Morgunblaðið - 15.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. júlí 1955 MORGVNBLAÐ1B 9 Kýpur — erfitt vibfangsefni fyrir Breta og A-bandalagib í heild Bretar bjóða Grikkjum og Tyrkjum til ráðstefnu í Lundúnum EDEN forsætisráðh. Breta, hefir gripið til athyglisverðs ný- mælis — a. m. k. ef miðað er við hina hefðbundnu stefnu brezka heimsveldisins — í sambandi við lausn Kýpur-deilunnar. Tyrkjum Og Grikkjum hefir verið boðið til ráðstefnu í London, sem á pappírnum kallast „Viðræðu- fundur um stjórnmál og varnar- mál landanna austanvert við Miðjarðarhaf“. En kjarni vanda- málsins er eyjan Kýpur. í margar aldir hefir eyjan ver- ið þrætuepli, og nágrannaþjóð- irnar hafa barizt um yfirráð yfir eynni, og enn á ný hefir hún orðið tilefni til mikilla óeirða og aesinga, er oft hefir lokið með blóðsúthellingum. Ástandið var því orðið mjög alvarlegt. En væntanleg Lundúna-ráðstefna kom fyrst til tals, eftir að Bret- ar höfðu sent opinber mótmæli til grísku stjórnarinnar vegna útvarpssendinga frá Grikklandi, en um þær mátti segja, að þær væru beinlínis hvatning til Kýp- nrbúa um að hefja uppreisn gegn Bretum. I - ★ - Á Kýpur búa fjórum sinnum fleiri Grikkir en Tyrkir, og kraf- an um sameiningu eyjarinnar við Grikkland nýtur því stuðn- íngs mikils meiri hluta eyjar- skeggja. Uppþotin beindust fyrst og fremst gegn Englendingum en bitna líka oft á Tyrkjum, en kjarni málsins í þessu efni er sá, að England, Tyrkland og Grikk- land eru vopnafélagar I Atlants- hafsbandalaginu, og engin þess- ara þjóða vill eiga það á hættu, að Kýpur-málið stofni varnar- samstarfinu í hættu. i — ★ — Með boði sínu til ráðstefnu gefur brezka stjórnin i skyn, að Kýpur sé ekki aðeins brezkt yfirráðasvæði, heldur sé hún einnig sameiginlegt vandamál allra Atlantshafsbandalagsríkj- anna — að því er varðar varn- armál — ekki sízt þar sem nú er unnið að stækkun flugvallar- ins á eynni, og ætlunin er að staðsetja þar brezka setuliðið, sem áður var á Súez-eiðinu. Hinsvegar vilja Bretar ekki sætta sig við, að innanlandsmál þessarar brezku krúnunýlendu verði umræðuefni á alþjóðaráð- stefnum. Eden vill ekki eiga neitt undir öðrum þjóðum, begar við- skiptamál Kýpur eru á dagskrá, enda kom þetta greinilega í ljós, þegar Grikkir reyndu að fá Kýp- urmálið sett á dagskrá S. Þ., og urðu að sætta sig við, að stjórn- málanefndin ákvæði með 46 at- kvæðum gegn 0 að visa málinu frá. Bretar hafa lengi brætt með sér að veita Kýpur sérstaka að- stöðu innan Brezka heimsveldis- ins. Eyjarskeggjum vo?u boðnar umbætur á stjórnarfyrirkomu- laginu tvisvar — á árunum 1946 og 1954 — en í báðum tilfellun- um var gert ráð fyrir, að eyjan yrði áfram krúnunýlenda, og hin- ir 500 þús. ibúar eyjarinnar neit- uðu því tilboðunum. Stjórnmálamönnum í London hefir^jafnvel komið til hugar að gera Kýpur að sjálfstæðu sam- bandsríki innan brezka heims- veldisins, en ekki er ósennilegt, að málin séu nú komin á það stig, að ókleyft reynist að fara slíkan meðalveg. En með því að bjóða Grikklandi og Tyrkiandi til ráðstefnu í Lundúnum eftir Genfar-ráðstefnuna, væntir brezka stjórnin þess að fá lengri umhugsunarfrest. Eigil Steinmetz. iagt frá fundi Þingmannasam> bands Norðurlam Stutt samtal við jónas G Rafnar, alfun. 30 Akureyri, 11. júlí. FUNDUR þingmannasambands Norðurlanda var haldinn i Kaupmannahöfn dagana 28.—30. júní s.l. Fundinn sátu fyrir Islands hönd alþingismennirnir Jónas G. Rafnar, sem var formaður íslenzku nefndarinnar, Einar Ingimundarson, Bernharð Stefánsson og Haraldur Guðmundsson. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Þingmannasamband Norður- landa er aðili að alþjóðaþing- mannasambandinu IPU, en þing þess mun verða haldið í Hels- ingfors á hausti komanda. í KRISTJÁNSBORGARHÖLL Fréttamaður blaðsins hitti Jón- as G. Rafnar að máli, er hann kom heim af fundinum, og átti við hann stutt samtal um störf fundarins. Alsing Andersen, einn af fulltrúum Dana, sem er for- maður Norðurlandasambandsins, setti þingið, sem haldið var í Kortið sýnir legu Kýpur, en sjá má af henni, hversu hernaðar- lega mikilvæg eyjan er. Sáltafundur í gær í VESTMANNAEYJUM var sáttafundur í allan gærdag í vél- gæzlumanna-deilunni. Stóð sá fundur enn í gærkvöldi, skömmu áður en blaðið fór í prentun. Bofmhiti djú óhagsfæður SAMKVÆMT ákvörðun síðasta Alþingis var ríkisstjórninni falið að láta framkvæma leit að nýjum fiskimiðum, aðallega karfamiðum, fyrir Norður- og Norðausturlandi. í gær birti fiskideild Atvinnu- deildarinnar fréttatilkynningu um þessa rannsókn og þar seg- ir á þessa leið: Atvinnumálaráðuneytið fékk togarann Harðbak frá Akureyri til leitarinnar, sem var undir stjórn skipstjórans, Sæmundar Auðunssonar og Ingvars Hall- grímssonar, fiskifræðings, frá Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans. Fór leitin fram dagana 1.—13. júlí og var leitað allt vestan frá Strandagrunni og fyrir Norður- og Austurlandi suður til Þórs- miða. Var oftast togað djúpt á land- grunnshallanum milli 200 og 500 Einokuinarnefndin brezka þorði ekki að rannsaka, hvort henni bæri að rannsaka löndunarbann togaraeigendanna Gaf ekki ákveðið hvar verkahringur hennar lægi As.I.'vetri ákvað brezka ríkisstjórnin að skipa sérstaka nefnd til að rannsaka háttalag einokunarhringa þar í landi. Um það leyti létu nokkrir þingmenn í ljós þá von að þessi nefnd myndi xeyna að grafa fyrir rætur þess meins sem einokunarhringur brezkra togaraeigenda er orðinn. Þótti það líklegt, þar sem hvergi hefur neinn einokunarhringur beitt eins skefjalausum og opin- berum ofbeldisaðgerðum eins og brezkir togaraeigendur er þeir þvinguðu fiskkaupmenn til að hafna kaupum á íslenzka fiskinum. ÖVfST UM VERKAHRINGINN Það vekur því furðu, að nefndin hefur nú skilað áliti og lýsir því þar yfir, að hún treysti sér ekki til að rannsaka orsakir og tilgang fisklöndunarbannsins. Segir orð- rétt í skýrslu nefndarinnar: „Það myndi hafa kostað ýt- arlega rannsókn, að ákveða, hvort eða að hve miklu leyti þessar aðgerðir (löndunarbann- ið) falla innan verkahrings nefndarinnar.“ Niðurstaðan verður því sú, að vegna þess að það kostar mikla xannsókn að athuga, hvort lönd- iunarbannið fellur innan verka- hrings einokunarnefndarinnar, þá lætur nefndin enga rannsókn fara fram á því. ALLT „SÉRLEGA * ÓVENJULEGT“ Nefndin fer fáum orðum um löndunarbannið. Hún segir, að all- ar aðstæður séu alveg sérlega óvenjulegar. Hér sé um að ræða algerlega einstæða beitingu viðskiptabanns kaupenda. - Seg- ir nefndin að það séu kaupendurn- ir (fiskkaupmannafélag Grimsby) sem hafi lagt viðskiptabann á selj endurna (íslenzka togara) og það þótt engin deila né misklíð sé milli þessara aðilja. En deilan er hér milli togaraeigenda í Grimsby og íslenzku ríkisstjórnarinnar. Þó tel- ur nefndin að brezkir togaraeig- endur hafi stutt fiskkaupmennina í löndunarbanninu (!!) og einstöku dæmi séu til þess að fiskkaupmenn sem keyptu fisk af Islendingum hafi verið settir í bann um kaup á öðrum fiski og ís. FURÐULEG FRAMKOMA STJÓRNSKIPAÐRAR NEFNDAR Svo fáránlegar eru skýringar hinnar opinberu brezku nefndar. Það er ekki nóg með það, að hún hliðri sér hjá að rannsaka alvar- legasta^g opinberasta dæmi verzl- unareinokunar, heldur leyfir hún sér að koma með yfirlýsingar eins og það að landhelgismál Islands séu deilumál milli brezkra togara- eigenda og ríkisstjórnar íslands. Þótt það ætti að vera augljóst að brezkir togaraeigendur eru að al- þjóðarétti engir aðiljar að slíku máli. En furðulegast af öllu er þó að einokunarnefndin skuli ekki minnast einu orði á þá staðreynd sem allir vita, að það voru brezkir togaraeigendur sem knúðu fiski- kaupmenn í Grimsby með hótun- um og ofbeldi til að setja löndun- arbann á. Og eins og allir vita hafa meginhvatir togaraeigenda verið að sölsa undir sig einokunar aðstöðu á brezkum fiskmarkaði, svb að þeir geti verið einráðir um verðið. var er leitað var m. dýptarlínanna og utan venju- legra fiskislóða. Víðast hvar gekk vel að toga en lítið var um fisk á djúpmiðunum norðan- og aust- anlands á þessum tíma, nema djúpt á Strandagrunni, enda voru hitaskilyrði við botn hag- stæð þar. Auk veiðitilraunanna með botn vörpu var mældur botnhiti á flestum togstöðvunum eða í 22 skipti alls, í 16 skipti mældist botnhitinn undir 3°C en í 6 skipti yfir 3°C. Þegar athugað var sam- bandið milli aflamagnsins og botnhitans, kemur í ljós, að þorsks verður mjög lítið vart þar sem botnhiti er undir 2,8°C. Kem ur það vel heim við reynslu Norð- manna, en við Norður-Noreg heldur þorskur sig aðallega í 3°C heitum sjó. Hins vegar varð ekki fundið eins beint samband milli botn- hitans og karfaaflans, en þó varð aðeins einu sinni vart við veru- legt karfamagn þar sem botn- hiti var undir 2°C. Má því gera ráð fyrir, að mæl- ingar sjávarhitans gætu komið fiskiskipum að góðu gagni við veiðarnar. í skýrslu sinni um leiðangur- inn bendir Ingvar Hallgrimsson, fiskifræðingur á, að botnhiti djúp miðanna fyrir Norður og Aust- urlandi hafi verið óhagstæður á þessum tíma, en hann leggur til að farinn verði annar leiðangur yfir þetta svæði að áliðnu sumri, þegar upphitun sjávaiins er orð- in meiri. Kristjánsborgarhöll. Ræddi hann um þýðingu sambandsins og nau9 -■ syn þess, að styrkja sem mest tengslin milli hinna norrænu frændþjóða, sem svo margt eiga sameiginlegt. MÁL ÞINGSINS Fyrsta málið á dagskrá var, að Erik Eriksen, fyrrv. forsætis- ráðherra Dana, gerði mjög ítar- lega grein fyrir hinni nýju stjórnarskrá Danmerkur. í til- efni af því tóku fulltrúar ann- arra landa til máls og skýrðu frá ýmsum atriðum í sambandi við stjórnskipun viðkomandi landa. Starfstilhögun á þjóðþing- um Norðurlanda var sérstaklega til umræðu, og þau tilvik, sem heimila þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig þingrofsréttinum væri beitt. KJARNORKU-UMRÆÐUR Voru umræður hinar fróðleg- ustu. Af íslands hálfu ræddi Jón- as G. Rafnar þetta mál. — Að- almál á dagskrá fundarins var hagnýting kjarnorkunnar í þágu friðsamlegra starfa. Prófessor Niels Bohr, sem er einn þekktasti vísindamaður á því sviði, flutti mjög fróðlegt erindi um þetta efni. Einnig töluðu visindamenn frá Noregi og Finnlandi. Urðu um þetta málefni miklar umræð- ur. Var sérstaklega rætt um þann möguleika, að kjarnorkan kæmi á næstu árum í stað rafmagns og olíu, sem orkugjafi. í umræðun- um kom það fram, að það væri álit vísindamanna, að kjarnorkan gæti ekki komið í stað rafmagns í náinni framtíð, þar sem að- staða væri heppileg til þess að ná orkunni úr fallvötnum. Víst mætti telja, að eins og aðstæður væru hér á íslandi, að ódýrara væri að nota fallvötnin sem orkugjafa. ★ ★ Haraldur Guðmundsson tók til máls af hálfu íslendinga í þess- um umræðum. — í stuttu máli má segja, að þessir fundir voru hinir ánægjulegustu í alla staði. Einn mesti ávinningurinn við fundi sem þessa, er hin persónu- legu kynni, er stjórnmálamenn- irnir verða aðnjótandi, og sá að- staða, sem þeim skapast til kynn- ingar á málefnum landa sinna. Móttökur Dana voru hinar ágætustu í alla staði. — Ákveðið var, að næsti fundur þingmanna- sambandsins skyldi haldinn i Reykjavík að tveimur árum liðn- um. — Vignir. Kirkjukórasamband N.-Þingeyjarsýslu KIRKJUKÓRASAMBAND Norð- ur-Þingeyjarprófastsdæmis hélt söngmót sunnudaginn 26. júní s.l. að Lundi í N.-Þingeyjarsýslu. Fimm kirkjukórar úr prófasts- dæminu sungu á mótinu, fyrst nokkur lög sjálfstætt, hver kór, og svo síðast allir 5 kórarnir nokkur lög saman, og var sá kór um 100 manns. Mótið var mjög fjölsótt, enda veður hið ákjósanlegasta. For- maður sambandsins, Björn Har- aldsson í Austurgörðum setti mót ið með ræðu, þar næst var stutt andakt, sunginn sálmur og lesin stutt hugvekja, — er Björn Har- aldsson las — því prestar voru um þetta leyti á synodus. Að því loknu var annar sálmur sunginn, og tóku allir þátt í þessum söng. Þar næst hófst söngur kóranna, en þeir voru þessir: Kirkjukór Kelduhverfinga, söngstjóri Björg Björnsdóttir. Kirkjukór Núpasveitar, söng- stjóri Ragnar Helgason. Kirkjukór Raufarhafnar: söng- stjóri Hólmfríður Árnadóttir. Kirkjukór Þórshafnar, söng- stjóri Oddný Árnadóttir. Kirkjukór Öxfirðinga, söng- stjóri *Björg Björnsdóttir. Að því ioknu flutti Eyþór Stefánsson stutt erindi um kirkju söng og giidi hans fyrir kristnina. Sungu svo allir kórarnir saman að lokum nokkur lög undir stjórn Eyþórs. Þar á eftir fluttu þeir kvæði: Snæbjörn Einarsson, Raufarhöfn ' og Ragnar Helgason, Valþjófs- stað, og voru þau frumsamin. Erb. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.