Morgunblaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 2
M0RGUN8LABIB Föstudagur 2. sept 1955 j J Frá bæjarstjórnaríundi i gær: Mörg sjónarmió við úthlutn nýrra ibúð Abæjarstjórnarfundi í gœr komu húsnæðismálin nokkuð til umræðu. Tilefnið var tillaga frá Óskari Haligrínsssyni, bftr. (A) um að nú þegar verði fiettar reglur og skilmálar, sem fara skuli eftir við úthlutun þeirra 45 íbúða, sem nú eru í byggingu í svonefndum raðhús- um. Þórunn Magnúsdóttir, bftr. (K) tók til máis út af raðhúsun- um og útrýmingu bragga í sam- bandi við tillögu Ó. H. ■*** HR.4ÐA í>ARF BYGGINGUM SVO SEM UNNT ER Jóhann Hafstein, bftr. (S) talöi, að full þörf væri að herða 6 ráðstöfunum til útrýmingar bragganna. Þar væri ekki ein- göngu um að ræða þær 200 íbúð- ir, sem ráðgerðar væru í raðhús- um, heldur einnig fjölbýlishús auk þeirra möguleika, sem hús- næðismálalögin frá síðasta Al- J)ingi fælu í sér. J. H. taldi, að tafir hefðu orðið á byggingafram- kvæmdum af ýmsum ástæðum, 6vo sem vegna óhagstæðs tíðar- fars á sJ. vetri og vegna verk- fallsins og skorts á vinnukrafti. Þyrfíi nú í haust að taka fyrir áætlanir bæjarins í bygg ' ingamálum til rækilegrar end- 1 urskoðunar, með það fyrir i augum, að hraða byggingum svo sem frekast er unnt. MÖRG SJÓNARMIÐ, SEM ÞARF AÐ ATHUGA Borgarstjóri kvað þessi mál hafa verið rædd á mörgum bæj- arstjórnarfundum, og mætti öll- um vera Ijóst, að það væri eng- an vegihn vandalítið að úthluta fbúöunurn" í raðhúsunum, því þar kæmu mörg sjónarmið til greina. Benti hann á, að á s.l. vori hefði verið úthlutað 16 íbúðum í Bú- etaoahverfinu. Umsóknir hefðu verið gífurlega margar, og vandi úr að velja. Það hefði orðið sam- komulag í bæjarráði að setja fyr- írfram ákveðnar reglur varðandi l>ær fjölskyldur, sem til greina kæmu við úthlutunina. Þar hefði þurft að hafa margt í huga, svo eem. barnafjölda, ástæður fjöl- skýídnarma að öðru leyti, hvort herskálabúar ættu skilyrðislaust eð hafa forgang, eða hvort einnig eettu að köma til greina fjöl- ékyldur, sém byggju í öðrum heilsuspillandi íbúðum eða væru tvístraðar og ' húsnæðislausar, euk ‘ niargs annars, sem athuga Jjurfti. Borgarstjóri ,tók fram, að elgert samkomulag ihefði orðið í feæjarráði um úíhíutun þessara 16 íbúða. Þegar irætt væri um rað- > húsin, vaknaði sú spurning, i hvort hafa ætti þar svipaðar f regiur og við úthlutun íbúð- I anna í Bústaðavegshverfinu, l eða hvort herskálabúar ættu að hafa þar skilyrðislausan ! forgangsrétt fram yfir aðra, 'J sem búa í heilsúsþillandi íbúð- I um eða eru án húsnæðis og f jafnvel enn ver settir en her- f skálabúar. Það yrði hlutverk j bæjarstjórnar og bæjarráðs að ákveða þetta. SÝNA VERÐUR FYLLSTU SANNGIRNI Borgarstjóri skýrði frá því, að eíðan það kom fram í blöðum, eð herskálabúar einir ættu að fá allar þær 45 íbúðir, sem um er að ræða í raðhúsunum, hefði komið til sín margt fólk, sem býr við sárustu vandræði, og látið í tjósi óánægju yfir því, ef það yrði útilokað frá því að sækja «m raðhúsin. Margt af þessu ffólki kvaðst miklu fremur kjósa að búa í herskála, heldur en við bau skilyrði, sem það byggi nú. Borgarstjóri kvað það vera allt- of þröngsýna aðstöðu, ef loka ætti gersamlega augunum fyrir vandræðum annarra en herskála- búa, þegar um úthlutun nýbygg- inga væri að ræða. Bæjarfull- trúar væru líka fulltrúar bæjar- búa í heild, og yrðu að sýna fyllstu sanngimi, þegar um væri að ræða að ráðstafa íbúðum til þeirra, sem sækja um þær vegna sárra vandræða. Óskar Hallgrímsson taldi, að ekki væri unnt að takmarka út- hlutun nýbygginga við herskála- búa eingöngu, en lagði áherzlu á að hraða þyrfti að setja reglur um úthlutun raðhúsanna. Tillögu Ó. H. var vísað til bæjarráðs með 8 atkv. gegn 6. Þegar menntamálaráðherrafundur Norðurlanda liófst í Alþingishúsinu í gærmorgun. Ágæl reknetjaveiði HAFNARFIRÐI. — Bezti dag- ur síldveiðanna fram að þessu var í gær. Fengu reknetabát- arnir þá yfirleitt mjög góðan afla, margir um og yfir 200 tunnur, t. d. Hafnfirðingur, sem var aflahæstur, með um 250 tunnur. Sömu sögu var að segja af Grindavíkur- og Sand gerðisbátum, sem margir hverjir höfðu um og yfir 200 tunnur. Síldina fengu þeir ýmist í Grindavíkursjó cða út af Eld- ey, og urðu ekki varir háhyrn- ings utan tveggja báta frá Sandgerði, er urðu fyrir veið- arfæratjóni af völdum hans. Síldin hefur ekki fyrr í sumar verið jafngóð og stór og í gær. Var mjög mikið saltað í allan gærdag og langt fram á nótt, og einnig var hún fryst. — Um 20 bátar stunda héðan síldveiðar, og fóru þeir allir út aftur í gær. — G. E. Vlerkileg kvikmvnd um Sinfóníuhijémleikar RíkisátvariKlns SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ríkis- útvarpsins heldur í kvöll fyrstu tónleika sína á þessu starfsári. Verða á þessum fyrstu hljómleik- um sem eru þríþættir, flutt eitt af verkum dr. Páls Isólfssonar, sem fyrst var futt á norrænni tónistarhátíð í Kaupmannahöfn 1938, og stjórnar höfundur því sjálfur. Þá syngur Guðmundur Jónsson óperusöngvari lög með undirleik Fritz Weisshappels og að lokum verður leikinn septett eftir Beethoven. Ríkisútvarpið gekkst i fyrra fyrir alls 20 sjálfstæðum tónleik- um auk útvarpstónleika. Er í ráði, að halda létta tónleika öðru | hvoru og teiur Ríkisútvarpið i þessa hljómleika spor í þá átt. j Tónleikar útvarpsins hefjast að j þessu sinni í fyrra lagi. Er það vegna þess að óvenjumikið er af erlendum gestum í bænum, sem hlýða þykir að gefa kost á að kynnast íslenzkri tónmenningu. so«;íi ve BANDARISKA upplýsingaþjón- ustan huuð fróttamönnum í gær að sjá tvær óvenjulegar en nm leið mjög atliyglisverðar kvik- myndir urn verkalvðsmál. En kvikmyndir þessar verða svnd- ar fyrir almenning í Tjamar- bíó kl. hálf fjögur á laugar- dag. Kvikmyndir þessar munu báðar vera teknar í sambandi við verka- lýðssambönd Bandaríkjanna. Önn- ur þeirra sýnir daglegt lif starfs- manns í bifreiðaverksmiðju í Detroit en hin er saga eins af verkalýðssamböndum Bandaríkj- anna. Það er samband klæða- saumafólks. Seinni kvikmyndin er lengri og mjög athyglisverð. Tekizt hefur að bregða inn í hana ýmsum göml- um kvikmyndum af verkföllum og starfsemi verkalýðssambandsins. Er gerð mjög ýtarleg grein fyrir kjörum vinnandi fólks í Banda- ríkjunum um síðustu aldamót og hvernig þau hafa batnað vegna verkalýðssamtakanna. Það er að vísu galli við myndina og skerðir nokkuð sannleiksgildi hennar, að því er alveg gleymt að stórkost- lega vaxandi tækni hafi átt nokk- urn hlut í að bæta kjör hinna vinnandi stétta. Kvikmyndin gefur mjög góða innsýn í starfsemi og skipulag bandarísku verkalýðsfélaganna, sem sennilega hafa gætt hags- muna meðlima sinna betur heldur en verkalýðsfélög nokkurs annars lands. Enda er það viðtekin regla þar að eini tilgangur verkalýðs- félaganna sé að vinna að alhliða hagsbótum fyrir alþýðuna, en ekki að vinna blint í þágu neins ákveð- ins stjórnmálaflokks. Tímaleiðari í tillöguformi Hljóp 400 m á 40,1 sek. ÞORIR Þorsteinsson ,Á, náði ágætum árangri í 400 m. hlaupi á móti í Karlstad í fyrradag. Hljóp hann á 48,1 sek., sem er 1/10 sek lakara en íslandsmet Guðmundar Lárussonar. Norðmaðurinn Boysen varð fyrstur í hlaupinu á 47,4 sek., Sví- inn Wolfbrandt annar á 47,9 sek. og Þórir þriðji. Meðal þeirra sem Þórir vann, var Bretinn JoneS. Tími hans var 48,8 sek. ÞÓRARINN Þórarinsson, rit- stjóri „Tímans“ mætti fyrir flokk sinn á fundi bæjarstjórnar í gær. Bar hann þar fram tillögu um að tekjuafgangur Hitaveit- unnar skyldi lagður í s.ióð, sem væri notaður til aukninga og end- urbóta á henni. Borgarstjóri kvað tillögu Þ. Þ. mjög svo óglögga, því ekki yrði af henni ráðið, hvort átt væri við afgang á rekstrarreikningi Hita- veitunnar eða greiðsluafgang hennar, og ekki sæist, hvort þetta sjóðsfyrirkomulag ætti að gilda í ár eða alltaf framvegis, auk ýmissa annarra óljósra atriða í tillögpinni.____ Borgarstjóri kvað engun ú- greining vera um það, að sjálf- sagt væri að verja tekjum Hita- veitunnar til aukingar henn- ar enda hefði verið ákveð- ið að verja 6 milljón krónum af fé hennar til hitaveitu í Hlíðah verfinu. Hinsvegar kvað borgarstjóri augljóst, að tillaga Þ. Þ. væri ekki annað en eins- konar áframhald á rangfærsl- uin „Tímans“ varðandi Hita- veituna. Blaðið hefði t. d. hald- ið því fram, að milljónatugir af fé Hitaveitunnar hefðu runn- ið í „eyðsluhít bæjarins“, en þess ekki getið, að nt, a. liefðu yfir 10 millj. króna af fé Hita- veitunnar gengið lil þess, að greiða á undanförnum áruitt olíukostnað við varaslöðina við Elliðaár, eða til greiðslu á föstn tillagi til þeirrar stöðvar, en eins og kunnugt væri, hefði varastöðin verið byggð fyrir Hitaveituna og Rafmagnsveit- una í santeiningu. Niðurstaðan varð sú, að þessi Timaleiðari, sem ritstjórinn flutti í tillöguformi, fékk ekki nægan stuðning, með því að of fáir bæj- arfulltrúar sýndu honum þann sóma, að rétta upp hendina hon- um til samþykkis, en aðrir bæj- arfulltrúar vísuðu Tímaleiðaran- um frá sér með fyrirlitningu, og greiddu alls ekki atkvæði. - 50 manns Útlitíð svort með beitusílð VESTMANNAEYJAR, 31. ágúst. — Um 14 bátar stunda nú rek- netaveiðar héðan. Munu flestir þessara báta leggja afla sinn upp í verstöðvunum við Faxaflóa og Reykjanesi, en þar sem verkfall er nú á hinum ýmsu stöðum, sem þeir róa frá hefur minna orðið úr veiði en upprunalega var til ætlazt. Hafa bátarnir orðið að halda sig aðallega hér kringum eyjar. Er hvorttveggja að síld hefur verið treg og mikil ótíð svo að eftirtekjan hefur orðið mjög rýr. Framh. af bls. 1 Þátttakendur í fundinum eru nær 50. Eru þeir þessir: Frá Danmörku: Júlíus Bomholt menntamálaráðherra, H. M. Han- sen rektor, Jörgen Jörgensen þingmaður, Marius Buhl þing* maður, Oluf Bertholt forstjóri, Albert Michelsen skrifstofustjóri, Agnete Vöhtz skrifstofustjóri, Frantz Wendt aðalritari, Olaf Pedersen fræðslumálastjóri, dr. Hakon Stangerup lektor, Olaf Waage háskólaritari, P. A. Koch ritari. Frá Finnlandi: Terttu Saalastl menntamálaráðherra, R. H. Oitt- inen forstjóri, Ragnar MeinandeU skólastjóri, Erik Lönnroth pró- fessor, Veiklco Karsma aðalrit-* ari og J. O. Tallqvist fil. mag. Frá Noregi: Birger Bergersen menntamálaráðherra, Helge Si- vertsen skrifstofustjóri, dr. Einar Boyesen skrifstofustjóri, dr. Olaf Devik skrifstofustjóri, Randi Sæ- land skrifstofustjóri, dr. Harald Schielderup prófessor, Helena Andersen ritari, Kjell Eide skrif- stofustjóri. Frá Svíþjóð: ívar Persson menntamálaráðherra, dr. Ragnat Edeman ríkisritari, Harald Cram- ér rektor, N. G. Rosén forstjóri, Erik Forslund þingmaður, dí. Gunnar Helén þingmaður, Harald Elldin rektor, dr. Nils Andrén og Gösta Forsström ritari. Frá íslandi: Bjarni BenediktS- son menntamálaráðherra (for- fallaður), Sigurður Nordal sendi- herra, dr. Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari, Sigurður Bjarnason forseti Neðri deildar Alþingis, Birgir Thorlacius skrif- stofustjóri, dr. Þorkell Jóhannes- son háskólarektor, Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, Ólaftuj Björnsson prófessor, Helgi Elías- son fræðslumálastjóri, dr. Broddi Jóhannesson, Magnús Gíslason námsstjóri, Ásgeir Pétursson fulltrúi og Jóhannes Elíasson fulltrúi. Fundurinn hefst aftur í dag kL 10 f. h. og lýkur síðari hluta dags- BreRMaisbeiði teppist vegna snjóa' ÍSAFIRÐI, 1. sept. — 1 fyrrfc nótt fennti svo mikið til fjallat hér vestra, að vegurinn yfir Breiðadalsheiði lokaðist vegna fannkomu. Var jarðýta send upg á heiði strax í gærmorgun og varð hún að ýta 30—70 cm. þykku snjólagi af veginum, allt frá Hei3- arvatni og niður í þriðju Skógar- brekku að vestanverðu. Er það um 3—4 km löng leið. Er það algjört einsdæmi, að Breiðadals- heiði lokist vegna snjóa í ágúst- mánuðL j Hraða þarf sem mest byggingar- framkvæmdum bæjarins |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.