Morgunblaðið - 26.08.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. ágúst 1955
MORGUNBIAB19
Steinunn Magnúsdóttir - minning
i Deyr fé,
j deyja frændr,
deyr sjalfr it sama;
j ek veit einn,
I at aldrei deyr
dómur um dauðan hvern.
EF ekki hefði rætzt dómur Háva-
mála á tilkomu dauðans, hefðum
við vinir og ættingjar Steinunn-
ar Magnúsdóttur íagnað með
henni í dag 26. ágúst, 63 ára af-
mæli hennar. í stað fagnaðar og
gleði kemur tregi og sorg þess
er syrgir látið göfugmenni. Við
syrgjum heiðurskonu er var
glæsilegur fulltrúi samtíðar sinn-
ar sökum göfugmennsku og mann
kærleika.
Steinunn Magnúsdóttir var
fædd í Reykjavík 26. ágúst 1892.
Foreldrar hennar voru Magnús
Pálsson, sjómaður, ættaður úr
Biskupstungum, og Rannveig
Brynjólfsdóttir, Halldórssonar
bónda og formanns frá Norður-
garði í Vestmannaeyjum. Stein-
unn ólst upp hjá foreldrum sín
um í Reykjavík ásamt systkinum
sínum, þeim Guðrúnu, Steingrími
og Jórunni, er öll voru búsett
þar, en Guðrún lézt 1929. Sjö
ára gömul fluttist Steinunn til
móðursystur sinnar, Margrétar,
konu Hannesar Jónssonar hafn-
sögumanns í Vestmannaeyjum.
Dvaldi hún þar á sumrum og
gætti barna, en faðir hennar
stundaði sjóróðra á Austfjörðum
og tók hana með sér vor og haust.
Frá fermingu og fram til 27 ára
aldurs vann hún ýmist að heim-
’ilisverkum eða í verksmiðjum.
Var hún um nokkur ár vefari
við klæðaverksmiðjuna Iðunni í
Reykjavík. Árið 1910 fluttist hún
til Akureyrar og vann að hús-
verkum á heimili Júlíusar Haf-
stein sýslUmanns. Á Akureyri
kynntist Steinunn ungum manni,
Kolbein að nafni, og átti með
honum eina dóttur, Þórunni. .—
Steinunn fluttist aftur til Rvíkur
árið 1913, en móðursystir hennar
Guðrún, sem bjó með stjúpsyni
sínum Kristjáni Guðmundssyni
bóksala, tóku barn hennar, Þór-
unni og ólu hana upp og býr
Þórunn enn á Akureyri.
1920 kynntist Steinunn eftirlif-
andi manni sínum, Guðbjarti
Jónssyni húsasmíðameistara frá
Skógi á Rauðasandi. Þau giftu
sig í Rvík 18. des. sama ár, og
bjuggu í einstaklega farsælu
hjónabandi í rúm 34 ár. Þau
eignuðust eina dóttur barna,
Kristínu Jónu, sem er gift
Bjarna Guðmundssyni póstmanni
í Reykjavík. Eftir að Seinunn gift
ist lét hún félagsmál mjög til sín
taka. Vann hún ötullega með
konum þeim, er störfuðu að
söfnun til byggingar Landsspít-
alans. f Kvenfélagi Fríkirkjusafn
aðarins í Rvík var hún til dauða-
dags. Þann félagsskap elskaði
hún og virti, en Magnús faðir
hennar var einn af stofnendum
Fríkirkjusafnaðarins. f þeim söfn
uði var Steinúnn skírð, fermd,
gift og að síðustu grafin. Einnig
var hún einlægur Góðtemplari
alla sína lífstíð, og starfaði síð-
ustu árin í stúkunni.Dröfn og tók
þar stórstúkustig.
Leikurínn, sem tryggði Akureyr-
ingum sæti í I.-deild
í þessum félögum var hún elsk-
uð og virt, enda eignaðist hún
marga góða vini úr félagshópum
þessum.
1947 tók Steinunn þá veiki, er
síðar reyndist ólæknandi. R'eyndi
þá mikið á sálarþrek hennar.
Þrátt fyrir þessa byrði var hún
sístarfandi og glöð fram til
hinztu stundar. Það var trú á líf-
ið, er hjálpaði henni til þess að
bera þessa byrði. í rúm sjö ár
þjáðist hún af sjúkdómi sínum,
en trúna á bata missti hún
aldrei, enda naut hún þar ein-
stakrar umhyggju og ástar eigin-
manns síns og dóttur. Hún and-
aðist 2. marz 1955 og var jarðsett
9. s. m. að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að búa á heimili þeirra hjóna.
Heimili þeirra, er allt ijómaði af
hjartagæzku og góðvild, varð
mér mikill og haldgóður skóli.
Það heimili mótaðist af hjarta
veitandans, en æskir þess eins
að hjálpa og líkna.
Vart verður fundin slík sam-
heldni og ást, er einkenndi þau
hjónin Steinunni Magnúsdóttur
og Guðbjart Jónsson. Sem upp-
eldissonur þakka ég óendurgjald
anlega daga og stundir, sem ég
átti á heimili þeirra sjö skólaár
mín í Reykjavík.
Fátækleg orð mín megna ekki
að flytja það þakklæti, er í hjarta
mínu býr Með trega og sorg kveð
ég og þakka þeirri konu, er síð-
ustu árin gekk mér í móðurstað.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr it sama'
en orðstírr
deyr aldregi,
hveim sér góðan getr.
Sigfús J. Jotmsen,
Vestmannaeyjum *
mnai
B
í
FORST OÐOM AÐUR
Óskast nú þegar að 1000 manna mötuneyti.
Sérmenntun í matreiðslu æskileg.
Umsóknir um starf þetta með upplýsingum um
menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist í
pósthólf 364, fyrir þriðjudagskvöld 30. þ. m. merkt:
„Mötuneyti —623“.
r»»
Vélbátur til sölu
36 rúmlesta vélbátur er til söiu. — Báturinn er
með nýlegri 240 ha. G.M.C.-vél. — Hagkvæmir
greiðsluskilmálar. — Nánari uppl. gefur
Landssamband ísl. útvegsmanna.
— Morgunblaðið með morgunkaífinu
SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld
var háður úrslitaleikur í ann-
arar deildar keppninni í knatt-
spyrnu og áttust við lið Akur-
eyringa og Suðurnesjamanna. —
Leiknum lauk með sigri Akur-
eyringa, 2 mörk gegn 1, eftir
fjörugan og spennandi leik. Bæði
liðin lögðu sig mjög fram enda
til mikils að vinna, þar sem sigur-
vegarinn átti víst að sigurlaunum
að ná réttinum að keppa í fyrstu
deild næsta sumar. Veður var
ekki gott til keppni, mjög hvasst
og rigning öðru hverju, og háði
það að sjálfsögðu báðum liðun-
um, einkum áttu þau erfitt með
að hemja knöttinn, er leikið var
undan vindinum, en á móti rok-
inu náðu bæði liðin betri leik,
svo menn geta ímyndað sér hve
hvasst var og erfitt að leika þetta
kvöld. Þrátt fyrir þetta var heild-
arsvipur leiksins góður og færði
okkur áhorfendum heim sanninn
um það, að víðar er leikin góð
knattspyrna, en á Akranesi og í
Reykjavík og geta bæði liðin ver
ið ánægð með frammistöðu sína.
Akureyringar léku undan rok-
inu í fyrri hálfleik og lá knöttur-
inn mun meira á vallarhelmingi
Suðurnesjamanna. — Hinsvegar
mistókst Akureyringum að ná af
stað virkum samleik. Spyrnurn-
ar voru yfirleitt of háar og fast-
ar, enda erfitt að hemja knött-
inn. Strax á 4. mínútu ver Heim-
ir í marki Suðurnesjamanna fasc
skot frá Tryggva utan frá hægri.
Á 9. mínútu leikur Björn Ólsen,
vinstri útherji Akureyringa,
knettinum upp vinstri vænginn
og gefur fyrir, knötturinn hrekk-
ur af Suðurnesjamanni fyrir
fætur Hermanns Sigtryggssonar,
sem lék sig auðveldlega i gegn
og skoraði með föstu skoti af
stuttu færi. Suðurnesjamenn ná
af og til mjög snörpum upp-
hlaupum, einkum upp hægri
kantinn, þar sem Páll var stöð-
ugt ágengur og hættulegur með
sínar jarðarsendingar áfram til
samherja sinna, Skúla miðfram-
herja og Svavars hægri innherja,
en aftasta vörn Akureyringa, sem
naut lítils stuðnings framvarð-
anna i fyrri hálfleik, var sterk
fyrir enda þótt hún léki nokkuð
opið á köflum og bægði hættunni
frá. Á 12. mínútu eru Akureyr-
ingar enn ágengir við mark Suð-
urnesjamanna, hár knöttur er
sendur fyrir markið frá vinstri,
sem Garðar vinstri bakvörður,
spyrnir í horn fyrir miðju marki
sínu. Ekkert varð úr hornspyrn-
unni. Á 20. mínútu fannst Suður-
nesjamönnum kominn tími til að
jafna metin. Svavar sendir Páli
á hægri kantinum knöttinn. Páll
geysist með hann áfram í áttina
að endamörkum og gefur lágan,
góðan knött fyrir markið til Vil-
bergs Jónssonar vinstri innherja,
sem fvlgdi fast eftir sókninni á
sinum væng og spyrnti knettin-
um viðstöðulaust i mark Akur-
eyringa í stöng og inn. Framlína
Akureyringa átti erfitt uppdrátt-
ar með sóknartilraunir sínar á
miðjunni, þar voru Suðurnesja-
menn sterkir fyrir og tilgangs-
laust reyndist að reyna að leika
einleik í gegn. Miðjutríóið hélt
knettinum of lengi og missti
þannig af mörgum tækifærum,
helzt voru það útherjarnir Björn
og Hermann, sem voru skeinu-
hættir með sendingum sínum af
köntunum. Á 30. mínútu á Her-
mann skot framhjá innan víta-
teigs. Á 34. mínútu eru Suður-
nesjamenn ágengir á miðjunni.
Póll og Svavar byggja upp sókn-
ina, en Arngrímur grípur inn í
og spyrnir knettinum úr leik. Á
38. mínútu á Ragnar Sigti-yggs-
son gott skot, sem markvörður
Suðurnesjamanna slær í horn. —
Alls fengu Akureyringar fjórar
hornspyrnur í fyrri hálfleiknum,
en þær reyndust allar hættu-
lausar. Fyrri hálfleiknum lauk
með jafntefli, 1:1, og var það
mjög sanngjarnt. Knötturinn var
meira á vallarhelmingi Suður-
nesjamanna, en sókn þeirra móti
vindinum var snörp og iiætculeg
vegna flýtis framlinunnar.
í seinni hálfleiknum var Ak-
ureyrarliðið eins og annað lið. Nú
var knötturinn látinn vinna og
framverðirnir Haukur og Guð-
mundur höfðu náð yfirtökunum
á miðjunni. Einkum var Haukur
iðinn við að senda samherjum
sínum í framlínunni hverja send-
inguna af annari viðstöðulaust
og átti hann drjúgan þátt í ágæt-
um sóknaráhlaupum af vinstri
væng ásamt Birni, Tryggva og
Ragnari. Fyrstu 10 mínúturnar
voru Akureyringarnir alls ráð-
andi á vellinum og pressuðu
stöðugt. Strax í byrjun eiga þeir
góðan skalla, sem Heimir bjarg-
aði vel. Og á 7. mínútu er Björn
í hættulegu færi, en varð aðeins
of seinn með skotið, Eiríkur náði
að spyrna í burtu á síðustu
stundu. Á 9. mínútu leikur
Tryggvi laglega á vinstri bak-
vörðinn með því að skalla knött-
inn yfir hann og komast inn-
fyrir og skjóta, en Heimir bjarg-
ar í horn. Sendingar Tryggva
áfram með skalla voru sérlega
fallegar og á hann fáa jafningja
í skallasendingum. Er um stund-
arfjórðungur var af seinni hálf-
leiknum fara Suðurnesjamenn
að verða ógengari við mark Ak-
ureyringa, en það fór eins með
þá, að þeim reyndist erfitt að ná
í gang virkum samleik undan
rokinu og skotin urðu fá. Það
hættulegasta kom á 24. mínútu
er Gunnlaugur átti fast skot á
markið, en Einar í markinu var
vel staðsettur og átti allskostar
við skotið. Akureyringar fá all-
mörg tækifæri, einkum skall
hurð nærri hælum á 26. mínútu
er Ragnar var búinn að ,,brod-
era“ svolitla stund með knöttinn
og skaut sjálfur í slæmu færi í
stað þess að gefa vel staðsettum
samherjum sínum knöttinn. Á
30. mínútu sækja Akureyringar
á hægri væng. Baldur og Tryggvi
leika saman inni á miðju. Bald-
ur fær gott skotfæri af vítateig
og spyrnti fast og öruggjega
knettinum í mark Suðurnesja-
manna rétt undir þverslá .■—
mjög fallegt skot.
Suðurnesjamenn höfðu fullan
hug á að jafna metin og sóttu
stöðugt á einkum síðustu 10 mín-
úturnar, en marktækifærin létu
standa á sér þrátt fyrir ákafa
sókn.
LIÐIN
Lið Akureyringa var vel að
sigrinum komið. Þeir sýndu
betri og raunhæfari leik í seinni
hálfleik, sem varð þeim til sig-
urs, annars var mjótt á munun-
um, því Suðurnesjamenn seldu
sig dýru verði og unnu af krafti
og dugnaði til hinztu stundar. —
Vörn Akureyringanna var styrk
með Arngrím sem sterkasta
mann. Siguróli og Tryggvi áttu
einnig góðan leik, þó átti Tryggvi
á stundum erfitt með Pál og gaf
honum of lausan tauminn. Fram-
verðirnir Haukur og Guðmundur
voru fremur slalrir í fyrri hálf-
leiknum, en í þeim síðari sneru
þeir blaðinu við og áttu miðjuna,
einkum sýndi Haukur góðan leik,
eins og áður er sagt. Framlínan
sýndi í seinni hálfleiknum, að
hún er fljót til og harðsnúin,
einkum vinstri vængurinn, Bjöm,
Ragnar og miðframherjinn
Tryggvi. Baldur er orðinn nokk-
uð þungur, en hann hefir gott
auga fyrir samleik og skot hans,
sem hann skoraði úr var fallegt.
Hermann á hægri kantinum er
fljótur á sprettinum og sendi
marga góða bolta fvrir markið til
samherja sinna. Á Einar í mark-
inu reyndi lítið, en grip hans
voru svo örugg, að hann tapaði
engum knetti frá sér og hann néð
við allt, sem að markinu kom,
nema hið eina mark, sem skorað
var og ekki verður hann sakaður
um það.
Lið Suðurnesjamanna sýndi
sterkan og góðan leik, einkum
var fyrri hálfleikurinn „þeirra
leikur“ þó móti veðri væri sótt.
Vörnin var sterk með Eirík
Helgason sem sterkasta mann.
Framverðirnir Sigurður og Einar
unnu mjög vel allan ieikinn út.
Páll, Gunnlaugur og Svavar
voru virkustu sóknarmennirnir,
þó virtist Svavar slappa af í
seinni hálfleiknum og undan
rokinu gekk framlínunni iPa að
hemja knöttinn. Heimir í mark-
'nu varði oft djarflega háa ’oolta,
en átti til að missa knöttinn fyrir
markið, að öðru leyti skilaði
hann hlutverki sínu með prýði.
Að loknum leik bauð stjórn
K. S. í. keppendum til kaffi-
drykkju. Þar ávarpaði formað-
urinn, Björgvin Schram, kepp-
endur og árnaði sigurvegurum
heilla og lét þess getið, að hann
hefði persónulega ákveðið að
gefa sigurvegurunum grip til’
minja um þennan sigur, en grip-
urinn var ekki tilbúinn og verð-
ur sendur sigurvegúrunum síðar.
Einnig tóku til máls Árni Sig-
urð&son, fararstjóri Akureyringa
og Póll Ó. Pálsson, formaðuF
íþróttabandalags Suðurnesja.
Með þessum leik er brotið blað
í íslenzkri knattspyrnusög'u. —
Fyrsta leikári annarar deildar er
lokið, en sú nýskipan komst á
á þessu leiktímabili, að skipt var
í fyrsta sinn í deildir að erlendu
fyrirkomulagi. Annari deild var
skipt í svæði með landfræðileg-
um takmörkunum, en opin öllum
aðiljum, sem ekki áttu flokk fyr-
ir í fyrstu deild. Aðeins fjórir að-
iljar tóku þátt í keppninni að
þessu sinni, Akureyringar, Suð-
urnesjamenn, Vestmannaeying-
ar og ísfirðingar. Of snemmt er
að spá neinu um, hvort hér sé
fundið fast keppnisform til fram-
búðar, til þess liggja ýmsar á-
stæður, þó aðallega fjárhagsleg-
ar, þar sem ferðalög flokkanna,
sem þátt taka í keppninni eru
dýr. T.d. má geta þess, að för
Akureyringa hingað á úrslitaleik-
inn mun.. kosía um 12 þúsund,
krónur. Vonandi er þó að fjár-
hagurinn verði keppninni ekki
fjötur um fót, því hér.er stigið
stórt spor í rétta átt til þess að
auðga og efla knattspyrnuíþrótt-
ina um allt land.
Hans.
• Morgunblaðið
• MEÐ
•M
. 'OEGCNKAFFINU
*•••••••<