Morgunblaðið - 07.07.1955, Blaðsíða 12
12
MORGUHtit 4tfl0
Fimmtudagur 7. julí 1955
- Iþróftir
Framh. af bls. 7
um Reykvíkingum, þeim Ólafi í
markinu, Einari Halldórssyni og
„litla landsliðsmanninum“ Hreið
ari Ársælssyni, sem jafnframt
var bezti maður varnarinnar. Það
var eins og einhver leyniþráður,
ósýnilegur að vísu með berum
augum, hengi milli hvems ein-
staks liðsmanns. Þessi leyniþráð-
ur var sigurviljinn og leikgleðin,
sem aldrei brást, því allir sem
eirni maður unnu frá fyrstu mín-
útu til hinnar síðustu. Skemmti-
legast komu á óvart unglingarn-
ir Jón Leósson og Þórður Jóns-
son, sem hreinlega „glönsuðu"
gegnum leikinn. Ríkharður, Þórð
ur og báðir hliðarframverðirnir
náðu lika allir sínu bezta og skot
Ríkharðar, sem síðara mark Akur
nesinga var skorað úr, verður
lengi í minnum haft. Aftasta
vömin, Kristinn, Einar og' Hreið-
ar voru hver öðrum betri,
Hreiðar þó beztur. Lítið reyndi
á Óíáf í markinu, en ekki verður
hann sakaður um hið eina mark,
sem liðiðfékk á sig.
Sjö landsliðsmenn Dana léku
með í þessum leik og er vart
hægt að telja liðið veikara en
landsliðið. Nú fyrirhittu þeir leik
menn, sem notuðu sömu taktik
og þeir sjálfir, að sleppa aldrei
manni lausum. Vinstri vængur
liðsins var sterkasti hluti þess,
Aage Rou, Olesen og vinstri út-
herjinn. Miðframvörðurinn átti
og góðan leik. Hraðinn í leikn-
um var gífurlegur og munu Dan-
imir vart hafa búizt við slíkri
mótsyrnu eftir frammistöðu
landsliðsins á dögunum. Akurnes
ingar héldu allan leikinn yfirtök
unum, enda þótt nokkuð lægi á
þeim í löngum köflum seinni hálf
leiks, þá var hreyfanleiki liðsins
og samléikur af sama „klassa“
og Dananna og flýtir innherjanna
Jóns og Ríkharðar stuðlaði mest
að yfirtökum Akumesinganna á
miðjunni. Með þessum leik endur
reistu Akurnesingar með styrktu
liði merki íslenzkrar knattspymu
sem féll á sunnudagskvöldið.
Hafi þeir heiður fyrir og nú get-
um við horft upplitsdjarfari fram
an í Danina.
Hans.
Nýjasta fíugrleiSin:
Reykjavík — Þórsköfn
nnifBinman
* fif>i ■ ■ ■ • « ■ ■■■■■■■■•■ ■ nmm
NÆSTKOMANDI laugardag
hefjast reglubundnar flug-
ferðir hjá Flugfélagi íslands milli
Reykjavíkur og Þórshafnar á
Langanesi með viðkomu á Akur-
eyri í báðum leiðum. Verður
þessi leið farin í sumar á hverj-
um laugardegi. Umboðsmaður F.
í. á Þórshöfn verður Aðalbjörn
Arngrímsson.
S.l. sunnudag lenti Douglas-
flugvélin „Gljáfaxi" frá Flugfé-
lagi íslands á-hinum nýbyggða
flugvelli við Þórshöfn, og var
- Orloh-ferðir
Framh. af bls. 4
verður ekið til Reykjavíkur, með
j viðdvöl á Akureyri og í Borgar-
| firði á Hótel Bifröst. Þá verður
ekið um Uxahryggi til Þingvalla
og þaðan farin Grafningsleiðin,
og Ölfusið heim.
j 23. júlí verður lagt upp í 5 daga
ferð til Kerlingafjalla og Hvera-
valla.
30. júlí hefst 9 daga ferð um
Fjallabaksleið.
13. ágúst er ráðgerð 12 daga
ferð um hálendið, allt til Öskju,
þaðan til Mývatns og Akureyrar,
en flogið þaðan til Reykjavíkur.
20. ágúst er önnur Öskjuferð,
sem hefst með flugferð til Akur-
eyrar, en þaðan verður svo ekið
til Mývatns og áfram til Herðu-
1 breiðarlinda, til Öskju, þaðan um
Gæsavötn, Jökuldal, Illugaver,
Fiskivötn, Landmannalaugar til
Reykjavíkur. Þessi ferð stendur
! einnig i 12 daga, eins og fyrri
, Öskjuferðin.
í óbyggðaferðunum verður
matsveinn með, svo að þátttak-
endumir þurfi ekkert að hugsa
um matargerð. Fararstjóri verður
hinn þrautrevndi og vinsæli
fjallabílstjóri Guðmundur Jónas-
son.
Helgaferðirnar verða alls 21,
og verður farið í Landmannalaug
ar, Þórsmörk og Þjórsárdal, Borg
arfjörð, Kaldadal, á Snæfellsnes,
að Hagavatni, Hvítárvatni og svo
sérstaklega tvær einsdagsferðir
um sögustaði Njálu, undir stjórn
sögufróðs manns.
Má því segja að ferðaáætlun
Orlofs innihaldi eitthvað fyrir
alla.
þetta reynsluferð. Er „Gljáfaxi"
fyrsta stóra flugvélin, sem lendir
á þessum flugvelli. Hin nýja flug-
braut er 1000 metra löng, og hef-
ur flugmálastjórnin séð um allar
framkvæmdir á staðhum. — Með
tilkomu þessa nýja flugvallar á
Þórshöfn verður stórum bætt úr
þeim samgönguerfiðleikum, sem
löngum hafa verið við Langanes.
í reynsluflugferðinni til Þórs-
hafnar s.l. sunnudag fóru þeir
Örn Ó. Johnson, framkvæmdastj.
F. f., Sigurður Jónsson, skrif-
stofustjóri loftferðaeftirlits ríkis-
ins og Hilmar Sigurðsson, deild-
arstjóri innanlandsflugs F. í. Þá
voru einnig með í förinni Ólafur
Pálsson, verkfræðingur flugmála
stjórnarinnar og Kristinn Jóns-
son, fulltrúi F. í á Akureyri.
Fóru þessir menn t.il að kynna
sér nýja flugvöllinn. Flugstjóri
í reynsluflugferðinni var Snorri
Snorrason.
Ingólfscafé Jngólfscafé
Dansleikur
í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9.
JÓNA GUNNARSDÓTTIK syngur með hljómsveitinni.
Aðgöngumiðar seldir írá kl. 8 — Sími 2826.
VETRARGAKÐURINN
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld kl. £.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar.
V. Q.
LILLU
kryddvöror
eru ekta og
þess vegna
líkaþaerbert
Vi8 ábyrgj-
umrt gaaBL
Þegar þte tferilt innkaup'
•PSUB wm MUU-KHYW
Aaglýsingor
aem hirtsit eiga '
tunnudagsblaðinu
|>orfa aS hafa borixt
fyrir kl. 6
á föstudag
$&ov£m%blaiih
Þorleifur Eyjólfsson
"j . húsameistari
i.. Xeiknistofan, sími 4620.
- (astapíno
Framh. af bls. 7
að koma hingað aftur, ef svo bæri
undir?
— Já, með mikilli ánægju.
Þar með Luk þessu stutta sam-
tali. — Er ég kvaddi hr Casíagi-
ino, þakkaði honum komuna og
óskaði honum fararheilla hað
hann mig fyrir kveðjur til ís-
lendinga og þökk fyrir góða við-
kynningu.
S. Gr.
Silfurtunglið
Dansað í kvöld til kl. 1.
Hljómsveit José M. Riba.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8.
Silfurtunglið.
Bíll í skyndiliapp-
drætti ÍR
Í.R., íþróttafélag Reykjavíkur,
ætlar að efna til skyndihapp-
drættis, til þess að standa undir
kostnaði af Svíþjóðarför 15 frjáls
íþróttamanna félagsins og til al*
hliða félagslífinu. Hér er um bíl-
happdrætti að ræða, sem dregið
verður í hinn 1. ágúst n.k. Er
vinningurinn Opel-station-bíll. í
happdrættinu eru einungis 3000
miðar og kostar hver þeirra 50
krónur. — Væntir félagið þess að
stuðningsmenn þess og aðrir vel-
unnarar frjálsíþrótta, minnist
þessa happdrættis á næstunni.
HESTAMENN OG AÐRIR
i
Bílferð verður á fjórðungsmótið, Gaddstaðaflötum
í Laogardag 9. júlí kl. 2 e.h. — Sunmtdag 10 júlí kl. 10 f.h.
f Upplýsingar í símu 81430.
Fyrirliggjandi:
Gólfklútar
mjög ódýrír og gcðir.
Sími 2358
J/guuncœtfej-
OPIÐ í KVÖLD
Hljómsveit Aage Lorange leikur
«U»
i./Mimn
Árnesingafélagið í Reykjavík:
Skemmtun í Vulhöll
Ámesingafélagið í Reykjavík gengst fyrir skemmtun
í Valhöll á Þingvöllum laugardaginn 9. júlí næstk, og
hefst hún kl. 8,30 síðd. Farið verður frá Bifreiðastöð ís-
lancls kl. 4, 6 og 8 s. d. — Þátttakendur geta fengið gist-
íngu og mat í Valhöll svo og tjaldstæði, ef óskað er.
Til skemmtunar verður:
1. Formaður félagsins flytur ávarp.
2. Söngur: Flúðakvartettinn, stjórnandi Sigtírður
Ágústsson í Birtingaholti.
3. Ræða. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu.
4. Dans til klukkan 2.
Á sunnudaginn 10. júlí. verður flutt messa í Þingvalla-
kirkju. Séra Bjami Sigurðsson á Mosfelli prédikar.
Að messu lokinni verður haldið austur í land félagsins
við Vellankötlu og dvalist þar um hríð, ef veður leyfir.
Nánari upplýsingar í síma 7875 og 1405.
Stjóm og skemmtinefnd.
i
AUCLÝSINC ER GULLS ÍGILDI -
2) — wæsta morgun: Nú, já, Þetta eru grfiinnega spor eftirj 3) — Og bannsettur þrjóturinn tið hefir í snöruna.
ég hef fengið heimsókn í nótt. I úlf, sem hefir verið einn á ferð. ] hefir g«tt sér é kanínu, sem kom- I