Morgunblaðið - 12.05.1955, Side 12
28
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. mai 1955
Unir sér ágætlega í loftinu
MÖRGUM kann að láta það
ótrúlega í eyrum, en samt
er það nú satt, að fyrir 36 árum
steig fyrsta íslenzka konan upp
í flugvél — og flaug. Þessi kona
var Ásta Magnúsdóttir nú ríkis-
féhirðir. Hún flaug með Capt.
Faber, í opinni flugvél — og hagl-
hríð yfir Reykjavík 7. sept. 1919.
Þetta þótti þá stórviðburður,
sem undrun sætti.
í dag hálfum fjórða áratug
seinna, er flugvélin orðin eitt af
okkar aðalfarartækjum, sem
okkur finnst jafn sjálfsagður
hlutur og feðrum okkar og mæðr
um, að ekki sé farið lengra aftur
í tímann, þótti hesturinn eða
skipið. — Hvílík stökkbreyting!
FYRSTA KONAN
MEÐ FLUGMANNSPRÓFI
Já, það þótti tíðindum sæta á
sínum tíma, þegar fyrsta íslenzka
konan hófst upp frá jörðu í flug-
vél. Sennilega hefðu þá fáir lagt
trúnað á þann spádóm að eftir
um hálfan mannsaldur myndi
fyrsta íslenzka konan læra að
stjórna flugvél og ljúka flug-
mannsprófi. Sú hefur nú samt
orðið raunin á og konan, sem
þetta hefur unnið sér til ágætis,
er ung 23 ára gömul stúlka að
nafni Erna Hjaltalín. Hún lauk
sínu fyrsta flugrófi, þegar hún
var 16 ára gömul, tveimur árum
áður en hún fékk bílpróf. Und-
’jallað við ungfrú Ernu Hjaiialín, fyrsfu og
onuna, sem
fiugmannspréfi
flugeðlisfræði, en þar að auki
a.m.k. 8 klukkustunda kennsla í
lofti, algengast er þó, að nem-
Þessi mynd var tekin um borð í annarri miililandaflugvél Loft-
leiða á 'leið frá Þýzkalandi til Reykjavíkur, er borgarstjórahjón-
in í Kölh, dr. Max Adenauer og frú komu hingað tii lands í heim-
sókn í fyrra. — Erna Hjaltalín hressir farþegana með þægilegu
brosi — og góðum mat.
anfarin 3 ár hefur hún starfað
$em flugfreyja hjá „Loftleiðum“
og farið víða, eins og ræður af
líkum.
— Já, ég uni mér prýðilega í
loftinu, þó að alltaf sé nú nota-
legt að koma niður til jarðarinn-
ar aftur, sagði ungfrú Hjaltalín,
er ég hitti hana snöggvast að
máli niðri á skrifstofu Loftleiða
fyrir nokkrum dögum. Hún sagð-
ist eiginlega ekki muna svo greini
lega, hvenær hún byrjaði fyrst
að hnýsast í flug og flugvélar,
var víst býsna ung, þegar hún
fyrst fékk að „taka í stýrið“ hjá
pabba sínum, Steindóri Hjalta-
lín, sem er einn hinna kunnustu
áhugamanna um flug á íslandi.
FLUGNÁMIÐ
— Og flugnámið — er það
ekki dálítið flókið?
— Nei, alls ekki svo mjög.
Annars er um 3 mismunandi
flugpróf að ræða. Fyrst er hið
svokallaða einflugpróf (sóló). —
Fyrir það er lágmarksaldur 17
ár. Engar sérstakar kröfur gerð-
ar til fyrri menntunar. Fyrir
þetta fyrsta próf eru kenndar
flugreglur og undirstöðuatriði í
stunda langflug án kennara en
af því að minnsta kosti eitt 480
km flug með viðkomu á tveimur
tilgreíndum stöðum. Einnig er
innifalið í þessu 10 stunda flug
með tilbúnum blindflugskilyrð-
um og 10 stunda næturflug.
— Og þér hafið uppfyllt öll
þessi skilyrði?
— Já, ég hef allt, sem til at-
vinnuprófsins þarf, en ekki hef-
ur orðið af því enn, að ég lyki
því og slægi þar með smiðshögg'
ið á verkið. Ef til vill er það í og
með vegna þess, að ég er ekki
nógu viss um, að mér yrði trúað
fyrir flugmannsstarfi, þar sem ég
er nú einu sinni stúlka og ....
NÁMSKEIÐ
í SIGLINGAFRÆÐI
Já, það er nú það, svona hugs
um við enn — eftir miðja 20.
öldina. Allar líkur benda samt
til að þessi unga stúlka myndi
leysa flugmannsstarfið af hendi
með sóma. Hún hefur meira að
segja meiri þekkingu til brunns
að bera en almennt er krafizt til
hins umrædda atvinnuflugprófs,
þ. e. s.l. vetur sótti hún nám-
skeið, sem haldið var á vegum
Loftleiða í siglingafræði fyrir
flugloftskeytamenn með það fyr-
ir augum, að sameina megi starf
loftskeytamannsins og siglinga-
fræðingsins og spara þannig
vinnukraft. Námskeiðið stóð yfir
í 4 mánuði hér heima með ís-
Frh. á bls. 31.
Röndótt samstæða
andmn sé um 12 stundir. Þetta
próf veitir réttindi til að fljúga
einn í nágrenni flugvallar undir
eftirliti kennara.
Svo er það einkaflugrófið. Þar
má byrjandi ekki vera yngri en
18 ára. Til viðbótar einkaflug-
rófi koma nú a. m. k. 32 klst. í
lofti eða um 40 stundir alls.
— Auk þess verður nemand-
inn að fá allt að 100 klst. bóklega
kennslu í siglingafræði, veður-
fræði, flugeðlisfræði og flugregl-
um, en að þessu loknu má hann
ganga undir skriflegt og verk-1
legt próf. Einkaflugmaðurinn hef-
ur svo réttindi til að fljúga á
eigin ábyrgð hvert sem er, einn
eða með farþega, án þess að taka
gjald fyrir. I
ATVINNUFLUGPRÓFIÐ
— Og svo sjálft atvinnuflug-
prófið?
— Þá þarf nemandinn að vera
orðinn að minnsta kosti 19 ára,
hafa lokið miðskólaprófi og auð-
vitað prófi einkaflugmanna. Nú
bætist við 200 stunda bókleg
kennsla í sömu fræðum og fyrr.
voru greind, auk 135 klukku-j
stunda flugs. Af þeim er 201
Röndótt efni eru mjög áberandi
í vortízkunni í ár. Samstæðan,
kjóllinn og kápan, að ofan er
sérstaklega falíeg og skemmtileg.
Hún er upprunnin í París (Bal-
main). Efnið er Ijóst og þunnt
ullarefni, smáröndótt og snúa
randirnar þvert í bæði kjólnum
og kápunni nema í kápubörðun-
um. Kjóllinn er hnepptur frá háls
máli og niður úr.
Ryksugan — wezrsfi
óvinur mulurÍMs
En hún getur íika orð/ð
oð malarhreiðri
RYKSUGAN er eitt af þörfustu hjálpartækjum nútíma húsmóður.
En notum við hana samt nógu mikið? Það má — og á að ryk-
sjúga fjölda margt annað á heimilinu en gólfteppi og húsgögn, svö
sem rúmdýnur, skápa og skúffur, útskorin húsgögn, dyraumbúnað,
frakka, kjóla, prjónles — svo að nokkuð sé nefnt. Sannleikurinn
er nefnilega sá, að ryksugan er versti óvinur mölflugunnar, sem
er ein af verstu plágum heimilisins, ekki sízt á vorin og sumrin,
þegar hlýtt er í veðri. Sem sagt: mölurinn hatar blátt áfram ryk-
suguna.
En athugið eitt vel: — að láta
ekki ryksuguna yðar verða að
hreiðri og gróðrarstíu fyrir möl-
inn. En það getur vel svo farið
hversu illa sem honum er við
ryksuguna. Hann kann nefnilega
einkar vel við sig í ryki og
myrkri. — Þess vegna:
★ Tæmið ryksuguna að minnsta
kosti einu sinni í viku.
Haldið filtinu hreinu með því
að hrista það kröftuglega af
og til.
A Hafið ryksuguna alltaf í góðu
lagi, þ. e. smyrjið hana með
vissu millibili, látið fagmann-
inn gera það, um leið og hann
yfirlítur verkfærið.
★ Allsherjarskoðun ryksugunnar
ætti að fara fram einu sinni á
ári, eða að minnsta kosti ekki
sjaldnar en þriðja hvert ár.
A Það er stór áhætta að nota
ryksugu, sem ekki er í full-
komnu lagi. Orðið hafa dauða-
slys af völdum slíkrar bilunar.
ýkr Það er nauðsynlegt að halda
munnstykkjunum hreinum.
Hvernig? Með því einfaldlega
að ryksjúga þau í hvert skipti
að notkun lokinni.
•Á Góð regla er að nota mjúk
munnstykki á harða fleíi og
þvert á móti, þ. e. járnstykki
á teppi, bursía á gólf.
Hreinlæti er sjálfsagður og
nauðsynlegur þáttur í almennri
heilsuvernd. Með fjarlægingu
ryksins er dregið verulega úr
alls konar sýkingar- og smitunar-
hættu. Ryksugan er þess vegna
ómetanlegt hjálpar- og hreinlætis
tæki hverju heimili.
Hér sjáið þér A-linu Oiors ljós-
lifandi. Umdeild er hún óneitan-
lega, en heíir engu r.ð síður haft
sín áhrif á kventízkuna, já, tölu-
vert meiri en virðasí kann í fljótu
bragði.
í bænum Bamiel á Spáni búa
heiðurs-hjónin Blas Pozuelo, 102
ára gamall og Maria Antonía, 104
ára. Þau hafa verið gift í 79 ár og
bæði eru enn hin bröttustu. —
Maðurinn selur vagnhjól í gríð
og ergi og sú gamla hugsar um
heimilið eins og vera ber. Þau
hafa eignazt 8 börn og af þeim er
helmingurinn á lífi. Þar að auki
eiga þau 23 barnabörn og 21
barna-barnabarn.
Ung ítölsk stúlka, Concetta
Scerba var yfir sig ástfangin af
unnusta sínum, Rocci de Raco.
Heldur ekki frá hans hendi var
snefill af vafa um sanna og eld-
heita ást, en signor de Raco var
skynsamur maður, sem hugsaði
út í híutina: — Ég er ekki enn
búinn að spara nóg til að ég geti
gefið þér heimili. Við höfum eng-
in efni á að eignast börn. Við
verðum að vera þolinmóð í dá-
lítinn tíma enn, gæzkan mín, var
hann vanur að segja, og Con-
cetta kinnkaði kolli til samþykk-
is, angurvær á svipinn — þangað
til hún fyrir nokkru missti þolin-
mæðina og lýsti því yfir að annað
hvort létu þau nú verða af brúð-
kaupinu þegar í stað ellegar trú-
lofuninni yrði þá slitið. Og brúð-
kaup var haldið — en þá var
Rocco orðinn 75 ára og Concetta
71 árs gömul — og trúlofunin
hafði þá staðið í rétt 36 ár!
Létti rósótti sumarkjóllinn er allt
af jafn sjálfsagður og vel við eig-
andi meðan náttúran er í sínu
sumarskapi. Með kjólnum að of-
an fylgir jakki úr sama efni, svo
að nota má hann ýmist ermalaus-
an eða sem létta kjól-dragt um
eftirmiðdaginn.