Morgunblaðið - 12.05.1955, Page 9

Morgunblaðið - 12.05.1955, Page 9
Fimmtudagur 12. maí 1955 MORGU1SBLAÐ1Ð 25 Njála — hin mesta s§ hezta meðal fslendingasagna Eftirfarandi grein er skrifuð af bókmenntagagnrýnanda brezka blaðsins „Times liter- ary supplement". þar sem liún birtist s.l. vetur í tilefni hinn- ar nýju útgáfu dr. Einars Ól. Sveinssonar á Njálu. Er hún birt hér í þýðingu með leyfi ritstjórans. Greinin er íslenzkum Iesend- um skemmtilegur fengur til viðbótar því, sem þegar hefir verið ritað um þetta öndvegis- verk meðal íslenzkra forn- sagna. Það er erfitt að gera jafn umfangsmiklu efni full- nægjandi skil í einni blaða- grein, og aðdáúnarvert má kallast, hve greinarhöfundi hefir hér vel tekizt. Er auðsæ þekking hans á því, sem hann skrifar hér um, skilningur hans og innsæi í sjálfa sál sög- unnar. I' SLENDINGAR haía aldrei talið það orka tvímælis, að merk- ust allra fornsagna sé Brennu- Njáls saga, sem enskum lesend- um hefur verið kunn í öld í brautryðjandaverki Dasents, þýð- ingu hans: The Story of Burnt Njal. Það er þó bæði leyfilegt og eðlilegt, að menn geti átt sér aðr- ar eftirlætissögur. Þannig er ekki ólíklegt, að tilfinríingamýkt og glæsimennska Laxdæla sögu kunni að falla betur í geð ridd- aralega sinnuðum og viðkvæm- um lesanda. Hinum, sem unna háfleygum skáldskap og tilþrifa- miklum ævintýrum, mun Egils saga alltaf verða ómótstæðileg, en hinar innilegu mætur margra íslendinga á sögu hins ógæfu- sama skógarmanns Grettis opin- bera á átakanlegan hátt, hvernig þjóð getur séð endurspeglun sinnar eigin sálar og kannast við sín örlög í sögu eins manns. En sé ætlun okkar að finna eitt verk, sem sýni, hvílíkt afrek Islendinga sögurnar eru, þá verður Njála (svo að hún sé nefnd gælunafni sínu) það verk. Framar öllum keppinautum sínum á hún rétt á að kallast hin þjóðlega hetjusaga íslands. í fyrsta lagi markar Njála bæði fyrir aldurs sakir og bókmennta- I legs ágætis hámark sagnalistar- ínnar. Sagnalistin hafði þróazt af tólftu aldar bókmenntum, sem stundum fjölluðu mest um tíma- tal, stundum voru helgisagnakyns eða uppbyggilegar, en höfðu aldrei megnað að skapa bók- menntalegt meistaraverk. — Á 13. öldinni má greina, hvernig hinn skapandi lista- maður fer að mega sín meira en sagnfræðingurinn, og hversu vaxandi vald á stíl og efni fylgir frelsinu. Egils saga eftir Snorra Sturluson er annað megin-landa- merkið, Njála hitt. t fyrrnefnda ritinu sýnir hinn óviðjafnanlegi söguritari Norðurlanda, hvað hægt er að gera við sögulegt efni <og munnmæli, ef úr því er gerð samfelld heild og með það farið á listrænan hátt. Fyrsti hluti sögu hans, sem fjallar um Harald konung hárfagra og Þórólf Kveldúlfsson, um vináttu þeirra. fæð þeirra og deilu og það, hvernig konungurinn vó hinn volduga skjólstæðing sinn vegna afbrýði (og samt sem áður með nokkrum rétti), var slík glæsileg fyrirmynd að frásögn og persónu- lýsingum, að enginn síðari sögu- xitari átti eftir að komast lengra á því sviði. En framhaldið, ævi- saga skáldsins Egils, er minnis- stæð fremur fyrir ágæti einstakra kafla hennar heldur en styrk hennar í heild. Síðan, að hálfri öld liðinni, kom fram á íslandi sunnanverðu hinn nafnlausi meistari, og hið fullkomna vald hans yfir viðfangsefni sinu og hinn fullþroskaði stíll hans átti eftir að leiða til slíks afreks í raunsærri frásagnarlist sem Njála er. Hugleiðingar brezks bókmennta- gjagnrýnanda um NjálssÖgu í tilefni hinnar n ýju ú tgáfu dr. Einars Ól. Sveinssonar Dr. Einar Ól. Sveinsson við skrifborð sitt. Rithöfundum og fræðisetrum á I íslandi á síðari hluta 13. aldar- ; innar kann vel að hafa virzt svo j sem hið fjarlæga Suður- og Suð- ; austurland hefði lagt fram minni j hlut en skyldi til sagnabókmennt- ! anna. Samanborið við Vestur- og 1 Norðvesturland hafði það í raun og veru framleitt sama sem ekk- j ert. Eða að minnsta kosti ekkert, sem varðveitzt hefur. Vatnajökull og Markarfljót, Fljótshlíð og Þórsmörk voru ekki á sögukort- inu. Hverjum þeim, sem veit, hvers virði sögurnar eru íslenzku landslagi og hvers virði þetta landslag er sögunum, er þetta furðulegt íhugunarefni. Það eru vart ýkjur, þótt sagt sé, að Njála hafi gætt þennan hluta íslands sál, svo að ferðamanninum, sem ferðast um þessar slóðir í dag, finnst hvert örnefni helgað af fortíðinni og steinarnir, sem hann gengur á, bergmála við hvert hans fótmál forna hetjudáð eða harmsögu. Virðum fyrir okkur yndislega Fljótshlíðina hjá Hlíð- arenda, bæ Gunnars, þar sem reikular kvíslir Markarfljóts grópa sig í svarta sanda sléttunn- ar til hafs og sjóndeildarhring- urinn deyr í fjarska bak við purpuralitar klettastrýtur Vest- mannaeyja og þokuhattaðan Eyjafjallajökul. Það var hér, eins og Njála segir okkur, sem útlag- inn Gunnar reið á leið til útlegðar sinnar, og hesturinn hrasaði og Gunnar stökk af baki, og þá varð honum litið til heima- bæjar síns, og hann hrópaði (þó að hann vissi, að líf hans lá við, að hann færi utan): „Fögr er hlíðin, svá at mér hefir hon aldri jafnfögr sýnzk, bleikir akrar ok slegin tún, ok mun ek ríða heim aptr ok fara hvergi“. — Og hann gerði það og hlaut dauða sinn fyrir, og æ síðan hefur hann verið hluti af þessum stað. Auðvelt væri að bæta við löngum lista yfir staði, þar landvættir hefðu aldrei numið sér land án Njálu. Njála er ennfremur aldar- mynd. Alveg eins og „Stríð og friður“ innifelur í sínum sögu- heimi ekki aðeins fólk af ættun- um Bezukhov, Rostov, Bolkonski og Kuragin heldur einnig bónd- ann, hermanninn, skrifstofu- þjóninn og saumakonuna. Ber- thier og Kutuzov, kéisarann og jafnvel hund Karataevs, — á sama hátt hefur Njála ekki að- eins rúm fyrir Njál og syni hans Gamli bærinn að Bergþórshvoli. og ættir þær sunnanlands, sem voru annaðhvort vinir þeirra eða fjendur, heldur einnig fyrir allt stórmenni íslands, Snorra goða,1 Guðmund ríka, Skafta Þórodds- son, og enn lengra burtu, fvrir | konunga og jarla Noregs, Dan- merkur, Orkneyja og írlands; fyrir mangara, betlikonur, bænd- ur og siómenn, jafnvel fyrjr hundinn Sám, sem með helveini sínu boðaði hin yfirvofandi örlög Gunnars. í Njálu koma fyrir um 25 vandlega gerðar mannlýsing- ar, en auk þess eru rissaðar upp kunnáttusamlega aukanersónur í , tugatali, og allt betta fólk í sam- ; einingu veitir.okkur sýn til hinna I miklu daga þióðveldisins. Mynd- in er ekki heldur af einangruðu . þjóðfélagi. Enda þótt hinir ungu j íslendingar séu bændasvnir, eru þeir um leið stórmenni, sem átt hafa skipti við konunea og stór- höfðingja og ekki látið hlut sinn fyrir neinum. I Aðalsvið sögunnar er ísland, frá hinum djúpu gjám Þingvalla til ísbreiðunnar í suðaustri, en atburðir hennar ná út yfir Norð- ur- og Vestur-Evróou. Sérkenni- lega er hún miklu islenzkari fyrir þá sök, hve hún er hins ytra heims meðvitandi. Heimalandið verður skýrara og sannara, er það ber við hinn víða sjóndeild- arhring. I Það leiðir af þessu, að Njála er efnismikil bók. Hvergi er hvikað frá meginþræðinum- Njálsbrenna, það sem á undan fór og eftir hlaut að koma, alit þetta er sett glöggt fyrir augu lesandans frá fvrstu setningu til hinnar síðustu. En rás orsakar og afleiðingar er auðguð mörgu öðru Njála ber af öðrum íslendinga- sögum að lögfræði; hún felur í sér mikla stjórnskipunarsögu, og kristnitökunni eru þar gerð hin fyllstu skil. Lögin, stjórnarfgrið og trúarskiptin eru snarir þættir í sögu hverrar einstakrar per- sónu. Njála er ekki sagnfræðileg ritgerð, sem þarfnast mannlegra söguhetja, heldur raunsætt skáld- skaparverk, sem færir sér af frá- bærri snilld þjóðarsöguna í nyt og lætur hana þjóna skáldlegri fyrirætlun. Hið endanlega við- fangsefni hennar er nokkuð, sem er ofar sögulegri staðreynd og arfsögn — það viðfangsefni er mannleg örlög. Til þessa þurfti höfundurinn að taka 1 þjónustu sína hinn forna sið og hinn nýja, spásagnir og forneskju, ásamt ýmis konar efniviði, göfugum og auðvirðilegum, vizku og heimsku, mikilvægum hlutum og léttvæg- um og stundum tvíræðum. Allt kemur þetta fram í hugsUnum og athöfnum manna. Sagan í heild er hetjuleg eða harmsöguleg, eh oft bregður þó öðru hvoru fyrir hinu hversdagslega og kátlega, og leikast hin óliku efni við af hnitmiðaðri snilld. Hvað menn gera og hvers vegna og hvað kemur fyrir þá, þetta eru vanda- málin, sem brotin eru til mergj- ar, og niðurstöðurnar, sem fram eru settar. Njála er ekki aðeins rituð af leikinni hönd heldur og af fróðum huga. Höfundur henn- ar hefur greinilega verið undir áhrifum frá Laxdælu og vel að sér í hinum fyrri sögum yfir höf- uð. Hann var og fróður í sagn- fræðilegum heimildarritum, ætt- vísi og frásögnum, innlendum og erlendum. Lögbækurnar kunni hann á fingrum sér og hafði mikla þekkingu á ritum kirkju- feðra og öðrum bókmenntum ■ trúarlegs eðlis. Til viðbótar þess- j ari bókmennt sinni hafði hann ; rikuleg munnmæli og nú fyrst ' er að verða ljóst, hve mikil og margbreytileg þau hafa verið. Aðalviðfangsefni höfundar var, eins og fyrr er sagt, mannleg ör- lög. Hetjan í fyrsta þriðja hluta sögunnar er Gunnar; einn hinn. göfugasti maður, sem uppi hefur verið á íslandi. Það voru örlög hans (og ógæfa) að kvænast hinu. fagra og deilugjarna eftirlætis- barni Hallgerði. „Hon var fagr- hár ok svá mikit hárit, at hon mátti hylja sik með. Hon var örlynd ok skaphörð“. Margir menn höfðu látið lífið vegna þessarar hættulegu konu, sem gerðist enn verri eftir giftingu sína; og Gunnar v'arð dýrasta fórnardýr hinnar drottnunar- gjörnu og torráðnu skaphafnar hennar. Hún flækti hann gegn vilja hans sjálfs i svo margar deilur, að þar kom, að fjórir tugir óvina hans gerðu atför að hon- um. Aðeins kona hans og móðir voru með honum, en hann bað þær standa fjær, þar til boga- strengur hans var höggvinn i sundur. Þá var það, sem hann bað um tvo lokka úr hinu siða hári konu sinnar til þess að snúa saman í nýjan streng, en naður- tunga hennar neitaði honum með spotti um bón hans. Skömmu síðar lá hann dauður eftir ein- hverja ógleymanlegustu vörn, sem um getur í hetjusögum. En Hallgerður lifði áfram til að flækja Njálssonu í nýja deilu, enn alvarlegri, sem átti eftir að fá enn hörmulegri endi. Njáll var bezti vinur Gunnars, aldraður maður með bæinn full- an af ofstopafullum sonum; þar á meðal var hinn tröllslegi, ó- frýnilegi vígamaður, Skarphéð- inn. Hvað eftir annað tókst Njáli að bjarga Gunnari úr ógöngum, sem dramb og ágirnd Hallgerðar hafði steypt honum í. Hann var vitur maður og friðsamur, trygg- ur og drenglyndur; hann var og gæddur þeim hæfileika að sjá fyrir óorðna hluti, sjálfum sér bæði til blessunar og kvalár. Ekki svo að skilja, að hann væri blind- ur örlagatrúarmaður: hann vissi, að menn eiga kosta völ í athöfn- um sínum, en að valinu loknu sá Njáll fyrir afleiðinguna. Þannig sá hann fyrir dauða Gunnars, ef hann færi ekki utan, og að því kom, er hann sá fyrir dauða sjálfs sín. Hin þungbærasta af öllum byrðum, sem vizka hans og fram- sýni lagði á hann, var sú, er son- Frh. á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.