Morgunblaðið - 10.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. maí 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Súgfirzkir barnask- nemendur at hafnasamir til eflingar skóla síns 10 ór iró styrjoldnrlokiun í Evrópu HINN 8. þessa mánaðar voru 10 ár liðin frá því að heimsstyrjöld- inni lauk í Evrópu. Þann dag ár- ið 1945 gafst Stór-Þýzkaland nazismans upp fyrir sameinuðum herjum Bandamanna. Enda þótt þjóðir Evrópu stæðu þá á hrikalegum rústum, og mörg sár og stór blæddu, mótaði þó einlægur fögnuður sárþjáðra manna styrjaldarlokin. Hrylli- legustu styrjöld mannkynssög- unnar var Jokið. Eftir var að vísa lokahríðin í baráttunni gegn Jap- önum á Kyrrahafi. Að vinna friðinn Það, sem mönnum var hug- stæðast á friðardaginn í Evrópu 1945, var að vinna frið framtíðar- innar. Aldrei framar styrjöld, mannvíg og eyðileggingu, var hið sameiginlega kjörorð hinnar blæðandi Evrópu. — Þjóðirnar þráðu fyrst og fremst að kasta frá sér vopnunum og taka til við uppbyggingu landa sinna og endurreisn þeirrar lífshamingju, sem styrjöldin hafði svipt þær í nær 6 óralöng og blóðug ár. Nú þegar 10 ár eru liðin, skipt- ir það mestu máli, að gera sér það ljóst, hvernig hið mikla upp- byggingarstarf hafi tekizt. Þegar athuguff er hin efna- hagslega hliff viffreisnarstarfs- ins má segja, aff undraverffur árangur hafi náðst. — Flest lönd Vestur-Evrópu hafa nú rétt atvinnuvegi sína svo vel viff, aff framleiffsla þeirra er ekki affeins orffin hin sama og hún var fyrir stríff, heldur og miklu meiri í flestum þeirra. Heilar borgir hafa veriff reist- ar úr rústum, ný og full- komin húsakynni risiff upp úr sprengjugýgjum loftárásanna. Ræktun landsins hefur fleygt fram og námureksturinn kom- izt í samt lag. Hjálparstarf Bandaríkjanna í þessu sambandi ber að minn- ast á það, að hjálparstarfsemi Bandaríkjanna, Marshall-sam- vinnan svokallaða og efnahags- samvinna hinna vestrænu þjóða, á ríkan þátt í hraða viðreisnar- starfsins. Fyrir rausn sína og ör- læti verðskuldar bandaríska þjóðin mikið þakklæti Evrópu- búa. Hinn afkastamikli iðnaður Bandaríkjanna, hefur veitt hinni styrjaldarþreyttu Evrópu stór- kostlegri hjálp en mannkynssag- an greinir áðu” frá þjóða í milli. En þótí hiff efnahagslega viðreisnarstarf hafi gengiff vel á þeim 10 árum, sem liffin eru frá styrjaldarlokum verff- ur ekki hiff sama sagt um viff- leitnina til þess, aff útrýma vopnabúnaffi og útiloka styrj- aldir. Hinar vestrænu lýff- ræffisþjóffir hugffust afvopn- ast þegar aff styrjöldinni lok- inni. Þær kölluðu hermenn sína heim og vopnin voru lögff til hliffar. En Rússar höfffu allt annan hátt á. Þeir héldu áfram aff vígbúast. Þeir notuðu rauða herinn til þess, aff hjálpa fámennum komm- únistaklikum til þess aff hrifsa völdin í sínar hendur í mörg- um löndum í Austur- og Miff- Evrópu. Þar með hófst harmsaga fyrsta áratugsins að heimsstyrjöldinni lokinni. Óttinn við nýja styrjöld náði valdi á hugum fólksins um víða veröld. Þjóðir Vestur- Evrópu, sem hrammur nazismans hafði legið á í mörg ár, urðu nú á ný að efna til samtaka til vernd ar öryggi sínu og sjálfstæði. Er sú saga margsögð. Atlantshafs- bandalagið var myndað. Og ein- mitt þessa dagana, er rétt 10 ár eru liðin frá styrjaldarlokum, sitja fulltrúar 15 þjóða á rökstól- úm í París, til þess, að leggja síð- ustu hönd á stofnun nýs banda- lags Vestur-Evrópuþjóða. Hlut- verk þess er að samræma varnir þessara þjóða og-treysta sameig- inleg átök þeirra í samvinnu við Atlantshafsbandalagið og einmitt nú er Vestur-Þýzkaland endan- lega að taka sæti sem frjálst og sjálfstætt ríki meðal annara sjálf- stæðra landa Vestur-Evrópu. í því lig^ur hættan Austurhluti Þýzkalands er hins vegar aðeins lepprjki Rússa, kúgað og ósjálfstætt. í því liggur hin mikla hætta fyrir friðinn í Evrópu. Meðan Þýzkaland hefur ekki verið sameinað er hætt við því, að ekki grói um heilt milli austurs og vesturs. Við því má einnig búast að meðan margar þjóðir Austur- og Mið-Evrópu hafi verið sviptar sjálfstæði sínu og búa við kommúnískt einræði og ofbeldi verði erfitt að drepa ófriðarhættunni á dreif. Hinu ber ekki að neita, að hin einurðu og velskipulögðu varnar- samtök vestrænna þjóða hafa dregið úr hættunni á bráðri styrjöld. Þau hafa gert rússnesku kommúnistastjórninni það ljóst, að árás af hennar hálfu á hin- ar frjálsu þjóðir muni mætt með voldugri gagnsókn, sem fyrr eða síðar hlyti að leiða hrun og eyði- leggingu yfir þann, sem árásina hefur. Atlantshafsbandalagið hefur því nú þegar gert stórkostlegt gagn. Tíu ára reynsla Mannkynið héíur lært mikið á þeim 10 árum, sem liðin eru frá því árásarstyrjöld Adolfs Hitlers lauk. Það hefur meðal annars séð það, að einræðið, hvort sem það er brúnt éða rautt, felur jafnan í sér ógnun við friðinn. Þegar Adolf Hitler lét lífið í brennandi rústum þess ríkis, sem hann hafði í senn byggt upp og rifið niður, kom annar einræðisherra fram á sjónarsviðið og reiddi svipu harð- stjórnarinnar hátt á loft yfir höfði mannkynsins. Það var hinn mikli spámaður kommúnismans, Jósef Stalin. í 10 ár hafa hinar frjálsu þjóffir heims barizt viff aff bægja ógnun kommúnismans frá dyrum sínum, barizt viff skugga nýrrar ófriffarhættu. í þeirri baráttu hefur þeim hluta mannkynsins, sem tekur frelsi og mannréttindi fram yfir allt annaff orðiff mikið ágegnt. Þess vegna geta þjóð- irnar nú litiff sæmílega von- góðar fram í tímann. SUGANDAFIRÐI, 9 maí. — ! Barnaskólanum hér var slitið þ. 3. þessa mánaðar. Átta börn luku | fullnaðar- eða burtfararprófi. — j Hæztu meðaleinkunn á fullnaðar prófi hlaut Guðrún Þórðardóttir, 9,2. í skólaslitaræðunni gat skóla stjóri helztu viðburða skólaársins og þakkað; nemendum ánægju- legar samverustundir á vetrin- um. í vetur gáfu nemendur út fjöl- ritað skólablað. Einnig héldu þeir hlutaveltu til ágóða fyrir bóka- safn sitt og skíðasjóð og komu upp fjölbreyttri skemmtun til ágóða fyrir ferðasjóð sinn. Skóla- skemmtumn var prýðilega sótt og skemmtiatriðunum ágætlega tekið. Handavinnusýning skólabarna var haldin 1. maí. Skólastjóri var í vetur séra Jóhannes Pálmason og kennari Baldur Hólmgeirs- son. Brýn þörf er á nýju skóla- húsi, þar sem hið gamla er orðið 50 ára gamalt og mjög úr sér gengið. Kennslustofur eru tvær, en rúmlega 70 börn í skólahverf- inu. Er bygging nýs skólahúss því mjög aðkallandi vandamál Súgfirðinga. —Fréttaiitari. Lokadaprínn HAFNARFIRÐI — Eins og und- anfarin ár, verður lokacagurinn, 11. maí, fjáröflunardagur Slysa- varnadeildarinnar Hraunprýðis hér í bæ. Merki verða seld og kaffi selt í Sjálfstæðishusinu, •— einnig verða kvikmyndasýningar í báðum bíóunum. — Hraunprýð- iskonur sjá að öllu leyti um kaffi- söluna, en hún hefst kl. 3 e. h. Þær konur, sem vilja gefa kaffi brauð, eru góðfúslega beðnar að hafa samband við frú Halldóru Jóhannsdó+tur, en hún er for- maður kaffisöluneúidar. \Líuahandi óbripar: Um Skólagarffa Reykjavíkur NÝLEGA ræddi E.B. Malm- quist ræktunarráðunautur um starfsemi Skólagarða Reykja- vikur í fréttaauka Ríkisútvarps- ins. Skýrði hann þar frá tilhög- un og vinnuskipan í görðunum og einnig ræddi hann um það hve góð uppeldisáhrif skólagarð- ! arnir hefðu á börnin. í þessu sam- bandi kom mér í hug að rita þér nokkrar línur, Velvakandi sæll, og með þeim að reyna að koma á framfæri þakklæti til bæjar- yfirvaldanna fyrir að hafa stofn- að skóla þennan. Reynsla sú er fengizt hefur af skólagörðunum þau 8 ár, sem þeir hafa starfað er mjög góð og Malmquist benti á að augljóst væri að börnunum hefði þótt gaman að vera þar að vinna við hinar ungu og veikbyggðu plönt- . ur, hlúa að þeim á allan hátt og ' fylgjast með vexti þeirra og við- gangi unz uppskeran er full- þroskuð og svo eru þau stolt af því að geta neytt hennar heima á borði sínu. I ÍFræffsluferffir í ná- grenni Reykjavíkur EN starfsemi Skólagarðanna er ekki eingöngu sú að börnin ’ fái þjálfun í jarðvinnslu, plöntu- sáningu og fleiru er lýtur að al- mennri heimilisgarðyrkju, held- ur er farið með þau í fræðslu- ferðir í nágrenni bæjarins, berja- ferðir og fleira. Einnig hafa verið farnar lengri ferðir, t.d. gengið á Esju og skoðaðar garðyrkju- stöðvar í Hveragerði. I Skólagarðarnir voru upphaf- lega stofnaðir til þess að taka við þeim börnum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á sumardvöl í sveit og veita þeim tækifæri til að kynnast ræktun og njóta úti- veru. Um 1000 börn á aldrinum 10—14 ára hafa alls innritazt síð- an skólagarðarnir tóku til starfa. fleiri börn fái að njóta fræðslu og ánægju þar. — R. B. Gíslason. Hvernig stendur á því? HÚSMÓÐIR hefir orðið: „Kæri Velvakandi! Eg hefi verið að velta því fyrir mér, hverju það sæti, hvað mér finnst íslenzku kremkexi hafa farið aftur upp á síðkastið. Að vísu ber ekki að neita því, að fjölbreytni þessarar vöru hefir vaxið mikið undanfarin ár en mér finnst gæðin ekki að sama skapi. Sérstaklega hefi ég tekið eftir því, að kremið í kexinu er orðið af mjög skornum skammti, stundum er það vart sýnilegt, hvað þá heldur að mikið fari fyrir bragðinu. Ég sakna góða kremkexins, sem maður fékk hér í „gamla daga“ — það bar nafn með réttu og kaupandinn varð yfirleitt alls ekki fyrir vonbrigð- um þegar hann beit í kökuna sína. Þá var það líka oft með gráfíkjum inní, sem var mjög É‘ Anægja foreldra G þekki foreldra nokkurra I Yj barna, sem verið hafa í skóla görðunum og láta þeir ákaflega vel yfir þeim áhrifum, sem þau verða fyrir þar. Skólagörðunum er vel stjórnað af E.B. Malm- quist og aðalkennara skólans, Ingimundi Ólafssyni. Og það er enginn vafi á því að með námi sínu í skólagörðunum öðlast börnin háttprýði og virðingu fyr- ir gróðurmætti jarðar. Vonandi á görðunum eftir að fjölga að mun | áður en langt um líður, svo að I Ijúffengt. Nú sést miklu minna af því og sama máli gegnir um það og kremið, það er varla annað en nafnið tómt. Verða aff vera samkeppnisfærar MÉR finnst gleðilegt, hve ís- lenzkum iðnaði hefir fleygt fram á síðustu árum og sjálfsagt er, að við styðjum hann með því að taka íslenzkar iðnaðarvörur fram yfir erlendar. Það ættum við húsmæður að taka höndum saman um, en til þess verða þær auðvitað að vera samkeppnis- færar við hinar aðfluttu og lág- markskrafa okkar hlýtur að vera, að þeim hraki ekki frá því, sem áður var, þar sem líka verð- lag þeirra fer jafnframt síhækk- andi. Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir“. ... ÍÞRÓTTIR ... \ Volur - Fram 4:0 FYRSTI knaítspyrnuleikur meistaraflokksliðs á þessu ári fór fram á sunnudaginn ! og meff honum hófst Reykja- víkurmótiff. Valur og Fram léku og fóru leikar svo að Valur sigraffi meff 4 mörkum gegn engu í leik sem fyrst framan af var þófkenndur, en breyttist svo smátt og smátt er Valsmenn náðu æ oftar góffum tökum á leiknum og þökk sé Valsliffinu, aff þessi fyrsti leikur lofar dógóffu um sumarið. Um fyrri hálfleikinn er fátt að segja. Hann var þófkenndur og fálmkenndur. Menn reyndu — en gátu ekki. Hvorugt liðið náði valdi yfir knettinum. Valsmenn voru mun meira í sókn — léku enda undan góðum vindi og á 32. mín. skoraði Magnús Snæbjörns- son h. innh. eina mark hálfleiks- ins. Tók Sigurhans aukaspyrnu á miðju, spyrnti út á hægri kant, þar sem fyrir var Hilmar Magn- ússon útherji, sem vippaði knett- inum inn að markinu svo Magnús fékk gott tækifæri til að skora. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri — og oft allvel leikinn af Valsmönnum. Á 21. mín. skoraði Hörður Felixson. . Hann átti upphafið að því upp- hlaupi, og naut góðrar aðstoðar I Hilmars og Magnúsar. Á 42. mín. kom þriðja markið. Hilmar, Sig- urður (Sidon) og Hörður Felix- son unnu að þv, vel og skemmti- lega. Tveim mín. síðar komst Magnús innfyrir, átti í stuttu ein- vígi við Karl markvörð og fékk skorað 4 : 0. Eins og fyrr segir, þá var það Valsliðið, sem gaf þessum leik lit. Valsmenn mega vera ánægð- ir með þennan leik — einkum síðari hálfleik — sem fyrsta leik á árinu. Vörnin er góð hægra megin (Árni Njálsson) og í miðju (Einar Halldórsson) sem oft fór yfir til vinstri, en þar var veik- asti hlekkur varnarinnar. Fram- verðirnir voru í þessum leik veik asti hluti liðsins, en í stúkunni heyrðist að þetta væru vara- menn — þarna ættu Albert Guð- mundsson og Halldór Halldórs- son að leika síðar. I Framlínan náði sér ekki vel j upp í fyrstu, en síðasta hluta I leiksins átti hún ágætan leik. _ Það gleðilega var að útherjarnir, Sidon og Hilmar Magnússon, voru stoðir hennar, sá fyrrnefndi tekniskasti maður vallarins og Hilmar nýliði í meistaraflokki. Það er trú mín að þessir útherjar eigi eftir að gera Val mikið gott. Innherjarnir, Magnús og Hörður, voru kvikir og fljótir til — eink- um Hörður. Gunnar miðfram- herji of aftarlega og of ráðríkur með knöttinn. Framliðið náði sér aldrei upp. Leikur þess var í molum. — ein- staklingarnir voru margir dá- góðir, fljótir og duglegir allir saman, en samstarfinu mjög á- bótavant og ekki sá þungi í at- höfnunum, sem þarf til að gefa árangur. Þó Dagbjartur Gríms- son kæmist oft í gegn hægra meg- in og Karl Bergmann sýndi oft góð tilþrif þá átti framlínan næsta fá markskot, sem gátu gef- ið mark. Haukur var bezti mað- ur varnarinnar og bakverðirnir báðir góðir, þó illa færi á síð- ustu mínútum leiksins. í mark- inu var 16 ára unglingur, Karl Hirst — og þar er á ferðinni ó- svikið markmannsefni, sem kann deili á flestu því, sem markvörð- ur þarf að kvnna Hann ásamt Hilmari og Sidon í Val voru þeir sem minnisstæðastir / eru eftir þennan fyrsta leik sumarsins. I A. St. KR vann Þrótt f:0 ANNAR leikur Reykjavíkurmóts ins fór fram í gærkvöldi. — KR . sigraði Þrótt með 1:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.