Morgunblaðið - 21.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIB Sunnudagur 21. ágúst 1955 j Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON FramKaldssagan 7 Einu sinni í viku fór hann venjulega til Sandmouth og dvaldi þar heilan dag. Hann átti nokkra sjúklinga á þeim bað- stað, auðugt fólk og iðjulaust, sem lengdi líf sitt rneð hinu hei1- næma sjávarlofti og öllum þeim vonum, sem það batt við þessar vikulegu heimsóknir hans og vitjanir. Hann tók sér sjaldan algert frí frá störfum, en þegar það kom fyrir, þá fór hann venjulega í eitthvert smáferðalag með Jess- icu og Gerald, svona í hálfsmán- aðartíma og var það mikið lengri tími, en hann kærði sig um að vera iðjulaus. En ferðirnar til Sandmouth voru skemmtileg tilbreyting í hinu daglega starfi hans. Þetta vikulega ferðalag hófst ^afnan með því, að hann fékk sér bolla af tei, snemma um morg- unmn, löngu .áður en nokkur annar á heimilinu, kom á fætur, því næst lagði hann af stað til brautarstöðvarinnar, upp hæð- ina, framhjá dómkirkjunni og niður hæðina hinum megin. Hann hafði alltaf gaman af þessum gönguferðum til stöðvar ■ innar. Það var allt annar svipur, sem umhverfið og náttúran öll hafði kl. sjö á morgnana, þegar allir góðir yfirprestar og erki- djáknar voru enn í fasta svefni, en ljós loguðu í mörgum litlu húsunum, þar sem verkamenn- irnir biðu eftir morgunkaifinu, en konur þeirra sköruðu í eldin- um, sem falinn hafði verið kvöldið áður. Einn sumarmorgun, fór hann eins og venjulega með lestinni kl. hálf átta, sem var raunar ó- þarflega snemma dags, en svo fór heldur engin lest þessa sömu leið, fyrr en um kvöldið og í þá daga voru ferðamenn algerlega háðir áætlunum járnbrautarlest- anna (Nú ganga strætisvagnar frá Calderbury Market-Square til Sandmouth, alltaf á sjötíu mín útna fresti). En læknirinn skeytti ekkert um þessar tvær og hálfa klukku- stund, sem fóru í brottförina og viðkomur á leiðinni, hossanda og hristing á ferðinni, eftir hinni margbreytilegu landsbyggð, þar sem loftið var mettað þanglvkt og sjávarseltu, síðustu tuttugu mílurnar af leiðinni, eða önnur slík smávægileg óþægindi. Þennan tíma notaði hann tiJ að lesa dagblað eða einhverja leyni- lögreglusögu, tala við eir.n eða annan samferðamann sinn, reykja pípu sína, eða sitja að- gerðalaus í sæti sínu og hugsa. Þennan umrædda föstudags ■ morgun, skein júní-sólin loga- skært af heiðbláum himninum, svo að stafaði á Station Avenue, sem lá niður að Pierhead, með öllum sínum kaffihúsaauglýsing- um og sölupöllum, sem svignuðu undan marglitum fötum og leir- kerum. Davíð gekk hægt eftir gang- stéttinni, sem iðaði öil af börn- um, japlandi eitthvert góðgætið úr búðunum og fullorðnu fólki, sem reikaði iðjulaust fram og aftur, í algerðu tilgangsleysi og nutu góða veðursins. Því næst beygði hann fvrir hornið hjá Pierhead og lagði leið sína um Promemade. , Hingað leituðu flestir-þeir, sem | áttu frí frá önnumi8gf^gff'i.,;Hjj;r j leituðu götuljósmyndarar ,að við- jskiptavinum og hérna fylltust j ruslakörfurnar, -sdiYí *fégtar vorú 1 við ljósagtaurana, af bananahýði * óg súkkulaðisumbúðum-, jafnóð- um og götusópararnir tæmdu þær. Á björtum sumardegi var ekki beinlínis fagurt í Sandmouth, en þar var ávallt einhver viðfeldinn svipur, sem öllum aðkomumönn- um féll einkar vel í geð og þegar gott veður var, hafði Davíð alltaf mikla ánægju af því að ganga um ströndina, horfa á slæpingjana og hnjóta yfir holurnar í sandinum, sem börnin höfðu grafið. Sjórinn var hlýr og hægur þennan morgun, en himininn var mistraður og fullur af bjartri hitamóðu, sem boðaði regn og fyrstu droparnir féllu líka til jarðar, laust eftir miðjan dag. Það var síðari hluta dagsins, sem Davíð fór í sjúkravitjanir sínar og var þeim jafnan lokið um kl. 5, svo hann gat hæglega snúið heim á leið aftur, með lest- inni klukkan hálf sex. En viðkoman hjá frú Draw- bell varð lengri en búist var við, vegna þess, að frænka hennar, sem komið hafði í heimsókn, hafði ofkælzt og sömuleiðis tafð- ist hann lengur en venjulega hjá Sanderson major, sem vildi endi- lega lýsa fyrir honum, mjög ná- kvæmlega, meltingarleysi, sem hann þjáðist af, sem Davíð hlust- aði á, með mikilli samúð, en ein- mitt með vaxandi kvíða út af tímanum, sem óðum leið. Að lokum sætti hann sig við það, að missa af lestinni, enda þótt honum hefði kannske tek.ist að ná henni, með því að flýta sér mjög mikið. Davíð var nefnilega einn þeirra manna, sem vildi heldur missa af einhverju, en elta það í al- gerðri óvissu. Næsta lest átti ekki að koma fyrr en klukkan átta, svo nú varð hann að slæpast og láta sér leiðast í rúmlega þrjár klukku- stundir. Hann gekk niður Station Avenue og aftur um Promenade. þar sem nú blasti við augum hans eitt af hinum dásamiegu sólarlögum við ströndina, sem svo oft hefur verið reynt að eftir- líkja á litskrúðugum myndakort- um, en aldrei orðið annað en svipur hjá sjón. Þegar Davíð kom niður á bryggjusporðinn fékk hann skyndilega löngun til að ganga eftir viðarplankanum og greiddi hin tilskildu, tvö pence. Það var eitthvað í hljóðinú, sem myndaðist, er gengið var eftir plankanum, og gjálfri bylgj- anna undir fótum hans, sem vakti hjá honum endurminning- ar, of gamlar og annarlegar, til þess að verða skilgreindar. j Það voru mörg ár, síðan hann hafði komið niður á Sandmouth- bryggjuna. Hún var því sem næst heill mílufjórðungur á lengd og á enda hennar stóð lítið lystihús, þar sem flokkar hJjóðfæraleik- ara héldu stundum eftirmiðdags- tónleika á sumrin. í þetta skipti var einn slíkur skemmtileikur að hefjast, þegar hann bar þar að garði. Hann veitti því athygli, að hljómleikaflokkurinn kalaði sig „The Cheerybles“ og þegar hann kom nær, sá hann auglýsingu með öllum skemmtiatriðunum. Eitt af hinum auglýstu atrioum vakti einhverjar endurminningar í huga hans og hann las, með eftirvæntingu: „Leni Arkadrefna, dansmær frá St. Petersblurg". Þá mundi hann allt, og í annað skipti á þessum degi, lét hann undan skyndilegri löngun sinni, gekk að aðgöngumiðasöJunni og keypti miða að pallsæti, gegnt leiksviðinu. i Leikurinn var þegar byrjaður, þegar hann komst loks í sæti sitt. Hann hafði lítið gaman að því, sem fram fór á sviðinu, en ein- hver saklaus forvitni hélt þó eft- irvæntingu hans vakandi og er hann horfði og hlustaði á hinn veigalitla leik og veika söng, fylltist hann einhverri óljósri vellíðan og eftirvæntingu eftir Fíllínn Hann hefði auðveldlega getað strokið og ekki komið aftur til þorpsins, en honum líkaði svo vel þar, að hann var kyrr. Það var bundin bjalla um háls hans til þess að svertingjarnir gætu heyrt, ef hann fór út á ekrur þeirra. En á mánudags- ^ morgnana kom hann alltaf aftur í tæka tíð til þess að svara, i þegar nafn hans var lesið upp. j Arin liðu og Fritz var orðinn stór og fullvaxinn. Á þurrka- i tímum þornaði vatnið svo mikið upp, að mikill sandur kom Jí ljós í fljótinu við þorpið. Fyrst sást sandurinn gegnum vatn- ið, sem var að grynnka. Þegar vatnið var metersdjúpt, gerð- ist það sunnudagsmorgun einn, að bátur sá, sem gekk þar um, pípti. Allir, sem gátu gengið, fóru niður til strandar til að taka á móti bátnum, sem kom nær og nær. Á strönd- inni voru menn tilbúnir til að taka á móti línum, sem há- seti einn kastaði í land. En allt í einu nemur báturinn stað- ar það fljótt, að mennirnir duttu um koll. Það var sand- rifið. Enginn hafði athugað það. Báturinn festist meira og meira í sandinum. Skipstjórinn lét vélina aka aftur á bak fyrir fullum krafti. Skrúfan þeytti vatninu langar leiðir og hrærði upp sand- inn, en það hafði enga þýðingu. Báturinn stóð fastur. Skipstjórinn skipaði nú hásetum og farþegum að fara úr bátnum út í vatnið, sem náði þeim upp í mitti. Þeir reyndu að hjálpa gufuvélinni að losa bát- inn, en það dugði ekki heldur. Bezt ai auglfsa í Morgunblaiinu K.R.R. K.S. I. I kvöld kl. 7,30 keppa: ; Víkingur — Þróttur : Mótanefndin. ■tal IBUÐIR - HITAVEITA Eigum eftir óráðstafað 3ja og 4ra herbergja íbúð á bezta stað í Vesturbænum. Sérhitaveitukerfi fyrir hvora íbúð, eignarlóð. — Ibúðirnar eru til afhendingar nú þegar. Uppl. á skrifstofunni (ekki í síma). BYGGINGAR H.F. Ingólfsstræti 4. B.S.S.R. B.S.S.R. 2. 3. Hús til sölu Einbýlishús í Kópavogskaupstað, ásamt stó'TÍ rækt- aðri erfðafestulóð. Skipti á því og þriggja herbergja íbúð í Reykjavík, æskileg. Stórt einbýlishús við Silfurtún í Garðahreppi. Tveggja íbúða hús í smíðum, selst fokhelt, með hitatækjum. Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Lindargötu 9 A kl. 16—18 virka daga. „llmurinn er indœll og bragðið eftir því 44 O.M nóon ^JJaaler L.f. Iþróttakeppni Ungmennasambands Kjalarnessþings, Keflvíkinga og Akureyringa, verður í dag að Leirvogstungubökkum og hefst kl. 2. Spennandi keppni í frjálsum íþróttum og hsndknatt- leik kvenna. Dansleikur að Hlégarði á eftir. Ferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 9. U. M. S. K. — Morgunblaðið með morgunkafíinu — >■■■■■■■■■............... mHnmi(iniiici«iiiiiimi»aMm«MiMniwiiMi»¥Brm»n»iiniinmnamuiiiuiiiiiiiniaiiiiiminl £.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.