Morgunblaðið - 26.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. ágúst 1955 Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON Uaanaua Framhaldssagan 11 Fljótt á litið virtist þetta fy- irmyndar hjónaband Jessica hafði endurskipulagt allt það í lífi Davíðs, sem hægt var að endur- skipuleggja og"húsið við hornið á Shawgate var keypt fyrir pen- inga hennar. Og þó að Davíð þættist hafa alla stjórn og yfir- umsjón með því, sem eitthvað snerti starf hans og stöðu, þá voru þó leynileg afskipti hennar tíðari og meiri, en hann gat látið sér detta í hug. i Hún sneri tapi í gróða og Davíð hældi henni fyrir, án þess þó að vera sannfærður um, að það borgaði sig. Föstudagsmorguninn rann upp, aðeins nokkrum stunduin eftir að Davíð hafði lokið við þýzku kennslubókina, í rúmi sínu. Dagurinn virtist ætla að verða bjartur og fagur og þegar lestin lagði af stað frá Calderbury, íeygðu dómkirkjuturnarnir tveir sig upp úr þokubeltinu, sem lá yfir bænum. Davíð fletti í sundur dagblað- inu sínu og byrjaði að lesa, en fljótlega hvörfluðu augu hans frá því að hann rendi þeim yfir engin þar sem kvikfénaðurinn stóð á beit, en leit undrandi öðru hvoru á gufumökkinn, sem hnyklaðist snjóhvítur frá eimlestinni, upp í lognvært loftið. | Hið taktfasta hljóðfall vagn- hjólanna virtist einhvern veginn breytast og verða að þýzkum orðum í eyrum hans, orðum sem hann hlaut að hafa lesið í þýzku kennslubókinni, nóttina áður: j Noch erkannt und sehr gering . Unser Herr auf der Erde ging. t Lissington . . . Stamford Magna, . . . Pumhrey . . . Marsland Junc- ' tion. | Þar skipti Davíð um lest og varð nú að bíða í tíu mínútur, I en loks kom síðari lestin, sem átti aðeins að fara til Creston og Sandmouth. Litli læknirinn fann sér klefa, kom auga á einhvern, sem hann kannaðist lítillega við, kinkaði til hans kolli í kveðjuskyni og settist aftur niður með dagblaðið sitt fyrir framan sig. Hraðlestin fór nú um hálfa mílu til baka, sömu leið og hún' hafði komið, en sveigði svo til hliðar á næstu brautarmótum. Þegar til Sandmouth kom, hélt Davíð tafarlaust til Promenade og beygði inn í hliðargötuna, þar sem hið klunnalega matsöluhús stóð. Hann hafði verið hálf kvíða- fullur út af þessari heimsókn og' lét hana sitja fyrir öllu öðru, til þess að Ijúka henni sem fyrst. Veitingakonan vísaði honum inn í stofu á fyrstu hæð, með gluggum, sem sneru út að göt- unni. Hann hafði ekki nefnt stöðu sina neitt á nafn, þegar hann kom með stúlkuna hingað, í fyrri 1 vikunni og nú áleit hann það lang einfaldast, að láta líta út sem eitt hvert leynilegt samband væri milli sín og stúlkunnar. Hann varð dálítið vandræða- legur, en gerði þó ekki neina at- hugasemd við það, þegar veitinga konan sagði: „Ég held að unga frúin yðar sé ekki alveg heilbrigð. Kannske er það bara handleggurinn. Ég myndi fara með hana til læknis, ef ég væri í yðar sporum“. Andartaki síðar fór hann inn til hennar, til þess að vita, hvort orð konunnar hefðu við nokkuð að styðjast. Stúlkan virtist mikið rórri og andlega heiUi og hún heilsaði m.... honum glaðlega, en úlnliðurinn var enn þá mikið bólginn og sýnilega mjög sár, sem ekki var heldur neitt undarlegt eftir alla þá vanrækslu, er hún hafði sýnt honum undanfarið. Hún sagði hreinskilnislega og hiklaust, að þetta væri henni sjálfri að kenna, þar sem hún hefði ekki hlýtt þeim fyrirmæl- um, sem hann gaf henni í Calder- bury. Og nú yrðu afleiðingarnar þær, að beinbrotið gréri mjög seint og illa. Nú yrði hún að gera svo vel og ganga með hendina í fatli, vikum og jafnvel mánuðum sam- an. Hún kinkaði kolli, þegar hún hafði talað út og samþykkti bæði aðstöðu sína og aðfinnslur hans. Davíð gat ekki varist brosi og spurði alúðlega: „Kunnið þér vel við yður hérna?“ Hún kinkaði kolli og brosti til hans á móti. Já, hún var áreiðanlega glað- ari og léttlyndari en áður og það var mjög mikilvægt, mikilvægara en úlnliðurinn og önnur líkam- leg meiðsli. „Ég held að þér hefðuð mjög gott af því, að dvelja hérna í eina viku enn. Leiðist yður nokkuð hérna?“ „Nei“. „Hafið þér ekki eignast neinn kunnigja hér?“ j,Jú, litli drengurinn, sem veitingakonan á, er orðinn mik- ill kunningi minn. Við förum stundmu saman á skemmtigöng- ur“. „Ágætt. Gengur yður vel að skilja hann?“ „Hann talar ekki mikið. Og ég j er að læra ensku á bók. Ég hafði I aldrei tíma til þess áður“. | Fram að þessu hafði hann talað við hana á þýzku, en nú sagði hann á ensku: „Mér veitir víst heldur ekki af því, að rifja ofur lítið upp kunnáttu mína í þýzku. En segið mér eitt. Hafið þér gam- an að börnum?“ | „Já, mjög gaman“. ' „Ég á lítinn dreng, hann er níu ára gamall. Hann myndi hafði mjög gaman af því, að koma með mér til Sandmouth, en ég hef bara aldrei vitað, hvar ég gæti haft hann á meðan ég fer í sjúkra vitjanirnar. Ef ég kæmi nú með hann í næstu viku, mynduð þér þá ekki vilja gæta hans fyrir mig í nokkrar klukkustundir?“ „Jú, með mestu ánægju“. j „En ég er bara hræddur um, að hann sé ekki alveg venjulegur lítill drengur". j „Nú, hvernig þá?“ I „Hann er íremur taugaveikl- aður og viðkvæmur — og stund- um talsvert erfiður viðureignar. — Haldið þér, að þér skiljið hvað ég á við’“ „Mér stendur alveg á sama um það. Mig langar bara til þess að þér komið með hann. Viljið þér ekki gera það "yrir raig?“ Þetta var bara skyndileg hug- mynd og ef hann hefði hugsað sig tvisvar um, þá er ckki víst, að hann hefði nokkurn +íma látið hana uppi. því það var alltaf möguleiki á því, að Jessica myndi mótmæla og hann sneiddi alít af hjá öllum deilum við hana. J Húsbyggjendur Iðnaðarmenn AGO-límið rtrn ■' komið aftur Takmarkaðar birgðir. Leðurverzlun Magniisar Víglundssonar h.í. Garðastræti 37 — sími 5668. Uppboð á bifreiðinni G 1004, sem er 4 manna fólksbifreið af Armstrong gerð, árgangur 1946, fer fram við lög- reglustöðina í Hafnarfirði priðjudag 30. ágúst n. k. kl. 1 e. h. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Austurbæjarútibii bankans verður lokað laugardaginn 27. ágúst. oCandó lanhi Íandí COREX Einangrunarkorkur nýkominn. ÓLAFUR GÍSLASON & Co. h.t. Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370 Þér eigið að fríkka við þvottinn í húð heilbrigðs æskfólks er efni, sem nefnt er Lecithin. Færir það hörundinu feg urð og mýkt. Þetta efni er líka í Leciton- sápunni. Hún freyðir vel, og er froðan létt og geðfeld og ilmur hennar þægilegur. — Leciton-sápcn er hvort tveggja í senn sápa og smyrsl, sem hjálpar hörundinu til að halda svip æsku og íegurðar. Byggingaverkfræðingur eða iðnfræðingur, óskast til starfa hjá traustu fyrir- tæki. — Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Verkfræði —624“. HEILDSÖLUBIRGÐIR I. Brynjólfsson & Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.