Morgunblaðið - 07.08.1955, Síða 11

Morgunblaðið - 07.08.1955, Síða 11
Sunnudagur 7. ágúst 1955 MORGUNBLAÐIÐ II Betra minna og fafnara ÉG FÓR í ferðalag frá Noregi 13. maí í vor. Þá var enn vetur og fólk sagði að vorið væri orðið heilum mánuði eftir áætlun, og að sumarið mundi verða kalt og hryssingslegt eins og í fyrra. En sumarið í fyrra var það bezta, sem ég hef upplifað í þessu landi, mátulega svalt og gustasamt — álíka og meðalsumar á Suður- landi heima. — Svo kom ég aftur hingað í landið 22. júlí og hitinn var kringum 30 stig í Osló og þrem stigum meiri víða austan- fjalls í Noregi. Og fólkið var más- andi, blásandi, stynjandi og lóðr- andi í svita og talaði um „den deilige sommervarme". Það var níu stiga hiti þegar ég fór frá Reykjavík sex tímum áður, og mér fannst sannast að segja þessi „deilighet“ sumarsins ekki meiri en svo, aS ég óskaði mér að vera kominn í Reykjavíkurrigninguna aftur. Svona eru veðurgoðin dyntótt Btundum. í Reykjavík hafði rignt evo að segja látlaust í heilan mán uið, svo að voði var fyrir dyrum með heyskapinn Sunnanlands. í Austur-Noregi haíði jörð kalið VÍða í vorkuldunum en um hvíta Bunnu komu hlýindin. En vætan mun öll hafa lent. á íslandi. Að minnsta kosti komst hún ekki austur fyrir norsku suðurfjöllin. Þess vegna horfir nú til vand- ræða með allan jarðargróða hér austanfjalls, jafnvel títuberja- lyngið skrælnar af vatnsleysi samtímis því sem taðan verður að hrakningi og fúnar í rosan- um á íslandi. Betra minna og jafnara. Þegar þrjár vikur voru liðnar af júlí tilkynnti veðurstofan hér, að júlí væri sá heitasti sem kom- ið hefði yfir Austur-Noreg siðan 1901: Frá 7. til 21. júlí hafði há- markshitinn á hverjum sólar- hring verið 28.9 stig á dag, í Osló en víða talsvert hærri. Og síð- ustu dagana hefur hann fremur hækkað en hitt, og veðurfræðing- arnir telja ekki líkur fyrir neinni breytingu fyrst um sinn. I FLÓTTI TIL FJALLS Borgarfólkið, sem ekki er svo heppið að geta tekið sér sumar- leyfi, reynir að kæla sig með SÓdavatni, bjór eða Coca-Cola og flýtir sér að komast í sjóbað und- ir eins og vinnutíma lýkur. Aldrei hefur sést annar eins urmull á baðstöðunum fyrir utan Osló og undanfarna daga og er sjórinn þar þó alls ekki girnilegur. Og í gosbrunnalaugunum við Ráð- húsið busla krakkarnir frá morgní til kvölds, kolbrún á skrokkinn og ánægð meðan þau eru í köldu vatninu, en vandræða leg á svipinn undir eins og þau eiga að hugsa til þess að fara heim. Einhver gamansamur hagfræð ingur tók sér fyrir hendur, ný- lega, að reikna út hve ríkið græddi mikið á hitanum. Gróð- inn átti að koma af aukinni bjór- sölu, því að ríkið hirðir bróður- partinn af því, sem ölið kostar. En sá vitri maður gleymdi að reikna um leið hve mikið tapast á hitanum og þurrkinum. Bænd- urnir gleyma því hins vegar ekki, þeir hafa daglega fyrir augum eyðileggingu, sem tíðaríirið veld- ur. Ég hef aldrei séð jafn illa sprottna akra og kirkingslegan matjurtagróður í Noregi eins og nú. Og sums staðar nyrst í Nor- egi er sama sagan að gerast, en þar er ástæðan kuldatíð fram á sumar. Betra minna og jafnara. Hér er allt fullt af útlending- um, sem ferðast um í kófheitum járnbrautarvögnum og stórum bifreiðum og fylla sumargistihús- in. Og í fjallakofunum er hvert flet skipað fólkinu úr borgunum, sem komist hefur í sumarleyfi á Verstu kvalatímum hitabylgjunn- ar, upp í 800—1000 metra hæð, því að þar er lifandi fyrir hita og Og oftast nær einhver andvari og Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni kul, í stað mollunnar á láglend- inu. Ein afleiðing hitans og úr- komuleysisins er sú, að skógar- brunar hafa verið mjög tíðir síð- ustu vikurnar. Allt er svo skræln að að bruni getur hlotist af að fleygja frá sér eldspýtu, þvi að þá getur kviknað í visnu laufi og rnosa. Þó hefur tekist að afstýra stórtjóni, enda eru varðsveitir til í hverri byggð, sem bregða við skjótt ef reyk leggur upp úr skóginum. BRUNI í BERGEN Húsbrunar hafa orðið margir í Noregi undanfarið, einkanlega í verksmiðjuhúsum. En sá bruni sem alvarlegastur er talinn, varð í Bergen í byrjun júlí og vakti þjóðarsorg, því að þar eyddust hús, sem verða að teljast mikils virði fyrir menningar- og bygg- ingarlistarsögu landsins. Það var sem sé hluti af „Bryggen" í Ber- gen sem brann. Eldurinn kom upp í Söstergaarden svonefndum og breiddist þaðan til beggja handa og brann nálægt þriðjung- ur hinna gömlu, sérkennilegu húsa, sem settu svip á bæinn, þar sem þau stóðu þétt, hlið við hlið, með gaflana út að götunni. Auk Söstergaarden brunnu Gullskog- gaarden og Engelsgaarden, en hið síðarnefnda hús var meðal þeirra merkustu á Bryggjunni. Og þarna brunnu og munir og ýms gögn, sem snertu forna sögu Björgvinar. Bruninn varð nyrst á Bryggjunni og efsta húsið sem brann stóð á horni Bryggjunnar og Drægsalmenningen, en þar stendur líkneski Snorra Sturlu- sonar. Peningatjónið af brunanum er talið 10—12 milljónir norskra króna, en þarna missti borgin jafnframt söguminjar, sem ekki verða metnar til peninga. Nefnd fornfræðinga hefur þegar byrjað að mæla rústirnar og safna öll- um fáanlegum gögnum, sem lýst geti húsunum, sem nú eru orðin öskuhrúga. BILLY GRAHAM Sitji maður í járnbrautarvagni nokkra klukkutíma og hlusti á mál manna, verður varla komist hjá að heyra nafnið Billy Gra- ham oftar en einu sinni og tvis- var. Þessi ameríski vakningar- prédikari hélt samkomu á Ulle- val Stadion í Osló snemma í júlí og var þar meira fjölmenni en á nokkru knattspyrnumóti eða meistarakeppni, nfl. nær 40 þús- und manns, enda hafði fjöldi fólks ferðast langar leiðir til að hlusta á manninn. Því að mikið orð hefur af honum farið og blöð- in eru ósþör á að segja frá hon- „Bryggjan“ í Bergen um — bæði lof og last, en hvort tveggja er góð auglýsing. Og til- höfun sjálfra fundanna er í allra fullkomnasta ameríkönskum aug lýsingastíl, með lúðrasveitum, söngsveitum, sálmasöng og því- líku. Þarna var það formaður móttökunefndarinnar, síra Thor- leif Boman, sem kvnnti Graham og föruneyti hans og að svo búnu las Smemo Oslóarbiskup upp kafla úr Lúkasarguðspjalli og flutti bæn á eftir, síðan var sálm- ur sunginn og því næst kom sóló- söngur og nú loks steig Graham upp á pallinn, en kringum hann var raðað móttökunefndinni, að- stoðarfólkinu og nokkrum gest- um. Það kann að vera að svona umbúnaður sé nauðsynlegur til að draga forvitinn almúga að, en viðfeldinn getur hann naumast talist. Graham hélt 45 mínútna Gerhardsens sé ekki jafn ákveð- in í samvinnumálunum við Svía og stjórn Oskars Torp var. — Sum stjórnarblöð, svo sem Ber- gens Arbeiderblad, lýsa vanþókn- un sinni á neituninni og Reidar Carlsen, framkvæmdastjóri hinn- ar miklu áætlunar til viðreisnar Norður-Noregi, og fyrrverandi ráðherra í Gerhardsensstjórninni fyrri, lætur sér fátt um finnast og telur neitunina mjög mis- ráðna. En til þess að bæta úr skák hefur stjórnin heitið því, að tíu milljón krónum skuli varið til námurannsókna í Norður-Noregi á næstu árum. FJÁRIIAGSMÁLIN Fjárhagsmálin eru enn sem sem fyrr aðal umræðuefni ræðu og mæltist vel, en sagði þó manna’ þratt fy^ h'tann og eiginlega ekkert nema það, sem !þratt 1fyrir að Storþingið er i góðir prestar segja af stól. Nær | sumarleyh. Það eru gjaldeyns- 400 manns gáfu sig fram eftir ræð . mah" eða, nanar,thteklð halhnn 1 a utanrikisviðskiftunum, sem stad og kaupir þar ávexti, leir- vöru og fatnað fyrir norska seðla, sem það hefur þó ekki leyfi til að fara með úr landi (nema 50 kr. á mann) og er gizkað á að í Stromstad sé selt fyrir 100 þús- und norskar krónur á dag. Áður en sykurskömmtunin var afnum- in í Noregi var það einkum syk- ur, sem Norðmenn fóru til Sví- þjóðar til að kaupa, en hins veg- ar hafa Svíar verið gráðugir í norskt smjörlíki, því að það var bæði betra og ódýrara en það sænska. Varla verður sagt að nokkur þjóðarvoði stafi af þessu, en eins og stendur er verzlunin. Noregi í óhag og kostar þjóðina talsverðan gjaldeyri Þó að gjaldeyrisástandið sé dökkt, skal því ekki neitað að horfur eru á, að úr því geti rætzt. Það eru tekjurnar af skipunum og útflutningurinn á skógarafurð um, sem mest munar um tekna- megin í viðskiftunum við önnur lönd. Eins og stendur fer verð á tréni stórum hækkandi og getur sú hækkun numið miklu fyrir Noreg. Og þó munar meiru um hitt, að farmgjöld stórhækka. — Ástæðan til þessa er einkum sú, að Evrópuþjóðir verða að auka stórum innflutning kola frá Am- eríku, og ennfremur sú, að vegna þurrkanna í flestum Evrópulönd- um er fyrirsjáanlegur mikill korn uppskerubrestur þar, en hins veg ar er talið víst að hveitiuppsker- an i Bandaríkjunum og Canada verði fyllilega í meðallagi. — Af þessu leiðir mjög aukna kola- og kornflutninga austur yfir Atlants haf á næstunni, svo að nú þegar er orðin svo mikil þurrð á venju- legum flutningaskipum, að farið er að nota tankskip til að flytja korn. Tíu þúsund tonna skip, sem í fyrra var leigt til árs í senn fyr- ir 20 sh. mánaðarleigu á tonnið, er nú hægt að leigja fyrir 37/6 shillinga á tonn. Og fyrir þjóð, sem á 6 milljón smálesta flota nemur slík hækkun engri 'smá- upphæð. Þetta eru svo miklar sveiflur, að segja mætti: betra minna og jafnara. una til að hafa tal af aðstoðar- | mönnunum, og 700 bréf urðu þeir | að skrifa ýmsum, áður en farið . var frá Osló. — í Noregi eru til | heittrúaðri menn en jafnframt ' rammari guðleysingjar en ég hef orðið var við annars staðar. Betra minna og jafnara. BOLIDEN NEITAÐ Það er orðið langt síðan hið sænska námu- og stórgróðafélag Boliden gerði norsku stjórninni tilboð um að taka að sér rann- sókn málma í jörðu í Norður- Noregi, gegn því, að félagið fengi hlutdeild í námugrefti þar, ef eitt hvað kynni að finnast. Var talið líklegt að norska stjórnin tæki þessu boði, því að það þótti að vmsu leyti girnilegt, og vitað er að Svíar hafa færari sérfræðing- um á að skipa í þessari grein en Norðmenn. Auk þess hefur norska stjórnin sýnt það hvað eft ir annað, að hún vill gjarna fá sænskt fé inn í landið til virkj- unar á fallvötnum, gegn því að láta af hendi ódýrt rafmagn til Svíþjóðar. En fyrir nokkrum dögum skýrði G. Sjaastad, iðnað- armálaráðherra, frá því, að Boli- den fengi ekki levfið, en ekki skýrði hann til hlítar frá ástæð- unum fyrir neituninni. Þetta hefur vakið mikla at- hygli, því að flestir voru á þeirri skoðun, að leyfið mundi verða veitt. Kunnir stjórnarflokksmenn töldu það verða til mikillar efling ar norrænni samvinnu, að sem víðtækast væri sambandið á efnahagssviðinu í öllum grein- um, og var Bolidenlevfið þar með talið, þó að vatnsvirkjanir væri aðalatriðið. Nú kveður við annan tón og er svo að sjá, sem stjórn mest er talað um, og hafa ráð- stafanir þær, sem Gerhardsens- stjórnin gerði í vetur, ekki bætt neitt úr skák. Hagstofan hefur fyrir skemmstu gefið út yfirlit um utanríkisverzlunina á fvrri helmingi þessa árs og reyndist hallinn á verzlunarveltunni 1759 milljón krónur, en var 1461 , mill.jón á sama tíma í fyrra. Hef- (ur ástandið því versnað í stað 1 þess að því var ætlað að batna. Menn eru yfirleitt sammála um, að eigi sé unnt að auka út- flutning frá Noregi svo, að hann geti fyllt í þetta skarð. Og að draga úr innflutningnum er illa hægt, því að nauðsynjavörur og hráefni til iðnaðar verður þjóðin að fá, hvað sem öðru líður. TJm innflutning á svonefndum „ó- þarfa“ er það að segja, að hann er enn talsverðum takmörkunum háður í Noregi, svo að margt sést fleira í búðargluggunum í Revkja vík en í Osló. Nú þyrptist fólk úr suð-austur héruðum landsins yf- ir landamæri Svíþjóðar til Ström- DR, HAAKON SHF.TELIG prófessor í Bergen er nýlátinn, 78 ára gamall. Hann var þjóð- kunnur maður og víðfrægur vis- indamaður, og meðal íslendinga átti hann marga vini. Löngu fyrir stríð heimsótti hann ísland og hélt fyrirlestra í Reykjavík, sem gestur Háskólans, og aftur kom hann til íslands á Snorrahátíðina 1947. Sem fornfræðingur var hann kunnur meðal stéttar- bræðra sinna víða um heim og naut mikils álits. Og í Bergen. mátti segja að hann væri allt í öllu, eigi aðeins á Bergens Muse- um og siðar háskólanum þa*,, heldur í öliu þvi, sem varðaði menningu og listir. Þannig sat hann um fjölda ára í stjórn ieik- hússins í Bergen, ,,Der. nationala scene“, listasafnanna, fornmenja- félagsins, Holbergsklúbbsins, Sögufélagsins og Lisramannasam- bandsins. — Þjóðverjar viku hon um úr embætti 1942, er. 1945 tók hann við embættinu aftur, en án. skyldu til að halda fyrir’est.ra. 27. júlí 'í955 Skúii Skúlason. Oss vantar AFGREIÐSLUMANN til starfa nú þegar. Æskilegt væri að umsækjandi væri kunnugur raf- magnsvörum. — Upplýsingar um starfið veittar á skrif- stofu vorri, Vesturgötu 17, á mánudag og þriðjudag n. k. klukkan 4—6 e. h. Raftækjasalan h.f. Vesturgötu 17. .uuinti»niiiuinnmm»»,1>l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.