Morgunblaðið - 12.05.1955, Síða 10
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. maí 1955
IMJÁLA
Frú Sesselja
BFannssdótlir
Minningarsjóður
Jóns Péturssonar
Jg enii kvað hann“
Kvæði og stökur eitir
Frh. af bls. 25
ur hans, Skarphéðinn, kom heim
til að segja, að hann hefði vegið
Höskuld, fósturbróður sinn,
„Hörmulig tíðendi", segir Njáll,
„ok er slíkt illt at vita, því at
þat er sannligt at segja, at svá
fellr mér nær um trega, at mér
þætti betra at hafa látit tvá sonu
mína ok væri Höskuldr á lífi“.
„Þat er nú nökkur várkunn", seg-
ir Skarphéðinn, „þú ert maðr
gamall, ok er ván, at þér falli
nær“. „Eigi er þat síðr,“ segir
Njáll, „en elli, at ek veit görr en
þér, hvat eptir mun koma.“ „Hvat
mun eptir koma?“ segir Skarp-
héðinn. „Dauði minn,“ segir
Njáll, „ok konu minnar ok allra
sona minna“.
Skyldan að hefna Höskuldar
féll á Flosa á Svínafelli hinu
jöklum girta. Hann gerði sér von-
ir um að komast hjá blóðsúthell-
ingum, en atvik og menn komu
-í veg fyrir, að sú von rættist. Þau
urðu örlög Flosa, að hann neydd-
íst til, þó ófús væri, að brenna
jnni Njál og allt hans skyldulið.
Vegna þess, að hann gekk undir
örlög sín, er hann sögulegur, frá-
sagnar verður. Jafnvel þegar út
í brennuna er komið, óskar hann
eftir að hlífa öllum nema veg-
endum Höskuldar. Hann kallar
til kvenna og barna og alls þjón-
ustufólks og býður þeim útgöngu.
Síðan, er skálinn stendur í björtu
báli, biður hann Njál um að
ganga einnig út.
„Njáll mælti: „Eigi vil ek út
ganga, því at ek em maðr gamall
ok lítt búinn til at hefna sona
minna, en ek vil eigi lifa við
skömm“. Flosi mælti til Berg-
þóru: „Gakk þú út, húsfreyja,
því at ek vil þik fyrir engan mun
inni brenna.“ Bergþóra mælti:
„Ek var ung gefin Njáli, ok hefi
ek því heitit honum, at eitt skyldi
ganga yfir okkr bæði“.
Og svo, er þau höfðu tekið ör-
lögum sínum, eins og Gunnar og
Flosi höfðu tekið sínum, farast
au í eídinum, og allir synir
eirra, grimmir og ógurlegir
menn, farast einnig. Samt sem
áður var brennan að Bergþórs-
hvoli, eins og Flosi vissi mæta
vel, bæði „stórvirki og illvirki“,
sem engin'vandræði leysti. Jafn-
vægið hafði raskazt að nýju, og
nú tekur Kári, tengdasonur
Njáls, sem misst hafði ungan son
sinn í eldinum, að erfðum hefnd-
árskylduna, sem var heilög og
ekki varð undan komizt. Árum
saman elti Kári uppi brennu-
menn á íslandi og erlendis og vó
þá. Allir aðrir aðilar tóku smám
saman sættum, en hann ekki —
-fyrr en loksins, er skip hans
brotnaði í spón við ströndina
fram af Svínafelli. Hann komst
heim til bæjar Flosa í ofviðrinu,
hjálparlaus maður í leit að hæli,
og er hann gekk í bæinn, kenndi
fjandmaður hans hann, spratt
UPP í móti honum, kyssti hann
pg leiddi hann til öndvegis við
hlið sér. Við finnum, að allir hin-
jr margvíslega samanslungnu at-
burðaþræðir sögunnar hafa
beinzt að þessum ótvíræðu loka-
sáttum. Allt í einu er ekkert
frekar að segja. „Ok lýk ek þar
Brennu-Njáls sögu“.
Njála er stór bók og nógu auð-
ug til að hafa upp á flest að
bjóða fyrir flesta menn. Það má
ágætlega lesa hana sem væri hún
ekki annað en spennandi
skemmtisaga (flestir byrja kynn-
in á því), en þroskaðir lesendur
finna þar göfuga útlistun á
leyndardómum mannlegs lífs.
Hún hefur ávallt verið talin
mikilsverð heimild um söguöld
íslands, um hetjuöld Germaníu,
um hetjusögur og harmsögur
yfirleitt. En hið endanlega ágæti
hennar er fólgið í sjáifri henni
og fyrir hana sjálfa, hvorki feng-
ið við samanburð né byggt á
fræðilegri nytsemi. Hún er bók,
sem er nógu mikil til að gagn-
taka lesanda með tilfinningu hins
■óumflýjanlega. Gunnar verður
veginn, Njáll verður brenndur
inni, Kári og Flosi munu sættast.
Undan þessu verður ekki komizt,
við finnum það, en það má ekki'
flaustra atburðunum af, ekki
heldur láta sem maður hafi reynt
þá fyrr en að þeim kemur. Því
að hið óumflýjanlega magnast í
Njálu af brimöldum óvissunnar,
vonum sem vakna og hníga,
vakna og falla aftur. Hve auð-
veldlega hefði Gunnar getað
haldið lífi. Hve auðveldlega hefði
mátt ná sættum eftir víg Hösk-
ulds. Hversu víða virðist rás
hinna hörmulegu atburða stöðv-
uð og mætti snúast til betra /eg-
ar. „Ef aðeins,“ segjum við, „ef
aðeins —-“. Því að þetta er sjálft
lífið, sem við sjáum hrærast fyr-
ir framan okkur, sjálft augna-
blikið, sem varla verður greint,
þegar tilviljunin breytist í hið
óhjákvæmilega. Samt er höfund-
inum svo skýr fyrirætlun sín, að
hvorki þarf hann að draga á
langinn eða flaustra af að láta
hana gerast.
Atburðina verður að sjá í hæfi-
legri fjarsýn, persónurnar í réttu
samhengi. Áður en við hittum
Gunnar, verðum við t. d. að gera
okkur grein fyrir, hvílíkur skapa-
dómur býr í Hallgerði, tilvonandi
eiginkonu hans. Þá fyrst birtast
okkur forlög hans eins og virur
hans og nágrannar sjá þau. Með
vandlegu kerfi hugsana og at-
hafna er sýnd ósíngirni Njáls og
virðuleiki Bergþóru, eiginkonu
hans, og þetta verðum við að
kynna okkur til hlítar, áður en
við finnum til skelfingar og
! samúðar við tortíming þeirra. Og
eigi Flosi að geta vænzt virðing-
ar okkar og samúðar, þá verðum
við að skilja þær aðstæður, er
góður drengur verður — ekki að
, velja milli hins rétta og ranga
i — heldur að ákveða, hvað er iilt
og hvað er enn verra. Og í hinni
miklu sögubyggingu höfundarins
er allt þetta tengt hinum þjóð-
félagsiegu, iagalegu, stjórnmála-
j legu og trúarlegu aðstæðum sam-
í tíðarinnar.
| Fyrr í þessari grein var sagt,
að Njála hafi verið skrifuð um
árið 1230, um það bil, er sögu-
ritararnir höfðu með langri æf-
! ingu náð ritstíl, sem oft hefur
verið talinn hinn fulikomni
munnlegi frásagnarstíll. Sagan
hefur vissuiega varðveitzt í mjög
fornum handritum, svo að við
finnum greiniiega náiægð hins
glataða frumtexta. Það er nú rétt
tuttugu og eitt ár, s?ðan prófessor
Einar Ól. Sveinsson birti fyrstu
rannsóknir sínar á sögunni og
færði fram rök gegn þeirri kenn-
ingu, sem þá var ráðandi, að
Njála ætti sér langa textasögu
að baki og væri til orðin úr sam-
steypu tveggja sjálfstaeðra, glat-
aðra sagna um Gunnar og Njál
og viðaukum þar við. Hann taldi
hins vegar, að Njála hefði verið
rituð í eitt skipti fyrir öll af ein-
um og sama höfundi, og þessi
skoðun með allri þeirri þýðingu,
sem hún hefur fyrir skilning okk-
ar á uppruna og þróun fornsagn-
anna, hefur nú hlotið næstum því
almenna viðurkenningu. Árið
1943 birtist ritgerð hans ,.Á Njáls-
búð“, efnismikil gagnrýni á Njálu
sem listaverki. Árin 1952 og 1953
birtust á íslenzku og ensku rann-
sóknir hans um handrit Njálu.
Og nú höfum við útgáfuna sjálfa
með víðtækum og haldgóðum
skýringum, í hinum glæsilega
frágangi ritsafnsins „íslenzk
fornrit" í Rej^kjavík. Hafi nokk-
ur hinna klassisku sagr.a í senn
heimtað og veiðskuldað lærdóm
þann, smekk og aiúð sem pró-
fessorinn í íslenzkum bókmennt-
um við Háskóla íslands hefur svo
rikulega miðlað starfi sinu, þá er
það vissulega sú, sem nú hefur
fengið að njóta þess, Brennu-
Njáls saga, hin mesta og bezia
meðal allra sagna.
ir steiast í bíó
LONDON — Lö^revlunni í Thai-
landi he'.ur verið fyrirskipað að
tiikynna til lögreglust.öðvanna
þegar skrifstofumenn ýmissa op-
inberra stofnana laumast í bíó í
vinnutima sínum.
Fædd 15. des. 1913.
Dáin 19. marz 1955.
(Kveðja frá vinkonum)
Nú ertu horfin, harmur sár
vor hjörtu nistir gegn.
Á vina hvörmum vakna tár
við snögga dánarfregn.
Við sjáum þó, hve sæl þú ert
að sofa í helgri ró,
því sanníæring á sannri trú
í sálu þinni bjó.
Af geislum ljómar gröfin þín —
það guðsdómsneisti er,
þar ijós af kærleikskrafti skín
er Kristur veltti þér.
Og hinztu kveðjur hljóma nú.
Við heyrum vinu frá:
þér s'ðar fyrir sanna trú
mig sjáið himnurn á.
Og Drottinn blessi beðinn þinn
hvar biartur röðull hneig,
og þerrí af vorri þrungnu kinn
hinn þunga tárasveig.
T. S.
MAGNÚS Guðmundsson, írafelli,
skcrar á Odd Jónsson, Sandi, og
Sigurð Guðmundsson, Möðruvöll-
um; Bjarni Bjarnason, Hofteig
33, Rvík, skorar á Hákon Þor-
kelsson, Grettisgötu 31 A, og
Hauk Hannesson, frá Hækings-
dal; Magnús Sæmundsson, Eyj
um, skorar á Einar Karlsson,
Kársneskoti og Ólaf Ingvarsson,
Laxárnesi; Ólafia Ólafsdóttir,
skorar á Rannveigu Jónsdóttur,
Eyrarkoti og Jónmund Jónsson,
Möðruvöllum; Haraldur Magnús-
son, Eyjum, skorar á Ásgeir Ein-
arsson, dýralækni, og Helga Guð-
brandsson, Fossá; Einar Ólafsson,
Lækjarhvammi, Þorgils Guð-
mundsson frá Valdastöðum og
Jörínu Jónsdóttur frá Blöndu-
hoiti; Pái'na Þorfinrisdóttir, Urð-
arst:g 10; skorar á Guðmund f.
Guðmundsson, sýslumann. og Rig
urodd Magnússon, Nönnugötu 9;
Þo-x'iís Guðrmindsson frá Valda-
stöðum skorar á Helva Bjarna-
son, brunavörð. og Kristján Guð-
mundsson frá Blönduhlíð; Kergur
Íírktwr ^eðra-Kálsi. skorar á
Þorvarð Guðhrandsson Baldurs-
r> borilei sigurbjörnsson,
Siptúni 29.
Áskoranir þessar eru til að
safna fé til kaupa á stolum í fé-
lagsheimilið Hlégarð í Kjós. Er
skorað á menn að greiða sem
nemur andvirði eins stóls eða 200
krónur.
Tekið er á móti gjöfum og nýj-
um áskorunum hjá Hjaita Sigur-
björnssyni, Kiðafelli í Kjós, og
hjá Bjarna Bjarnasyni, bruna-
verði, Hoíteig 36, sími 3008,
irá Ingjaldskoti
„VORIÐ er komið og grundirnar
gróa“.
Þannig kvað eitt smn eitt af
góðskáldum okkar ísiendinga og
alltaf er það hlýhugur til vors-
ins með hækkandi sól, sem vek-
ur von og gleði, þrótt og þor.
Það er þó einkum sveitafólkið
og sveitabúskapurinn sem allt
sitt á undir sól og regni, og sem
tekur til breyttra starfa með vori
hverju.
Minningarsjóður Jóns Péturs-
sonar frá Tngjaldshóli er ætlað-
ur til trjá- og blómræktar í Snæ-
fells- og Hnappadalssýslu í vel-
girtum skrúðgörðum er kven-
félögin starfrækja fyrst um sinn
samkvæmt skipulagsskrá.
í marz 1954 kom úthlutun úr
I sjóðnum fyrst til greina, V2 vext-
ir, og hlaut þá eftir ósk stofnanda
sjóðsins, Kvenfélag Heilissands,
á 60 ára afmæli Jóns sálaða.
Verður sá skrúðgarður girtur og
skipulagður nú í vor.
, Fyrir utan stofnfé hefur sjóð-
urinn eflzt með minninga- og
vinagjöfum. Stærsta gjöf til
sjóðsins er frá frænda Jóns sálaða
; Daníel Péturssyni á Akranesi,
1.697.32 k.r Við jarðarför Guð-
laugar móður Jóns. sál. voru af- '
hent minningarspjöld fyrir I
1.275,00 kr. frá ýmsum vinum
hennar. Er sjóðurinn nú 13.476.76
kr. Geta nú kveníélögin sótt um '
í vor og eftirleiðis til undirrit-
aðrar, en ekki getur hlotið styrk
| nema eitt kvenfélag á ári, meðan
I sjóðurinn er ekki stærri.
j Þeir sem hafa minningarspjöld
j fvrir sjóðirn eru: Formenn áður- !
I nefndra kvenfélaga, ennfremur
Kristjana Hannesdóttir, Stykkis-
hólmi, Kristhjörg Rögnvaldsdótt-
ir, Gröf, Evrarsveit, Pétur Péturs '
son, Heiiissandi, Elín Ágústs-
i dóttir Reykjavíkurvegi 32, Hafn-
arfirði, Guðlaug Pétursdóttir,
Laugateig 27, Reykjavik, Elín 1
Jónsdóttir, Ránargötu 12, Reykja 1
vík, Lilja Jónsdóttir, Fjallhaga
9, Reykjavík og undirrituð, Út- (
hlíð 13, Rcykjavík.
Öllum velunnurum sjóðsins
færi ég rrípar bcztu þakkir og
bið guð að launa þeim sem
heiðrað hafa minningu mannsins
míns. Ein minningargjöf getur
orðið þegar tímar líða, að fagurri
j skógarhrísiu og vndislegu blómi
er vex í skjóli hans.
I Kringum kirkjur, skóia og
bæi, eru kvenfélögin nú að koma
upp skrúðgörðum, til mikils
prýðis og mætti. það verða til
þess að ungu stúlkurnar yndu
betur í sveitinni sinni og segðu
eins og ung stúlka sagði eitt sinn
í skólastíl hjá mér:
„Ég vil verða bóndakona og
eiga hvítt hús með rauðu þaki
og skrúðgarð í kring“ — og hún
efndi það.
Þau kvcnfélög sem hugsa sér
að sækja um úr sjóðnum fyrir
vorið 1956, ættu nú í vor að und-
irbúa og girða staðinn.
„Fagur er dalur og fyiiist
skógi og frjálsir menn þegar ald-
ir renna“.
Mætti svo verða í byggðum
íslands!
Skrifað á sumardaginn fyrsta
1955.
Ingveldur Á. Sigrnundsdóttir.
55 þús.manns í Volos
heimiiislausir
AÞENA, 26. apríl.
NN HEFIR orðið vart jarð-
skjáiftakippa í hafnarborg-
inni Volos á austurströnd Grikk-
lands. Undanfarna daga hafa
miklir jarðskjálftar gengið yfir
Voios-héraðið og stendur þar
varla steinn yfir steini. Alþjóða
Ráúði Krossinn í Genf hefir skor-
að á allar þjóðir heims að leggja
eitthvað að mörkum til hjálpar
þeim 55 þús. manna, sem misst
hafa heimili sín í Volos, af þess-
um fjölda eru um 16 þús. börn.
GRETAR FELLS
GRETAR FELLS hefir um langt
árabil verið þjóðkunnur maður.
Þekktastur er hann og vinsæl-
astur vegna hinna rnörgu ágætu
erinda, sem hann hefir flutt í
útvarpið. Erindin hafa flest verið
einkar fróðlegar og gagnlegar
hugvekjur, í senn siðfræðilegar
og heimspekilegar, mótaðar af
hinni rökvísu lífsskoðun Guð-
spekinga.
En Gretar Fells er líka góður
ljóðasmiður. Hefir nýlega komið
út ný ijóðabók eftir hann, með
heitinu „Og enn kvað hann.“ Sum
kvæðanna í þessari nýju ljóða-
bók hafa að flytja líka boðun
og mörg hinna fyrri ljóða skálds-
ins. Það er hin alvarlega boðun
hugsandi manns, sem er fyrir
löngu búinn að gera sér ijóst
hver höfuðtilgangurinn er með
jarðlífstilveru vorri — og hvað
er hið eina nauðsynlega. Þessi
alvöruþrungna boðun birtist víða
í Ijóðunum á táknrænan hátt og
fer það einkar vel við efnið og
verður áhrifaríkara.
En fiðla Gretars Fells á til
fleiri strengi en hina dimmróma
og dulræmnu. Lesandinn er
stundum allt í einu hrifinn upp
úr djúpum hugleiðingum við
tóna, sem eru svo ungæðislegir
og gáskafullir að hláturinn sýð-
ur í manni. Vil ég sem dæmi
nefna kvæðið um kisu og óðinn
um Evu. — Einnig í þessum
kvæðum fellur formið prýðilega
að eíninu. — Það er ágætt í ljóð-
um, eins og í dramatískum verk-
um, þegar gaman og alvara er
borið fram á víxl. Það hvílir les-
endur og áheyrendur og eykur
móttökuþol þeirra.
í bókinni kennir margra ann-
ara góðra grasa. Þar eru kvæði,
heimspekilegs efnis, ort í léttum
tón (Minni Tilverunnar) og ljóð,
sem hafa að geyma Ijúfar stemn-
ingar frá ríki náttúrunnar
(Hrauntöfrar — Haustlaufið fell-
ur) öll mæta vel ort. Þar eru
einnig nokkur tækifærisljóð, ort
til ýmissa vina skáldsins. Þykir
mér Ijóðið til Einars Jónssonar
myndhöggvara þeirra bezt.
Þessi nýja ijóðabók Gretars
Fells er í senn bæði skemmti-
leg og vekjanai. Sá sem þetta
ritar, ráðleggur mönnum að
kaupa hana og lesa. Gretar Fells
ber ekki á borð annað en gott
og heilnæmt andlegt fóður.
P. M.
SúgfirSiiigar sýna
1 „Eruð þér fríujúrari"
SÚGANDAFIRÐI, 9. maí. Gam-
anleikurinn „Eruð þér frímúr-
ari“, eftir Arnold og Bach, var
sýndur hér um síðustu helgi á
| vegum iþróttafélagsins Stefnis
og kvenfélagsins Ársólai. Sýn-
I ingarnar voru þrjár og var hús-
í fyllir á hverri sýningu og mót-
1 tökur leiksins hinar prýðilegustu.
1 Baldur Hólmgeirsson hefur sett
leikritið á svið, og leikur hann
, eitt hlutverkið. Aðrir leikendur
e-u, sem nér segir: Ingibjörg
Jónasdóttir Sigrún Sturludóttir,
Valgerður Bára Guðmundsdótt-
ir, Elín Gissurardóttir, Kristjana
Friðbertsdóttir, Halldóra Gissur-
ardóttir, Hermann Guðmundsson,
Jóhannes .Jónsson, Guðmundur
Eiíasson, Þorbjörn Gissurarson,
Marísar Þórðarson og Óskar
Kristjánsson. Þótti mjög vel til
takast með útbúnað leiksviðsins,
en það önnuðust þeir Baldur
Hóimgeirsson og Þorbjörn Giss-
urarson.
Ráðgert er að ferðast eitthvað
með leikritið, en vegna brottfarar
ýmissa leikenda, eru sýningar úti-
iokaðar eftir næstu helgi.
—Fréttaritari.