Morgunblaðið - 07.08.1955, Side 1
43. árgangw
176. tbl. — Sunnudagur 7. ágúst 1955.
PrentsmíS)# Morgunblaðsina
Sumarog sól
Adenauer fer til Moskvu
með hirð manna með sér
30 HANDTEKNIR
HONG KONG, 6. ágúst. — Kín-
verka fréttastofan tilkynnti í gær,
að 30 „andbyltingaseggir" hafi
verið handteknir fyrir að reyna
að ráða æðstu menn Rauða-Kína
af dögum. — Fréttastofan segir
enn fremur, að tvær konur hafi
komið upp um samsærið.
—Reuter.
Þar ræðir hann við Bulganin um
sameiningu Þýzkalands.
BONN, 6. ágúst.
VESTUR-ÞÝZKA ríkisstjórnin sendi Sovétstjórninni fyrir
skömmu orðsendingu, þar sem frá því var skýrt, með hvaða
skilyrðum Adenauer kanzlari færi til Moskvu. — Sovétstjórnin
hefir nú svarað þessari orðsendingu og kveðst fallast á alla skil-
mála vestur-þýzku stjórnarinnar.
Hitabylgja mikii hefur gengið yfir Evrópu í sumar. — Hér sjást
tveir danskir landbúnaðarverkamenn bjarga heyinu í hús.
Heimsmeistarinn grét —
og heimtaði að fara heim
Haíii ofreynl siq daginn áiur
KAUPMANNAHÖFN, 6. júlí.
IGÆR kom hingað heimsmeistarinn í 800 metra hlaupi, Belgíu-
maðurinn Roger Moens og átti hann að keppa um kvöldið við
danska og bandarkkg^hlaupara. Eins og kunnugt er, hnekkti Moens
16 ára gömlu meti HSU'bígs í 800 metrum á íþróttamóti í Ósló í
fyrradag og var tími hans 1.45,7 mín. Var gífurleg keppni milli
hans og norska hlauparans Boysens, sem einnig hljóp undir gamla«
metinu — eða á 1.45.9. j
Heimsmet Harbigs var 1.46.6 og þótti afburða gott, þegar það -)
var sett 1936.
Færeyingar vilja örva
atvinnulífið i eyjnnnm
Hafa fengið viiyrði fyrir aðsfoð frá Danmörku
FÆREYSKA blaðið Dimmalættingurinn skýrir frá því nýlega,
að lög hafi verið sett um það í Danmörku í október s. 1., að
verzlunarmálaráðuneytinu sé heimilt að nota allt að 500 millj.
danskra króna til stuðnings útflutningsframleiðslunni.
STUÐNINGUR VIÐ
FÆREYINGA
Nú hefir Djuurhus lögmaður
varpað þeirri spurninga fram í
Danmörku, hvort þessi lög nái
ekki jafnt til Færeyja og annarra
hluta danska ríkisins, því að Fær
eyingar vilja gjama fá stuðning
við útflutningsframleiðslu sína,
svo að unnt verði að örva svo-
lítið atvinnulífið í eyjunum.
ÓVÍST HVE MIKIL
AÐSTOÐ
Mun lögmaðurinn hafa feng
ið vilyrði fyrir því, að dönsku
fjármagni verði veitt í at-
vinnulíf Færeyja, en óvíst er,
hversu mikið það verður.
Peron rólegur
BUENOS AIRES, 6. ágúst. For-
seti Argentínu ráðlagði fylgis-
mönnum sinum í ræðu í fyrradag
að geyma púðrið, þangað til
„þingkosningar fara fram á
næstunni“ — Forsetinn bað
flokksmenn sína einnig vera ró-
lega og láta ekki andstöðuflokk-
ana egna sig til „reiði og óheilla-
verka“. — „Allt er á tjá og tundri
í herbúðum þeirra,“ hætti hann
við, „en hjá okkur er regla á
hverjum hlut. — Ef við höldum
rétt á spilunum, vinnum við
kosningarnar með yfirburðum“.
^RÆÐA SAMEININGU
ÞÝZKALANDS
Fréttamenn segja, að Adenauer
hafi skýrt Sovétstjórninni m. a.
frá þvi,
að hann vilji ræða um samein-
ingu Þýzkalands og byggja
á þeim árangri, sem náðist á
Genfarráðstefnunni Þá vill
kansiarinn einnig ræða um
heimsendingu þeirra þýzku
stríðsfanga, sem enn eru í
rússneskum fangabúðum.
MEÐ LUFTHANSA
Menn gera því skóna, að Ad-
enauer kanslari fljúgi með Luft-
hansavél austur til Moskvu i
byrjun næsta mánaðar og dvelj-
ist þar í tæpa viku Með hon-
um verða fjölmargir ráðherrar,
sérfræðingar og blaðamenn, m.
a. Brentano utanríkisráðherra,
Blankenhorn, fulltrúi Þjóðverja
hjá Atlantshafsbandalaginu, próf.
Grewe, áheyrnarfulltrúi Þjóð-
verja hjá S Þ. og sennilega eínnig
fjármálaráðherra Vestur Þýzka-
lands, próf Erhard.
Málgagn kristilegra demókrata
sagði í gær: Þjóðverjar, beggja
vegna Járntjaldsins vona, að
unnið verði að því af kappi, á
næslu vikum, að sameina landið
í eitt ríki.
Við vonum öll, að sameinað og
sjálfstætt Þýzkaland megi lifa í
I friði í framtíðinni og eiga góða
samvinnu við aðrar þjóðir.
Þegar Moens kom til Kaup-
mannahafnar í gær, var mikill
mannfjöldi viðstaddur til að
taka á móti honum — og hugs-
tiðu menn gott til glóðarinnar,
því að hann átti að keppa um
kvöldið, eins og fyrr segir. En
þegar heimsmeistarinn steig út
úr flugvélinni, brast hann í grát,
aftók með öllu að keppa í Kaup-
mannahöfn um kvöldið og heimt-
aði að fara heim til Belgíu hið
fyrsta.
Menn sáu nú, að hann hafði of-
reynt sig á Óslóarmótinu og eng-
inn tók það illa upp, þótt hann
héldi áfram heim þá um daginn.
Faure og Pinay til
Moskvu í okléber
París, 4. ágúst.
FRANSKI forsætisráðherrann,
Edgar Faure, og Antoine Pinay,
utanríkisráðherra, fara í opinbera
heimsókn til Moskvu í byrjun
októbermánaðar í haust. — Var
þetta tilkynnt að afloknum ráðu-
neytisfundi í dag. Frönsk þing-
nefnd mun fara í oninbera heim-
sókn til Moskvu í september. — I
förinni verða tveir jafnaðarmenn,
tveir kommúnistar og einn þing-
maður úr hverjum hinna flokk-
anna.
Bændur hirða í brakandi þerri
um allt Suðurland f
Hey er víða mjög hrakið
IFYRRADAG og í gær var mikið að gera í sveitunum sunnan-
lands. Afbragðs þurrkur var í fyrradag norðan flæsa og sól-
skin. Allir sem vetlingi gátu valdið hjálpuðu til við heyskapinn
og í gær munu allmargir Reykjavíkurbúar hafa skroppið í nær-
liggjandi sveitir til þess að rétta bændunum hjálparhönd. í gær
var sæmilegur þurrkur fyrripartinn en þykknaði upp aftur er
kom fram á miðjan dag. Svo slæmt hefur ástandið verið, að á
nokkrum stöðum sunnan lands hefur ekki verið borinn ljár í gras
vegna óþurrkanna fyrr en þessa dagna.
ALDREI TVEIR ÞURRKDAGAR
í EINU
Fréttaritari blaðsins á Selfossi
símaði í gær, að afbragðs þurrk-
ur hefði verið í Ölfusinu í fyrra-
dag, en í gær var góður þurrkur
fyrripartinn en dofnaði er á leið
daginn. Voru margir bændur í
Ölfusinu ekki farnir að þurrka
tuggu fyrir síðustu helgi, en náðu
nú inn miklum heyjum víða. —
Aldrei í. sumar hafa komið tveir
þurrkdagar í einu í Ölfusinu.
HAFA GETAÐ BJARGAÐ
UNDAN SKEMMDUM
Frá Stokkseyri bárust þær
fregnir, að margir hefðu alhirt
í Flóanum þessa tvo þurrkdaga.
Annars hafa bændur þar verið
heppnari en Ölfusingar, þar sem
meiri flæsur hafa verið þar. —
Hafa menn því almennt getað
bjargað heyjum sínum undan
skemmdum. Eru allflestir nú
langt komnir með túnaslátt, og
Frh. á bls. 2.
□-------------------□
Rússneskur ráðherra
seftur ai - fylgdist
ekki með límanum
Moskvu.
RÁÐSTJÓRNIN hefir nýlega vís-
að úr embætti ráðherranum, er
fjallar um meiri háttar bygging-
arframkvæmdir ríkisins, Kazakov.
Ástæðan var sú, „að hann fylgd-
ist ekki með tímanum", segir í
leiðara í Pravda. Segir ennfrem-
ur í leiðaranum, að ráðune//ti
Kazakovs hafi ekki notfært sér
þá tæknilegu þróun, er hefir átt
sér stað — t.d. hafi Kazakov ekki
fært sér í nyt þær tæknilegu rann-
sóknir, er gerðar hafi verið í verk-
fræðideild háskólans i Stalingrad
og í Rafmálastofnun Moskvu.
□—------------------□
)
Hæfniskeppni
bindindisfélngs
í FUNDARGERÐ Bæjarráðs er
skýrt frá því, að Bindindisfélag
ökumanna hafi sótt um styrk úr
bæjarsjóði til þess að efna til
hæfniskeppni í akstri. Var sam-
þykkt með 3 atkv. gegn 1, að
veita félaginu 5 þúsund króna
styrk, en einn bæjarráðsmanna
óskaði bókað, að hann greiddi
atkvæði gegn erindinu. Ekki er
ljóst af skýrslunni, hvernig hæfn
iskeppni þessari verður hagað,
en e. t v er hún í sambandi við
bindindsmál.
★
Er vissulega þörf fyrir að rann-
saka og fá úr því skorið, hversu
mikið alkóhólmagn bifreiðastjór-
ar þola í blóði sinu, ín þess að
þeir .aki vagni sínum í tómum
krákustigum. En sem kunnugt
er, þá er deilt um það í næstum
hverju áféngismáli bílstjóra,
hvort hann hafi verið í ökufæru
ástandi og þykir þá þeim bíl-
stjórum, sem þola mikið, hart, að
við þá sé beitt sömu reglu og við
hænuhausana, sem missa vald á
sjálfum sér við eina fingurbjörg
af áfengi.
I