Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. júní 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 IDROTTIR Beztu sundmenn Norðurlanda Þurrkari þessi er notaður við framleiðslu á eldsneyti fyrir eld- flaugar og er byggður eftir fyrirsögn og teikningum Gísla Hall- dórssonar verkfræðings. Gísli stendur hægra megin við hann. r Islendingur finnur rjpp nýja gerð þurrkara í fiskiðeia : eg efnaverks Gísli Halldórsscn verkfræðingur í heimsókn NÝLEGA er kominn bingað til lands Gísli Halldórsson verk fræðingur, en hann hefir dvalið í Bandaríkjunum bálft f jórða ár.! Gísli er mönnum hér heima að góðu kunnur, hann var um skeið1 forstjóri Síldarverksmiðja ríkis-J ins, rak sitt eigið verkfræði-1 fyrirtæki og annan umfangsmik- inn atvinnurekstur hér á landi, áður en hann hvarf vestur um haf. — ★ — Gísli hefir undanfarin ár starf- aS sem tæknilegur ráðunautur verkfræðifyrirtækis í Baltimore, Renneburg & Sons, að nafni. í>að fyrirtæki er hið elzta þeirra í veröldinni, sem framleiðir fisk iðnaðarvélar og efnaiðnaðarvél- ar. Er verksmiðjan yfir 80 ára. Voru fyrstu vélarnar, sem Síldarverksmiðjur ríkisins fengu m. a. frá þessari verksmiðju, og I jafnframt hóf norski síldariðn- aðurinn starf sitt með vélum frá þessari verksmiðju. GPPFINNING GÍSLA í starfi sínu við fyrirtæki þetta hefir Gísli fundið upp og byggt nýja tegund af þurrkara fyrir síldar- og efnaverksmiðjur. Venjulegir þurrkarar, sem not- aðir hafa verið í verksmiðjum um heim allan til þessa hafa verið sívalningar að gerð og jafnvíðir allir. Efnið, sem í gegn- um slíka þurrkara hefir farið hefir haft tilhneigingu til þess að fara hraðar gegnum aftari hluta þurrkarans vegna þess, að þá er efnið orðið þurrara og léttara ! sér. Hefir þetta valdið nokkr- um erfiðleikum og þótt galli við íramleiðsluna. Gísli hefir nú, eins og áður segir, fundið upp nýja gerð slíkra þurrkara, sem hann segir sjálfur, að hafi verið osköp ein- föld endurbót og reyndar furðu- legt, að ekki skuli hafa þekkst fyrr. FRAMLEIÐSLA HAFIN Er hinn nýi þurrkari Gísla þannig að sívalningurinn víkkar aftur, loftstraumurinn verður því hægari í afturhlutanum. og efnið jafnhitnar þar og fer hæg- ar um hann. Er þar með úr göllunum bætt. Fyrsti þurrkari af þessari gerð var byggður í Baltimore fyrir tveimur árum, en nú eru fimm slíkir þurrkarar í byggingu og fara þeir í verksmiðjur víðsveg- ar um heim, m. a. á Nýfundna- landi og í Suður-Afríku. Þá verð- ur einn slíkur þurrkari settur upp í áburðarverksmiðju vestan hafs. Er hann jafn afkastamikill og eldri gerðir, en tekur miklu minna pláss í verksmiðjunni. STERKARI ÁBURBEK í bandariskum áburðariðnaði er nú að verða allmikil bylting, segir Gísli. Flestar verksmiðj- urnar eru farnar að framleiða sterkari áburð en þær hafa gert hingað til, sem ekki er þá eins mikill að rúmmáli, en þá hætt- ir áburðinum til að renna í hell- ur, verða of fínkornóttur og taka í sig raka. Hefir þurrkari Gísla reynzt mjög vel við tilraunir til að bæta úr þessu. Þá hefir þurrkarinn einnig ver- ið notaður við framleiðslu á elds- neyti til eldflauga þeirra, sem Bandaríkjamenn hafa nýlega byrjað framleiðslu á. Sýnir með- fylgjandi mynd einn slíkan. | Þessi þurrkari Gísla hefir hlot- ið hrós sérfræðinga í vélaiðn- aðinum vestan hafs, enda reynzt vel við tilraunir og þar sem hann hefir þegar verið tekinn í notk- un. Hefir Gísli gefið honum nafn- ið Dehydro-Mat, og er hann auglýstur undir því nafni. I FLEIRI STÖRF Þá hefir Gísli einnig unnið að smíði og umbótum á lykteyð- ingakerfum í fiskiðnaðarverk- smiðjum vestan hafs, og hafa nýjungar hans reynzt hið bezta. Gísli Halldórsson hverfur nú i bili aftur til starfs síns sem tækniráðunautur Renneburg félagsins, en hefir í hyggju að hverfa aftur heim til íslands til langdvalar innan tíðar. keppa í Sundhöllinni Sundmotið verður ú múnudug og þriðjudug k MÁNUDAGINN og þriðjudaginn næstkomandi verður háð hér í SundhöIIinni það næsta sund- mót, sem hér á landi hefur farið fram. Allir vita að mikið er um að vera á sviði íþrótta hcr á landi á þessu sumri, landsleikir, landskeppni í frjálsíþróttum o. fl., en óneitanlega er sundmótið eftir næstu helgi einhver mesti íþróttaviðburður sumarsins. Til mótsins koma 17 beztu sundmenn og konur frá Norðurlöndum — 3 frá Finnlandi, 5 frá Noregi 5 frá Svíþjóð og 4 frá Danmörko. faldir Norðurlandameistarar, verðlaunamenn fráMeðal þeirra eru fyrrverandi heimsmethafar, marg Evrópumótum í sundi, methafar og meistarar heimalanda sinna. TILDRÖGIN Tildrög þessa móts eru þau í stærstu dráttum, að ísland átti að sjá um norrænt unglingamót í sundi á þessu ári. Það mót var niður fellt. Barðist þá for- maður norræna sundsambands- ins, Aksel Flor, fyrir því, að ís- landi yrði einhver vináttuvottur sýndur af sundsamböndum Norð- urlanda, og fyrir hans tilstilli var samþykkt tillaga á fundi nor ræna sambandsins að hvert hinna norrænu sundsambanda sendu 4—5 sinna beztu sund- manna til íslands á þessu sumri. Er heimsóknin nú framkvæmd þeirrar samþykktar. Dugleg blaða- sölutelpa KEFLAVIK, 22. júní: — ÞESSI unga blaðsölustúlka er ekki nema 9 ára. Þótt ekki sé hún eldri, er hún mjög dugleg í starfi sínu. Selur hún nærri 300 blöð daglega. Hún heitir Guðný Mimmí Laxfoss og á heima í Keflavik. Blöðin selur hún á Keflavíkurflugvelli og hefur hún selt starfsmönnum þar dagblöð- in, síðan hún var sjö ára. Hún er ekki morgunsvæf sú litla, því klukkan hálf sjö fer hún á fætur og tekur sjöbílinn til vallarins. Frh. á bls. 12. „TOPPURINN“ FRÁ NORÐURLÖNDUM Og hér er ekki um neina „smákarla“ að ræða. Það er í raun og veru „toppurinn" á Norðurlöndum, sem hér mun keppa. Þetta er í raun og veru einskonar Norður- landamót — sá er sigrar er ókrýndur Norðurlandameist- ari í sinni grein. HORÐ KEPPNI Víst er að keppnin verður geysilega hörð í flestum grein- unum. Það er sama hvar niður í keppnisskrána er gripið. 100 m skriðsund karla verður ef til vill hvað tvísýnust. Fullvíst má telja að 5 — fimm — menn verði undir mínútu á þeirri vegalengd. Slíkt hefur aldrei sézt á íslandi fyrr og gerizt ekki nema á stærstu alþjóðamótum. Ekki verður síður skemmtilegt einvígi milli Danans Gleie, er átti heims- metið í bringusundi þar til í fyrra og Finnans Tikka, en að- eins sekundumismunur er á þeirra beztu tímum á þeirri sundaðferð. Tímar þeirra beggja eru á heimsmælikvarða. Og kvenfólkið! Meðal þeirra, sem koma, er danska sundkon- an heimsfræga Jytte Hansen, er varð 5 á Olympíuleikunum 1952 og nr. 2 á Evrópumótinu í fyrra. Og stalla hennar Ove-Pedersen sem syndir 100 m skriðsund á 1:07,8 mín. Þannig mætti lengi telja og okkar bezta sundfólk á vart möguleika til sigurs — en ,getur þá klofið „Norðurlanda- blokkina", því okkar fólk er vel undir mótið búið. En hér er listi yfir þá 17 Norð- urlandabúa er hingað koma til mótsins. Auk þeirra eru farar- stjórar — aðalforstjóri Aksel Flor sem kom þessari íslands- heimsókn norrænna sund- manna á. SUNDFÓLK FRÁ NOREGI Silja Hafsás 15 ára. Methafi í 100 m. baksundi 1:19,8. Tekur þátt í baksundi og skriðsundi hér. Mailliv Lier 15 ára. Á norska metið í 100 m bringusundi og tekur hér þátt í 100 m bringu- sundi og 200 m bringusundi. Öyvind Gunnerud Noregs- meistari og methafi í 100 m skrið sundi og hefur yfir 20 sinnum synt vegalengdina undir mínútu. Þrír af sænsku sundmönnunum, er hingað koma og keppa hér á mánudag og þriðjudag. Frá vinstri talið: Per Olof Erikson, Rolf Friberg og Mariann Pavoni. Auk þess koma frá Svíþjóð systkinin Margareta og Hákon Westesson. Var í úrslitum á Evrópumótinu 1954. Roald Voldum tekur hér þátt í 100 m baksundi og 400 m skrið- sundi. Hann er einn bezti sund- j maður Noregs á þeim vegalengd- um. Erik Gulbrandsen tekur þátt í 100 og 200 m bringusundi, en hann er norskur methafi á báð- um þeim vegalengdum. SUNDFÓLK FRÁ FINNLANDI Juha Tikka 25 ára gamall liðs- foringi í hernum. Norðurlanda- meistari í flugsundi 1949 og í 200 m bringusundi 1950 og 1953. — Margfaldur finnskur meistari síðan 1948 og finnskur methafi. 100 m bringusund 1:12,9 200 — 2:38,7 400 — 6:00,5 Daninn Knud Gleie, sem átti heimsmetið í 200 m bringusundi og 200 yard bringusundi, þar til í fyrra. Hann keppir hér á sund- mótinu í 100 og 200 m bringu- sundi og 100 m flugsundi. Ein- vígi hans og Finnans Tikka í bringusundunum mun öllum verða minnisstætt ef till fer að felldu. Karri Káyhkö 18 ára nemandi. Finnskur meistari í frjálsri að- ferð. Var þátttakandi í Evrópu- mótinu í Torino ’54. Finnskur methafi í 200 m skriðs. 2:12,6, 400 m skriðs. 4:49,4, bezti tími 100 m skriðs. 56,8. Marjatta Raillio 17 ára nem- andi. Margfaldur finnskur meistari og methafi í eftirfar- andi greinpm: , 50 m skriðs. 31,4, 100 m skriðs. 1:09,6, 200 m skriðs. 2:42,6, 400 m skriðs. 5:27,7, 100 m. flugs. 1:25,4, 100 m baks. 1:19,0. SUNDFÓLK FRÁ SVÍÞJÓÐ Margareta Westesson bezta baksundskona Svía og methafi á 100 og 200 m baks. Auk þess mjög góð skriðsundkona. Mariann Pavoni 15 ára gömul, en þó efnilegasta bringusunds- kona Svía. Varð unglingameist- ari 1955 og 2. á meistaramóti Svía í sundi innanhúss á þessu vori. Hákon Westesson einn bezti skriðsundsmaður Svía og örugg- ur undir mínútu á 100 m. Hann er einnig góður 400 m sund- maður. Per Olof Eriksson einn fjöl- hæfasti sundmaður Svía en keppir hér í skriðsundi og bak- sundi. Hann er enn á unglings- aldri. Rolf Friberg flugsundsmaður, en keppir þó í fleiri greinum og þá aðallega í skriðsundi. SUNDFÓLK FRÁ DANMÖRKU Knud Gleie. — Hann átti á s. 1. ári heimsmet í 200 m og 200 yards bringusundi. Bezti tími hans á 200 m er 2:7,2 mín., — á 100 m 1:11,1 og á 100 m flugsundi 1:10,5. Hann keppir hér í 100 og 200 m bringusundi og 100 m flugsundi. Lars Larsson. — Hann er sundmaður um tvítugt og hefur á síðustu árum rutt öllum dönsku Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.