Morgunblaðið - 21.08.1955, Blaðsíða 6
6
MOKGVIS BLAÐIÐ
Sunnudagur 21. ágúst 1955
Síldarleitín hefur borið góðan
_ ATIÐ HÖFUM séð talsvert af
T síld í sumar, segir Kristó-
fer Eggertsson, skipstjóri. Hann
Btjórnar síldarleitarfluginu í
Grumanflugbátnum Snarfaxa. —
Við sáum nokkrar torfur vaða í
gær, en það var sáralítið og hún
hvarf eftir skamma stund. Það
er sjálfsagt komið kvöld í hana.
Hún hagar sér svo sem alveg
eins og í fyrra.
— Við höfum mest leitað á
Evæðinu frá Grímsey austur að
Langanesi, heldur Kristófer á-
ram og stingur sykurmola upp
í sig og sýpur á kaffinu úr hita-
brúsahettunni. Mikla síld höfum
við eiginlega ekki séð nema einu
Binni í sumar, það var 38 mílur
norður af Grímsey og þann dag
veiddu skipin yfir 40 þús. tunn-
ur. Mér þykir ekki ósennilegt að
sá síldarfundur okkar einn, hafi
borgað útgerðina á leitarfluginu
í sumar fyrir þjóðina. Annars
leitum við helzt í köntum grunn-
anna, svona á 100 föðmum. Þess
er varla að vænta að síld sjáist
vaða að nokkru ráði öllu dýpra.
Eg var af tilviljun staddur á
Egilsstöðum og hitti þá þrjá, sem
í síldarleitarflugvélinni eru.
Henning Bjarnason er flugstjóri,
en aðstoðarflugmaður er Ingi-
mar K. Sveinbjörnsson og Kristó-
fer er sá þriðji. Eg baðst leyfis
þess að mega fara með þeim í
leitarflug og eftir nokkra yfir-
vegun var mér veitt það leyfi.
Við fórum frá Egilsstöðum kl.
3 e. h. á föstudaginn 12. ágúst
s. 1. og flugum niður til sjávar.
Við komum yfir Héraðsflóann og
fórum út frá Kögri 40° misvís-
andi 70 mílur út, þaðan í 270
á Digranes og þannig flugum við
sitt á hvað út eða inn norður
fyrir Langanes og allt til Gríms-
eyjar, en þaðan tókum við stefn-
una beint inn Eyjafjörð til Akur-
eyrar, þar sem við lentum um
níu leytið um kvöldið.
FLOGIÐ TVISVAR Á DAG
Það er flogið í 500 feta hæð
og veðrið er eins gott og frekast
getur verið: Glampandi sól og
léttur andvari — en engin síld!
Þeir þremenningarnir hafa
venjulega farið af stað um 5 leyt-
ið á morgnana og komið aftur
heim eftir 6—7 klst. leitarflug
og síðan farið að nýju um kl.
4 síðdegis og komið aftur um 10
leytið. Þeir hafa samband í gegn-
um talstöðina við land á hálf-
tíma fresti á meðan þeir eru á
flugi. Tala þeir venjulegast við
Siglufjörð, en annars við Raufar-
höfn eða Seyðisfjörð og gefa þá
upp staðarákvörðun og veður.
Ef þeir sjá síld, senda þeir
skeyti jafnskjótt og þeir hafa lok-
ið staðarákvörðun. Oft þurfa þeir
að fljúga til lands til þess að fá
staðarákvörðunina nákvæma. —
Siðan láta stöðvarnar í landi
flotann vita hvar síldin hefur sést
vaða. Stundum hefur það komið
fyrir að þeir hafa séð sild
skammt frá einhverjum bát, og
þá hafa þeir „leitt“ bátinn að
síldinni.
Við fljúgum yfir Langanes og
tökum stefnuna út aftur beint
frá vitanum norður á bóginn.
arangur i sumar
LeitarflygvéHn á ausfursvæðinu hefur séð falsverða
síEdr en aðesras einu sinni mjög marpr Sorfyr saman
Stórir hópar af fuglum fælast í
berginu við flugvélardyninn. —
Sjórinn glitrar í gullnu sólar-
ljósinu.......
— Með hvaða bát varstu í
fyrra, Kristófer, spyr ég.
40 SILDARSUMUR
| — Með Jón Valgeir, svarar
Kristófer, sem nú er risinn á fæt-
ur og bograr yfir sjókortinu og
reiknar út leið þá sem fara á.
Hann réttir mér tóbaksdósirnar:
l
' — Fáðu þér í nefið. Það er strang-
lega bannað að reykja í flugvél-
inni, enda er stór vara-bensín-
! tankur inni í henni. — Það var
fertugasta og síðasta síldarsum-
arið mitt á sjónum. En svo var
ég beðinn um að vera við síldar-
leilina í sumar og tók því. Ann-
ars er ég seztur í helgan stein —
ef svo mætti segja — er umsjón- i
armaður við Miðbæjarbarnaskól-
ann í Reykjavík. Er þar innan- i
um börnin. Já, það má nú segja, !
að tvisvar verður gamall maður
barn. — Og Kristófer tekur vel í
nefið eftir að hafa snýtt sér,
hressilega.
Nú kemur aðstoðarflugmaður- * 1
inn, Ingimar, og tekur að dæla
úr varatankinum í annan aðal-
tankinn í væng vélarinnar. Ég
rís á fætur og fer framí til Henn- :
ings, sem situr í flugmannssæt-
inu og heldur um stjórnvölinn,
rólegur og öruggur.
Áhöfn flugbátsins gerir flugáætl-
un dagsins áður en farið er á loft.
Fremstur á myndinni er flug-
stjórinn Henning Bjarnason, þá
er Kristófer og innstur Ingimar.
er grind —eins og þeir reka á
land í Færeyjum.
Og þarna 500 fetum fyrir neðan
okkur bylta hvalirnir sér í vatns-
skorpunni svo hvítfyssandi boða-
föll skella út frá þeim. Eftir
andartak eru þeir horfnir að baki
okkur.
Ég færi mig afturí vélina, en
Kristófer sezt í sæti sitt við hlið-
ina á flugmanninum. Hann skim-
ar hvössum augum yfir hafflöt-
— Já, það er komið kvöld í
hana, segir Kristófer og skyggn-
ist um í sjónaukann. Annars er
þetta, að leita síldar í flugvél,
einskonar framhald af því, að
veiða síld. Þegar maður hættir
því, þá fer maður bara upp í
loftið og leitar að henni þaðan.
, Og ég sem hafði ekki ílogið
nema tvisvar á ævinni áður en
ég tók þetta starf að mér, bætir
hann við og hlær.
BORGARÍS AUSTUR
AF KOLBEINSEY
Nokkru síðar flugum við yfir
lítið sker, sem heitir Kolbeins-
ey. Fuglar fljúga umherfis og
yfir þvi, og öldurnar brotna við
það. Skamt austur af Kolbeins-
ey er stór borgarís og flugmenn-
irnir fljúga í beina stefnu á jak-
í ann. Þeir taka staðarákvörðun
yfir honum og tilkynna hana til
lands. Um kvöldið, þegar ég sat
að snæðingi á hóteli á Akureyri,
heyrði ég ísfregnina lasna með
veðurfmttunum í útvarpinu.
Það er liðið að lokum þessa
síldarflugs og Henning setur ra-
díóvitann í gang. Síðan er stefna
tekin inn Eyjafjörð til Akur-
eyrar. Við hinir sitjum í farþega-
rými vélarinnar og spjöllum sam-
an um leið og við virðum vyrir
okkur það, sem fyrir augu ber.
— Þetta er vafalaust búið í
sumar, segir Kristófer. en þó er
svo sem aldrei hægt að segja neitt
ákveðið um þessa síld, hún er
kenjóttari en nokkur kona. Það
held ég gæti svo sem verið, að
hún færi að vaða óskaplega ein-
hversstaðar þarna austur frá, já,
ég held það gæti nú skeð.....
Við fljúgum mjög lágt framhjá
Daivík og Dagverðareyri, þar er
1 allt hreyfingarlaust að sjá.
Og loks sáum við Akureyri og
turna kirkjunnar þar, þéttbýla
Oddeyrina, og við sjáum inn til
hins frjósama héraðs, Flugvöll-
urinn er framundan, flugið er
lækkað og innan tíðar er vélin
lent á veilinum.
Já, það er víst komið kvöld
í síldina — hún sést ekki lengur.
.... —ht.
Síldarleitarflugvélin Snarfaxi á flugvellinum á Akureyri.
(Ljósm. Har. Teits.)
Allt í einu hnippir hann í mig
og bendir niður á sjóinn skammt
fyrir framan vélina. Ég lít í þá
átt, sem hann bendir, og á von
á því að sjá þar fyrir geysistóra
sildartorfu, en það er þá bara —
að mér virðist — ölduskvamp;
óskiljanlegt.
— Þetta eru hvalir! hrópar
Henning í eyra mér, því það er
meiri hávaði í stýrishúsinu. —
Sérðu hvernig þeir stökkva!
Kristófer hefur orðið var við
hvalina og kemur fram að dyr-
unum og segir við mig: — Það
Borgarísjaki þessi var skammt austur af JKolbeinsey. Mikið af
fuglum flögraði umhverfis hann.
inn, við og við tekur hann sjón-
aukann og horfir í gegnum hann
■ á eitthvaðj sem hann sér á sjón-
um. — Eft það sést engin síld
enn ....
KOMIÐ KVÖLD I SÍLDINA
Við fljúgum yfir Þistilfjarðar-
grunn. Þar eru æðimargir bátar
á ferð, en mjög dreifðir svo ó-
i gjörningur er að ná mynd af
1 þeim. Kristófer gefur mér merki
. um að tala við sig, og ég fer fram
að dyrunum til hans.
— Hér fundum við sjö síldar-
torfur í gær og sendum skeyti
um það. Bátarnir hafa farið hing-
að enda þótt við sæjum ekki síld-
ina aftur, eftir að hafa farið til
lands að fá nákvæma staðar-
ákvörðun. Þeir rannsaka svæðið
fyrir því.
Kristófer svipast um eftir síld,
fær sér í nefið og segir: — Já,
svo sannarlega hefur verið meiri
síld hér fyrir Norðurlandi, en nú
er. Árið 1943 man ég eftir mestri
og jafnastri síld hér fyrir norð-
an, það var líka mikið 1944. já,
það var oft æði mikil síld á þess-
urn slóðum.
Tvær flugvélar hafa verið í
leitarfluginu í surpar. Hin„ hefuH
haft aðsetustað á Siglufirðí og^
leitað á vestursyæðinú,. en þessi
hefur veríð á austursvæðin,u rrieð
aðseturstað á Akureyrí. — Þeir
Kristófer hafa séð mikið meiri
síld í sumar en hinir.
Bréf:
í eitt skipti fpir ö!l
OFT hef ég verið spurður að því
hvaðan Ævar Kvaran hafi heim-
ildir í „þætti“ sína í útvarpinu.
Ég ætla að svara því í eitt skipti
fyrir öll.
Ævar Kvaran les upp úr þjóð-
sögum, orðrétt, en lætur þess
aldrei getið, að þetta sé prentað
mál á bókum, né heldur hverjir
séu höfundar þess. Oftast eru það
þj óðsögur Sigfúsar Sigfússonar,
sem hann notar í þessu skyni, eða
svo hefur verið undanfarið, og
sennilega frá byrjun. Minnsta
kosti var pað snemma vetrar, að
hann flutti „þátt“ af Einari Jéns-
syni, vestfirzka, sem svo er
nefndur í ættfræði austanlands,
þ. e. Árna Grímssyni sakamanni
af Snæfellsnesj. Ég sat með bók-
ina, og bar saman lestur og prent
og munaði einu „að“, sem hann
þó felldi niður. Þjóðsögur eru
hæpin fræði, enda eigi skráðar í
þvi augnamiði, að vera fraði
fyrst og fremst, jafnvel þótt snill-
ingur, eins og Sigfús Sigfússon
semji og munar þar oft miklu
þegar hægt er að bera saman
slíkar sagnir og fræði. Þjóðsögur
Sigfúsar eru þar eigi undanskild-
ar, þótt margt megi þaðan hafa í
fræði.
Hinu get ég ekki svarað, sem
jafnan er lika eftir spurt, hverju
slík „fræði“ eigi að gegna í út-
varpinu, en sannar þó að þjóð-
sögur er góður lestur í útvarpi.
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi.
BEZT ÁÐ ÁVGLÝSA
1 MORGVfJBLÁÐim
Setið í afmæiishófi
húsfreyjunnar
í Reynihlíð
SUNNUDAGINN 31. júlí sem var
hin svokallaða verzlunarmanna-
helgi og því fjölmennasti gesta-
dagur Mývatnssveitar á sumrinu,
sat ég 60 ára aímælisfagnað Þur-
íðar Gísladóttur húsfreyju í
Reynihlíð. Flafði þar verið boðið
til öllum íbúum sveitarinnar og
mættu þar yfir 100 manns."
Afmælisfagnaðurinn var hald-
inn á nokkuð óvenjulegum tíma
dagsins, því ekki hafði verið svik-
ist undan merki með að veita
ferðamönnum alla þjónustu.
Síðasta máltíð dagsins var veitt
kl. 9 að kveldi, 26 manna hóp
vina og frændaliðs, sem kom úr
fæðingarsveit Þuríðar, Aðaldal.
Hann hafði farið að dæmi þur-
íðar, tekið daginn snemma til að
hafa sem mesta gleði af ferð-
inni. Hafði hann ekið austur yfir
Reykjaheiði til Ásbyrgis að Detti
fossi, um Grímsstaði og niður yfir
Námaskarð. Var því farin sú
lengsta leið sem fundin var til
Mývatnssveitar og vafalaust
reynt að vinna eins mikið úr deg-
inum og hægt var. Það mætti
segja að það væri í anda Þuríðar
því fáar konur þekki ég sem
reynt hafa að koma eins miklu í
verk á sínum starfsdegi og Þur-
íður í Reynihlíð, og má segja að
henni hafi tekizt það með ágæt-
um.
Veizlufagnaðurinn hófst kl. 11
að kveldi með kaffidrykkju.
Veizlustjóri var hreppstjóri sveit
arinnar Jónas á Grænavatni og
fórst honum það með ágætum.
Blóm og heillaskeyti höfðu bor
izt. Sungið var mikið undir borð-
um, undir stjórn veizlustjórans.
Kvæði var flutt og ræður haldn-
ar húsfreyjunni til verðugs lofs.
En eins eiginleika Þuríðar var
aldrei getið, þess eiginleika að
vera góð amma, móðir og tengda-
móðir og hugsa ég þó að hún eigi
þann kost í eins ríkum mæli og
aðra góða kosti. Ég þekki hana að
vísu ekki sem smábarnamóðir því
kynni okkar eru ekki svo gömul,
en ég þekki hana sem ömmu og
móðir fullorðinna barna, og
tengdabarna, og þar álít ég hana
frábæra, enda sannar það bezt að
börn og tengdabörn öll, starfa
saman að rekstri bús og gistihúss
og slíkt samstarf gæti aldrei átt
sér stað nema þar sem andi kær-
leika og friðar ríkir.
Þann anda álít ég að foreldr-
arnir hafi skapað handa börnum
sínum, og þá ekki sízt móðirin,
með sinni glöðu og fórnfúsu lund.
Börn Þuriðar voru öll sett til
mennta, eftir því sem hvert
þeirra óskaði eftir.
Yngri dóttirin, sem nú stundar
menntaskólanám, hefur nýlega
opinberað trúlofun sína, og hefur
með því fært fjölskyldunni dug-
andi meðlim, sem einnig hefur í
sumar starfað að rekstri gisti-
hússins.
Þuríður Gísladóttir giftist ung
Pétri Jónssyni frá Reykjahlíð.
Gistihúsrekstur sinn byrjuðu þau
í gamla bænum í Reykjahlíð, sem
nú svo sorglega sýnir merki ald-
urs síns með snöruðum stöfnum
fram á bæjarhlaðið. Þegar árin
liðu og farðamannastraumurinn
óx sáu þau hjónin þess stóra þörf
að byggja gistihús. Þau hófust
því handa og byggðu gistihús sem
þau gáfu nafnið Reynihlíð, en
brátt reyndist það of lítið, svo
enn var byggt á ný, hið glæsilega
gistihús, sem eiginmaðurinn,
börnin og tengdabörnin nú héldu
húsmóðurinni afmælisfagnað í,
og með því sýndu henni ást sína
og virðingu. Þessi tvö gistihús,
sem standa andspænis hvert öðru
eru talandi vottur um stórhug og
atórku þeirra hjóna, sém reyhdár
hefur'einkénnt líf beirra allt.
Ég þakka hina' ðgleymanlégu
kvöldstund í Reynihlíð og óska
afmælisbaminu að hún mégí
sértt lengst njóta sínna óvenjti
Framh. á bls. 11