Morgunblaðið - 02.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiii í dag:
N kaldi víðast léttskýjað.
wggtttÞlftMfe
146. tbl. — Laugardagur 2. júlí 1955
Molofov
Sjá skemmtilega grein á bls. 9.
Vegleg afmælishátíð
SUS í Þrastaskógi
á morgun
Horfur á mikilli þátttöku
AFMÆLISMÓT það, sem stjórn Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna efnir til í Þrastaskógi í tilefni 25 ára afmælis Sam-
bandsins hefst þar á morgun kl. 3 síðdegis. Hefur mjög verið til
jrióts þessa vandað, enda má gera ráð fyrir að mikill fjöldi fólks
eæki mótið víðsvegar af Suðvesturlandi eftir þeirri þátttöku, sem
þegar er vitað um að verður í hópferðum félaganna.
Það var eitthvert hinna dönsku Waða, sem komst þannig að orði fyrir skömmu, að á föstudaginn,
myndi Loftleiðaflugvél flytja dýrroætustu fætur Danmerkur. — Átti þar við knattspyrnumennina
í landsliðinu og ballettflokkinn frá Kgl. Jeikhúsinu í Kaupmannahöfn. — Hér sést hinn stórkostlegS
ballettflokkur á landgöngubrúnni, er hann kom í gærkvöldi, undir fararstjórn Inge Sand, sólóballett-<
dansmær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
□-
-□
Fjölmennur balletflokkur
Kgl. í Höfn í heimsókn
Mikill listviðburður — Er á leið f
sýningaför til Ameríku
1
SÁ verður talinn meðal hinna helztu listviðburða þessa árs,
heimsókn ballettflokksins frá Kgl. leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn. Flokkurinn kom flugleiðis í gær með Loftleiðaflugvél frS
Kaupmannahöfn og hefur hér þrjár sýningar um helgina. , i
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ
Svo sem áður hefir verið skýrt
Jrá, mun formaður Sjálfstæðis-
flokksins Ólafur Thors forsætis-
ráðherra, heiðra sanitök ungra
Sjálfstæðismanna méð því að
halda ræðu á afmælismótinu. Þá
mun formaður SUS Magnús
Jónsson, alþingismaður, einnig
flytja ræðu.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
við upphaf mótsins og síðan milli
dagskrárliða. Óperusöngvararnir
Kristinn Hallsson og Guðrún Á.
Símonar syngja og Gerður Hjör-
leifsdóttir, leikkona, les upp, en
Árni Tryggvason, leikari, flytur
gamankvæði. Um kvöldið verð-
ur dansað á palli í skóginum.
HÓPFERÐIR FÉLAGANNA
Félög ungra Sjálfstæðismanna
á Suðvesturlandi efna til hóp-
ferða á mótið, og er þegar kunn-
ugt um mikla þátttöku, enda er
Þrastaskógur sérstaklega fagur
og eftirsóttur útisamkomustaður.
Heimdallur í Reykjavík efnir
til ferðar austur þegar í kvöld
kl. 6, ef næg þátttaka fæst og er
þá gert ráð fyrir að gista í tjöld-
um yfir nóttina. Aðalferðin verð-
ur svo frá Vonarstræti 4 kl. 1,30
ó sunnudaginn og verða ferðir til
baka kl. 6 um kvöldið og á mið-
Iiætti.
Stefnir í Hafnarfirði efnir til
ferðar austur á sunnudaginn kl.
í og óskast þátttaka tilkynnt
ekrifstofu Sjálfstæðisflokksins
kl. 3—5 í dag.
Mýrasýsla Hópferð verður á
vegum F U. S. í dag. Nánari
upplýsingar gefa þeir Eymund-
ur Ásmundsson, form. félagsins
og Halldór Friðriksson.
Akranes. Hópferð verður á
vegum F. U. S. á Akranesi kl.
2 í dag. Upplýsingar gefur Þor-
valdur Sigurðsson, form. félags-
4jis.
Keflavík. Sjálfstæðisfélögin
efna til skemmtiferðar austur í
Rangárvallasýslu, en koma við
á mótinu.
Vestmannaeyjar. Hópferð fyrir
huguð með flugvél að Hellu í
dag.
Rangárvallasýsla. F. U. S.
Fjöllnir skipuleggur ferðir frá
Hellu á sunnudaginn og veitir
form. félagsins Jón Þorgilsson
allar nánari upplýsingar.
Pauker látin laus
WIEN, 1. júlí: — Austurríska
hlaðið „Die Presse“ skýrir svo
frá, að stjórnarvöldin í Rúmeníu
hafi látið Aron Martin, hinn ka-
þólska prest, sem tekinn var
höndum fyrir þremur árum, laus-
an.
Enn fremur segir blaðið, að
Anna Pauker hafi tekið þátt í
ferð þingnefndar einnar, sem
ferðazt hefir um Rúmeníu að
úndanförnu.
Fregnir herma, að fyrrverandi
titanríkisráðherra Rúmeníu,
Georg Tatrescu, muni verða lát-
ian laus úr fangelsi innan
fikamms. — Reurter-NTB
Árnessýsla. Ferðir hafa verið
skipulagðar á mótið víðsvegar
úr Árnessýslu og verða m. a.
ferðir frá Selfossi með stuttu
millibili.
HITTUMST ÖLL í
ÞRASTASKÓGI
Þess er sérstaklega að vænta,
að ungir Sjálfstæðismenn fjöl-
menni á afmælismót þetta og
stuðli með almennri bátttöku að
því, að það verði sem glæsileg-
ast.
A vann, B iapaði
fyrir Sjálands-
drengjunum
ÞAÐ voru kartnir strákar, sem
kepptu í fótbolta úti á íþrótta-
velli í gærkvöldi. — Það voru
dönsku drengirnir frá Sjálandi
og III. flokks strákar úr KR, en
þeir kepptu í fyrsta sinn í gær-
kvöldi í hinu fegursta veðri og
voru áhorfendur allmargir, enda
láta sannir knattspyrnuunnendur
ekki leik yngri fótboltamanna
fram hjá sér fara. — En allt um
það. Dönsku drengirnir og KR
skiptu með sér sigrinum. Sjá-
landsdrengirnir unnu 3. flokk B
með 1 marki gegn 0, en A-flokk-
ur vann þá aftur á móti með 4
mörkum gegn 1.
í dag fara dönsku drengirnir
upp á Akranes og keppa þar við
jafnaldra sína.
UM s.l. mánaðamót lauk 6. leik-
ári Þjóðleikhússins. Hafði
leikhúsið 165 sýningar í Reykja-
vík á árinu, en 36 úti á landi.
Leikhúsgestir á sýningum Þjóð-
leikhússins voru um 84 þúsund.
Flestar sýningar voru á gam-
anleiknum „Fædd í gær“,. sem
var sýndur 27 sinnum í Reykja-
vík og voru sýningargestir 12.469.
Næst flestar sýningar urðu á
Silfurtunglinu, óperunum II
Pagliacci og Calvalleria Rusti-
cana og Gullna hliðinu, en öll
þessi verkefni voru sýnd 20 sinn-
um hvert.
11 LEIKRIT VORU SÝND
Á leikárinu voru ellefu leikrit
sýnd í Þjóðleikhúsinu, þar af
þrjú íslenzk, Silfurtunglið, eftir
Halldór Kiljan Laxness, Þeir
koma í haust eftir Agnar Þórð-
arson og Gullna hliðið, eftir
Davíð Stefánsson, en það var tek
ið til sýninga í tilefni af 60 ára
afmæli höfundar.
Önnur leikrit voru: Tópaz, sem
sýndur var 7 sinnum í leikhús-
inu í byrjun leikárs, Lokaðar dyr
(7 sýn.), Fædd í gær, Ætlar kon-
an að deyja? og Antigóna (8 sýn.)
én þessi tvö verkefni voru sýnd
saman, Krítarhringurinn (9 sýnk
og Er á meðan er (11 sýn.).
Pósturiníi tefur
prestskosinga-
seðlana
SÍÐDEGIS í gærdag hafði skrif-
stofu biskupsembættisins hér í
Reykjavík, ekki borizt atkvæða-
seðlar frá prestkosningunum aust
ur í Fellsmúlasókn í Rangár-
vallasýslu. Þar var kosið á sunnu
daginn var. Atkvæðaseðlarnir
munu þó ekki hafa glatazt, held-
ur tafizt í ábyrgðarpósti þar
eystra. En þannig er nú um hnút-
ana búið, að ábyrgðarpóstur er
ekki sendur að austan nema einu
sinni í viku, á laugardögum. Er
því von á póstinum í dag.
ÓPERUR OG BALLETTAR
Óperettan Nitouche var tekin
upp frá fyrra ári og sýnd 7 sinn-
um fyrst á leikárinu.
Um jólin voru óperurnar
Pagliacci og Cavalleria Rustisana
fluttar og sóttu þær sýningar
11.577 manns. Þá var frumsýndur
nýr íslenzkur ballett, Dimma-
limm, við mikla hylli áhorfenda.
Ennfremur komu til landsins á
vegum Þjóðleikhússins flokkur
japanskra listamanna, sem sýndu
japanskan listdans. 3.500 gestir
voru á 7 sýningum.
SÝNINGAR UTAN
REYKJAVÍKUR
Tvö leikrit voru sýnd úti á
landi á leikárinu. Leikflokkur
frá Þjóðleikhúsinu sýndi Tópaz
19 sinnum á Austurlandi og víð-
ar, í fyrra haust. Nú í vor hefur
leikurinn Fædd í gær verið sýnd-
ur 17 sinnum bæði norðan lands
og sunnan. Sýnt var alls staðar
fyrir fullu húsi og við góðar und-
irtektir áhorfenda.
Sýningargestir urðu á 5. þús.
og hafa því alls um 17 þúsund
manns séð þennan vinsæla gam-
anleik.
Síðasta viðfangsefni leikársins,
„Er á meðan er“ verður tekið upp
að nýju í haust.
Á LEIÐ VESTUR
Þessi stórkostlegi ballettflokk-
ur er hingað kominn á vegum
Tívolí. Hin kunna sólódansmær,
Inge Sand er fararstjóri flokks-
ins. Hann heldur áfram för sinni
til Bandaríkjanna á sunnudags-
kvöldið, en þetta er í fyrsta sinn
sem ballettflokkur frá Danmörku
leggur land undir fót og fer til
Bandaríkjanna. Þar á flokkur-
inn m. a. að koma fram á mikilli
tónlistar og balletthátíð, sem
fram fer í borginni Lee í Massa-
chusettsfylki.
DANSKUR BALLETT
Þetta er í þriðja skiptið sem
Inge Sand kemur hingað, og með
henni eru 10 beztu ballettdansar-
ar hins konunglega leikhúss. —
Hún kvað flokk sinn mundu sýna
hér ballett eftir hinn fræga ball-
etthöfund Dana, Bournoneville,
en auk þess mikið af alþjóðleg-
um ballettum. Lét hún þess og
getið, við fréttamenn við komu
sína í gærkvöldi, að einmitt ball-
etta eftir Bournoneville, léki
þeim hugur á að sjá vestra.
Friðbjörn Björnsson, sem nú
er einn helzti sólóisti hins kgl.
balletts, kvaðst hafa gerzt ball-
ettdansari við Kgl. leikhúsið er
hann 18 ára gamall brautskráð-
Fædd í gær á
Akranesi
AKRANESI, 1. júlí. — Á mið-
vikudagskvöldið sýndi leikflokk-
ur frá Þjóðleikhúsinu sjónleik-
inn „Fædd í gær“ í Bíóhöllinni
hér. Húsið var troðfullt og leik-
endum ágætlega tekið. Var hleg-
ið bæði mikið og dátt og leik-
endur hylltir að leikslokum.
— Oddur.
ist frá balletskóla leikhússina.
Hann er einn af sex karlmönnum
balletflokksins sem dansar sóló.
Þetta er í þriðja skiptið sem
Friðbjörn kemur hingað sem
balletdansari.
Ballettsýningar flokksins fara
fram á hinu rúmgóða sviði Aust-
urbæjarbíós og verða tvær sýn-
ingar í dag kl. 5. Á sunnudagina
klukkan 3.
♦ I*
Eftir sýningaferð sína til
Bandarikjanna, en þar munu þatl
m. a. sýna í New York, murni
þau koma við hér á landi á heim-
leið að vestan. t j
♦ ns
Ekki er að efa að þeir sem
unna fallegum listdans munu
fagna þessu einstaka tækifæri til
að sjá þennan fræga ballettflokk.
— Það er eftirminnileg sjón
hverjum þeim sem sér glæsileg-
an ballettflokk sýna list sína.
----------------------- {
SKÁKEINVÍGiD J
RETKJAVÍK fl
ABCD5FGH J
ABCDEFGH ]
STOXKHÖLMUR )
16. leiknr Reykjavíkur: ]
Bg7xRd4 J
□-
-□
Þjóðleikhúsið sýndi 11
leikrit á síðasta leikári