Morgunblaðið - 08.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.06.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. }úní 1955 MORGUNBLAÐI& f .................Sverrir Fougner Silfurtunglið \ Johansen - minning Dansleikur í kvöld Hljómsveit Jose M. Riba leikur kl. 9—1 Aðgöngumi|tar seldir milli kl. 5 og 6 og við innganginn Sími 82611 Silfurtunglið Til sölu A Akureyri eru til sölu 2 vörubílar, Chevrolet ’46, í góðu lagi á nýjum dekkum og Chevrolet ’42 með skipti- drifi og 5 gíra kassa (lengri gerð). Einnig óskast tilboð í nýjan diesel Ford. — Uppl. i síma 1547, Akureyri. Gaddavir Fjárgirðinganet Fuglanet Jölu nn ll.ju bycjffLncjauörur Vöruskemmur við Grandaveg Sími 7080 Pantið permanentin hjá PERMINU, Laugateig 60 — Sími 4004 Snowcem nýkomið í 3 — 12J/2 — 25 og 50 kílóa dunkum. Mjög fjölbreytt litaúrval. Látið SNOWCEM fegra hús yðar. ^jötunn h.j, uorur Vöruskemmur við Grandaveg Sími 7080 JEPPI Lítið keyrður vel með farinn, yfirbyggður jeppi, til sölu nú þegar. Uppl. gefur Elmar Jensen, Víðimel 49. Eíjötbúð til sölu Frystiklefi og innrétting af vönduðustu gerð. útborgun. — Tilboðsfrestur til n. k. laugardags. veitir Jón Magnússon, Hótel Borg. - Lítil Uppl. Dodge vörubiíreið 5 tonna með dieselmótor, til sýnis og sölu að Hringbraut 121. — Sími 80604. a a a a a a MORRIS '50 ■ ■ 1 ■ ■ B B a B a a stórglæsilegur, til sölú. a ■ a ■ B a a a BÍLASALINN B B B a a a a Vitastíg 10 — Sími 80659 ■ B B a „Sælir eru hreinhjartaðir, vþí þeir munu guð sjá“. ÞESSI orð úr fjallræðu Jesú komu mér í hug er ég heyrði lát bróður Sverris Fougners Jó- hansen. Honum var gott að fá að hverfa heim, á svo léttan og snöggan hátt sem varð. Hann var svo lengi búinn að líða sjúkdóm og oft miklar þjáningar. Nú eru öll meinin grædd. Nú er hann kominn heim. Það eru mörg ár síðan ég kynntist br. Svessi fyrst. Hann var þá nýkominn til bæj- arins. Hann gekk þá strax í G.T. regluna hér, en var áður búinn að vera í stúku á Reyðarfirði. í st. Eininguna nr. 14 gekk hann stuttu eítir að hann fluttist til bæjarins. Þar fannst honum hann eiga heima, þó hann um tíma væri starfandi í annarri stúku. Sú stúka var svo lögð niður, eða réttara sagt sameinaðist st. Ein- ingunni nr. 14. Eftir þá samein- ingu sagði br. Sverrir við mig: ,,Nú er ég kominn heim aftur.“ Eftir það var hann félagi st. Ein- ingarinnar til dauðadags. Br. Sverrir var sannur Góð- templari. Hann starfaði af ein- lægni og áhuga að málum Regl- unnar. Var tillögugóður og sí- vakandi og á verði um heiður hennar og frama. Innilegustu ástfóstri tók hann við unglinga og barnastúkustarf- ið. Hann var að upplagi sérstak- lega barnelskur, var líka sjálfur svo barnalega hreinn í huga og gat vel sett sig inn í hugsunarhátt barnanna. Br. Sverrir var vel hagorður, kastaði oft fram stöku í glettni, en græskulaust. Það munu vera til talsvert mörg falleg ljóð, sem br. Sverrir kvað til barna, sem honum stóðu nærri. Hann var hreinlyndur og sam- vizkusamur í hverju því starfi er honum var falið og leysti allt af hendi með trúmennsku og góð- vilja. Hann var viðkvæmur í lund og oft gat hann orðið sár í huga, ef hann varð var við óheilindi og rangsleitni, en hann var líka manna fljótastur að jafna yfir misfellurnar og láta það vera gleymt og grafið, sem sársauk- anum hafði valdið. Br. Sverrir var mjög söngelsk- ur og hafði yndi af söng og hljóm list. Það er óhætt að segja að hann hafi unnað öllu fögru. Þessar línur eiga ekki að vera nein æviminning br. Sverris, heldur lítil kveðja til hans og minning um hann sem kæran og góðan bróður og þökk til hans fyrir góða samveru og samstarf, um margra ára skeið. Litil kveðja og þökk fyrir persónuleg kynni og vináttu. Kæri br. Sverrir. Við reglu- systkini þín í st. Einingunni nr. 14, kveðjum þig með söknuði og hjartans þökk fyrir störfin þín, trúmennsku þína og hreina barnslega hjartalagið þitt. Ég veit að nú er bjart um þig. Þú unnir ljósinu; nú mun það lýsa þér á nýjum leiðum í nýju starfi á landi lífsins. Kristjana Ó. Benediktsdóttir. Orðsending til viðskipfamanna olíufélaganna Það tilkynnist hér með heiðruðum viðskiptavinum, að vér höfum sameiginlega samið við Landssmiðjuna um smíði og afgreiðslu á olíugeymum fyrir húsaupphitun. Samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi, sem gengur í gildi frá 8. þ. m., munum vér ekki lengur hafa neina slíka geyma til sölu. Hins vegar munum vér veita áfram sömu þjónustu og fyrirgreiðslu og verið hefir, sem fólgin er í niðursetningu geyma í Reykjavík og nágrenni, og greiðslu flutningskostnaðar fyrir geyma út á land. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofum vorum. Virðingarfyllst, Hið íslenzka steinolíuhlutafélag Olíuverzlun íslands h. f Olíufélagið h. f. H. f. „Sheir‘ á íslandi ÁKLÆÐI fyrir: bifreiðar — húsgögn — éldhússinnrettingar í miklu úrvali. Leður — plast — nælon — uli. Mottugúmmí — þéttikantar. Columbus h.f. Brautarholti 20 — símar 6460 og 6660 12 tonna vélbátur 12 tonna vélbátur er til sölu. — Upplýsingar gefur EGILL SIG CJRGEIRSSON hrl., Austurstræti 3 — Sími 5958 Atvinna Nokkrar saumastúlkur geta fengið atvinnu strax. Sjófataverksmiðjan h.f. Bræðraborgarstíg 7 — Sími 81105 Stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í sælgætisbúð og einnig til fram- reiðslustarfa. Uppl. á staðnum frá kl. 3—ö. Veitingastofan Adlon Laugavegi 11 Afgreiðslustarf Afgreiðslustúlka óskast sem fyrst. Uppl. á milli 3 og 5. Veitingastofan Adlon Aðalstræti 8. Áfvinnurekendur afhugið! \ Ungur og reglusamur viðskiptafræðingur oskar eftir at- j vinnu nú þegar. Þeir, sem vildu sinna þessu eru vinsam- I lega beðnir að leggja tilboð sín inn á afgr. blaðsins fyrir ; b föstudagskvöld merkt: „Viðskiptafræðingur — 957“. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.