Morgunblaðið - 12.06.1955, Qupperneq 8
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. júní 1955
Út« H.í. Árvakur, Reykjavlk.
IVamkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vl«it
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu 1 krónu eintakið.
Hvað gerist á
fjórveldafundinum ?
Helgi Daníelsson markvörður ReykjavíkurliSsins ver hnitmiðað skot frá Þjóðverjunum.
— Ljósm. Ól. K. M.
ÞAÐ er sannarlega kaldhæðni
örlaganna, að gamli stjórnmála-
skörungurinn Winston Churchill,
skuli nýlega hafa fengið stjórn-
artaumana yngri manni í hend-
ur, einmitt þegar vonir standa
til að fjórveldafundur sé á
næstu grösum. Fyrir tæpum
tveim árum kom Churchill fyrst
fram með þá hugmynd sína, að
æðstu menn Bretlands, Banda-
ríkjanna, Frakklands og Sovét-
ríkjanna, kæmu saman til vin-
samlegra og persónulegra við-
ræðna, þar sem þeir reyndu að
jafna deilumál sín og skapa sam-
hug og bróðerni í skiptum sín-
um. Huðmynd þessi var Churc-
hill svo kær, að hann reyndi að
koma henni fram hvað eftir ann-
að, en tókst ekki af ýmsum
ástæðum.
Nú er loks orðið Ijóst að
fáum vikum eftir að Churc-
hill fór frá völdum verður
fjórveldafundurinn loks hald-
inn. Mun hann verða í Genf
og samkvæmt því sem Sir
Anthony Eden tilkynnti í gær
hefst hann 18. júlí og lýkur
þremur dögum síðar.
En þessi fundur kemur til með
að verða gjörólíkur því, sem
hann hefði orðið, ef Churchill
hefði fengið vilja sínum fram-
gengt fyrir einu ári. Ástandið í
alþjóðamálum hefir gjörbreyzt
nú síðustu vikurnar, sökum
hinnar nýju utanríkisstefnu
Rússa, að með eindæmum er.
Eitt helzta umræðuefnið á slík-
um fjórveldafundi hefði tví-
mælalaust orðið friðarsamning-
arnir við Austurríki. Um þá
hafði staðið þóf í nær heilan
áratug og Rússar komið ávallt í
veg fyrir að samkomulag næð-
ist. Nýlega ventu þeir skyndi-
lega sínu kvæði í kross og gengu
til samkomulags um Austurríkis-
málin og fluttu her sinn þegjandi
og hljóðalaust burt úr landinu.
Ef Sovétstjórnin væri fús til að
sýna slika stefnubreytingu í
fleirum málum væri hægt að
leysa flest vandræði Evrópu á
íáum vikum og koma friði og ró
á i álfunni, og stríðsóttinn myndi
jafnramt hverfa sem dögg fyrir
sólu.
Það er nákvæmlega eins
með flest önnur deilumál álf-
unnar sem Austurrikismálin,
að Rússar einir hafa haldið
þar uppi þvermóðskufullri
andstöðu og neitað sífellt að
ganga til samkomulags.
★
Sem dæmi má nefna skiptingu
Þýzkalands. Vesturveldin hafa
gert allt, sem í þeirra valdi hefir
staðið til þess að búa í haginn
fyrir sameiningu landsins. —
Sovétstjórnin hefir hinsvegar
jafnan staðið sem veggur gegn
sameiningu landsins og að baki
hennar leppstjórn þeirra Ul-
brichts og Piecks ■ í Austur-
Þýzkalandi. Það er öllum ljóst,
að jafnvægi og friður kemst
aldrei að fullu á í álfunni fyrr
en hið forna menningar- og iðn-
aðarland er aftur orðið eitt ríki.
Úrslit málsins hafa Rússar nú í
hendi sér; að leyfa írjálsar kosn-
ingar um gjörvallt landið og
stofnun lýðræðislegra stjórnar-
hátta.
Án efa verður þetta mál eitt
af meginatriðum þeim, sem odd-
vitar Vesturveldanna reyna að
ráða til lykta á Genfarfundinum.
Þá munu kjarnorkumálin vafa-
laust koma þar og til umræðu.
Fyrir löngu hefðu þjóðir heims
komizt að lokaniðurstöðu í þeim
efnum, ef Sovétríkin hefðu ekki
staðið sem veggur gegn öllum
tillögum Vesturveldanna um
takmörkun og eftirlit með fram-
leiðslu kjarnorkuvopna.
Rússar hafa ár eftir ár
neitað að leyfa hlutlausri eft-
irlitsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna aðgang að landi sínu og
kjarnorkubirgðum leppríkj-
anna og þannig komið í veg
fyrir að um nokkrar raun-
hæfar aðgerðir í málinu væri
að ræða.
★
Þannig geta Rússar, ef þeim
sýnist svo, höggvið á Gordíons-
hnút alþjóðamálanna á Genfar-
fundinum 18. júlí, og það hlýtur
að vera von allra frjálsra þjóða,
að þeir hverfi þar að nokkru frá
hinni fyrri fjandsamlegu stefnu
IMeðra-Saxlands úrvalið
fór héðan ósigrað
^ Sigraði Reykjavíkvrúrval með 6:3
ÞÝZKA úrvalsliðið frá Neðra Saxlandi lék síðasta leik sinn að
þessu sinni í fyrrakvöld. Mættu Þjóðverjarnir þá úrvali Reykja-
víkurfélaganna. Leiknum lauk með sigri hinna þýzku, 6 mörk gegn
3 og hurfu þeir því héðan ósigraðir — eftir fjóra leiki og höfðu
þá skorað 13 mörk gegn 7.
vitateig, sem markmaður varði
naumlega í horn og Hörður
Feiixson (KR) átti tvö góð skot
— annað rétt yfir þverslá, en
bitt framhjá.
En þrátt fyrir þessi tækifæri
voru það Þjóðverjar, sem skor-
uðu næst. Var þar Fesser að
verki með góðu skoti — 6:2.
VÍTASPYRNA
Reykvíkingar gáfust þó ekki
upp — áttu góðar sóknartilraun-
Framh. á bls. 12
Skógrækísrheim-
sókn Norómanna
SKIPTIFERÐIR Norðmanna og
íslendinga á vegum skógræktar-
innar hófust vorið 1949. Ýmsar
tafir hafa orðið á því, að þær hafi
getað haldið áfram árlega síðan,
svo að núverandi skiptiferð, er
hófst með því að Gullfaxi flaug
til Þrándheims að morgni föstu-
dags og kom aftur heim til ís-
lands um kvöldið með álíka
marga Norðmenn, er hin fjórða
skiptiferð í röðinni.
í fyrstu ferðinni kom hingað
ungt fólk frá Tromsöfylki, en þar
er aðalbrautryðjandi skógrækt-
armálanna, Jacobsen bankastjóri.
Hefir hann aðallega beitt sér fyr-
ir að skipuleggja skógræktarmál-
in í sínu fylki, en lendur þessa
fylkis eru svo norðarlega, að
skipulögð skógrækt er ekki norð-
ar. Hafa Trömsöbúar ekki hikað
við að leggja vinnu í gróðursetn-
ingarstarfið. Enda hefur banka-
stjóri þar norður frá margoft
sagt, að þó fylkið sé mun norðar
en ísland, geti íbúarnir ekki feng-
ið tryggári grundvöll fyrir spari-
fjársöfnun sína en í skógræktinni.
Nú sækja Norðmenn okkur heim,
sem eru upprunnir sunnar úr
Noregi, t. d. úr Þrændalögum og
jafnvel sunnar. — Ef að líkum
lætur snúa þeir heim með þann
kunnleik á islenzkum staðhátt-
um, að þeir fá vitneskju um hve
stórkostlegt átak þarf til að koma
upp skógi hérlendis til að fram-
leiða nauðsynlegt timbur, sem
fullnægi að mestu timburþörfinni
hér. Þeir vinna aðallega við gróð-
ursetningarstarfið á skýldum
stöðum í birkikjarrinu við Laug-
arvatn og í Haukadal.
íslenzka þjóðin veit sem er, að
norskir skógræktarmenn eru au-
fúsugestir til íslands. Morgun-
blaðið óskar því af heilum hug
að þeir megi njóta veðurblíð-
unnar hér og að þeir hljóti bjart-
ar minningar frá landi og þjóð.
★ AKVEÐNIR
i Það sýndi sig strax er leikur
hófst í fyrrakvöld, að Þjóðverj-
arnir voru ákveðnir í að gefa
ekki hlut sinn. Eftir að 17 mín.
voru af leik höfðu þeir skorað
þrjú mörk gegn engu. Var þar
að verki sami maðurinn í öll
skiptin — vinstri innherjinn,
Wertmúller, sem alls staðar virt-
ist skjóta upp kollinum þar sem
knötturinn var. Tvö af þessum
þremur fyrstu mörkum má bein-
línis skrifa á reikning varnar-
innar, sem var helzt til svifasein.
★ REYKJAVÍK SKORAR
Þrátt fyrir þessi mörk héldu
Reykvíkingar baráttukjarki sin-
um óskertum og er um 20 mín.
voru liðnar af leiknum léku þeir
■ fallega upp eftir hægri kanti,
Hörður Felixson gaf góðan knött
fyrir og Ólafur Hannesson skor-
aði glæsilega frá vítateig. Við
þetta mark jókst Reykvíkingum
ásmegin og skömmu síðar skora
þeir öðru sinni. Var þar að verki
Gunnar Guðmannsson eftir góðan
undirbúning Ólafs Hannessonar.
Þjóðverjafnir héldu samt ætíð
yfirhöndinni í leiknum með sín-
um nákvæma samleik og kom-
ust hvað eftir annað í færi. Er
um 35 mín. voru af leik bætti
Fesser fjórða markinu við með
góðu skoti frá hægri eftir góðan
undirbúning miðframherja. —
Þannig lauk fyrri hálfleik með
< þýzkum sigri, 4:2. En rétt áður
en hálfleiknum lauk var Ólafi
Hannessyni vísað úr leik vegna
oinbogaskots er hann veitti Wert
muller, en nokkrum mín. síðar
(í síðari hálfleik) var Ólafur
' aftur með og fréttist það að
Þjóðverjar hefðu farið fram á að
hann fengi að leika allan leik-
inn, enda munu þeir hafa talið
fleiri jafnbrotlega Ólafi.
★ GOÐ TÆKIFÆRI
i Síðari hálfleikur var ekki
likt því eins skemmtilegur og sá
. fyrri. Reykjavíkurliðið náði af
, og til góðum leik, en samt bar
allt of mikið á hinum ónákvæmu
spyrnum og hrevfanleik leik-
manna var mjög ábótavant. —
Leikur Þjóðverjanna mótast
nokkuð af leik Reykjavíkurliðs-
ins — þannig, að hraðinn varð
minni og þeir byggðu upphlaup
sín vandlega og höfðu góðan
tíma til þess. Aldrei misstu þeir
frumkvæðið í leiknum.
Er stundarfjórðungur var lið-
inn af siðari hálfleik bætti Wert-
múller fimmta markinu við. Var
kominn einn inn fyrir á miðju og
spyrnti lausum en nákvæmum
I knetti fram hjá Helga er hljóp
út úr markinu á móti honum.
Eftir þetta áttu Reykvíkingar
nokkur hættuleg tækifæri —
einkum Ólafur Hannesson, sem
þrisvar átti góð tækifæri innan
vítateigs. Gunnar Guðmannsson
tók aukaspyrnu rétt utan við
VeU andi óhri^ar:
Saga frá Skotlanöi
FYRIR nokkrum dögum hitti
ég ungan skozkan blaða-
mann, eða kannske réttara sagt
blaðakonu, Mamie Baird, sem er
hér stödd um stundarsakir. Við
spjölluðum um ýmislegt, m.a.
heimabæ hennar í Skotlandi,
sem heitir Rutherglen (the red
glen). í raun og sannleika er
hann ekki annað en eitt úthverfi
Glasgow-borgar, sem hefur með
tímanum breitt sig út yfir æ
stærra svæði og, ef segja má,
svelgt í sig margar smáborgir,
sem áður lágu utan við hana. —
Rutherglen ein hefur staðizt
flóðbylgjur hinnar miklu út-
þenslu nútímans — og til þess
liggja dálítið sérstakar og
skemmtilegar ástæður. Þessi
borg er nefnilega fyrsta „kon-
ungsborgin", svokallaða í Skot-
landi, þ.e. hún fékk fyrst skozkra
borga hina konunglegu réttinda-
skrá — og þetta skeði allt aftur
á 13. öld.
Hefur gengið á ýmsu
AF þessari sögulegu staðreynd,
hefur Rutherglen verið stolt
og hreykin og vildi með engu
móti una því að glata nafni sínu
og tilveru sem sjálfstæð borg og
gerast eitt rétt og slétt úthverfi
í skítugri stóriðnaðarborg. Það
hefur gengið á ýmsu í þessu
„skilnaðarmáli" Glasgow og
Rutherglen. Árið 1912 var farið
með mál á hendur hinni síðar-
nefndu — og hún vann! Og enn
í dag er Rutherglen sérstök borg,
með um 26 þús. íbúa, sem heldur
uppi gömlum erfðavenjum frá
löngu liðnum tímum, sem vissu-
lega gefa henni sérstakan svip.
Auðvitað getur hún, í landfræði-
legu tilliti varla talizt annað en
hluti af Glasgow, sem bezt má
marka af því að „landamerkin"
milli borganna tveggja liggja
um miðjan fótboltavöll borgar-
innar! — Þess vegna er það líka
oft sagt til gamans — og samt
með réttu, að boltanum sé spark-
að af stað í Rutherglen og í
markið í Glasgow!
oc
Kunnum betur við þaS
G auðvitað lifum við líka að
miklu leyti á Glasgow, sagði
skozki blaðamaðurinn, og kímdi,
við notum samgöngukerfi henn-
ar, vatnsleiðslukerfi og fjölda
margt annað, sem okkar eigið.
En það er nú sama, við kunnum
mikiu betur við að heita Rut-
herglen-búar og, að litið sé á
okkur sem slíka. Víst má segja,
að það sé heimskulegt, en við
erum nú svona, Skotarnir.
V1
Af stað í Rutherglen -
í Glasgow!
í markið
Hugmynd
útvarpshlustanda
ELVAKANDI sæll!
Oft heyrast kvartanir og að-
finnslur í sambandi við dagskrá
útvarpsins okkar. Finnst sitt
hverjum í þessu efni sem öðrum.
Þess vegna kemur mér í hug,
hvort ekki væri snjallt hjá út-
varpinu, að það hefði sérstakan
þátt, t.d. einu sinni í mánuði, sem
fjaliaði um gagnrýni á útvarpið.
Þar kæmu fram fyrirspurnir og
gagnrýni, sem svarað væri af
ráðamönnum útvarpsins. Einnig
mætti þá lesa upp bréf frá hlust-
endum, sem þarna væri svarað.
Ef til vill er ekki ástæða til að
taka upp slíkan þátt undir sum-
arið, er útvarpið dregur heldur
saman seglin, en það mætti hafa
hugmyndina bak við eyrað, er
vetrardagskráin verður skipu-
lögð að hausti. — Útvarpshlust-
andi“.
Laugardagurinn —
Þrándur í götu
HEFUR orðið:
„Þjóðhátíðardag okkar, 17.
júní, ber upp á föstudag í ár. —
Skrifstofufólk og aðrir, sem að
jafnaði vinna til kl. 12 á iaugar-
dögum, fengju þarna þriggja
daga skemmtilegt frí, ef þessir
þrír tímar á laugardaginn kæmu
ekki inn á milli. Ég veit til, að
margt fólk, sem þannig er ástatt
með hefði hug á að nota sér
þetta frí til að fara í eitthvert
hressilegt ferðalag burt úr bæn-
um, ef ólukku laugardagurinn
kæmi ekki í veginn. — Nú lang-
ar mig til að skjóta fram þeirri
hugmynd, hvort vinnuveitendur
sæju sér ekki fært að lofa fólk-
inu að vinna þessa þrjá tíma af
sér yfir vikuna, t.d. einum tíma
lengur í þrjá daga til að laugar-
dagurinn gæti verið alveg laus.
Fjölda fólks væri það mjög kær-
komin ráðstöfun. — P.P.“
PP