Morgunblaðið - 12.05.1955, Síða 8
24
MORGVTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. maí 1955
★ Dvalið í
vörðuhálsi
skála Fjallamanna á Fimm-
í Dymbilviku
UM páskaleytið lögðu fimm
ungir háskólastúdentar land
undir fót, héldu austur undir
Eyjafjöll og ætluðu að ganga á
Eyjafjallajökul. Voru það þeir
Magnús Hallgrímsson, Jóhann
Lárus Jónasson, Haukur Árna-
son, Eiríkur Sveinsson og Leifur
Jónsson. Eru þeir félagar allir
vanir skíðaferðum og fjallgöng-
um. Fréttamaður Mbl. hitti
Magnús að máli — önnum kaf-
inn við próflestur — og skýrði
hann stuttiega frá páskaför
þeirra félaga.
Á föstudag fyrir Pálmasunnu-
dag héldu þeir austur að Skóg-
um. Um þessa helgi stóð einmitt
yfir árshátíð Skógaskóla, og
fengu ferðafélagarnir þar hinar
prýðilegustu viðtökur. Höfðu
þeir ætlað að halda þaðan beint
til skála Fjallamanna á Fimm-
vörðuhálsi, en að Skógum var
þeim tjáð, að skálinn hefði ekki
verið notaður all lengi og mundi
því ekki vera í sem beztu ásig-
komuiagi.
Þótti þeim félögum því viss-
ara að ganga úr skugga um að
skálinn væri íbúðhrb.æfur, áður
en þeir ákvæðu að dvelja þar
alla dymbilvikuna. Á laugardag
héldu þeir Magnús, Johann og
Haukur á brattann til að kynna
sér aðstæður í skálanum.
Aðkoman var ekki fýsileg. Ganga
varð röskiega tii verks með
skóflu og ísöxi, áður en hægt var
að komast í húsaskjól. Tveir
fimmmenninganna sjást hér
vinna að því að moka snjóinn úr
dyrum skálans.
Skálinn ttendur i 1000 m hæð,
hæsti skáli á landinu, Annar
hæsti skáiinn er á Tindfjallajökli
í 800 m hæð. Aðkoman að skál-
Skelft hafði inn um hverja smáglufu og talsvert snjólag var á
gólfinu í skálanum á Fimmvörðuhálsi.
Á leið upp á Sólheimajökul.
anum var nokkuð kuldaleg, ís-
hella fyrir dyrunum, en virtist
þó sæmilega byggilegur, ef vand-
lega yrði mokað út úr honum.
Á Pálmasunnudag gengu þeir
á Sólheimajökul, skriðjökul út
úr Mýrdalsjökli. Jökullinn er
sprunginn nokkuð að framan þar,1
sem hann tellur niður fjallshlíð- !
ina, en greiðfær og sléttur, eftir (
að komið er upp á brún. '
— ★ —
Veður vai ágætt á mánudags-
morguninn, og lögðu fimmmenn-
ingarnir þá upp á hálsinn, klyfj-
aðir svefnpokum og matvælum. j
Skálinn liggur fjögra til fimm
! klukkustunda gang fiá Skógum.
Ekki var gengt í skálann fyrr
en mokað hafði verið ut snjón- ,
um í forstofunni, og næstu tveir I
dagar fóru að mestu leyti í að j
skafa hrímið úr rjáfrinu, af
veggjunum og moka skaflana úr
hornunum. Ekki var hægt að hita
skálann fyrr en að snjómokstr-
inum afloknum. Notuðu þeir
félagar skóflur og ísaxir við
verkið.
— ★ —
Á þriðjudag og miðvikudag var
ofstopaveður, rok, snjókoma og
j dimmt yfir. Hættu þeir félagar
sér ekki út til að ná í matvæli
er þeir höfðu grafið í fönn, á
þriðjudag, nema með því að hafa
menn „í línu“, þar sem varla var
stætt úti fvrir.
Veður var einnig vont fyrri
hluta fimmtudags, og urðu fjall-
göngumennirnir að láta.sér nægja
að renna sér á skíðum í nágrenni
skálans, þó að þá fýsti að klífa
Eyjafjallajökul. Nokkuð stytti
upp síðdegis, og fóru þeir þá
stutta hringferð upp á jökulinn,
en þoka var á og úrkoma og
heldur ógreiðfært.
— ★ —
inni. —
Myndin er tekin af Ileljarkambi norður yfir. Til vinstri á miðri
myndinni sjást Krossáreyrarnar, norður af þeim rísa Sleppugils-
hryggir og Tindfjallajökull sést í baksýn.
ÍJtsýn yfir Þórsmörk af Heljarkambi. Fremst á myndinni sést
ÍJtigönguháls, Réttarfell til vinstri og Valahnjúkur á miðri mynd-
Að morgni föstudagsms langa
var þokuslæðingur en heldur
bjartara, og ákváðu ferðalang-
arnir að ganga yfir Morisheið-
ina niður í Þórsmörk. Bjuggust
þeir við að hitta þar fyrir Ferða-
félagið, er áformað hafði Þórs-
merkurför um páskana. Fóru þeir
niður Heljarkamb, sem er eini
færi staðurinn niður af jöklin-
um norðanverðum á skíðum. Óðu
þeir síðan Krossá og gengu að
skála Ferðafélagsins, er stendur
undir Valahnjúki.
Dvöldust þeir félagar' í skálan-
um allan iaugardagmn og fram
á Páskadagsmorgun, þar sem úr-
koma var mikil — allt að því
skýfall og Krossáin í foráttu-
vexti.
Lét Magnús vel af dvölinni í
skálanum, en „við vorum matar-
litlir og höfðum ekki svefnpoka
meðferðis" Höfðu þeir ekki búizt
við að dv°lja þar svo lengi og
haft sem mmnstan farangur með-
ferðis til að hann yrði ekki til
trafala.
— ★ —
Ferðin til baka á páskadag
gekk greiðlega, þó að þoka skylli
á og úrkoma á Heljarkambi. Síð-
degis birti aftur til og „vonuð-
umst við þá til að geta gengið á
Eyjafjallajokul næsta dag, en
með morgninum skall enn á ný á
stórhríð og ofsarok“.
Sáu þeir félagar þá sitt óvænna
og lögðu af stað heimleiðis. Urðu
þeir að ganga eftir áttavita, því
að ekki sá út úr augunum. Er
þeir voru komnir niður í 500 m
hæð breyHist hríðin í hellirign-
ingu og komu þeir holdvotir í
Skóga.
Þó að þeim félögum reyndist
ókleift að ganga á Eyjafjalla-
jökul, hefir ferðin vafalaust verið
til fjár á sinn hátt — enda er
varla hægt að verja páskafríinu
betur en í fjallgöngur og í iðkun
skíðaíþróttarinnar.
AÐALFUNDUR Félags íslenzkra
bifreiðaeigenda var haldinn í
Skátaheimilinu við Snorrabraut
föstudaginn 29. apríl s. 1. For-
maður félagsins, Sveinn Torfi
Sveinsson gat um helztu störf
félagsins á liðna árinu, en þau
voru þessi.
Eins og undanfarin ár bauð
F.Í.B. vistfólki af Elliheimilinu
í sumarferðalag til Þingvalla,
tókst sú ferð mjög vel og þátt-
takendur, sem voru innan við
200, skemmtu sér mjög vel eins
og til var ætlast.
Á s. 1. sumri sá félagið um að
félagsmenn þess gætu fengið
ókeypis aðstoð vegna bilaðra bíla
þeirra á le'ounum Reykjavík um
Hellisheiði i Grímsnes, og Reykja
vík um Mosfellsheiði í Grímsnes.
Starfsemi þessari var haldið í um
10 helgar og nutu hennar samtals
189 bifreiðar. Margskonar bilan-
ir áttu sér stað, allt frá lítilfjör-
legri benzínstíflu, upp í bíl á
hvolfi.
S. 1. haust jók félag’ð enn þjón-
ustu sína við félagsmenn með því
að bjóða þeim ókeypis aðstoð
kranabíls, eða annars tækis til að-
stoðar ef bifreið viðkomanda var
ekki ökufær vegna bilunar á veg-
um úti, þjónusta þessi er miðuð
við að farið sé með bifreiðina
til næsta viðgerðarstaðar.
Á vegum félagsins fóru eins
og undanfarin ár margar bifreið-
ar til útlanda.
Tryggingarmál bifreiöa hefir
stjórn félagsins athugað mjög
mikið, og mun seinna gera grein
fyrir athugasemdum við þau.
Gjaldkeri félagsins las upp
endurskoðaða reikninga fyrir
árið 1954. sem voru einróm.a
samþykktir. enda hagur félags-
ins góður.
Stjórnarkosning: Úr stjórn
félagsins gengu tveir menn þeir,
Sveinn Ólafsson, og Sigurður
Helgason, sem báðir óskuðu ekki
eftir endmkosningu, en í þeirra
stað voru kosnir til tveggja ára
þeir, Björn Þorláksson hd. og
Sören Sörensson ftr., en fyrir
voru í stjórninni þeir Sveinn
Torfi Sveinsson, form., Magnús
H. Valdim;-rsson, ritari, og Axel
L. Sveins, gjaldkeri. í varastjórn
voru endurkosnir peir, Aron
Guðbrandsson og Oddgeir Bárð-
arson. Endurskoðendur voru og
endurkjörnir þeir Jón Helgason
og Niels Carlsson. Ritstjóri Öku-
þórs var sömuleiðis endurkjör-
inn Viggó H. Jónsson.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundinum:
Aðalfundur F.Í.B. haldmn föstu
daginn 29. apríl 1955 í Skáta-
heimilinu, samþykkir að beina
þeirri áskorun til stjórnarvald-
anna að eígi verði lengur dregið
að taka unp hægrihandar akstur
hér á landi þar sem slíkur drátt-
ur verður aðeins til þess að auka
kostnað b; nn sem breytingunni
er samfara.
Aðalfundur F.Í.B., samþykkir
að beina þcirri ósk til hinnar ný-
skipuðu Umferðarnefndar að hún
leggi til að skilyrðislaust verði
krafizt að allar bifreiðar verði
útbujnar stefnuljósum og enn-
fremur að vanræksla í notkun
þeirra og viðhaldi verði látin
varða viðuilögum eins og önnur
brot á umíerðareglum.
Aðalfundur F.Í.B. ‘beinir hér
með kröftugum mótmælum til
ríkisstjórnarinnar vegna þeirrar
óhæfu er f. amkvæmd hefir verið
í sambandi við nýafstaðið verk-
fall, að gefa sakborningum upp
allar sakir iyrir ýms alvarleg af-
brot sem f-amkvæmd hafa verið
í skjóli þess að slíkar sakir séu
Frh. á bls. 31.
gst.