Morgunblaðið - 13.08.1955, Side 11
' Laugardagur 13. ágúst 1955
MORGVNBLAÐIB
11
Dior vsr i einn dag
prófessor við Sorbonne
Hátíðlegur fyrirlestur og sýning á Y-lín■
unni vakfi óskipta hrifningu
Hundruð karlmanna, sem
aldrei mundi hvarfla að, að sýna
sig á venjulegri tízkusýningu,
Stúdentar af vinstri Signu-bakk-
anum og glæsilegar tízkudömur
streymdu dag einn fyrir nokkru
til Sorbonne-háskólans í París til
að hlýða á fyrirlestur „prófess-
Kristján Dior: — í höndum miðl-
ungsmannanna verður glæsileik-
ur vortízkunnar hversdagslegur
og Jjað verður að koma fram ný
bausttízka. —
ors“ Kristjáns Diors, sem var
einn þáttur í sumarnámskeiðum
háskólans í franskri menningu.
Fyrirlestur Diors fjallaði um —:
Tízkan — hagfræðileg,
menningarleg og fagurfræði-
leg þýðing hennar í siðmenn-
ingu nútímans.
Og með sérstöku leyfi frá franska
tízku-sambandinu, sem bannað
hafði, að nokkrar tízku-nýjungar
kæmu fram fyrir hinn 15. ágúst,
gat Dior við þetta tæltifæri sýnt
„stúdentunum" hina nýju Y-línu
sína.
HRIFNIN G ARÓPIN
KVÁÐU VIÐ
Áheyrendasalurinn var yfir
fullur af fólki og mörg hundruð
urðu frá að hverfa.
Átta hinna háu og íturvöxnu
sýningarstúlkna Diors liðu fyrir
augu áheyrenda eftir frambrún
hins að jafnaði rykfallna fyrir-
lestrarpalls, klæddar Y-línu
kjólum í öllum regnbogans litum
og hrifningarópin kváðu við í
hinurn þéttsetna áheyrendasal.
EINKENNI Y-LÍNUNNAR
Kjólarnir einkenndust af
flegnu V-hálsmáli og upphafinni
brjóstlínu. Mitti og mjaðmir
mynda „stilkinn" á Y-inu og fyr-
ir neðan tekur við bylgjandi vítt
pils. Þessi sýning skýrði betur
sjónarmið meistarans Diors en
nokkur orð hefðu megnað — Til
skemmtunar og til að sýna and-
stæðuna sýndi Dior þarna einnig
„New Look“ útgáfu sína frá ár-
inu 1947.
VERÐUR AÐ BREYTA TIL
Sem „prófessor" í einn dag,
sagði Dior, að þegar hann ynni
að því að skapa nýja „línu“, þá
hefði hann ekki kjól í huga held-
ur eins konar skuggamynd, sem
hann í huganum sæi taka á sig
ýmis form, eftir hinum ýmsu
stellingum.
En útlínurnar, eða réttara sagt
hlutföllin, þ. e. a. s. áherzlan á
ákveðna hluta hinnar líffræði-
legu byggingar kvenlíkamans,
breytast frá ári til árs.
Dior útskýrði, hvers vegna
nauðsynlegt er að breyta til, að
minnsta kosti tvisvar á ári: —
Það, sem er nýtt og glæsilegt um
vorið er apað og stælt um allan
heim af miðlungsmönnum í tízku
íramleiðslunni — það sem var
glæsilegt, verður brátt hversdags
legt, svo að það verður að koma
fram með nýtt.
Þeir heimfa
rrbrúðarskattrr
í ÞÝZKA smábænum Alfter í
nánd við Bonn hefir nýstofnaður
ungkarla-klúbbur tekið upp á ný
hinn forna sið: „brúðarskattinn“.
í hvert skipti, sem utanbæjar
karlmaður kvænist stúlku frá
Alfter verður hann að greiða
klúbbnum fimm marka upphæð,
þar eð ungkarlarnir staðhæfa, að
hvert slíkt brúðkaup dragi úr
möguleikum þeirra til að ná sér í
konu. Til endurgjalds lofa þeir
að nota peningana í góðum til-
i gangi — nefnilega til að drekka
skál hinna nýgiftu.
Það er óþarfi að hætta á neitt, þegar öruggar varúðarráðstafanir
eru fyrir hendi.
Pottur from-
fiðurinnur með
þremnr höldum?
•
TVÆR danskar húsmæður, í
Köge og Hellerup hafa komið
fram með hugmyndina um, að
miklum mun hagkvæmara sé að
hafa matarpotta með þremur
höldum — í stað tveggja. — Þær
hafa komið hugmyndinni á fram-
Fengu fest á aukahald — þó ekki
erfiðislaust.
færi við danska búsáhalda fram-
leiðendur en án árangurs enn
sem komið er, enda þótt hugmynd
in vekti athygli og áhuga.
ÓMISSANDI f ELDHÚSINU
Húsmæðurnar eru samt ekki
af baki dottnar og önnur þeirra
hefir látið gera reynslupott — úr
leir, með þremur höldum og stút
Reynslupotturinn úr leir —
með stútmyndun.
myndun, sem gerir notkun potts-
ins enn auðveldari. Þeim hefir
einnig báðum tekizt — ekki erf-
iðislaust þó! — að fá aukahald
sett á venjulegan járnpott og
þeim ber saman um, eftir fengna
reynslu, að það sé sá potturinn í
eigu þeirra, sem þær vildu sízt
án vera.
AUGLJÓSIR KOSTIR
Kostir þrí-haldapottsins liggja
í rauninni í augum uppi, ekki
Átakið er mun auðveldara.
sízt þegar um stóra og þunga
potta er að ræða. Átakið, þegar
hellt er úr slíkum potti, eða þeg-
ar hann er þrifinn, verður mun
auðveldara og þægilegra, ef
þriðja haldið væri til staðar. —
Er ekki ósennilegt, að hér sé á
ferðinni nýjung, sem á eftir að
ryðja sér1 til rúms í framtíðinni.
Snemma beygisl krókurinn
Parísartízkan gleymir ekki smáfólkinu og óskipta athygli og aðdáun
hlaut litla parið, sem myndin sýnir, á tízkusýningu einni í Paris
fyrir nokkru. — Þau eru þarna i samkvæmisklæðnaði. — „Herrann'*
virðist að vísu ekkert sérlega hrifinn, frekar en jafnaldrar hana
yfirleitt undir svipuðum kringumstæðum, en „daman“ ber sig þvi
betur!
cjrœnme
ti
ct
bor$i& clacjíecjci
*
I senn Ijúffengt og bætiefnaríkt
HIN síðari árin hefur notkun grænmetis farið ört vaxandi í heim-
inum. Kemur það til m. a. af því að það er bragðgott, upp-
lífgandi og gefur tilbreytingu í fæðinu og þar að auki er græn-
meti ríkt af salti og a, b og c vitaminum og hefur góð áhrif á
meltinguna.
Nú er kominn sá árstími sem margvislegt grænmeti er fáanlegí
hér og ættu allar húsmæður að nota sér það og hafa grænmeti
á borðum daglega. Sérlega er áríðandi fyrir okkur hér í rign-
ingunni að fá bætiefni í fæðunni.
NÝTIÐ SOÐIÐ
Það er viðurkennt að allt græn
meti tapar nokkru af næringar-
gildi sínu við suðu, og þess vegna
ber að reyna að nýta grænmetis-
soðið eftir megni og er það til-
valið i gærnmetissúpur o. þ. h.
Einnig má bera fram hrátt græn-
meti eins og t. d. gulrætur, rófur,
næpur, hreðkur og höfuðsalat,
svo að nokkuð sé nefnt.
GULRÆTUR
Á kvöldverðarborðið er gott
að hafa hráar gulrætur fram-
reiddar á eftirfarandi hátt:
Þegar búið er að þvo og skafa
vel af gulrótunum öll óhreinindi
eru þær rifnar smátt. Síðan eru
nokkrar rúsínur brytjaðar smátt
og látnar saman við, og því næst
nokkrir dropar af sítrónusafa og
ef til vill ögn af sykri. — Þetta
er lystugt salat sem er mjög bæti
efnaríkt.
HÖFUÐSALAT MEÐ
STEIKINNI
Höfuðsalat er mjög gott með
steik og er það tilreitt á eftirfar-
andi hátt: Búinn er til lögur úr
rjóma, ediki og sykri, húsmóðir-
in verður sjálf að ráða hvort hún
hefur hann súran eða sætan. Sal-
atblöðin eru þvegin og þerruð
mjög vel og síðan raðað einu lagi
í skál, leginum hellt á, þá raðað-
öðru lagi og leginum hellt á, þann
ig að blöðin blotni öll vel. Þetta
er mjög bragðgott og á vel við
steikt kjöt.
Höfuðsalat er einnig notaS
mikið til skreytingar á brauðföt
um, og til eru nokkrir réttir, sera
framreiddir eru á salatblöðum,
t. d. eins og bakaðir tómatar o. fL
RADÍSUR
Trúlegt er að radísur eða hreðk
ur séu algengasta tegund græn-
metis hér á landi, því varla cr
það heimili hér í bænum, a. m. k.,
sem ráð hefur á einhverri garð-
holu, sem ekki hefur radísur.
Þær eru tilvaldar til þess að
borða hráar, en einnig má sjóða
þær og hella yfir þær jafningi
eða borða þær með hrærðu
smjöri.
Eins má hakka radísurnar og
hafa þær ofan á brauð eða keks.
Þá má skera þær skemmtilega út
og nota til skreytingar á brauð-
fatinu. — a. bj.
„EG VAR asni, þegar ég giftist
þér“, sagði hann beisklega.
„Það varst þú“, sagði hún, —■
„en ég var svo skotin í þér þá,
að ég tók ekki eftir því“.