Morgunblaðið - 12.06.1955, Side 14
14
MORGVNBLAÐIB
Sunnudagur 12. júní 1955 ]
Framnaldssagan 4
minna, þegar hún bókstaflega
bauð mér hönd sína og hjarta.
Síðar, þegar ég hafði eingast
liana íyrir konu, komst ég að
raun um það, að hið leyndar-
dómsfuila persónuvaid hennar
liélzt óbreytt sem fyr. Einnig
uppgötvaði ég nána líkingu og
sjkyldleika á milli hinna hverfulu,
óákveðnu eðliseinkenna fegurðar
hennar og margra skapgerðar-
einkenna, sem mest bar á.
Ég var aldrei öruggur um, að
ég ætti hana fullkomlega og
síundum, þegar mér hafði loks
tekizt að yfirstíga þessar grun-
semdir, gat hún með orði eða
látbragði gert mig að nýju
hræddan um, að ég væri að missa
hana aftur.
Þessi óvissa og örvænting
héldust allt til brúðkaupsdags
akkar.
Þegar hér var komið sögu, var
ég farinn að elska hana af öllu
hjarta og mér var fylliiega ljóst,
að framar öllu öðru yrði ég að
sjá um það, að þessi ást kulnaði
ekki út, eins og allar mínar fornu
ástir.
Knúður af þessum ótta, en
jafnframt nauðugur, bað ég hana
loks um að giftast mér, sann-
færður um að sá ráðahagur
mundi verða samþykktur með
fögnuði. En svarið, sem ég hlaut
var neitandi.
Er ég fékk þetta afsvar, þótti
mér sem ég væri sokkinn niður
1 myrkasta djúp minnar gömlu
örvæntingar. Ég yfirgaf hana og
hugsaði með mér, að nú væri
einskis að bíða og ef ég væri ekki
fyrirlitlegur hugleysingi, þá
ikyldi ég nú loks láta verða af
því að fremja sjálfsmorð.
Nokkrir dagar liðu, en' þá
símaði hún til mín og spurði
undrandi, hvers vegna ég kæmi
aldrei í heimsókn. Ég fór og hún
tók á móti mér með hógværri,
en óskammfeilinni ásökun fyrir
að hafa yfirgefið sig, án þess að
gefa nokkurn umhugsunarfrest.
Hún lauk svo máli sínu- með því,
að lýsa því yfir, að hún hefði
ákveðið að taka bónorðinu og
verða konan mín.
Eftir tvær vikur vorum við
svo bundin hjúskaparheiti. Og nú
hófst tími hinnar fullkomnu
hamingju, slíkrar sem ég hafði
aldrei fyrr þekkt.
Ég unni Ledu heitt og ákaft, '
en kveið því um leið, að sá tími
kynni að koma, að ég annað
hvort hætti að elska hana, eða j
hætti að vera elskaður af henni. j
Þess vegna gerði ég allt sem ég
gat til þess að flétta æfiþáttum
okkar sem þéttast saman og
|kapa þannig órjúfanleg tengsl
^kkar á milli.
’ Þar sem ég vissi, að hún hafði
hær alveg farið á mis við alla
ú^pfræðslu, þá byrjaði ég á því
að veita henni einskonar fagur-
fræðilega tilt^gn og fullyrti, að
jienni mundi þykja álíka gaman
áð læra og mér að kenna henni.
Ég komst að raun um, að hún
var óvenjulega fróðleiksfús og
skilningsgóð. Við sömdum sam-
eiginlega stundatöflu og kennslu-
skrá og ég tók að mér að veita
henni hlutdeild í öllu því, sem
ég kunni og felldi mig við.
Ekki veit ég hversu langt hún
fylgdist með mér, né heldur hve
mikið hún skildi. Sennilega þó
nokkuð minna, en ég bjóst við.
En eins og alltaf, þá fannst mér
sökum hins mikla persónuvalds
hennar, sem ég hefði unnið
glæstan sigur, þegar hún sagði
Öfur hógværlega: „Mér geðjast
■Íel að þessu tónverki .... þetta
ljóð er fallegt .... lestu þessa
grein aftur fyrir mig .... við
skulum hlusta enn einu sinni á
þessa frásögu".
Auk þess kenndi ég henni
ensku í tómstundum okkar, og í
henni tók hún örum framförum,
því minnið var gott og áhuginn
vakandi.
En lesturinn, útskýringarnar
og kennslan, allt varð þetta dá-
samlega skemmtilegt í mínum
augum, vegna ástúðar hennar og
viðmótshlýju.
Þannig mátti segja, þótt hún
væri nemandinn og ég kennar-
inn, að það væri ég, sem fynndi
til hræðslu nemandans, sem mið-
ar hægt áfram í gegnum náms-
greinar sínar. Og það var rétt,
vegna þess, að höfuðnámsgrein
okkar var ást og með degi hverj-
um fannst mér ég fá aukin völd
á þeirri námsgrein.
Og vissulega var ástalíf okkar
öruggasta undirstaðan að ham-
ingjh okkar. Ég hefi áður sagt að
fegurð hennar, sem stundum
raskaðist vegna ljótra kippa í
andlitinu og margvíslegrar af-
myndunar, hafi aldrei verið ó-
virt með neinu slíku á ástafund-
um okkar. Ég vil bæta því við,
að naútn sú og hamingja, sem
þessi fegurð veitti, hafi nú verið
orðinn sá miðpúnktur, sem hring
iða lífs míns snerist um, hring-
iða, sem eitt sinn var myrk og
ógnandi, en nú björt, skemmti-
lega róleg og reglubundin.
Hversu oft, þegar ég hvíldi við
hlið. hennar í rúminu, virti ég
ekki nakipn líkama hennar fyrir
mér og hræddist næstum þá feg-
urð, sem augu mín litu, fegurð,
sem stóðst alla skilgreiningu! —
Hversu oft, þegar hún lá á bak-
inu með höfuðið grafið niður í
koddann, ýfði ég ekki og ólagaði
þessar löngu, mjúku og björtu
hárfléttur hennar og reyndi að
skilja hina leyndardómsfullu til-
finningu, sem gaf þeim þetta titr-
andi, hverfula útlit!
Hversu oft horfði ég ekki í
hin stóru, bláu augu hennar og
furðaði mig yfir því, hvar leynst
gæti leyndardómur hins blíða og
áhyggjufulla tilits þeirra!
Hversu oft, er ég hafði kysst
hana lengi og ákaft, skilgreindi
ég ekki í huganum þá tilfinningu,
sem ég hafði í vörunum á eftir,
bar hana saman við lögun vara
hennar og vonaðist til að skilja
þýðingu hins veika bros, sem
eftir kossinn kom í ljós í öðru
munnviki hennar, bros, sem að-
eins er hægt að sjá á hinum elztu,
grísku myndastyttum.
Ég hafði uppgötvað leyndar-
dóm, sem að mínum dómi var
eins mikill og leyndardómar trú-
arbragðanna, leyndardóm, sem
var nærri mínu eigin hjarta,
leyndardóm, sem augu mín og
hugur gátu týnt sjálfum sér í og
fundið frið.
Hún virtist skilja það mikil-
vægi, sem þessi tegund aðdáun-
ar hafði í mínum augum, og hún
leyfði sjálfri sér að vera elskuð
með sömu óþreytandi auðsveipn-
inni.
Kannske hefði ég átt að vera
á verði, mitt í hinni fullkomnu
hamingju minni, gagnvart einum
þeirra eiginleika, er stjórnuðu
allri hegðun konu minnar, eigin-
leika, sem ég held að ég sé nú
þegar búinn að minnast á, en þ.e.
góðvilja hennar. Augsýnilega
var ást hennar ekki eins ósjálf-
ráð og mín var, en í háttum
hennar kom í ljós greinileg og
jafnframt leyndardómsfull löng-
un til að geðjast mér, fullnægja
mér og jafnvel skjalla mig og
smjaðra fyrir mér, en slík til-
hneiging er oftast og þá ekki
alveg án nokkurrar fyrirlitning-
ar, nefnd: góðvilji.
Nú mun engum blandast hug-
ur um það, að örðugt muni reyn-
ast fyrir góðviljann að leyna ekki
sumu, sem mundi, ef það af
hendingu yrði leitt í ljós, berjast
gegn honum og stofna áhrifum
hans í hættu.
En ég tók á móti þessum góð-
vilja eins og sönnun á ást henn-
ar og hirti ekki um að rannsaka,
eða grafast fyrir um það, hverju
hann kynni að leyna eða hver
tilgangur hans mundi vera. Ég
var raunverulega of hamingju-
samur til að vera eigingjarn. Ég
vissi, að nú var ég í fyrsta skifti
á æfinni ástfanginn og í hinum
venjulega og frekar ógætilega
ákafa mínum tileinkaði ég henni
líka þær tilfinningar, sem ég bar
í brjósti.
Unglingur
óskast til að bera blaðið til kaupenda við
Borgarholtsbraut, vestan Urðarbrautar.
JHorgtmMafctft
Sími1600
K.R.R. K.S.I.
Islandsmótið
í knattspyrnu hefst á
íþróttavellinum í kvöld
kl. 8,30. — Þá keppa
FRAM og VALUR
Dómari: Guðjón Einarss.
Á morgun mánud. kl. 8,30
keppa:
K. R. — Víkingur.
Dómari: Hannes Sigurðss.
Mótanefndin
- Morgunblaðið með morgunkafiinn
Crosse &
Blackwell ltd
í ^lösum og flöskum:
Malt edik
Olíve olía
FRENCH CAPERS
Rose syrop
Mayonnaise
Salad Cream
Chef íómatsósa
Branston sósa (fiskisósa)
Chef sósa
Worchestersósa
Sveppasósa
Sandwich spread
í pökkum:
Tea ..VEDDA“
Matarlím
Jellv Cristals,
jarðarberja,
hindberja,
appelsínubúðingar.
í dósum:
Lyftiduft
Krydd, allskonar
Custard Powder
Allar þessar heimsþekktu vörur
höfum við fyrirliggjandi.
H.
& Cö. H.F.
Hafnarhvoll — Sími 1228
McCall's
9887
Skinnlíki
Hvítt,
Svart,
Hvítt og svart
Brún-draop
9
ilkCall-snið
Veljið sniðið
og efnið
samtímis.
Skólavörðustíg 12
..................................
í
Verzlunaratvinna — Keflavík \
Ungan mann vantar til afgreiðslustarfa í bifreiða-
varahlutaverzlun í Keflavík. Nokkur þekking á bifreiða-
hlutum æskileg. Umsóknir ásamt kaupkröfu og nauð-
synlegum upplýsingum sendist afgr. blaðsins í Keflavík
eða Reykjavík fyrir miðvikudagskvöld, merkt „Traust-
ur — 525“.