millj. kr., og
þá enn meir, ef gert væri ráð
fyrir aukinni raunverulegri fjár-
festingu.
Sagan er þó ekki öll sögð með
þessu. Af kauphækkuninni mundi
leiða hækkun á vísitölu fram-
fræðslukostnaðar. Hækkunin
kæmi fyrst og fremst fram á ýms
um þjónus*uliðum vísitölunnar
og síðan á vöruverði, því meir
og því fyir, sem innlend vinnu-
laun eru meiri þáttur í útsölu-
verði varanna. í haust kæmi fram
allmikil hækkun á verði land-
búnaðarvai a, enda er kaupgjald
langstærsti liðurinn (um 80%) í
kostnaðargrundvelli þeim, sem
þær eru verðlagðar eftir. Gera
má ráð fyrir, að kaupgjalds -
hækkun um 10% vaidi allt að
5% hækkun á vísitölunni, þegar
áhrif hennar eru komin fram að
fullu. Ef kaupgjaldið breytist
með vísitölu, verður kaupgjalds-
hækkunin þá orðin 15% fyrir ára
mót, og enn héldu víxláhrif verð-
lags og kaupgjalds áfram að ó
breyttum aðstæðum.
Næsta ár ætti hin ófullnægða
gjaldeyriseftirspurn að vera kom-
in þó nokkuð á annað hundrað
millj. kr. Sjálf verðbólguþróun
in dregur úr sparnaðartilhneig-
ingu manna, en ýtir undir neyzlu
og eykur þrýstinginn á greiðslu-
jöfnuðinn við útlönd.
Nú ætti það að vera augljóst
mál, að 80—90% þjóðarinnar get-
ur ekki rr.eð vísitölufyrirkomu-
lagi tryggt. sér aukningu á raun-
verulegum tekjum, eða kjara-
bætur, nema framleiðslan vaxi að
s’ama skapi. Ef svo er ekki, hljóta
tilraunir í þá átt að valda verð-
bólguþróun eða atvinnuleysi. Sú
staðreynd verður ekki umflúin,
að afköst framleiðslunnar, afla-
brögð og verð á erlendum mark-
aði eru ekki á valdi landsmanna
sjálfra nema að mjög litlu leyti.
Á einhvern hátt verður að brúa
bilið milli gjaldeyrisöflunar og
gjaldeyriseftirspurnar. Innflutn-
ingshöft og gjaldevrisskömmtun'
skerða frjalst neyzluval og skapa
misrétti meðal innflytjenda, og
því er ekki sennilegt, að laun-
þegar og atvinnurekendur fallist
á þá lausn, ef þeir gera sér ljósar
afleiðingar hennar. Aðrar leiðir
er því óhjákvæmilegt að fara og
koma þar ýmsir möguleikar til
greina, sem ekki verða ræddir
hér að sinni.
Raunveruleg orsök kaupgjalds-
baráttu þeirrar, sem nú stendur
yfir, er hin mikla eftirspurn eft-
ir vinnuafli, sem skapazt hefur
af stórkostlegri fjárfestingu jafn
framt mikilli varnarliðsvinnu.
Aukning á neyzlu almennt, svo
nokkru nemi, getur ekki orðið,
nema dregið sé úr fjárfesting-
unni. Almenn kauphækkun nú
gerir okkur enn háðari varnar-
liðsframkvdmdunum að því er
gjaldeyrisöflun snertir.
vöidum i benzínstöðinni á Hlemmtorgi
IFYRRINÓTT var stöðvuð benzínafgreiðsla á Hreyfilsbíla vi‘5
benzínsölustöðina á Hlemmtorgi, en hana héfur Bifreiðastöðin
Hreyfiil á leigu. — í skjóli næturinnar tók framkvæmdastjóri stöðv-
arinnar og lyklahafi benzínsölunnar, Pétur Jóhannsson, að afgreiða
benzín á Hreyíilsbíla eins og ekkert væri sjálfsagðara, á sama tíma
sem læknar bæjarins geta tæplega sinnt störfum sínum vegna þess
að þá vantar benzín á bíla sína.
HÉLDU AÐ UM INNBROT <♦>'
VÆRI AÐ RÆDA
Þetta gerðist kl. 4—5 um nótt-
ina. Lögreglumenn, sem voru á
eftirlitsferð þar innfrá, tóku eft-
ir því, að benzínsölustöðin á
Hlemmtorgi var opin, og geym-
arnir ólæstir. Héldu þeir að inn-
brotsþjófar hefðu verið þar að
verki. En athugun leiddi skjótt í
ljós, að þeir sem þar höfðu verið,
höfðu ekkert þúrft að brjóta, því
þeir höfðu haft öll lyklavöld. —
Benzín hafði verið afgreitt til
Hreyfilsbíla og hafði húsráðandi
sjálfur verið að verki, var lög-
reglunni tjáð þar á staðnum.
20 HREYFILSBÍLAR
Framkvæmdastjóri Hreyfils,
Pétur Jóhannsson, sem í verk-
fallinu hafði tekið að sér að ann-
ast benzínafgreiðslu á undanþágu
benzíni fyrir félagið, viðurkenndi
að hann sjálfur hefði staðið fyrir
þessum aðgerðum. Munu um 20
Hreyfilsbílar, sem í náðinni eru
hjá verkfallsstjórninni, hafa
fengið benzín á geyma.
SVIPTUP.
LYKLAVÖLDUM
í gær var svo Pétur Jóhanns-
son Hreyfilsforstjóri kvaddur á
fund forráðamanna BP og var
hann þar látinn afhenda lykia
alla að benzínsölustöðinni á
Hlemmtorgi, til þess að komið
yrði í veg fyrir áfranahaldandi
misnotkun frá hendi Hreyfils-
forstjórans.
35 kepp-
endur
í drengja-
hlaupinu
DRENGJ AHLAUP ÁRMANNS
fer fram n. k. sunnudag kl. 10,30’
árd. Keppcndur í hlaupinu ern
að þessu sinni 35 frá 4 íþrótta-
félögum, 13 frá KR, 9 frá Ung-
mennafélagi Keflavíkur, 8 frá ÍR
og 5 frá Ármanni.
Keppt er í 3 og 5 manna sveit-
um um bikara, sem gefnir eru af
Eggert Kristjánssyni stórkaup-
manni og Jens Guðbjörnssyni.
Hlaupið hefst i Vonarstræti fyrir
framan Iðnskólann, og verður
þraðan hlaupið Tjarnargötu og-
suður á mcts við syðra horn Há-
skólans, ríðan yfir túnin yfir á
Njarðargötu og inn i Hljómskála-
garðinn. Hlaupinu lýkur við
Hljómskálann. Vegalengdin er
um 2,2 km.
Handhaíi beggja verðlauna-
bikaranna er Glímufélagið Ár-
mann.
Ingólfs Apótek hefur nú flutt úr
sínu gamla húsi við horn Aðal-
strætis og Vesturgötu, í næsta
hús, Aðalstræti 4 (Fischersunds-
megin). Þar var aður starfrækt
kaffibrennsla O. Johnson &
Kaaber. — Þessu húsi hefur nu
verið breytt öllu fyrir Ingólfs
Apótek. — Myndin hér tii hliðar
er í afgreiðslusal apóteksins. —
Vinnustofur apótekarans eru
rúmgóðar og í húsinu er mikið
geymslupláss á efri hæðum, enda
þurfa apóíekin feikna rúm til
hráefnage/mslu. — Það var P.
L. Mogeusen, sem stofnsetti
Ingólfs Apótek. En frá því 1948,
er hann féll frá, hefur Guðni
Ólafsson verið eigandi þess. —
Hann er hér á myndinni að ofan
í afgreiðsíiisalnum, ásamt apótek-
urum og öðru starfsfólki sínu (5.
maður frá hægri).
Framh af bls 6
og forystumönnum íþróttamála í
Rvík. Afhenti Jakob Hafstein.
form. ÍR sigurvegurum verðlaun.
— Svavar hlaut að verðlaunum
fagran og glæsilegan silfurbikar
er Silli og Valdi gáfu, auk annars
minni bikar og minjapening um
þetta 40. hlaup. 5 manna sveit
IÍR hlaut einnig að sigu’-launum
til eignar annan slíkan silfurbik-
ar, sem ónefndur maður gaf til
keppninnar. Auk þess fengu
sVeitir félaffsins (3. og 5 manna)
farandbikarinn sem um er keppt
árlega og Kristján og Stefán
Árnason litla bikara fyrir 2. og 3.
sætið. Ailir þátttakendur hlutu
minjapening fyrir þátttökuna í
þessu 40. hlaupi.
j Oddgeir Sveins°on hlaut að
gjöf frá ÍR bók áletraða, en hann
tók þátt í þessu hlaupi nú í 25.
sinn. Hefur enginp sýnt slíkt af-
rek hérlendis að taka þátt í
kappmótum í 25 ár samfleytt og
var Oddgeir mjög þakkað fyrir
þetta fordæmi sem hann sýnir
öðrum. Heiðruðu félagar hans í
KR hann með því að færa honum
silfurbikar að gjöf. Sama gerði
Ben. G. Wáge forseti ÍSÍ.
| Margir tóku til máls í kaffi-
samsæti þessu — Jakob Hafstein,
Ben. G. Wáge, Brynjólfur Ing-
ólfsson form. FRÍ, sem færði KR.
fagra gjöf sem þakklætisvott FRÍ
fyrir að halda uppi hlaupinu í 40
ár, oft við erfiðustu skilyrði,
Björn Ólafsson alþingismaður,
sem ásamt Helga frá Brennu
vann að .stofnun hlaupsins. Auk
þess töluðu Erl. O. Pétursson,
Jens Guðbjörnsson og Jón Stef-
ánsson form. UMSE. Fluttu þeir
allir ÍR þakkir fyrir framkvæmd.
hlaupsins í 40 ár — stundum við
þær aðstæður að enginn ÍR-ingur
var með í hlaupinu, en þó unnu
ÍR-ingar að því með sama áhuga
og ætíð. Sérstaklega var Helga
frá Brennu þakkað, en hann var
upphafsmaður að hlaupinu og
honum má þakka, sögðu sumir
ræðumenn, fyrir að hlaupið hefur
farið fram svo lengi — og ekki
síður fyrir það, að það hefur
aldrei faliið niður og er því
klassiskasti viðburður á sviði
j íþrótta hér á landi.
Þorvarður J. JúSíusson, hagfrœðingur:
Áhrif nlmennrar kannhækknnar
Notaði aðstöðu sína til þess
ol aihenda Hreyfilsbílnm henzín
Forstjóri stöðvarinnar sviptur lykla-