Morgunblaðið - 12.05.1955, Síða 1
Fimmtudagur 12. mai 1955
Verk ríkisstjórnarinnar sanna, að hún er
Herra forseti!
SAGT ER, að sérhver þjóð fái
yfir sig þá stjórn, sem hún
á skilið. Ekki betri og ekki verri.
Sé svo, eru íslendingar aumi lýð-
úrinn að dómi þeirra stjórnarand-
stæðinga, sem í kvöld hafa í
hundraðasta eða þúsundasta
skipti lýst ríkisstjórninni sem fá-
vísri stjórn, úrræðalítilli, at-
hafnasmárri, íhaldssamri og ill-
gjarnri. En stjórnina styðja sem
.kunnugt er nær 7 kjósendur í
landinu af hverjum 10.
. Ég skal nú rétta hlut þjóðar-
innar og þar með stjórnarinn-
ar með því að sýna rétta mynd
af stjórninni. Læt ég þá verkin
tala. Þau eru þyngri á metun-
um en staðlausar staðhæfingar
stjórnarandstæðinga nú og fyrr.
ÞRTGGJA MISSERA
YALDASKEIÐ
Núverandi ríkisstjórn hefir
farið með völd í rúm þrjú miss-
eri. Hún gaf í öndverðu mörg
fyrirheit, jafnvel svo, að mörg-
um þótti árinni fulldjúpt í tekið,
Ög hvorki spöruðu stjórnarand-
Stæðingar þá háð né brigslyrðin.
„Gyllingar", „Orð, orð innan
tóm“, „Loforð til að svikja“,
hrópaði þessi sundurleita hjörð,
og var nú sammála aldrei þessu
vant.
En stjórnarliðið lét hrópyrðin
sem vind um eyru þjóta. Stjórn-
in tók til óspilltra mála. Meðan
á henni- dundu brígslin um svik,
gaf hún sig óskipta að efndun-
um.
Enn er að visu ekki komið að
skuldadögunum, því fyrirheit
voru hvorki gefin um að fram-
kvæma loforðin á einu ári né
tveimur, heldur á kjörtímabil-
inu. En því ánægjulegra er fyrir
stjórnarliðið að líta yfir farinn
veg og sjá hversu langt hefur
miðað að settu marki þótt enn
sé kjörtímabilið ekki hálfnað.
ALDREI MEIRI VELSÆLD
Fyrsta boðorð stjórnarsáttmál-
ans segir:
„Það er höfuðstefna stjórnar-
innar að tryggja landsmönnum
sem öruggasta og bezta afkomu."
Þetta fy-rirheit varðar líðandi
stund. Allur landslýður stendur
því vel að vígi um að dæma
hverjar efndirnar eru. Stjórnin
biður þess eins, að hver einstakl-
ingur spyrji sjálfan sig, hvort
hann hafi fyrr haft jafnari og
betri atvinnu, meira að bíta og
brenna, meiri velsæld, betri af-
komu.
Því miður geta ekki allir svar-
að þessum spurningum neitandi.
En það geta flestir. í öllum þeim
vanda, sem við er að stríða —
í örðugleikum líðandi stundar og
áhyggjum um framtíðina, er það
óhagganleg staðreynd, að íslend-
ingar hafa aldrei búið við jafn
mikla velsæld, sem einmitt í
dag.
Stjórnarliðum dettur ekki í hug
að ætla sér einum heiðurinn af
þessu. Það væri svipuð fásinna
sem hitt, að láta sér til hugar
koma, að viturleg stjórn á mál-
efnum ríkis og þjóðar, skifti engu
máli. En stjórnin hefur stýrt rétt,
og oft og víða haft farsæl af-
skipti, þar sem þörfin hefur kall-
að. - x
GREIÐ SLU AFGANGUR
OG FRAMFARIR
Þá gaf stjórnin fyrirheit um
hallalausan ríkisbúskap. í þeim
efnum verður að miða við árið
1954, sem er eina heila árið, sem
liðið er frá valdatöku stjórnar-
ínnar. Fjárlög þess árs voru af-
greidd í árslok 1953. Um þau
urðu mikil átök milli stjórnar-
liða, sem voru fúsir til að slá
af kröfum sínum til þess að
tryggja greiðsluhallalaus fjár-
lög, og stjórnarandstæðinga, sem
sáust ekki fyrir, gerðu taumlaus-
ar kröfur um vinsælar fram-
athafnasöm, dugmiki! og
wíðsýn framfarastjérn
kvæmdir, en hirtu engu um af-!
komu ríkissjóðs.
Ég viðurkenni fúslega, að at- !
vinnuárferðið og mÖrg önnur
happaatriði hafa fært ríkinu ó- j
væntar tekjur. En ýmis óhöpp
hafa líka aukið útgjöldin. Og
endirinn hefir orðið sá, að ríkis-
búskapurinn skilar hreinum af-
gangi sem nemur 35 millj. kr.
sem nú hefir að mestu verið ráð-
stafað til þarfa atvinnulífsins. Er
tekjuafgangurinn vitanlega mikið,
ánægjuefni. En festan, sem
stiórnarliðið sýndi við afgreiðslu
fjárlaganna, og örugg og víð- f
sýn fjármálastjórn skiftir þó
miklu meira máli. Hið fyrra má
kalla óvænt happ. Hið síðara
ber vott um hugarfar, — ábyrgð- :
artilfinningu, sem við eigum að
rækta með okkur, hafa í háveg-
um og aldrei að glata. Ef til vill
er einmitt þessi ásetningur ein
mesta prýðin á samstarfi núver-
andi stjórnarflokka, allt frá 1950
og fram á þennan dag.
AUKIÐ ATHAFNAFRELSJ
Hið næsta, sem stjórnarflokk-
arnir aðhöfðust til efnda á fyr-
irheitunum var að leggja niður
fjárhagsráð. Með því voru þeir
lilekkirnir af höggnir er sárast
hafði sviðið undan. Athafnafrelsi
þjóðarinnar var stórum aukið,
eigi aðeins til byggingar íbúðar-
húsa, heldur var og miklu fargi
létt af verzlun landsmanna.
Hvers þjóðin metur hið aukna
frelsi, skilst bezt, sé það skoðað
í ljósi þess, hversu flestir þrá,
að enn sé haldið áfram með öll-
um þeim hraða, sem auðið er, til
sem fyllst frelsis á sviði athafna-
lífsins.
Það er svo aðeins eðli máls-
ins samkvæmt, að engir hafa
fagnað auknu athafnafrelsi jafn-
mikið sem við Sjálfstæðismenn.
Við vitum að aukið frelsi leysir
bundin öfl úr læðingi og eykur
þjóðinni þrótt og velsæld. Okk-
ur hefur öðrum fremur skilizt,
að sé framtakið lagt í hlekki,
verður aldrei til langframa auð-
ið að sækja þau gæði í skaut
náttúrunnar, sem nægja mega til (
þess að auðið sé að halda hér
uppi menningarríki. Fögnuður
okkar er því sterkur og einlæg-
ur, en þó mestur fyrir það, að
öflug barátta okkar fyrir ágæti
frelsisins hefir nú borið svo ríku-
legan ávöxt að sumir höfuðpaur-
ar hafta, banna og einokunar
látast nú vera heittrúa frelsis-
unnendur. Við höfum opnað augu
þjóðarinnar. Þjóðarviljinn hefir
beygt postula ófrelsisins.
Hefir á sfuttum tíma
efnt flest sín fyrirheit
Utvarpsræða Olafs Thors íorsætis-
ráðherra á Alþingi 9. mai s. I.
LÆKKUN SKATTA
Þá er næst að geta þess, að
stjórnin hét að lækka beina
skatta. Efndirnar urðu sem
kunnugt er þær, að meðaltals-
lækkun á sköttum einstaklinga
var þegar í stað á síðasta Al-
þingi ákveðin um 29%. Félaga-
skattur hefir til bráðabirgða ver-
ið lækkaður um 20%, en þess
vænzt, að endanlegar tillögur í
þeim efnum verði lagðar fyrir
næsta þing. Jafnframt hefir
sparifé landsmanna verið undan-
þegið framtalsskyldu, sköttum og
útsvari. Er hér um að ræða stór-
viðburð í skattamálum íslend-
inga, er þannig hefir verið skap-
aður friðreitur, mönnum leyft að
eignast eitthvað og eiga það í
friði og með þeirri levnd, sem
ef til vill vegur þyngra og er
meir metin í þessu fámenna landi
kunningsskapar en nokkursstað-
ar annarsstaðar. En fáum ríður
meir en íslendingum á, að þjóð-
in spari og safni. Það er eina
heilbrigða leiðin til þess að afla
þess fjár, sem með þarf til þess
að auðið verði að hagnýta ó-
tæmandi auðlindir lands og sjáv-
ar, og með því að skapa kom-
andi kynslóðum sem bezt at-
vinnu- og afkomuskilyrði. Þori
ég hiklaust að fullyrða í nafni
allra Sjálfstæðismanna, að sú
megin stefnubreyting í skatta-
málum sem þessi lagasetning lýs-
ir, er mikils metin.
Raochæi framiarcsiefna — Loforð
og eindir ríkissiiémarinnar
RAFVÆÐING LANDSINS
Eru þá ótalin þau tvö höfuð-
mál, er segja má, að verið hafi
hyrningarsteinar stjórnarsáttmál-
! ans, þ. e. a. s. rafvæðing lands-
i ins og veðlán til íbúðabygginga.
Um hið fyrra er það að segja,
j að kostnaður af rafvæðingu var
i áætlaður á næstu 10 árum 250
millj. kr. Það fé hefir ríkisstjórn-
inni nú þegar tekizt að tryggja.
Árleg framlög á fjárlögum hafa
verið hækkuð úr 7 í 11 millj. kr.
eða alls í 110 millj. á tíu árum.
Afganginn hafa íslenzkir bankar
lofað að leggja fram, þó að frá-
dregnum þeim erlendu lánum,
sem tekin kunna að verða í þessu
skyni, t. d. til efniskaupa. Sýnt
þykir nú. að kostnaður við þess-
ar framkvæmdir hækki vegna
hækkandi kaupgjalds í landinu.
Vona menn þó, að auðið verði að
halda þeim áfram með tilsett-
um hraða. Hefir nú þegar verið
ákveðið um virkjanir og aðrar
jframkvæmdir á Austfjörðum og
á Vesturlandi og verður hafizt
| handa um þær næsta sumar. Ræð
ir hér um eitt allra stærsta vel-
ferðarmál dreifbýlisins og eina
hina nauðsynlegustu ráðstöfun
til þess að halda jafnvægi í byggð
j landsins. Megum við, sem lengi
' höfum notið yls og birtu frá elf-
unnar beizlaða afli, fagna því
einlæglega að þeim, sem í dreif-
býlinu búa, skuli nú loks fengið
! í hendur þetta vopn, sem megn-
ar að sigrast á hinum langa,
dimma og kalda íslenzka vetri.
I
VEÐLÁN TIL
ÍBÚÐABYGGINGA
! Kem ég þá að hinu höfuðmáli
stjórnarsáttmálans, útvegun láns-
fjár til veðlána til íbúðabygg-
inga.
Á árinu 1954 hné stjórnin að
þeirri bráðabirgðalausn að út-
vega 20 millj. kr. til svonefndra
lánadeilda smáíbúða. Hefir sú
ráðstöfun orðið mörgum að
nokkru liði.
j En nú var tekið að leita var-
anlegra úrræða.
Mikil vinna hefir verið lögð í
það að finna viðunandi lausn á
því máli. Minnist ég þess ekki,
að nokkurt eitt mál hafi verið
jafn tímafrekt og kallað á jafn-
mikla vinnu ríkisstjórnarinnar
þau ár, sem ég hefi setið í stjórn
landsins, sem þetta.
Á frumstigi málsins naút rík-
isstiórnin aðstoðar dr. Benjamíns
Eiríkssonar, bankastjóra í Fram-
kvæmdabankanum. Síðar var svo
skipuð nefnd til að endurskoða
frumtillögur ríkisstjórnarinnar
og dr. Benjamíns. Á lokastigi
málsins tóku fulltrúar Lánds-
banka íslands þátt í endanlégum
tillögum um lausn málsins, en
þær byggjast á forystu Lánds-
banka íslands og aðstoð banka,
sparisjóða og tryggingarstofnana
og félaga um fjárframlög í þessu
skyni. Hirði ég ekki að rekja
gang málsins né géra grein fyrir
hinum ýmsu úrræðum, er til
greina komu, enda er það éfni
í langa bók en ekki stutta ræðu.
ALMENNT
VEÐLÁNAKERFI
Þær tillögur sem ríkisstjórn-
in lagði fyrir Alþingi hafa vérið
raktar í blöðum landsins. Ég laet
því nægja að geta þess, að mégin
tilgangur frumvarpsins er að
tryggja þeim, sem þess óska,
leiðbeiningar um allt, er varðar
húsabyggingar og að greiða áð-
gang manna að veðlánum til í-
búðabygginga.
í þessu skyni er sett á stofn
húsnæðismálastjórn, sem skal
beita sér fyrir umbótum í húsa-
byggingarmálum og hafa yfir-
umsjón lánsfjáröflunar og lán-
veitinga til íbúðabvgginga. Jafn-
framt skal koma á fót almennu
veðlánakerfi til íbúðabvgginga,
undir yfirstjórn húsnæðismáia-
stjórnar og veðdeildar Lands-
banka íslands.
ÚTGÁFA VAXTABRÉFA
Veðdeildin fær í þessu skyni
heimild til útgáfu vaxtabréfa að
upphæð 200 millj. kr. og méga
allt að 40 m. kr. af þeirri fjár-
hæð vera með vísitölukjörum,
þannig að binda má greiðslur af-
borgana og vaxta vísitölu fram-
færslukostnaðar. Er hér um ný-
mæli að ræða, sem fróðlegt er
að sjá hvernig revnist. Þá er og
veðdeildinni heimil erlend lán-
taka til íbúðabygginga, enda hafi
húsnæðismálastjórnin mælt með
því að ríkisstjórnin samþykki
lántökuna.
Lán veitast til byggingar í-
búða og meiri háttar viðbygg-
inga eða kaupa á nýjum íbúð-
um.
Lánsupphæðin sé allt að -3
hlutar af byggingarkostnaði íbúð-
ar, þó ekki hærri en 100 þús.
kr. á hverja íbúð. Fyrst um sinn
verða lánin þó vart yfir 70 þús.
kr. á íbúð. Lánstími 25 ár. Vextir
væntanlega frá 514—7%.
Talið er tryggt að eftir þeim
fjáröflunarleiðum, sem tillögur
stjórnarinnar byggjast á, verði
rúmar 100 milljónir króna á ári
handbærar til útlána til íbúða-
bygginga árin 1955 og 1950. Þar
af eru 46 milljónir á ári nýtt
fé. Af því eru Byggingarsjóði
ætlaðar 12 milljónir á ári en til
íbúðarhúsa í kauptúnum og kaup
stöðum renna þá 34 millj. kr.
á ári þessi tvö ár. Enda þótt í
tillögum þessum sé aðeins mið-
að við tvö ár, væntir ríkisstjórn-
in þess að hér sé stofnsett vat-
anlegt veðlánakerfi með árlegum
fjárframlögum.
Þá eru í frumvarpinu ákvæði
um útrýmingu heilsuspillandi í-
búða, er mæla svo fyrir, að rík-
issjóður skuli í því skyni leggja
fram allt að þrem milljónum kr.
á ári næstu fimm árin, annað-
hvort sem lán eða óafturkræft
framlag, ef sveitarfélög leggja
fram jafnháa upphæð til þessa.
. Frh. á bls. 18.