Morgunblaðið - 13.08.1955, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.08.1955, Qupperneq 16
Veðurútllí í dag: s kaldi. Rigning með nóttunni. 181. tbl. — Laugardagur 13. ágúst 1955 Ufanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands. — Sjá grein á blaðsíðu 9. Lögregla upplýsir 34,000 krónu jijófnað Þjófur slal af öðrum þjóf. NÝLEGA upplýsti rannsóknarlögreglan í Reykjavík allum- fangsmikið þjófnaðarmál, en upphæðin, sem stolið var, er yfir 30 þúsund krónur. Þórður Björnsson, settur sakadóm- ari, skýrði blaðamönnum frá gangi máls þessa og lyktum í gær. BLEKKTI ÚT 1000 KRÓNUR Nánari málavextir eru, sem hér segir: Laust fyrir áramót í vetur fékk 26 ára gamall maður ó Akranesi, sem tvisvar sinnum áður hefir verið dæmdur fyrir þjófnað, þúsund krónur að láni hjá manni einum, sem býr á Bergstaðastræti. Fékk maðurinn að handveði sparisjóðsbók með tæpum ellefu hundruð krónum í fyrir skuldinni. Á miðvikudaginn var Akurnes- hrgurinn staddur hér í bænum og datt þá í hug að snúa pening- ana út úr Reykvíkingnum með evikum og undirferli. Taldi hann lánardrottinn sinn á að koma með eér niður í banka, þar sem hann kvaðzt ætla að taka þúsund krón- ur út úr bókinni og greiða hon- vim skuldina að fullu. KASSANUM STOLIÐ Tók Akurnesingurinn pening- ana út, meðan hinn beið fyrir ut- an, en sagði honum síðar, að hann hefði enga peninga fengið úr hankanum. Stakk hann síðan af að svo búnu. Res'kvíkingurinn komst að hinu sanna, kærði stuld sparisjóðsbókarinnar þegar til rannsóknarlögreglunnar. — Fór hann síðan heim til sín, en upp- götvaði þá, að peningakassi sinn, sem hann geymdi í náttborðinu eínu, var horfinn. Man hann þá eftir því, að hann tók sparisjóðs- bókina úr kassanum að Akurnes- ingnum ásjáandi. Kærði hann samstundis kassaþjófnaðinn. — í kassanum voru 11 þúsund krón- ur í peningum og 3 sparisjóðs- bækur, og átti frænka hans eina þeirra. í þeirri bók var innstæð- an 22.800.00 kr. en í hinum að- ■eins samtals 25 krónur. — Auk þess voru 20 skuldabréf Happ- •drættisláns ríkissjóðs (2000 kr.). AKURNESINGURINN JÁTAR Rannsóknarlögreglan brá hart og skjótt við og handtók Akur- nesinginn strax um kvöldið, og var hann settur í varðhald. — Hann meðgekk strax þúsund krónu þjófnaðinn en neitaði k assaþj óf naðinum. í fyrradag viðurkenndi hann þó fyrir sakadómi Reykjavíkur að hafa tekið kasann. Bar það svo við, að hann var sleginn iðran og hugðist gera yf- irbót og borga Reykvíkingnum hluta af þúsund krónunum. Fór hann heim til hans, en fann húsið mannlaust. Runnu þá á hann tvær grímur. Hið illa náði yfirtokum í huga hans. Hann fór rakleitt i svefn- herbergið, braut upp náttborðið, og tók kassann ófrjálsri hendi. FALDI FÉÐ Fór hann síðan í hús til kunn- ingja síns austur í bæ, inn í ó- læst baðherbergi, og faldi pening ana inni í ljósahjálmi þar. Reif hann sparisjóðsbækurnar í tætl- ur, kveikti í snifsunum, og skol- aði öllu niður um salernið. Hélt hann síðan suður fyrir Kennara- skóla, lyfti þar upp stórum steini utan við Hringbrautina, og fól kassann undir honum. STAL AF ÞJÓFNUM! A!lt þetta meðgekk Akurnes- ingurinn í fyrradag. Bárust þá böndin að kunningja hans. Var hann handtekinn þegar í stað og meðgekk brátt að hafa séð úr felum Akurnesinginn fela peningana. Hafi hann gripið þá að honum brottgengnum og keypt slurk af áfengi, símað í vinstúlku sína, leigt sér bíl og ekið rakleiðis til Keflavíkur. Þar sat hann að sumbli og gleðskap um kvöldið og þá nótt alla. Um morguninn kom hann heim og átti þá eftir 7 þúsund krónur af 11 þúsund- unum. í GÆZLUVARÐHALDI Tók hann á sig náðir og var handtekinn skömmu eftir að hann vaknaði. Sitja nú báðir pilt- arnir, en sá síðarnefndi er 25 ára að aldri og hefir einu sinni verið dæmdur fyrir þjófnað, í gæzlu- varðhaldi. Eru þeir hinir mestu mátar og félagar frá fyrri tíð. Enn hefir ekki dómur fallið í máli þeirra kumpána en er vænt- anlegur á næstunni. Sílýindi og þurrkar ein kenna veður á Héraði SKRIÐUKLAUSTRI, 9. ágúst. — Þessir dagar sem liðnir eru af ágúst, hafa flestir verið með sama svip og júlídagarnir. Hiti oftast um 20° síðari hluta dags og suðvestan átt. Einn dag sló þó fyrir norðaustan átt, með þoku og nokkurri rigningu. Var það föstudaginn 5., þegar Sunn- lendingar fengu þurrkinn. Nú er heiðríkja og glampandi sól. Má heita furðulegt, hve vel jörðin virðist þola þessa miklu þurrka. Úrkoma alls í júlí mæld- ist hér aðeins röskir 10 mm. — Meðalhitinn í júlí virðist mér við lauslega athugun hafa verið 13.5°. Er það vafalaust einhver mesti meðalhiti, sem komið get- ur. — Eitt er það sem einkennir gróð- urfarið í sumar, og það er hinn ínikli vöxtur á hvítsmára. Síðari hluta júlí voru hvítar breiðumar af smára og ilmurinn fyllti vit manns. Sumarið 1953 var og mjög mikill smári, þó tæplega eins og í sumar. Virðist mér þetta sanna ótvírætt, að það er hitinn, sem takmarkar hér smáravöxtinn fyrst og fremst. Hið kalda sumar hér, 1952, var smári mjög óverulegur og sást varla smárablóm. Svo sem að líkum lætur, líta kartöflugarðar mjög vel út. En kálmaðkur hefir verið mjög skæður í sumar og lítur út fyrir að hann eyðileggi gjörsamlega kál- og rófnauppskeru. Hann dafnar í hitunum, þótt hans gæti hverfandi lítið í köldum sumrum. Mjög víða er byrjað á síðari slætti túna, og er háarvöxtur yf- irleitt góður eða ágætur. — J. P. Mynd þessi var tekin af Ieikstjóra og leikurum í „Nei-inu“ á aðalæfingunni í fyrrakvöld. Talið frá vinstri: Rúrik Haraldsson, Eygló Viktorsdóttir, Einar Pálsson, Haraldur Björnsson og Ólafur Magnússon. _ (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) -------------------—----« Heildarsöltun nyðra 161.338 tunnur SIGLUFIRÐI, 12. ágúst: — Flug- vélin leitaði í gærkveldi austur svæðið og sá sex smátorfur út af Hraunhafnartanga. — Þær voru mjög stutt uppi og óðu illa. f dag hefir ekkert frétzt af síld. Annars er gott veður á miðunum. AIIs er búið að salta hér norðanlands 161.338 tunnur. Þar af er Raufarhöfn með 57. 002 og Siglufjörður 55.419. — Hæsta söltunarstöðin er Haf- silfur á Raufarhöfn með 15. 590. Hér er Pólstjarnan hæst með 5.448 tunnur. Dísarfell lestar hér síld til út- flutnings í dag. — Guðjón. Sknkmót Norðurlundn ÍSLENZKU þátttakendurnir á skákmóti Norðurlanda, sem hefst í Ósló á morgun, fóru utan í nótt. Meðal keppenda í landsliðsflokki er Friðrik Ólafsson, sem nú ver titil sinn sem skákmeistari Norð- urlanda, en þar keppa einnig Guð jón M. Sigurðsson og Ingi R. Jó- hannsson. Hver Norðurlandaþjóðin hefir leyfi til að senda tvo keppendur í landsliðsflokk nema sú, sem heldur mótið, þrjá, en Norður- landameistarinn hverju sinni hef ir sérstakt þátttökuleyfi. Þess vegna eru íslendingarnir þrír. Fjórir íslendingar taka þátt í meistaraflokki, Arinbjörn Guð- mundsson, Ingvar Ásmundsson, Jón Pálsson og Lárus Johnsen. — Fararstjóri skákmannanna er Guðmundur Arnlaugsson. Sigurgeir Jónsson bæjarfógeli íKópavogi HINN 10. þ. m. skipaði forseti íslands Sigurgeir Jónsson, full- trúa í dómsmálaráðuneytinu, bæjarfógeta í Kópavogskaup- stað. Sigurgeir er 34 ára að aldri. — Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1939 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla íslands 1945 með I einkunn. — Hann var settur fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1945 og hefir verið fulltrúi í stjórnar- ráðinu síðan. _ „Nei-ib" vakti feikna h.rifningu í gærkvetdi Var þá frumsýnt / Leikhúsi Heimdallar HINN bráðskemmtilegi gamanleikur „Nei“ eftir Heiberg var frumsýndur í Leikhúsi Heimdallar í gærkveldi. Sjálfstæðis- húsið var troðfullt af áhorfendum, sem skemmtu sér konunglega og klöppuðu leikendum óspart lof í lófa. Kristensen apótek- ari í Kópavo«;i NÝLEGA var Aksel Kristensen cand. pharm. veitt lyfsöluleyfi í Kópavogskaupstað. Þrir umsækj- endur voru um stöðuna. Heilbrigð- ismálaráðuneytið veitti leyfið. Leikstjóri er Einar Pálsson, en með hlutverkin fara: Haraldur Björnsson, Rúrik Haraldsson, Eygló Viktorsdóttir og Ólafur Magnússon. Píanóundirleik ann- ast Magnús Pétursson. Aðalhlutverkið, Link hringj- ara, leikur Haraldur Björnsson, Vakti leikur hans mikla kátínu leikhúsgesta í gærkveldi, Að sýningunni lokinni voru leikarar og leikstjóri klappaðir fram hvað eftir annað og hylltir, Bárust þeim fjöldi blómvanda. Búizt vzð tvlsýnni fegurðarsamkeppni r * Ahoríendiir velja sjálfir fegurstu i stúlkuna FEGURÐARSAMKEPPNIN hefst í Tivoli kl. 9.30 í kvöld stundvíslega. Valdar hafa verið 15 stúlkur úr stórum hópi, og koma þær fram á sviðið. Eru það síðan áhorfendur, sem dæma um það hver þeim þykir fegursta stúlkan og hlýtur hún verð- laun þau, sem veitt eru. Ef veður verður slæmt verður keppninnl frestað þangað til á sunnudagskvöld. j ENGAR BIÐRAÐIR Er búizt við mikilli aðsókn að keppninni, og er þar dæmt eftir reynslunni frá undanförnum ár- um. Skemmtigarðurinn verður opnaður kl. 7.30 og verður séð um að engar biðraðir þurfi að mynd- ast eða troðningur. Aðgangseyrir er 10 krónur. MILLI BORGANNA Hinar ungu blómarósir hafa þegar verið valdar allar 15, og segja forráðamenn keppninnar að þær séu allar hinar föngu- legustu. Eru þær bæði héðan úr borginni og utan af landi. Er talið líklegt, að keppnin muni harðast standa á milli ungrar stúlku frá Akureyri og tveggja úr Reykjavík, en ekki er á þesstl stigi málsins neitt hægt að segja fyrir um úrslitin. I DÓMNEFNDIN TIL VARA Dómnefnd hefir verið skipuð og eiga í henni sæti þessir menns Sigurður ' Grímsson, form., Sig- ríður Valgeirsdóttir magister, Karolína Pétursdóttir tízku- stúlka, Jón Engilberts Iistmálarí og læknir einn, sem ekki hefir ' enn verið ákveðið hver verður. En það eru áhorfendur sjálfir, sem velja fegurstu stúlkuna, og jgreiða henni atkvæði á laugar- dagskvöldið, en ef til kemur, að j tvær til þrjár verða svo til jafn- I ar, mun dómnefndin koma til . skjalanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.