Morgunblaðið - 21.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. ágú=t 1955 H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson, Ritstjðri: Valtýr Stefánsson (ábyr*ííistr*„) Stjómmálaritatjóri: SigurSur Bjarnason frá Vlfiacfc Lesbók: Arni Óla, sími 304S. Augiýaingar: Arni GarQar KrisUxuwom. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Auaturstræti 8. — Sími 1600. Áskriftai'gjald kr. 20.00 ft mánuSi inaaalaada. I lauaasölu 1 krftM dntakiS. § UR DAGLEGA LIFINU | Almerma bókafélagið og hinn „andlegi aðall HINN 17. júní s.l. var frá því skýrt, að stofnað hefði verið hér á landi nýtt. félag, sem hefði það mark og ínið að gefa út bækur og gefa almenningi kost á að eignast bær með skaplegu verði. Ber það heitið Almenna bóka- félagið. í ávarpi, sem félagið gaf út, var lögð á það áherzla að tilgangur þess væri tvíþættur. Annarsvegar að kynna íslendingum bókmennt ir og andlegar hræringar meðal samtíðarinnar, hinsvegar að glæða áhuga þeirra á fornum menningararfi þeirra sjálfra. Jafnframt var á það bent, að íslenzku þjóðinni væri nú marg- ur vandi á höndum í menningar- málum að rofinni einangrun landsins Að félagsstofnun þessari stóðu margir þekktustu og vin- sælustu rithöfundar og skáld þjóðarinnar og fjöldi fólks úr öllum lýðræðis- flokkunum í landinu. — Mun henni yfirleitt bafa verið vel fagnað. íslendingar unna bókum og vilja gjarnan hafa tækifæri til þess að eignast þær, og fylgjast sem bezt með því, sem gerist í menningar- lífi samtíðar sinnar, Jafnhliða stofnun Almenna bókafélagsins var sett á laggirn- ar félag, sem styðja mun útgáfu- starfsemi þess, Stuðlar h.f. Er það skipað fólki úr öllum stétt- um, sem áhuga hefur'á því menn- ingarstarfi, sem hér er um að ræða. KOMMÚNISTAR HRÖKKVA VIÐ En þótt almenningur fagnaði hinu nýja bókafélagi, var til hóp- ur manna, sem stóð álengdar og gaf því óhýrt auga. Það voru kommúnistarnir. Þeir hafa um langt skeið talið sig nokkurs- konar „andlegan aðal“ í land- inu. Þeir hafa einnig stofnað til útgáfufyrirtækis, sem um langt skeið hefur gefið út bækur, sum- ar góðar og merkilegar eftir ágæta höfunda, en margar bragð- I dauf áróðursrit, sem fyrst og fremst hefur verið ætlað það hlut verk að boða hina austrænu ofsa trú. I Vegna þessarar starfsemi sinn- ar, hafa kommúnistar bitið sig í þá skoðun, að eiginlega hafi engir aðrir en þeir, leyfi til þess að efna til félagsskapar um bókaútgáfu. Þeir þykjast beinlínis hafa „einka leyfi“ á slíkri starfsemi. | í þessu ljósi ber að líta skrif „Þjóðviljans“ nndanfarið um Almenna bókafélagið og stuðn ingsmenn þess. Þar er því beinlínis haidið fram, að venju legt fólk, almenningur í land- inu, sé ails ekki hlutgengt til þess að mynda slíkan félags- skap. Aðeins „Andréssynir" og hinn „andlegi aðall“ þeirra, sem „afklæðzt hefur persónu- leikanum" komi þar til greina!! Kommúnistar hafa enn þá einu sinni gert sig að fíflum með derringi sínum og gáfnagorti. Þegar Kristinn Andrésson stofn- ar félagsskap um bókaútgáfu á „Þjóðviljinn“ ekki nógu sterk orð til þess að lýsa menningarhlut- verki þess. Þegar nokkur vinsælustu skáld þjóðarinnar ásamt fólki úr öllum, lýðræðisflokkunum efna til út- gáfustarfsemi spýta kommúnist- ar við tönn og telja slíka útgáfu „ófína“! ÓTTAST SAMKEPPNINA Kjarni málsins er hinsvegar sá, að hinn „andlegi aðall' komm- únista óttast samkeppni Almenna bókafélagsins. Þeir vita, að margt fólk er orðið leitt á hinum póli- tíska áróðri, sem Mál og menning heldur uppi fyrir hina austrænu ofsatrú. Þess vegna getur útgáfu starfsemi Almenna bókafélagsins orðið því skeinuhætt. Það hefur vakið nokkra furðu, að bæði Tíminn og Alþýðublaðið hafa verið með smánart í garð hins nýja útgáfufélags. Verður ekki annað séð, en að þar liggi einhvers konar minnimáttar- kennd gagnvart Sjálfstæðis- flokknum til grundvallar. En aðalatriðið er, að allur al- menningur í landinu hyggur gott til starfsemi Almenna bókafélagsins. Það mun þeg- ar á þessu ári gefa út ágætar bækur, innlendar og erlendar. Af innlendum bókum má nefna íslandssögu, sem dr. Jón Jóhannesson hefur ritað og nær fram til siðaskipta. Enn fremur ævisögu Ásgríms Jóns- sonar listmálara, eins vinsæl- asta og mikilhæfasta núlifandi listamanns þjóðarinnar, sem rituð er af Tómasi Guðmunds- syni. Allir öfgalausir íslendingar fagna stofnun Almenna bóka- félagsins. Með því að eflá það, styðja þeir heilbrigt og gró- andi menningarlíf í landi sínu. | IDAG er Margrét prinsessa 25 ára, og mun halda þetta merkisafmæli hátíðlegt — kyrr- látlega — með konungsfjölskyld- unni í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Brezk blöð hafa undanfarið gert þessi tímamót í ævi prins- essunnar mjög að umtalsefni. íhaldssamari blöðin ræða þetta fyrst og fremst frá því sjónar- miði, að hér sé um að ræða merkan áfanga í lífi hennar. — Önnur blöð — á borð við Daily Sketch — leggja áherzlu á, að nú sé Margrét sjálfráð að því, hverjum hún giftist. i ♦—0—4 1 Ekkert blaðanna nefnir nafn hins fráskilda Peter Townsends, Hargrct prinsessa 25 ára — og frjáls Fylgi Margrét þessu fordæmi, mun drottningin gera efri og neðri deild þingsins grein fyrir íyrirætlunum systur sinnar — er þingið kemur saman í október n. k. — ❖—0—4 Síðan verður frumvarp um erfðaafsal prinsessunnar borið fram í báðum deildum þingsins — og ef farið er nákvæmlega eftir lagabókstafnum — einnig í þingum allra samveldislandanna. Og Margrét missír ekki aðeins Russel og Rússar ! í ÁGÆTRI grein eftir Bertrand Russel, sem tímaritið Stefnir birti fyrir skömmu um Alræði og spillingu, kemst hinn frægi rit- höfundur og heimspekingur m. a. að orði á þessa leið: > „Jafnskjótt og Asíulöndunum verður Ijós sú staðreynd, að, kommúnisminn er í höndum! Rússa aðeins ný hlið á heims- ’ veldisstefnu hvíta mannsins, þá munu þau snúast öndverð við Rússum og taka upp baráttuna gegn þeim. Og þar sem öll ein- ræðisríki koma að lokum upp um kúgunarfyrirætlanir sínar hygg ég, að þessarar stundar verði ekki langt að bíða“. j Bertrand Russel hittir hér vissulega naglann á höfuðið. — Kommúnisminn er nýlendustefn- an endurborin. Það væri þess vegna grátlegt víxlspor ef þær þjóðir, sem í margar aldir hafa orðið fyrir barði nýlendukúgun- arinnar settu nú traust sitt á arf- taka hennar. Hinn merki heimspekingur lætur í þessari sömu grein þá skoðun sína í ljós, að hin komm- úníska trú muni brátt „ganga af sjálfri sér dauðri“. Hún krefj- ist þess að maðurinn afsali sér hinum frumstæðu gæðum örygg- is og yfirráða yfir vinnu sinni. Slík stefna geti ekki til lengdar haldið völdum og áhrifum. Bertrand Russel er ekki einn um þessa skoðun. Komm únisminn er að daga uppi í hinum frjálsa heúni eins og nátttröll fyrir nsandi sól. Prinsessan og---- ofursta, en það má lesa milli línanna, að Daily Sketch og Daily Telegraph álíta hann hinn útvalda. Hann er fertugur að aldri og var orrustuflugmaður í brezka hernum í síðari heims- styrjöldinni og gat sér mikla frægð. — Nú er hann flugmála- fulltrúi við brezka sendiráðið í Brússel, og allir kannast við söguna um, að hann hafi verið sendur þangað til að koma í veg fyrir, að Margrét og hann ættu nokkuð saman að sælda. Frá Buckingham-höllinni hefir ekkert heyrzt annað en að prins- essan haldi upp á afmæli sitt með venjulegum hætti. — Þjón- ustustúlkan hennar, ,,Ruby“, vek ur prinsessuna og færir henni te, því næst fer hún til morgun- bæna, borðar steikta síld í morg- unverð, les dagblöðin með móður sinni — eins og venjulega — og loks safnast konungsfjölskyldan saman í setustofunni til að horfa á Margréti opna afmælisgjafirn- ar, sem drifið hefir að í tugatali undanfarna daga. ♦—0—4 Þó að Daily Sketch segi, að prinsessan geti nú ráðið því sjálf, hvern hún velur sér sem lífs- förunaut, eru samt nokkrir agnú- ar á því. — Elísabet drottning — systir hennar — er æðsta yfir- vald brezku kirkjunnar, en inn- an hennar vébanda er hjónaskiln aður ekki viðurkenndur. Það yrði drottningunni erfitt — ef ekki ómögulegt að veita systur sinni heimild til að giftast Town- send. Þar að auki yrði að taka til greina hverskonar mótmæli, er kynnu að koma frá þinginu. Það er því líklegt, að Margrét yrði að afsala sér öllum rétti til brezku krúnunnar, ef hún vill fara sínar leiðir í hjónabands- málunum. O—♦ Flugkapteinninn. réttinn til krúnunnar heldur einnig sínar árlegu 6 þús. sterl- ingspUnda tekjur. Ef Margrét giftist konungbornum manni, mundu tekjur hennar hækka upp í 15 þús. sterlingspund á éri. Er samþykki þingsins væri fengið fyrir þessu frumvarpi geí- ur Margrét trúlofast Townsend og gifzt honum, hvenær sem hún vill — hinsvegar yrði hún að bíða heilt ár eftir úrskurði þings- ins, ef hún ekki vildi afsala sér réttinum til krúnunnar. Giftingarathöfnin gæti ekki farið fram í neinni kirkju á enskri grund — né heldur gæti drottningin verið viðstödd at- höfnina. Hinsvegar gætu þau Margrét og Townsend látið gefa sig saman í borgaralegt hjóna- band í Englandi eða í kirkju hvar sem væri annars staðar en í Englandi — t.d. í Skotlandi. Það er enginn vafi á því, að öll konungsfjölskyldan vonast eftir því, að Margrét láti skylduna við þjóðfélagslega stöðu sína sitja í fyrirrúmi fyrir tilfinningum sín- um. Sagt er, að innan konungs- fjölskyldunnar mvndi hertoga- frúin af Kent sýna mest umburð- arlyndi, er til kastanna kæmi. — Drottningin og drottningarmóðjr eru á báðum áttum— þær vilja, að Margrét geti fylgt köllun hjarta síns, en óttast þær afleið- ingar, er hjónaband hennar og Townsends kynni að hafa — einkum þar sem aðeins um 20 ár eru liðin, síðan sams konar atvik kom fyrir innan fjölskyldunnar. Hinsvegar kvað hertoginn af Edinborg vera hvað andvígastur hjónabandi Margrétar og Towns- ends. ♦—O—♦ En hvað sem því líður. Upp frá deginum í dag getur Margrét Framh. á bla. 11 ULí andi Árifar: M; Lítil ferðasaga. AÐUR, sem er nýkominn úr ferðalagi vestan af landi, sagði mér eftirfarandi sögu: ! „Eg var á ferð vestur á Snæ- fellsnesi. í Kolgrafarfirðinum varð á veginum á, nokkuð erfið yfirferðar, enda stóð það heima — að í henni miðri stóð lítil j bifréið, sem voru allar bjargir bannaðar, hún stóð þarna föst í miðjum vatnselgnum og komst engan veginn leiðar sinnar. Að . sjálfsögðu kom eg hinum nauð- j stadda bíl til hjálpar, ég sjálfur ! var á stærri og sterkbyggðari bifreið og tókst því auðveldlega að komast yfir ána og draga síð- an hina upp úr á eftir. — Hélt ég svo ferð minni áfram suður á við upp úr Borgarfirðin- um — Uxahryggjaleiðina. — Þar Lögfræðingar halda því fram, að afsali hún sér öllum rétti til krúnunnar (hún gengur næst börnum Elízabetar drottningar), geti brezka þingið ekki haft nein afskipti af málinu, þar sem prins- essan sé þá orðinn venjulegur brezkur ríkisborgari. Og for- dæmi er líka fyrir þessu í hjóna- bandi Játvarðs VIII, föðurbróður Margrétar og fyrrverandi Breta- konungs. varð fyrir mér önnur á og önn- ur lítil fólksbifreið sem strandað hafði í henni miðri og komst hvergi. í henni var auk bílstjór- ans kona og tvö börn. Sjálfsögð skylda. I’j’G LÉÐI bifreiðinni taug og J eftir nokkuð hnjask og erfiði tókst að draga hana upp úr og svo var haldið áfram ferðinni eins og ekkert hefði í skorizt. — Eg hafði að vísu tafizt um 6—7 klukkutíma við aðstoð þá, sem ég hafði veitt þessum tveimur bifreiðum, sem svo illa voru á sig komnar og má enginn skilja orð mín svo, að ég sé hér að telja iþá aðstoð eftir. Hún var veitt með glöðu og fúsu geði, enda ;sjálfsögð skylda hvers og eins að hjálpa upp á sakirnar undir slík- um kringumstæðum. Varhugavert. ÞAÐ, SEM ég vildi vekja at- hygli á er þetta — að það | er varhugavert að ætla litlum jbifreiðum of mikið, þegar vatns- föll eru annars vegar, ekki sízt jí rigningarsumrum eins og í ár, jþegar allar ár eru óvenjulega ivatnsmiklar og breytilegar. Og enginn ætti að nauðsynjalausu að hætta sér út á vandfarnar vatnaleiðir, sem hann ekki hefir farið áður eins og nú er í pott- inn búið með færð á vegum úti — og allra sízt með konur og börn, sem viðkvæmari eru fyrir volkinu en þykkskinnaðir bíl- stjórar". Beið ekki boðanna. NÚ Á DÖGUNUM var sendill einn hjá opinberu fyrirtæki hér í bænum svo óheppinn að týna umslagi, sem í voru fimm hundruð krónur í peningum. — Auglýst var eftir hinu glataða peningaumslagi í Mbl. og þegar daginn eftir að auglýst var kom öldruð kona á afgreiðslu blaðs- ins og skilaði umslaginu. Hún hafði fundið það á förnum vegi og ekki beðið boðanna með að skila því, svo sem vera bar. —• Hún þarf ekki, konan sú, að taka til sín ásaknir um óskilsemi þá og hirðuleysi um eigur náung- ans, sem margir vilja kalla „þjóðarlöst" íslendinga — því miður ekki að ósekju. Merkið, sem klæðir landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.