Morgunblaðið - 07.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður 48. árgangw 150. tbl. — Fimmtudagur 7. júlí 1955 Prentsmíf ja. Morgunblaðsins Stórpóliiík á fundi Evrópuráðsins UndSt forsœti islenzka mtanríkis- rá&herrems STRASSBOURG, 6. júlí. RÁÐGJAFANEFND 14 Ev- rópuþjóða í „Evrópuráð- inu“ ræddu í dag undir for- sæti utanríkisráðherra ís- lands dr. Kristins Guðmunds- sonar: 1) Afstöðu Evrópuþjóðanna til hinnar væntanlegu Genfarráðstefnu og 2) Möguleikana á því, að meðlimatala Evrópuráðs- ins verði aukin, m. a. með þátttöku Júgóslafa. Það var Macmillan, utanríkis- ráðherra Breta, sem nefndi Jú- góslafíu í þessu sambandi. Pinay, utanríkisráðherra Frakka, tók þegar í stað undir tillögu Mac- millans og kvaðst vilja ganga lengra og bjóða sumum þjóðum austan járntjalds þátttöku í Ev- rópuráðinu. MIKILVÆGI EVRÓPU- RÁÐSINS 1 ræðu sinni lagði brezki utan- ríkisráðherrann áherzlu á mikil- vægi Evrópuráðsins og þann styrk, sem það veitti vesturveld unúm á væntanlegum Genfar- fundi. Hann sagði, að stórveldin ættu ekki að taka sér vald til þess að ráða til lykta málefnum Evrópu. „Þau eiga aðeins að taka forustuna“ í þessu efni, en ráðg- ast síðar við önnur Evrópuríki. Macmillan varaði við því, að vestrænar þjóðir drægju of snemma úr vörnum sínum gagn vart kommúnistaríkjunum. Hann sagði: „Vér erum orðnir vanir hinum ísköldu vindum úr austri. En vér verðum að gæta þess, að vér bráðnum ekki of fljótt, þegar veðráttan verður skyndilega hlýtri". Ráðhcrrann sagði, að sú stað- reynd að Genfarráðstefnan yrði sett við betri skilyrði, heldur en dæmi eru til í alþjóðaviðskiptum frá því að stríðinu lauk, væri að þakka samstöðu og styrkleika Vestur Evrópu. Ráðherrann hvatti til þess, að Evrópuráðið einbeitti kröftum sínúm til þess að móta álit al- mennings og þingfulltrúa í stór- málum Evrópu, en keppti ekki að því að fá sjálft löggjafarvald. Aftöku Chessmanns frestað enn! WASHINGTON 6. júlí: — Tom Clark, settur dómsforseti við hæstarétt Bandaríkjanna, fellst í dag á að fresta aftöku Caryl Chéssmanns, mannsins, sem dæmdur var til dauða fyrir sjö árum. Aftökunni hefur verið fregtað hvað eftir annað, en nú átti hún að fara fram 15. júlí n.k. Chessmann hefur beðið um að mál sitt verði tekið upp að nýju og á meðan hæstiréttur er að kynna sér þessa umsókn, verður ekkert af aftöku. Chessmann hefur þannig enn á ný fengið frest, a. m. k. til haustsins. STEFNAIM í GENF Sprengjan í IViunchen Samkomulag Adenauers og vesturveldanna þriggja WASHINGTON, 6. júlí. I STEFNA Bandaríkjamanna á' Genf arráðstefnunni verður miðuð við það, að sú ályktun sé rétt, að sovétríkin vilji fyr- ir hvern mun draga úr útgjöld- um sínum vegna vígbúnaðar- ins. Fulltrúar Bandaríkja- manna líta þess vegna svo á, að mestar líkur séu fyrir ár- angri af ráðstefnunni, ef ráðist verður með einbeitni að lausn afvopnunarmálsins. Jafnframt er litið svo á, í Banda rikjunum, að heppilegasta að- ferðin til þess að fá framgengt sameiningu Þýzkalands sé, að tengja það mál öryggismáli allrar Evrópu, á breiðum grund velli. Ef það er einlægur vilji sovétríkjanna að draga úr við- sjám í heiminum og minnka útgjaldabyrði sína vegna víg- búnaðarins, þá liggur mjög nærri að reynt verði að knýja þau til afsláttar að því, er varðar sameiningu Þýzkalands. Þetta mun vera í höfuðatriðum niðurstaðan af viðræðum dr. Adenauers við utanríkisráð- herra vesturveldanna þriggja í New York um miðjan júní. Sú skoðun, að árangurs sé helzt að vænta ef áherzla er lögð á afvopnunina, byggist á stað- reyndum um kostnað við fram leiðslu á vopnum til kjarnorku styrjaldar. Framleiðsla kjarnorkuvopna og tækja til þess að senda þessi vopn um 8 þúsund kílómetra vegalengd, hefir reynzt gífur- lega kostnaðarsöm, jafnvel í Bandaríkjunum, sem urðu þó fyrst til þess að hefja þessa framleiðslu og búa við meiri og fúllkomnari iðnaði heldur en nokkur önnur þjóð. Embættismenn í Bandaríkjunum líta svo á, að sovétríkin hafi reynt á þolrifin í iðnaði sínum til hins ítrasta við að ná Banda ríkjunum á sviði kjarnorku- vopna. Sovétríkin hafa náð miklum árangri í þessu efni, og einnig í smíði langfleygra flugvéla, en iðnaður þeirra hefir næstum gengið úr skorð- um vegna þessa. Bandaríkin verja til landvarna um 40 milljörðum dollara á ári. Til þess að gera sér grein fyrir hinu mikla álagi á iðnað sov- étríkjanna vegna vígbúnaðar- ins, hefir verið bent á af kunn- ugum, að áætla megi að álag þetta samsvari því, að Banda- rikin hefðu varið 150 milljón milljónum dollara til landvarna mála. Samfara þessari þungu byrði eiga sovétríkin við að stríða örðugleika í landbúnaðarmál- um, almennan skort á neyzlu- vörum. Þeir eiga einnig yfir höfði sér að Kínverjar gerði harðar kröfur til vopna og vista frá sovétríkjunum, ef þeir dragast inn í styrjöld í Austur- Asíu. Það er því mál manna, að sov- étrríkin muni vilja bjóða upp á samvinnu að þessu sinni um afvopnunarmálin. Eisenhower forseti vék að þess- um málum á blaðamannafundi sínum í dag. Hann sagði, að aðalverkefnið væri að finna leiðir til eftirlits mcð vígbún- aði, sem kæmu að notum og menn gætu almennt felt sig við. YfirhershölSinginn óþægi PARÍS, 6. júlí: — Alphonse Juin, yfirhershöfðingi Frakka, hefir sagt sig úr nefnd þeirri, sem franska stjórnin skipaði fyrir skömmu til þess a ðundirbúa ráð- stafanir gegn starfsemi ofbeldis- manna í Norður-Afríku. Alvarlegur ágreiningur er ris- inn milli Juins og stjórnarinnar. Opinberlega er þó lýst yfir því, að Juin hafi ekki lagt niður embætti sitt sem ráðgjafi frönsku stjórnarinnar í hermálum. Lærbrof Hákons VII grær vel OSLO — Lærbrot Hákons kon- ungs sjöunda, grær undra vel, að því er læknar við landsspítalann í Osló skýra frá. Það er til marks um, hve líðan konungs, sem hefir þrjá um átt- rætt, fer ört batnandi að ákveð- ið hefir verið að fella niður dag- legar tilkynningar um heilsufar hans. □--------------------□ Einlægur vilji Eisenhowers WASHINGTON, 6. júlí. — A fundi sínum með blaðamönnum í dag sagði Eisenhower forseti, að hann færi á stórveldafundinn í Genf „með einlægan vilja til þess að bera þar fram af sátt- fúsum og vinsamlegum huga sjónarmið Bandaríkjanna á horf- um í alþjóðamálum!! Um þau ummæli Krutschevs í móttökunni hjá sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu á mánu daginn, að Sovétríkin kæmu öflug en ekki veik til Genfar- ráðstefnunnar, sagði Eisenhower að sér væri ekki kunnugt um að nokkur amerískur stjórnmála- maður hefði nokkru sinni látið orð falla á þá leið að Genfar- ráðstefnan væri haldin vegna þess að Sovétríkin teldu stöðu sína veikari en áður. „Að sjálf- sögðu eru Bandaríkjamenn kunti- ugt um hinn mikla herafla Sovét- ríkjanna", sagði forsetinn. Krutschev sagði á mánudaginn, að hann vonaðist til þess, ef stríð yrði að nýju, að Sovétríkin og Bandaríkin yrðil þá sömu megin. □--------------------□ Segni kemur í stað Scelba Segni, hinn 64. ára gamli nýi forsætisráðherra ítala. — (Sjá grein á bis. 2). Fyrrum ráðherra var myrtur MUNCHEN, 6. júlí. — Lögregl- an í Vestur-Þýzkalandi hefir handtekið fjölda manna í sam- bandi við sprengjuna sem sprakk í pósthúsinu í Múnchen og varð Matos Cernaa, fyrrum mennta- málaráðherra í Slóvakíu að bana. Jafnframt hefir verið leitað aðstoðar alþjóðalögreglunnar, Interpol, við það að hafa uppi á manninum, sem talið er að hali komið með sprengjupakkan í pósthúsið og orðið með því Cer- naa að bana. Lögreglan í Vestur-Þýzkalandi telur að vissir flóttamannahóp- ar í Þýzkalandi eigi upptökin að morðinu. Cernaa var mjög fylgjandi sjálfstæði Slóvakíu árið 1938 og árið 1939, er Hitler hertók Tékkóslóvakíu var Cernaa gerð- ur að sendiherra í Berlín. Árið 1945 var hann dæmdur fyrir samstarf við Þjóðverja á stríðsárunum. Árið 1948 slapp hann úr fangelsi og flúði til Múnchen og hefir búið þar síðan. Systurnar með altarisdúkinn á milli sín. Til hægri stendur gef- andinn, frú v. Spreckelsen en frú Nordenskiöld t. v. (Ljósm. Mbl.) Þjóðimnjasafninu gefinn skrautofinn altarisdiikur Var áður í Sandakirkju í Dýrafirði IGÆR færði norsk kona, frú Martha v. Spreckelsen, Þjóðminja- safninu dýrindis altarisdúk að gjöf. Var sá dúkur áður á altari Sandakirkju í Dýrafirði vestur. Þjóðminjavörður, Kristján Eld- járn, þakkaði frú v. Sprecklesen gjöfina í stuttri ræðu, og kvað hann dúkinn vera forlátagrip og einstæðan mun. FAGUR DÚKUR Dúkurinn mun vera frá mið- öldum, en ekki kvað þjóðminja- vörður unnt að tímasetja hann nákvæmlega. Líklega mun teikn- ingin nokkru eldri en sjálfur dúk urinn. Er hann saumaður helgi- myndum, í rauðum lit að mestu, og hinn fegursti að sjá. aðarmannaflokkurinn samþykkti SAGA DÚKSINS á ársþingi sínu í gær, að vísa á Frú v. Spreckelsen skýrði bug öllu samstarfi við kommún- blaðamönnum frá því hvernig ista. dúkurinn komst í hennar eign. Samþykkt var að skora á alla Var það með þeim hætti, að um starfshópa jafnaðarmanna í land- aldamótin var faðir hennar, inu að vísa á bug öllum tilboð- Lauritz Berg, forstjóri hval- um kommúnisía um sameiginleg- vinnslustöðvarinnar í Dýrafirði. ar aðgerðir í hvaða mynd, sem 1892 var gamla kirkjan í Dýra- þau kynnu að koma fram. I Frh. á bls. 2. Engin „vinslri" samvinna í Frakk- landi PARÍS, 4. júlí — Franski jafn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.