Morgunblaðið - 26.05.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1955, Blaðsíða 4
MORGllNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. maí 1955 1 dag er 148. dagur ársins. 6. vika sumars. 26. maí. Ándegisflæði kl. 9,45. SíSdegisflæði kl. 21,05. i Læknir er í læknavarðstofunni, iiínii -5030 frá kl. 6 síðdegi3 til kl. 8 árdegis. Næturvörður verður í Lyfjabúð fatni Iðunni, sími 7911. Ennfrem- tir eru Holts-apótek og Apótek Austurbæjar opin daglega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. Holts-apótek er opið á sunnudög- tun milli kl. 1—4. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- ttpótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19 laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16 I.O.O.F. 5 = 137526854 = • Veðrið • I gær var hlýtt veður um allt land, úrkomulaust og bjart- viðri á Norður- og Austur- landi. — 1 Reykjavík var hiti kl. 14,00, 11 stig, á Akureyri 14 stig, á Galtarvita 12 stig og á Dalatanga 12 stig. Mest- ur hiti hér á landi mældist í gær 19 stig á Grímsstöðum, en minnstur hiti 8 stig, í Grímsey. — í London var hiti á hádegi í gær 17 stig, í Kaup mannahöfn 13 stig, í Berlín 15 stig, í París 24 stig, í Stokk hólmi 11 stig, í Osló 11 stig, í Þórshöfn í Færeyjum 8 st. og í New York 24 stig. □---------------------□ * Bröðkaup * Þann 20. þ. m. voru gefin sam- an í hjónaband á Akranesi, ungfrú Halldóra Björnsdóttir og Þórður óskarsson skipstióri. Brúðhjónin tóku sér far með Gullfossi þann 21. maí til Kaupmannahafnar. Á laugardaginn verða gefin sam an í hjónaband í North Bend Ore- gon, ungfrú Ásdís Guðmundsdótt- ir frá Gerði í Norðfirði og Hughey Agll, verzlunarmaður. * Hjónaefni • Nýlega bafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sigriður Hermanns- dóttir frá ísafirði og Erlineur H. Magnússon, Stangarholti 22. * Afmaeli • 1 dag verður sextug frú Lilja Árnadóttir fyrrum húsfreyja, Bakka, Arnarfirði og á Bíldudal, nú til heimilis Leifsgötu 6 hér í toæ. — • Skipafiéttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fer frá Reykjavík f. h. í dag til Akraness og frá Rvík sama dag til Newcastle, Hull, — Rotterdam, Bremen og Hamborg- ar. Dettifoss fór frá Rotterdam 24. þ.m. til Helsingfors, Leningrad og Kotka. Fjallfoss fór frá Rvík ■i gærkveldi til Antwerpen, Rotter dam, Hamborgar og Hull. Goða- foss fór frá Reykjavík 18. þ. m. ;il New York. Gullfoss fór frá Osló kl. 14,00 i gærdag til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Gla.sgow 24. þ.m. til Belfast, Cork, Bremen, Hamborgar og Rostock. Reykjafoss fór frá Rotterdam 21. 'p.m., væntanlegur til Reykjavík- ur f. h. í dag. Selfoss fór frá Keflavík í gærkveldi til Rvíkur, Vestmannaeyja og Austurlands. Tröllafoss fór frá New York 22. þ. m. til Reykjavíktir. Tungufoss fer frá Gautaborg 27. þ. m. til Reykjavikur. Drangajökull fer væntanlega frá Hamborg 25. þ.m. til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Reykjavík. Es.ja er á Aust.fiörðum á norðurleið. — Herðubreið á að fara frá Reykja- vík á sunnudaginn, austur um íand til Bakkafjarðar. Skjaldbreið kom til Reykjavíkur í nótt að vest an og norðan. Þyrill fór frá Rvík í gær vestur og norður. Skaftfell- ingur fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Rcykjavík í gær til Gilsfjarðar- hafna. Dagbók NÝ „LÍNA 44 ÓLÓTOFF hefur tilkynnt, með „gleði og stolti“, austur í Moskvu, að Sovétríkin hafi nú framleitt vetnissprengjur, og í ræðu, er hann hélt 8. febrúar s. 1., andmælti hann harðlega þeirri skoðun, er kemur fram í Vínarávarpinu, að heimsmenningin mundi gjöreyðast við beitingu kjarnorkuvopna (sbr. Alþbl. s. 1. þriðjudag). Nú er kominn ljótur babb í bátinn: Bráðum verður Gunnar Magnúss látinn kingja aftur sinni væmnu vellu um Vínarávarpið og Stokkhólmsrellu. Því Mólótoff í málinu er snúinn, og mennir.gunni telur ekki búin, af vetnissprengjum, örlög ógna og meina, (annað mál, er Rússar höfðu ei neina). Og er þá kannski, að öllu þessu gefnu, umtalsvert þótt kommar breyti um stefnu? Með beygðum knjám og bljúgu geði sínu, þeir bregðast skjótt við hverri nýrri „línu.“ BJÓLFUR Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: i Katla fór frá Sölvesborg 24. þ. m. áleiðis til Leningrad. > • Flugíerðir • Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Sólfaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur frá Kaup mannahöfn kl. 17,45 í dag. Gull- faxi fer til Osló og Stokkhólms kl. 08,30 í fyrramálið. — Innanlands- flug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egils- staða, ísafjarðar, Kópaskers, Sauð árkróks og Vestmannaeyjar (2 ferðir). — Á morgun: er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flat- eyrar, Hólmavíkur, Hornaf jarðar, Isafjarðar, Kirkjubæ.jarklausturs, Kópaskers, Patreksf.jarðar, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þing- eyrar. — I Loflleiðir h.f.: Hekla er væntanleg til Reyk.ja- víkur kl. 9 árdegis í dag frá New York. Flugvélin fer til Stafangurs Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10,30. Edda er væntanleg kl. 17,45 í dag frá Stafangri og Osló. Flugvélin fer til New York. kl. 19,30. — Þjóðiei'ihúsið sýnir í kvöld í 5. skipti gamanleikinn „Ei á með- an er“, eftir Kaufmann og Hart. Athyglin er vakin á því, að leik- urinn verður ekki sýndur lengur en fram í miðjan júní, vegna þess, að þá er í ráði, að fara með leikritið „Fædd í gær“ út á land, en ýmsir hinir sömu leik- arar leika i þessum íveimur leik- ritum. — Myndin að oían sýnir Harald Björnsson í hlutverki sínu í „Er á mcðan cr“. Stangaveiðifélag Rvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum úr fé laginu um hvítasunnuna við hús- bygginguna við Norðurá og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að gera skrifstofu félagsins við- vai-t sem fyrst. Kveðjusamsæti frú Rósu Jónsdóttur Pedersen frá Valbjarnarvöllum, verður haldið í Þ.jóðleikhúskjallaranum föstudagskvöldið 27. maí kl. 8,30. Allir vinir velkomnir. Kvennaskólinn í Rvík verður slitið á föstudaginn kl. 2 síðdegis. Skógræktarför í Þórsmörk Farfuglar gangast fyrir skóg- ræktarför í Þórsmörk um hvíta- sunnuna. í sambandi við þessa ferð verður skrifstofa félagsins opin í gagnfræðaskólanum við Lindar- götu, í kvöld kl. 8,30—10. Áheit á Strandarkirkju Afh. Mbl.: H F kr. 200,00; N N 10,00; Dýrfinna 50,00; Lóa 110,00; E Þ 40,00; H F 10,00; 2 áheit 40,00; Fríða 30,00; A E 25,00; N N 50.00; E V 25,00; H B R 100,00; V Ó 15,00; N N 200,00 Jónína G. Jónsd., 150,00; S S 10,00; L S 50,00; S J 15,00; S H 20,00; Þ Þ 100,00; S H 60,00; Þ og G 25,00; F K 10,00; E Ó 50,00; í H 10,00; S J 10,00; M G 200,00; N N 100,00; G G 10,00; Skr., Hafnarfirði, 60.00; H M S 160,00; áh. V J G 100,00; g. áh. ónefndur 100,00; N N 20,00; ónefnd 100,00; Þ K 100,00; í Á 100,00; ónefnd kona 10,00; Kristinn 15,00; S K 10,00; N N 25,00; Þ Þ 50,00; Á Þ 50,00; Anna Jónsd., 25,00; G J 200,00; N N 50,00; M A 25,00; Maja 50,00; G M J Keflav., 50,00; N N 5,00; M G 100,00; A S 100.00; G K 25,00; S Þ 50,00; Lóió 85,00; B B 20,00; S B 50,00; N O 100,00; P P 50,00; G R J 10,00; 3 sjó- menn 30,00. Vfinningarspiöld KraM>amein«fél ísiands fást hjá öllum nóstafgreiðs'un ’andsins, lyfjabúðum I Reykjavíl >g Hafnarfirðí (nema Laugavegs >g Reykiavíkur-anóteKum), — Re aedia. Ellibeimilínu Grund o? krifst.ofu krabbameinsfélaganna Blóðbarikanum, Barcosstig a?rr; '947 — Minnirifi'akortin eru af 'reidd E’efimum síma • Gengísskráning • (Sölugengi): GullverS íslenzkrar krónu: 1 sterlingspund ... kr. 45,70 1 bandarískur dollar .. — 16,32 1 Kanada-doíÍár ...... — 16,56 100 danskar kr........— 236,30 100 norskar kr..........— 228,50 100 sænskar kr..........— 315,50 100 finnsk mörk.......— 7,09. 1000 franskir fr......— 46,63 100 belgiskir fr........— 32,75 100 vestur-þýzk mörk — 388,70 1000 lírur ........... — 26,12 100 gullkrónur jafngilda 738,95 100 svissn. fr..........— 374.50 100 Gyllini ............— 431,10 100 tékkn. kr...........— 226,67 Málfundafélagið Óðinn Stjóm félagsing er til viðtah við félagsmenn í skrifstofu félags ins á föstudagskvöldum frá kl 8—10. — Sími 7104. Styrktarsjóður munaðar- lausra bama. — Sími 788" • Útvarp • Fimmtudagur 26. maí: 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,00—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 116,30 Veðurfregnir. 19,25 Veður- | fregnir. 19,30 Lesin dagskrá næstu viku. 19,40 Auglýsingar. 20,00 ] Fréttir. 20,30 Garðyrkjufélag Is- lands sjötíu ára: a) Ávarp: Stein- grímur Steinþórsson landbúnaðar málaráðherra. b) Kveðja frá Skóg- ,,s j .4; s í i ‘r >0*«^ - **- j ræktarfélagi íslands: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. c) Úr sögu Garðyrkjufélagsins: Jó- hann Jónasson bústjóri á Bessa- stöðum. d) Samtöl við frú Mar- gréti Schiöth á Akureyri og Árna j Thorsteinson tónskáld. e) Niður- jlagsorð: Edwald B. Malmquist, ( formaður félagsins. — Ennfrem- j ur tónleikar af plötum. — 22,00 | Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 | Sinfónískir tónleikar (plötur). — ‘ 23,00 Dagskrárlok. thfó vruyfípmkafjimj 0 6 — Eg fékk hugmyndina þegar ég sá mynd af eskimóakonu. ★ Varamótor í skotlinu. Bandaríkjamaður nokkur keypti þýzkan „Volkswagen" í Evrópu ! og hafði heim með sér til Banda- ! ríkjanna. — Dag nokkurn, er mað urinn var kominn til vinnu sinnar, hringdi konan hans, sem hafði ætl að að skreppa eitthvað á bílnum, til hans og sagði: — Finnst þér þessir Evrópu- menn ekki einkennilegir, ég gat | ekki komið bílnum i gang, og fór að athuga mótorinn. En þegar ég | opnaði „húddið“, þá var bara alls 1 enginn mótor þar. En hugsaðu þér . bara, ég fór að rjála eitthvað við I „skottið", og heldurðu ekki að þeir hafi verið svo hugsunarsamir að setja varamótor þar. Og ég kom bílnum í gang. Á Þá gekk það. | Maður nokkur, sem var nábúi prests, var einn morgun að bisa við að koma bíl sír.um í gang. en ekkert gekk. Maðurinn var orðinn ' ergilegur og tók til að blóta hroða lega. Presturinn, sem gekk hjá í þeim svifum, heyrði orðbragðið og ofbauð. — Haldið þér, góði maður, að bíllinn komist eitthvað fyrr í gang fyrir þetta hroðalega orðbragð yð- ar? sagði presturinn. — Það er þá bezt að snúa því við, og segja í herrans nafni... ., sagði maðurinn, en lengra komst hann ekki, þvi billinn rauk i gang. — Ja, hver fj.... varð þá prest inum að orði. ★ Hann gengur ekki eftir Valhallarveginum Stokkhólmsbúi nokkur, sem kvæntur var málgefinni og heimskri konu, áminnti hana rækilega, áður en bau hiónin fóru í veizlu, að t.ala nú ekki of mikið og hlauna ekkert á sig í veizl- unni. Konan lofaði bví hátíðlega. Undir borðum heyrði konan eínhvern gestanna minnast á Mozart, sneri sér að sessunauti sínum og sagði: — Já. Mozari, ég kannast við hann, ég sá hann stökkva upn í snorvagn nr. 10 á Valhallarvegin- um í o-ær. IVTnS,c.*-„,'rr f flótj ofan á á krmn g>'nni iw dran um leið rittlin.on fi-nman í }mna til merk- ia -im *nLti ,nð hagna. Viíónin vn-'ii komin beim -'“o vpi-imn. mnðurinn sér snnrði þunguni og á- vúanvi: ,.éni • — AiltqC cU-nlfn mér til knno. cða veiztu nú o1rVi e:nn -‘" : -ð e-nnnwr n-- 10 o-e,-,™-,,-, dHg ekki eftir Valhallar- vPTi-mn. Trésmlðir éskast Oska eftir trésmiðúm til mótasmiða eftir uppmæl- ingu, á stórbyggingu við Suðurlandsbraut. GuSmundur Magnússon, Sími: 82721. VERKAMEKI Vantar nokkra verkamenn í byggingavinnu, Uppl. í síma 80378 eftir kl. 8 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.