Morgunblaðið - 21.08.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. ágúst 1955 r 4«#l, Krhiján Albertson: íéttleysi emstaklingsins Edinborgarkastali er uppljómaðii- á meiíaii hát.ðin stendftr yíir. tJndirbúningur Edinborgarhátíðarinnar Skotlandsbréf frá Magnúsi Magnússyni EDINBORG, 8. ágúst. IGÆRKVELDI fór fyrsti fjör- kippurinn um Edinborg gömlu, sem benti til þess, að nú nú er þess skammt að bíða að níunda Edinborgarhátíðin fari i hönd. Þá kom leikflokkur stúd- enta og stúdína frá Oxford og hreiðraði um sig að venju í forn- legum 16. aldar húsakynnum í elzta hluta borgarinnar. Þetta er fimmta árið, sem leikflokk- urinn örvar hátíðina og borgina með návist sinni og furðu góð- um leik. Leiksýningarnar fara fram í þessu sama húsi, í veizlu- salnum, þar sem Jakob VI. sat að sumbli árið 1598. Þeir eru eini leikflokkurinn á hátíðinni, sem ætíð hefur skilað ágóða, og raunar hafa þeir hirt dálaglegan skilding fyrir amstrið. Þeir eru ekki nefndir í dagskrá hátíðar- nefndar, sem skiptir sér ekkert af þeim. En allt um það eiga menn erfitt með að hugsa sér hátíðina án þeirra. í sumar ætla þeir að leika leik- rit eftir tékkneska rithöfundinn Frantisek Langer. Hann nýtur mikilla vinsælda þar eystra, en sá orðrómur gengur, að hann gisti stUndum í „Steininum", og er talið, að hann sé gestur stjórn- arinnar í Praha um þessar itiundir. Leikritið, sem hér verður sýnt, var skrifað 1939 og er kallað „Periphery“ í énsku þýðingunni. Þetta er harmleikur um ungan mann, sem verður ástfanginn af gleðikonu, myrðir elskhuga hennar, en verður smám samön sturlaður, af þvi að enginn trú- ir því, að hann hafi myrt bann. Að lokum segir gleðikonan hon- Um, að eini vegurinn út úr ó- göngunum sé sá, að hann myrði sig líka, því að þá verði hann hengdur fyrir. Og svo verður. Það sakar ekki að minnast of- urlítið á leikendur og leikstjóra flokksins. Þeir eru eini leikflokk- urinn, sem hefur einungis unga leikendur og leikstjóra, enginn er eldri en tuttugu og fimm ára. Þessi flokkur gefur hátíðinni „bóhemskan" svip. Og annað er merkilegt um þá. Sumir þeirra hafa sagt upp störfum hjá þekkt- um leikflokkum til þess eins að geta leikið um þriggja vikna skeið hér á hátíðihni. Þetta sýn- if, hve mikils hátíðin má sín, 6g hver ofurtrú er á henni, þegar ungir og efnilegir leikendur eru þess albúnir að taka slíka áhættu. Og fneðan sVo er, þá þarf eng- inn að óttast um hátíðina í Ed- inborg. Margir í borginni eru á þeirri skoðun, að hátlðin í sumar Verði lélegriT en venja er til, en sami söngurinn hefur kveðið við á hvérju ári. Og víst er um það, að erléndar pantanir eru jafn- miklar nú og nokkru sinni fyrf, og ekki vantar það, að stærstu r.öfnin á hátíðinni eru nógu stór. Hátíðin hefst 21. ágúst með hljómleikum í Usser Hall. Þá leik ur Berlin Philharmonic Orchestra undir stjóm Eugenes Ormandy meðal annars Píanóconcerto nr. 4 eftir Beethoven, með einleik Solomons. Þar verða viðstaddir allir heiðursgestir hátiðarinnar, meðal annars fulltrúar frá há- skólum tuttugu landa. Þorkell Jóhannesson rektor verður þar frá íslandi. Til heiðurs þessum ágætismönnum verður hátlðar- forleikur Brahms leikinn við upp haf hljómleikanna. Nú skulum við athuga i róleg- heitum, hvað verður á ferðihnl þessa hátíðina. Og fyrst tökurrt við hljómleikana. HöfuðviðbUrð- ur má það teljast, að þýzka tön- skáldið Paul Hindemith, sem er núna prófessor í hljómlist við Yale-háskólann f Bandaríkjun- um, stjórnar Berlínar-hljóm- sveitinni, þegar hún leikur tvö verk hans: Cello-concerto, þar sem Enrico Mainardi leikur ein- j leikinn, ög Concert-múSik, op- us 50. 1 Aðrar stórar sinfóníu-hljóm- sveitir verða B.B.C.-hljómsveit- ín og Philharmonic-hljómsveitin frá New York. Heimsfrægir stjórnendur verða hér: Dimitri Mitropolos, Guido Cantelli, Sir Malcolm Sargent og George Szell, 1 auk þeirra, sem áður erU nefndir. Margir afburða einleikarar verða á hátíðinni, og er það sjald gæfur viðburður, að þrir heims- frægir einleikarar hafi stöfnað með sér píanó-tríó, eins ög á sér stað á hátíðinni, þegar þeir leika saman, þeir Solomon fpíanó), Zino Francescatti (fiðla) og Pierre Fcurnier (cellö). þeif leika saman tríó eftir Beethoven, Brahms, Mozart og Schubert. En hitt verður sögulegur viðburður, þegar þeir leika með Scottish National Orchestra þrefaldan concerto fyrir fiðlu, píánó, celló og hljómsveit eftir Beethoven. Aðrir heimsþekktir einleikarar á hátíðinni verða ungverski píanóleikarinn Géza Anda, Rosa- lyn Tureck og Myra Hess (pianó), Segovia (gítar), og Szymon Goldberg (fiðla). Einsöngvarar verða meðal ann- ars Jennie Tourel, Gérard Souzay og hinn dásamlegi þýzki barri- tón-söngvari Dietrich Fischer- Dieskau. Þau syngja Lieder eft- ir Brahms, Schubert, Schumann og Beethoven, auk annarra söngva. Næst komum við að óperum. Enn þá einu sinni verðum við að sætta okkur við Glynde- bourne-óperuflokkinn, sem telur sig ekki geta séð okkur fyrir néma þrem óperum og hafá þeir leikið tvær þeirrá hér áður á hátíðum. I sumar vérða 6 ferð- inni Falstaff og Vald örlaganna eftir Verdi og Rakarinn i Sevilla eftir Rossini. Þarna gefst okkur færi á að heýra þau Sena Juri- nac, Fernanda Cadoni, Grasiella Sciutti, Sesto Bruscentini, Marko Rothmiiller og David Poleri. Næst skulum við llta á ballett- inn. Konunglegi ballettlnn danski sýnir sex verk, þar á meðal nýja útsetningu á Rómeó og Júlíu eft- ir Prókóféff. Anrtar höfuðvið- burður á því sviði er ballett, sem látinn er gerast í Skotlandi, La Sylphide. Danski ballett- flokkurinn er hér talinn einhver sá bezti i Evrópu. Og til þess að meta eitthvað, sem er algerlega frábrugðið þessu, þá fáum við að sjá jap- anskan dansflokk, Azuma Ká- buki, sem sýna forna dansa japanska, svo sem Köngurváfa- dansinn, Ljóma-dans, MjallhvíS, Sverða-dansinn og FæðingU K: - buki. Leikið Vérður undir á japönsk hljóðfæri. Búnaður all- ur verður japanskur, og halsia vitrir menn, að þetta verði hitvn mestí mannfagnaður. Leiklistin er sjaldan höfð & líndan á hátíðinni, og í sumar éf merkilegt til þesS áð vita, 'áð franska leikkonan Edwigé Feuillére leikur aðalhlutverkið í Kamelíufrúnni. Allir þeklqá þessa öfburða leikkonU af frönsk- um kvikmýndum, og rrtér sjálfum finnst, að hún béri áf öllum Ieik- komirrt þessa heims, sem léikið hafa í kVikmyndúm, og ef þó Greta Garbo með talin. Old Vic kemur hingað með Shakespeáré sinn. Og hér er mikil ástæða t'il að kvarta um. Leikritið, sem þeif auglýstu fyrst Var Othelló, cn svö Vár þessu breýtt vegna §vö- kallaðfar „leikaráéklu“, hvað sem það merkir. Og nú Verðuf Júlíus Caesár leikinn í staðinh, Mér finnst það næstum ótrúlégi, áð leikíélag skuli aUglýsa Ot~ helló, án þess að hafa tryggl sér leikará í hlutverk þeirra Othdlóá og Jagós. Það er þó harmabót, að við sjáum Paul Rogers í hiút- verki Brútusar (hann lék Mac beth afburðavel i fyrra), en boir halda Sig við þá kýnlegu hisg- mynd að fá filmstjöimuf tií fð leíká kvenhetjur Shákéspea •c? k leiksviði. í fyrra brást Ann Todd hrottalega í hlutverki lafði MöC- beth, en Við skulum vona, öS Wendy Hiller standi sig bét.u? Sem Portia i ár. Þriðji aðalviðburðurinn á leík- sviði verður nýtt leikrit eftir bandaríska höfundinn Tliornicn Wilder, ert leikrit eftir ham vaf sýnt á hátíðinni í fyrra. Það leik- rit gengur enn í London eftif næstum heilt ár. Leikrit Wilders, sem nú er leikið, heitir „A LÍfe in the Sun“, og ér um klasstsku kveiihetjuna Aleestis. Nú ferihó við svo heppin, að Wilder hjÞfrtr Sagt um þetta leikrit, sem hér verður frumsýnt á hátðirmí, nokkurs konar álitsgerð fiíná: „Að nokkru leyti fjallar leikrit mitt um ævi konu — um ævi margra kvenna •— frá þvi hún stígur í hjónasæng, unz húh sf sárþjáð gömul kona. Að öðm léytl er þetta rórríantísk sagá um guð og menn. um dauðá ug hel og upprisu frá dauða, tim miklar ástir og miklar lausúr, Frh. á bls t. ENSK blöð skýra frá því í dag, með stórum yfirskriftum, að brezkfædd kona í Tékkósló- vakíu hafi fengið leyfi yfirvald- anna til að fara úr landi ásamt börnum sínum og setjast að í Englandi. Ef slíkt hefði gerzt í landi vestan jánrtjalds myndi engum hafa þótt tiðrndi. En að umkomulítil kona með börn sín skuli fá leyfi til að yíirgefá hinn kúgaða heim austursins, þykir ganga kraftaVerki næst — slík fregn á hvergi heimá hema á forsíðu blaðanna undir stærstu fyrirsögnum. Þrautalaust hefur þessi sigur heldur ekki unnizt. Þessi brezka kona giftist sínum tékkneska manni 1941, en hann var þá í brezka flughernum. 1946 fluttu þau til Tékkóslóvakíu með tvö börn sín. 1948 hrifsuðu kommún- istar völdin 1 landinu með svik- um og ofbeldi. Þau hjón reyndu að fá a‘3 fara úr landi, en ekki var við það komandi. 1950 gerðu þau tilraun til að flýja, en hún mistókst. Maðurinn var dæmdur í 11 ára fangelsi, konan i eins árö. Þegar hún kom úr tugthúsinu úrðu þau ásátt um að Skllja, og að konan skyldi reyna að fá leyfi til að fara til Englands með börnin, þar sem þau verða eftir. Konunni fannst nóg að faðir barnanna væri í tugthúsi, þó að ekki þar við bættist að þau væru móðurlaus. En þennan hugsunarhátt vildu tékknesku yfirvöldin ekki fall- ast á. Börnin yrðu að verða eftir. ---------------o---- Tékkneskur flóttamaður sagði svo frá örlögum þessarar konu hér í Bretlandi, ekki alls fyrir löngu. Blöð brezka heimsins hófu þegar baráttu fyrir rétti hennar til að fara úr landi með börn s.n. Og nú hefur ‘ékkneska stjórnin látið undan. Brezkur sendiráðsritari i Prag gat í gær tilkynnt konunni þessi málalok. Hann sagði á eftir við blaðámenn: „Hún varð frá sér af gleði. Ég hef aldrei séð konu verða fegnári." Samö dag talaði hún í fyrsta sinn í níu ár í sírtia við fólk sitt í Englandi, og bað um að blöðin flyttu þakkir sínar fyrif þann stuðning sem hún hafði fengið frá ðllum löndum brezkö samveldisins. Brezku blöðin láta í Ijós þá von, að eftirgjöfin i Prag, og fleiri svipaðir atburðir á síðustu mksertun, megi Verða til þess að fleira útlent fólk, sem dvelzt nauðugt austan járntjalds, fái leyfi til að hverfa aftur til sinna föðurlanda. Erum við áð sjá fyrstu merki þess, fá og strjál, að öld hins skefjalausa Stalinisma sé að víkja fyrir vakandi víðWstyggð 4 misbeiting valdsins gagnvart varnarlausum almenningi? Marg- ur spyr sig svipaðra spurninga á þessu sumri. Engum getur dulizt a3 valdhafar Rússlands hafa tek- i:i opinberum sinnaskiptum eftir fráfall Stalins, svo sem greini- legast kom fram í ræðu Krús- jefs á ílugvellinum í Belgrad, þar sem hann harmaði alla fram- komu Moskva-valdsins við hina minni bræðraþjóð 4 þeim árum s* m Stalinisminn var í algleym- ingi. HversU víðtæk og hversu djupstæð eru þessí sinnaskipti? Ura það spyr heimurirm með vaxandi eftirvænting. Eitt af áberandi einkennum Sfalinismans, sem maður oft furð aðí sig á, var erfitt að skilja sem oj-nað en óvenjulega hreínrækt- eða ánægju af meinbægni og hftrðýðgi við varnarlausa ein- stæklinga — harðýðgi sem engin leið var að afsaka með neinni rikisnauðsyn, eða með þvi að ýfirkátt nokkur maður á jorð- inni væri fyrir hana bættarí. Harðýðgi sem gat komið fyrir sjónir sem einskonar öfughneigS (perversitet), eða þá mjög frum-- stætt grimdar-hatur á einföld- ustu og sjálfsögðustu manm-étt- indum. Hvers vegna mátti til dæmis ekki þessi aumingja brezka kona fara til Englands með börnim sín, úr því hún vildi það, úr því hún átti þar f jölskyldu og föður- Iand —- og maður hennar átti að vera ellefu ór í tugthúsi? Hvaða maður í vestrænum heimi skilur yfirvöld, sem neita um slífet far- arleyfi árum saman — þangað til aimenningsálit úti í heimi —• rétt fyrir sáttaviðræður Vesturs og austurs — knýr yfirvöldin til að látá undán? Allir muna eftir rússnesku konunni, sem giftist syni sendi- herra Chile 1 Moskva, og árum saman var neitað um ley.fi til að fara úr landi með manni sínum, ekki fyrir neinar sakir — heldur með þeim rökum að hún væri rússnesk ríkiseign. Þá muna menn lika eftir liinum þrettán rússnesku konum, sem gifzt höfðu brezkum hermönnum í Þýzkalandi, upp úr ófriðarlokum, skroppið síðan heim til Rúss- lands, áður en þær færu alfarnar til manna sínna í knglandi — en. voru teknar traustataki af sovét- yfirvöldunum, kyrrsettar, neitað um leyfi til að fara til manna sinna — þær væru rússnesk eign. Hvaða maður hér í vestrinu skil- ur ánægjuna af slíkum aðför- um? Reglán virtíst vera sú á tím- lim Stalinismarts, að ríkið léti aldrei neitt tækifæri ganga úr greipum sér til að minna ein- staklinginn á algert réttleysi sitt — jafnvel þegar dýrasti og helg- asti réttur mannshjártans var í veði. Reglan Virtist vera sú að gera ríkið einS smáskitlegt og níðangursleygt og andstyggilegt Við hinn einstaka mann og ríki getur orðið. Sjö ára barátta brezku kon- unnar í Pfag myndi ekki hafa borið árangur á þessu sumri eí ekki brezk blöð hefðu skorizt í leikinn, og ráðstefnan í Genf ver- ið fram undan á næstunni. Erelsi þessarar móður og barna hennar er þvi engin sönnun fyr- ir sinnaskiftum í Prag — en kannske fremur í Moskvu. Því myndi stjórnin í Prag hafa leyft. konunni að fara með börn sín úr landi ef Staiin hefði verið enn á lífi? Myndi það ekki þá hafa verið talið stórhættulégt for- dæmi í rauðum heimi? Brot gegn þeirri undirstöðuhugsun alls skipulagsins, að manneskjan skulí vera ríkiseign, hvert hár á höfði hennar, hver hugsun í héila hennar — og hvers vegna afherida öðrum ríkjum eigur sínar? Maður á bágt méð að hugsa sér að aldrei eigi eftir að koma betri tímar f hinum kúgaða heimi austursins, meiri manriúð, meiri virðirtg fyrir réttindum og frelsi hins einstaka manns. Ef til vill eru þau öfl þegar að verki, sem munu losa um fjötr- ana. Og þá getnr þess orðiS sltemmra að bíða, en flesta grun- ar, að alþjóð manna í voru landi mun eiga erfitt með að skilja, að til skuli hafa verið islenzkir menii, - sem voru aðdáendur Stalinismans. London, 10. júlí 1955. Kiistján Albertson. • Morgunblaðið • MEÐ ORGCNKAFPIND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.