Morgunblaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 16
VeðurúlSif í dag: SV kaldi. — Smáikúrir. 198. tbl. — Föstudagur 2. scptember 1955 Ræða menntamálaráðherra. Sjá bls. 9. Siómenn ganga af möri um Keflavíkurbátum Þar sem verkfallið stöðvar síldveiðar . Iskyggiiegar horfur með beitu á verðfíðinni Keflavík, 1. sept. LLÖMURLEGT ernúað litast um í höfninni hér, en síld- 1 arflotinn liggur allur bundinn við bryggju vegna verkfallsins. Ganga sjómenn um í góða veðrinu með hendur í vösum og hafa ekkert fyrir stafni. Eiga þeir ekki heitari ósk en að komast út á miðin, enda berast þeim miklar síldarfréttir frá Grindavíkurbátum. SJÓMENN GANGA AF SKIPUNUM Er svo komið að þegar verk- fallið leysist munu márgir bátar ekki komast út þar eð sjómenn hafa gengið af þeim og í land- vinnu, sem er nóg fyrir hendi. Af einum bátnum munu sjö menn hafa hætt, er ekki þoldu lengur aðgerðarleysið. ABEINS 3000 TUNNUR FRYSTAR Hér er aðeins búið að frysta rúmlega 3000 tunnur, en til ver- tíðarinnar þarf allt að 12 þús. tunnur. Er áætlað að beituþörf eins báts yfir vertíðina sé um 300 tunnur. Er ástandið því orðið allískyggilegt, þar sem vart er hægt að stunda lengur reknetja- veiðar en þennan mánuð. I salt er aðeins komið um 300 tunnur. í kvöld er fundur hjá deilu- aðilum og eru menn að vona að eitthvað samkomulag muni nást á þeim fundi. Hér landaði Geir frá Reykja- vík 140 tunnum og var síldin, sem var mjög falleg, öll flutt til ReykjavíkUr. — I. G. Hörmulegt slys Fimm ára telpa hiður bana UM SEXLEYTID í gær vHði það hörmuiega slys til, a® fímm ára gömul telpa, Sólveig Ósk Björns- dóttir, Laugarneskamp ÍS, varð fyrir fcifreið og beið barra. Slysið varð á Laagaraesvegi á móts við húsið nr. S7 Vörukif- reið var á leið norð-aastur göt- una, er litla stúlkan hljóp út á hana. Lenti hún i hlið bifreiðar- innar og varð undir hægra aftur- hjóii hennar. Lézt hún sam- stundis. | Sólveig Ósk var dóttir Björns Jónssonar, starfsmanns í Héðni, og konu hans, Margrétar Hall-j grímsdóttur. Sjónarvottar að slysi þessu, eru vinsamlega beðnir um a.ð hafa j samband við rannsóknarlögregl-j Yngstu nemendursiir hefja skólagöngu á máiiudaginn ínnriíun veröur á fösludaginn UM þessi mánaðamót hefja barnaskólarnir í Reykjavik starfsemi sína. Á föstudaginn verður skrásetning, en ú mánudag hefst kennsla í þremur yngstu bekkjardeildum, það er 7, 8 og 9 ára bekkjum. Munu þá samtals um 3200 börn hefja skólagöngu. En kennsla eldri bekkjardeilda, 10,. 11 og 12 ára hefst ekki fyrr en um riæstu mánaðamót. livasEiir ninydö AMERÍSKI tugþrautarmeistar- inn Robert Mathias kemur hing- j að til lands n.k. laugardag, og ' flytur fyrirlestra um íþróttamál og sýnir kennslu- og keppnis- kvikmyndir. Þegar pokinn er flotinn upp, iætur „múkkinn“ ekki á sér standa, Frystihúsin á ísafirði yfirfull af karfa ísafirði, 1. september. STÖÐUG karfavinnsla hefur verið hér hjá frystihúsunum frá því í byrjun maí og þar til nú, að þau hafa orðið að hætta móttöku, þar sem frystigeymslur húsanna eru orðnar fullar. YNGSTU BÖRNIN Engin breyting verður á skóla- hverfum í haust. Eiga öll börn fædd 1948, sem ekki hafa verið innrituð, að mæta til skrásetn- ingar á föstudaginn hvert í sín- um skóla, og einnig þau börn sem flytjast milli skóla, eða flutzt hafa til Reykjavíkur. AUSTURBÆJARSKÓLINN STÆRSTUR Áætlað er að 6827 nemendur muni ganga í barnaskóla bæjar- ins í vetur. í Miðbæjarskólanum verða 952 börn, í Austurbæjar skólanum 1767, en þar af munu um 200 börn úr Hlíðunum sækja Eskihlíðarskólann. í Laugarnes skólanum verða 1702 nemendur, en þar af munu væntanlega um 400 börn úr smáíbúðahverfinu sækja Háagerðisskólann. í Mela- skóia verða 1506 börn og í Lang- holtsskóla 900. Áformað er, að Eskihlíðar og Háagerðisskólarnir verði sjálf- stæðir skólar og hafa skólastjóra- stöður þeirra verið auglýstar lausar til umsóknar. FJÖLGAÐ KENNURUM Þar sem barnaskólanemendum mun fjölga milli 3 og 400 er nauð- synlegt að fjölga nokkuð kenn- araliðinu. Munu nú verða ráðnir rúmlega 10 nýir kennarar til barnaskólanna í Reykjavík. Elzti barnaskólinn í Reykjavík hefur nú verið endurbættur mjög. Var hann málaður að utan- verðu í sambandi við vörusýn- inguna og nú er verið að leggja síðustu hönd á innanhúsmáln- ingu hans. Eftir það verður skól- inn vistlegri en nokkru sinni áð- ur. Bæjarbúar eru almennt mjög ánægðir með hinn bjarta og skemmtilega nýja lit skólahúss- ins. Fyrirleslur Sfangerups verður í Háskélanum í dag kl. 5.30 DR. PIIIL. HAKON Stangerup flytur í dag fyririestur um lífs- skoðanir og menningarhugsjónir UNNIÐ AÐ VELAÞRIFUM Hafa frystihúsin því hætt mót- töku á karfa fyrst um sinn, eða þar til afskipun hefur farið fram. Er nú unnið að vélarþrifum og endurbótum í öllum húsunum. í sumar hafa frystihúsin bæði unn- ið afla heimaskipanna og einnig aðkomuskipa sem lagt hafa afla sinn hér á land. SÆMILEG REKNETAVEIÐI Nokkur reknetaveiði hefur verið hér í djúpinu í sumar og þegar búið að frysta um 1200 tunnur og salta um 500 tunnur af reknetasíld. Aflahæstur rek- netabátanna er Ver og er hann kominn með rúmlega 1000 tunn- ur. GÓÐ RÆKJUVEIÐI Agæt rækjuveiði hefur einnig verið í Djúpinu í sumar. Stunda nú 4 bátar rækjuveiðar. Má hver bátur veiða um 1200 kg. á dag. Við rækjuvinnsiuna vinna nú um 90—100 manns og getur sá fólks- fjöldi unnið um 5 lestir af rækju á dag. MYNDIRNAR Myndirnar tvær, sem fylgja hér með, voru teknar um borð í togaranum ísborgu frá ísa- firði við Grænland í sumar. Voru þær tcknar af trollinu, þegar veiðst hafði í það 16 pokar (40—45) lestir), en það er með stærstu „hölum“, sena nást. Ljósmyndirnar tók mat- sveinninn um borð í ísborgu, Sigurgeir Halldórsson. — Jón Páll. Síðasti pokinn kominn inn fyrir. Dr. Ilakon Stangerup. í dönskum bókmenntum á síð- ustu hundrað árum. Fyrirlestur- inn sem nefnist „Det moderne menneske i dansk litteratur" er fluttur á vegum Háskóla íslands. Hefst hann kl. 5.30 í dag og er öllum heimill aðgangur. — Eru menn hvattir til að hlýða á fyrir- lesturinn. Stangerup er prýðileg- ur fyrirlesari og efnið er bæði fróðlegt og skemmtilegt. Fyrsta kvikmyndasýningin og fyrirlesturinn verður á laugar- dag kl. 4 e. h. í Melaskólanum. Fyrir hádegi á sunnudag, kl. 10,30 —12,00 heldur Mathias svo sýni- kennslu á íþróttavellinum. KI. 2 e. h. á sunnudag verður svo kvik- myndasýning og. fyrirlestur í Melaskólanum. Er hann sérstak- lega fyrir unglinga. Mathias fer héðan aftur á þriðjudag. Ókeypis aðgangur verður að sýningum þessum. Marga mun fýsa að sjá og heyra Robert Mathias, en hann var ósigrandi í tugþraut á meðan hann keppti í þeirri grein. Hann varð m. a. tvívegis Ólympíumeist ari og einnig var hann heims- methafi. Eins og menn muna hefur Mathias keppt hér á íþrótta vellinum. RANNSÓKNARLÖGR.EGLAN hefir í plöggum sínum röndótt- an karlmannsjakka. Að auki hef- ir hún bláan karlmar.nsfrakka í vörzlum sínum, en lögreglan veit ekki hver er eigandi að fötum þessum. — Er sá, sern við þau kannast, vinsamlegast bcðinn að vitja beirra til rannsóknarlög- reglunnar. I Bókasýningin svo stór að erfitt er að kynnast henni við eina heimsókn ABÓKASÝNINGUNNI í Listamannaskálanum hefur fólk mestaa áhuga á þessum bókaflokkum: Verk hinna beztu dönsku rit- höfunda, sem ekki hafa fengizt hér áður, t. d. bækur Kierkegaarda o. fl. Þá eru það húsmæðrabækur, matreiðsla og uppeldi, sem hópur fólks er stöðugt að skoða, þá koma fagbækurnar og bækur sera kenna fólki aðferðir við smíði, múrhúðun og aðra heimavinnu og loks eru það listaverkabækurnar. j MIKIL AÐSÓKN . bækur margra ungra og upprenn- Mikil aðsókn var að bókasýn-j andi danskra skálda, sem ena ingunni strax í gær. Munu þá eru Utt kunn hér á landi. um 600 manns hafa séð hana svo \ Bókasýningin er opin á hverj- að aðsóknin er komin um eða um degi frá kl. 10 árdegis til kl. yfir þúsundið. ^ síðdegis. FÓLK UNIR SER LENGI VIÐ AÐ FLETTA BÓKUNUM Það eina, sem fólk virðist finna að sýningunni til þessa er, að hún er svo stór og yfir- gripsmikil, að ómögulegt virðist að skoða hana alla við eina heim- sókn. Menn fletta bókunum og er þá auðveldast að fá yfirlit yfir efni hinna fræðandi bóka, en skáldsögurnar er erfitt að kynna sér á svo skömmum tíma, og ljóð- in jafnvel líka, en þarna eru Verkfallið óleyst ; SAMNINGAFUNDUR í verk- falli verkakvennanna á Suð- urnesjum var haldinn í Alþing ishúsinu í gærdag. Náðist eng inn árangur á þeim fundi. Aft ur var fundur boðaður kl. 9 I gærkvöldi og var búizt við að hann myndi standa í alla nótt, Var ekkert að frétta, þegar blaðið fór í prentun á mið- nættL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.