Morgunblaðið - 08.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.06.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. júní 1955 MGRGVNBLAÐI& 9 Bátaflotinn í höfn á Akranesi. i baksýn og Ytri-Hólmur. Malarferjan er lengst til vinstri, ber í SólmundarhöfSa. Esjan er (Ljósm.: Árni Böðvarsson). Haraldur Böðvarsson: Gullnáman I Faxaflóa ÉG skrifaði nokkrar greinar um Faxasíld eða suðvestanlandssíld 1 Morgunblaðið 1952. Greinar þessar urðu til þess, að augu ýmissa ráðandi manna í þessari atvinnugrein opnuðust til hálfs eða svo, en betur má, ef duga skal. Á þessum síðustu þrem árum hefir suðvestanlandssíldin unnið sér aukið álit. Bæði fryst og söltuð síld hefir selzt við sæmi-! legu verði eftir atvikum og mik-' ið meira rr.agn hefði mátt selja af henni. Fyrirspumir hafa nú' sn. a. komið um það, hvort við, getum selt fljótlega 30 þúsund tunnur af hraðfrystri síld til að byrja með og s. 1. haust vantaði tilfinnanlegt magn af frystri síld til þess að uppfylltir yrðu gerð- ir sölusamningar við Pólverja o. fl. Mér hefir verið sagt, að nú sé þegar búvð að selja fyrirfram 85 þúsund tunnur saltsíldar af þessa árs veiði og vonir standi til og sæmilegt útlit sé um meiri sölumöguieika. En til þess að nokkur von sé um góða afkomu síldarsöltunar, er nauðsynlegt að fyrir hendi séu góðar söltunar- stöðvar og í sambandi við þær fullkomnar síldarverksmiðjur, til þess að vinna úrkastsíld og úr- gang frá si'ltuninni. Síldarve.ksmiðjur hér við Faxaflóa hafa verið endurbættar mjög mikið síðustu árin og flest- ar þeirra hafa fengið hin nýju Eoðkjarnatæki og skila nú svo að segja 100% af hráefninu í mjöl og lýsi, en þetta hefir stór- kostlega býðingu fyrir söltunina. Hér við Suðvesturland frá Breiðafirði til Vestmannaeyja er venjulega mjög mikið magn síldar allt árið um kring og það er hægt að veiða hana í reknet a. m. k. 8 mánuði ársins, eða frá maí til áramóta, en auðveldust er hún fvrir hrygningartímann, maí, júní og júli, en sá galla er þá á henni, að hún er horuð, 7—14% fita, en sumarbatanum tekur hún í ágúst, september, október, en þó geta verið af- brigði frá þessari staðreynd. En það er nolrkur bót í máli, hvað horsildina snertir, maí/júlí, því þá er venjulega hægt að veiða helmingi meira í hvert net, held- ur en á öðrum tímum. Hafa íslendingar efni á að láta þessa gullnámu liggja ónotaða? Við eigum stóran flota mótor- báta bundoa við bryggjur, þegar bezt og blíðast er veðrið og næg- an mannala til veiðanna og til verkunar í landi og fullkomnustu BÍldarverksmiðjur. — Það er hægt að veiða Suðvesturlands- síld fyrir tugi eða hundruð milljóna króna árlega. En hvað er þá að? Jú, því er fljótsvarað Markaðsverðið á síld og síidarafurðum er ekki nógu hátt til þess að greiða að fullu íslenzkan útgerðarkostnað og vinnulaun, en þetta er ekki nýtt fyrirbæri á voru kæra landi. Það er hægt að finna leiðir til þess að vinna gullið úr námunni með glæsilegum árangri fyrir þjóðarbúið ef einlægur vilji er fyrir hend'. á hærri stöðum. Tíu aflaleysisár fyrir Norður- landi í röö og nú nálgast óðum ellefta síldarvertíðin. Ymsir eru komnir með spekir.gssvip nú þegar, og farnir að ta.a um líkur fyrir góðr: sildarvertið í sumar Norðanlands. Segja að straumar hagi sér öðruvísi nú, mikill reki á Ströndum sex haísíldar hafi veiðst í Fyjafirði, smásíld og ioðna, draumar góðir og allt þetta séu góðir fyrirboðar. Sjó- menn hé: Sunnanlands verða leiðir á aðgerðarleysi í landi í blíðu veðri í tvo mánuði, og það er þó alltnf ævintýri út af fyrir sig, að fara norður á síld og nú er líka til iilutatryggingarsjóður. Undanfarin ár hefir Suðvestur- landssíldin verið bezti dráttur- inn í þessu happdrætti og ef rétt er á haldið, mætti auka vinn- ingana að miklum mun, með því að byrja nú þegar að veiða síld til bræðslu í Síldarverksmiðj- unum hér Sunnanlands og svo strax þegar síldin er orðin sölt- unarhæf, að byrja þa söltun á því bezta af henni. Þetta mundi a. m. k. hafa þær afleiðingar að ekki færu alltof margir bátar strax af stað í óviss- una norður Það eru líka líkur til að veiða megi feita síld djúpt út af Snæ- IHROTTER KH og Saxlnndsúr- volið skildu jöin — eftir allharðan og fjörugan leik ANNAR leikur þýzka úrvalsliðsins í knattspyrnu, sem hér er á vegum Vals, fór fram í fyrrakvöld og mættu þeir þá Reykja- víkurmeisturunum frá 1954. Úrslit urðu að liðin skildu jöfn, 1 mark gegn 1. íellsnesi j jtnvel í þessum mánuði, á þeim slóðum, þar sem hvalur- inn er veúldur, en úr því fæst vonandi skorið fljótlega, með rannsóknum varðskipsins Ægir, en þar er um borð hinn áhuga- sami fiskifræðingur Dr. Hermann Einarsson, sem hefir lofað að láta okkur fylgjast með rann- sóknum þessum. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi :ær, segir málsháttur- inn en sumir menn kunna að spyrja: Til .hvers að vera að þessu brölti, er ekki allt í bezta lagi, nóg vinm á Keflavíkurflugvelli og við byggingar í Reykjavík og annarsstaðar, öll skip fra útlönd- um yfirfuli af luxusbílum — og almenn veimegun í laridinu. En — ég vil nú samt beina þeirri spurningu til bjóðarinnar — hvaðar kemur gjaldmiðillinn fyrir allan innflutninginn? Hann kemur svo að segja ailur (95%) fyrir útfhdtar sjavarafurðir — og ef sjávarútvcgurinn dregst verulega saman, þá minnkar innflutningur nauðsynja að sama skapi. — Þetta er sannleikur sem ekki má gieyma. Akranesi, 4. júní 1955. Haraldur Böðvarsson. Sumarvaka Reykvíkinga haldin 12.—18. júní n.k. Ferðamálafél. Reykjavíkur beitir sér fyrir árlegri háfíðaviku í Reykjavík FYRSTA Sumarvaka Reykvíkinga mun verða haldin í Reykja- vík dagana 12.—18. júní. Ferðamálafélag Reykjavíkur hefur forgöngu um að hrinda málinu í framkvæmd og hefur það snúið sér til Þjóðleikhússins, Leikfél. Reykjavíkur og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar um að þessir aðilar veiti aðstoð sína til að koma mál- inu í framkvæmd. Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri og formaður Ferða- málafélags Reykjavíkur og Gísli Sigurbjörnsson, varaformaður fé- lagsins, skýrði nýlega blaðamönn um frá þessari fyrirætlan félags- LEIKRIT, ÓPERUR, LISTSÝNINGAR O. FL. Sumarvökur sem þessi munu í framtíðinni verða haldnar ár- lega og til þess gerðar að fólk utan Reykjavíkur og útlending- ar geti á sem allra skemmstum tíma notið sem mest af þeim list- greinum, sem á boðstólum eru í Reykjavík yfir árið. Verða á Sumarvökum þessum í framtíð- inni sýnd fjöldi leikrita, dans- sýningar, óperur, tónleikar alls- kyns, málverkasýningar og aðrar listsýningar og kvikmyndahúsin munu einnig sýna úrvalskvik- myndir. FJÖLBREYTT SKEMMTIATRIÐI Að þessu sinni verða helztu atriðin á dagskránni þessi: 12. júní: Leikritið Er á meðan er. 13. júní: Tónleikar, ef til vill kórar. 14. júní: Tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar. 15. júní: Óperan La Bohéme. 16. júní: Er á meðan er. 17. júní: Þjóðhátíð- ardagur. 18. júní- Óperan La Bohéme. Kvikmyndahúsin munu svo sýna úrvalskvikmyndír. FYRIR INNLENDA OG ÚTLENDA Ekki er enn vitað hvort eitt- hvað fleira verður til skemmtun- ar en væntanlega verður þó svo og sjálfsagt mun Tívolí bjóða upp á einhver sérstök skemmti- atriði. Sumarvakan verður svo sem að framan má sjá ekki sérlega margþætt að þessu sinni, en at- riðunum mun fjölga mjög í ná- inni framtíð. Enginn vafi er á að slík Sumarvaka verði vinsæl hér á landi og fjölsótt bæði af ís- lendingum hvaðanæva af land- inu og einnig af erlendum ferða- mönnum. HÆSTI vinningurinn í 6. fl. SÍBS happdrættinu, en dráttur fór fram í gær, kom á miða nr. 9476, sem er í Akureyrarumboðinu. • OHEPPNI Þessi leikur var á köflum enn harðari en hinn fyrsti leik- ur Þjóðvcrjanna, á köflum brá fyrir mjóg fallegum samleik og góðum hjá báðum liðum, en leik- urinn var alltof harður, stymp- ingar mjög miklar og handakák og olli það þófi nokkru. Þýzka liðið verður vart talið eins sam- stillt og sterkt og á móti Val, en kannske kann það að virð- ast vegna þess, að KR-ingar hafi frá upphafi leiksins veitt meiri mótstöðu. Og þó að Þjóðverj- arnir hafi ef til vill verið leng- ur með knöttinn, var leikur KR- inganna of; hnitmiðaðri að mark inu — þeir áttu mörg opin tæki- færi, sem nýttust eklti fyrir ein- skæran klaufaskap eða hreina óheppni. Þjóðverjarnir áttu og tækifæri göð, sem mistókust, en þó ekki eins mörg. Bæði liðin fengu bjargað á marklínu er markmenn voru fjarstaddir. — Báðir markmenn björguðu vel og oft. Þau mörgu tvísynu augna- blik ásamt hinum mikla hraða gerðu leikinn skemmtilegan á að horfa, þó hann væri ekki á köflum ofinn úr hinum fínustu þráðum góðrar knattspyrnu. • ÞJÓÐVERJARNIR SKORA Á fyrstu 10 mínútunum kom- ust báðir í opin marktækifæri, sem nýttust ekki —• og áttu KR ingar þar fleiri og opnari tæki- íæri. En sn.ám saman náðu Þjóð- verjarnir leiknum heldur meira í sínar hendur og tókst um miðj- an fyrri hálfleik að ná forystunni í mörkum Var vel gefið fyrir markið frá vinstri kanti og miðjutríóinu tókst úr þvögu að koma kn^ttinum í netið. Var þetta engan vegin hættulegasta upphlaup þýzka liðsins í leikn- um, þó þetta væri eina markið, sem það fékk skorað. • FAST SÓTT OG JAFNAÐ í síðari hálfleik gáfu KR-ingar sig hvergi, sóttu oft mjög fast og mjög vel En þrátt fyrir virkar lilraunir til sóknar, gleymdu þeir aldrei vörninni, sem stóð sig vel, var vakandi í því að leika mót- herjana rangstæða, eða draga sig vel til baka og loka markinu. Um miðjan hálfleikinn náðu KR ingar að jafna. Upphlaupið var leiftursnöggt — kapphlaup um miðjuna rollli Þorbjarnar og mið- framvarðaiins þýzka og náði hinn síðarnefndi að ýta knett- inum til hliðar. Þorbjörn náði knettinum þar og tókst að skora, með lausu skoti, enda hafði þýzki markvörðurinn hlaupið út á móti tviroenningunum í kapp- hlaupinu. En þetta var snarlega gert af Þorbirni. Fleiri urðu mörkin ekki — en baráttuhugur liðanna dvínaði ekki og harkan jókst er á leið. Lét þar hvorugur undan, enda hefði þá ’íklega öðru vísi farið. LIÐIN Þýzka liðið var allmikið breytt frá leiknuiri við Val. Og nú náði það ekki eins vel saman. Það yfirkeyrði sig oft á miklum hraða en samleikurinn var þó oft hjá því nákvæmur og vel hugsaður — en þó cngin list. Sem fyrr var það jafnt •— hvergi gai., og nú eigmlega eng inn, sem . érstaklega bar jaf —. nema kannske marsvörðurinn, sem fékk mikið að gera og sýndi góðar staðsetningar, þrælörugg grip og n,ikla leikni. Eins og til flestra stórleikja kom KR-hðið samstillt og sigur- viljugt til pessa leiks. Enda gáfu leikmenn sig aldrei, guldu hörku með hörku og hraða með hraða. Fyrstu mín. leiksins voru bezt leiknar af KR-ingum og ef til vill síðar náðu þeir ágætum sam- leik og sóttu fast. Þó framlína þeirra væri minna með knöttinn. en þýzka framlínan, skapaði hún, sem fyrr fegir, opnari tækifæri og var yfirleitt fastsæknari að markinu. KR liðið var jafnt (með Ólaf Eiríksson sem lánsmann í mark- inu), en framverðirnir þó einna veikastir — gáfu Þjóðverjunum oft vallaru iðjuna án baráttu. En ; heild var liðið baráttuglatt og bjó yfir beim krafti, sem þurfti til að skilja að jöfnu móti úr- valinu frá Neðra-Saxlandi, því mikla knattspyrnulandi. •—AST 204 kr. fyrir 8 rétta ÚRSLIT leikjanna um helgina: Valur 2 — Neðra Saxland 3 2 KR 1 — Neðra Saxland 1 x Fram — KR (frestað) — Valur — Þróttur (frestað) — Noregur — Rúmenía (frestað) — Belgía 1 — Tékkóslóvakía 3 2 Hammarby 0 — Degerfors 0 x DjurgSrden 2 — Gais 0 1 Göteborg 5 — AIK 3 1 Halsingborg 1 — Halmstad 3 2 Norrköping 4 — Malmö 2 1 Sandviken 2 — Kalmar 1 1 Aðeins 9 leikir voru leiknir, og bezti árangur 8 réttir. Voru 9 með þann árangur og hæsti vinn- ingur því ekki hærri en 204 kr. fyrir 4 raða kerfi með 2/8,2/. Leikjum I. flokksmótsins, sem fram áttu að fara á laugardag var frestað um óákveðinn tíma, og leikdegi landsleiks Norð- manna gegn Rúmenum var breytt og fer hann ekki fram fyrr en næsta sunnudag. 1. vinningur 82 kr. fyrir 8 rétta (9). 2. vinningur 20 kr. fyrir 7 rétta (73). Um næstu helgi fara fram síð- ustu getraunaleikir vorsins, verða þá leikir úr I deild eða fs- landsmótinu. Skilafrestur verð ur eins og venjulega til fimmtu-- dagskvölds. Frjálsíþróttir að utan Á ÍÞRÓTTAMÓTI í Finnlandi vann Pólverjinn Sidlo spjótkast með 79,30 m kasti. Sigraði hann m. a. Þjóðverjann Will, 72.54 og Hyytiánen sem kastaði 71,19 m. Koicisto setti í St. Michel finnskt met í kúluvarpi — varp aði 16,27 m (Gamla metið var 16,23 m). Á meistaramóti bandarískra há skólamanna hljóp Sowell 880 yarda á 1:49,1 mín. (samsvarar 1:48,5 á 800 m). Bragg stökk. 4,42 m í stangarstökki og Shankle stökk 7,52 m í langstökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.