Morgunblaðið - 06.09.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.1955, Blaðsíða 7
1 f Þriðjudagur 6. sept 1955 UORGUNEEAHm 1 J | Andrés J ohnson 70 ára Þorgrímur Sigurðsson skipstjóri ANDRÉS JOHNSON forngripa- safnari í Hafnarfirði átti sjötugs- afmæli í gær. Hann fæddist að Deifsstöðum í Selárdal í Norður- Múlasýslu 5. sept. 1885, fluttist á unga aldri með fjölskyldu sinni til Vesturheims, en hvarf þaðan til íslands einn síns liðs árið 1916. Heimsstyrjöldin var þá í algleym- ingi, og Andrés kaus að forðast skarkala hennar og_ úlfaþyt og hlýðnast kalli þeirrár ástríðu, sem þá þegar bjó í honum og vissulega hefur verið köllun lífs hans. Eftir heimkomuna settist hann brátt að í Hafnarfirði, þar sem hann á heima enn. Hann er hárskeri að iðn og stundaði þá at- vinnu lengst af, en ekki munu þó rakhnífur og skæri halda nafni hans á lofti á komandi tímum, og Diun hans eigi að síður lengi getið verða. Andrés Johnson er mesti minjasafnari, sem verið hefur á íslandi, svo að enginn kemst í hálfkvisti við hann. Þegar Andrés kom heim frá Ameríku 1916 tók hann þegar að viða að sér forngripum ýmsum og minjagripum. Gerði hann ferðir víða um land og hélt spurnum fyrir um merkisgripi hvar sem þeirra var kostur. Hann kom sér í kunningsskap og sambönd góð við menn á öllum landshornum, og urðu ýmsir þeirra til að afla honum vitneskju og fala fyrir hann gripi, sem hann hafði feng- ið augastað á. Aldrei varð hann afhuga þeim grip, sem hann hafði einu sinni rennt hýru auga til, og sparaði ekkert til að ná honum á sitt vald. Varði hann drjúgum fjármunum í þessu skyni, og snúninga og vafstur taldi hann ekki eftir, því að kappið er dæmalaust. En með kappinu fylg- ir líka mikil þolinmæði!, sem stingur svo undarlega í stúf við það, en er þó ekki síður mikils- Verður þáttur í persónugerð safnarans, hæfileikinn til að bíða og sitja um færi, ef bráðin er þess eðlis, að ekki verður tekin með áhlaupi. Líklega hefur Andrés oftast hrósað sigri. Og erfiðis- launin hafa verið þau, að sjá safnið í Ásbúð, þar sem safnar- inn býr, stækka dag frá degi, ár eftir ár og áratug eftir áratug, hirzlunum fjölga, þrengjast í geymslum, sjá fylkingar safn- gripanna þéttast og gera loks inn- rás í hvern krók og kima heim- ilisins, svo að landamæri milli safns og heimilis þurkkuðust loks gersamlega út. Slíkt er hinum mikla safnara mjög að skapi. Safn hans og heimili hafa runnið saman í eitt, eins og líf hans og söfnunarnáttúra verða ekki held- ur skilin hvort frá öðru. En Andrés hefur ekki safnað hlutum til þess að fela þá fyrir öðrum, ekki lagzt á safn sitt eins og ormur á gull. Hann vill láta aðra menn njóta þess. Þess vegna gerði hann samning við ríkið 1944 um að það eignaðist safn hans allt, og skyldi Þjóð- minjasafnið taka við því smám saman eftir samkomulagi. Nú þegar hefur hann afhent mjög mikið af safninu, og er nýlega lokið við að gera úr því úrval og koma því fyrir í sérstakri stofu, sem heitir Ásbúðarsafn eftir heimili safnarans í Hafnarfirði. Hátíð er til heilla bezt. í gær, á afmælisdegi Andrésar, sýndum við fréttamönnum þessa stofu, sem frá og með deginum í dag verður opin almenningi eins og aðrar deildir safnsins. Ásbúðar- safn er margbreytilegt og sund- urleitt, því að safnarinn hefur ekki verið við eina fjölina felld- ur í söfnun sinni. Þúsundir ýmiss konar smámuna eru og í geymslu og munu sennilega lengi verða, þó að sá dagur kunni að koma, að þeir verði á sýningu hafðir. Fjöl- margt úr safni Andrésar er einnig í hinum almennu deildum safns- ins, einkum landbúnaðarsafni og sjóminjasafni. En í stofu hans, Ásbúðarsafninu, er ýmislegt, sem gefur henni alveg sjálfstætt gildi og hvergi verður skoðað annars staðar. Má þar nefna fullkomið safn íslenzkra peningaseðla, smá- myntar og verðmerkja, frímerkja safn gott og kynstrin öll af félaga- merkjum, sumum fágætum. Margir munu og hafa gaman af að skoða minjagripi ýmsa, sem tengdir eru sérstökum mönnum eða atburðum, svo sem fullkomið minjagripasafn frá alþingishá- tíðinni 1930. En söfn eru til þess að sjá þau og skoða, en síður til að lesa um þau, og læt ég því staðar numið. Menn minnist þess aðeins, þegar þeir skoða Ásbúðar- safn, að þar sjá þeir ekki nema lítinn hluta þess, sem Andrés Johnson hefur safnað um dag- ana. Þá skilst þeim, hvilíku elju- verki hið sjötuga afmælisbam hefur afkastað. í þessum fáu orðum um Andrés Johnson sjötugan hef ég dvalizt einvörðungu við söfnunarstarf hans, svo sem hefði líf hans ekki annað verið. Hitt er þó sannara, að fleiri eru hans áhugamál. Mik- ið fæst hann við skáldskap og hefur gefið út bækur. En söfnun- arhneigðin hefur verið ríkust i fari hans og borið þann ávöxt, sem geyma mun nafn hans lengi. Vegna safns hans hafa leiðir okk- ar legið saman, og mér er ljúft að þakka honum lipra og óeigin- gjarna samvinnu og óska honum allra heilla á ókomnum árum. Við höfum hagað því þannig frá Þjóðminjasafnsins hálfu að opna stofu hans, Ásbúðarsafn, á þessu merkisafmæli hans í virðingar skyni við starf hans í þágu þeirrar hugsjónar að bjarga þjóð- legum verðmætum frá tvísýnum örlögum eða vísum voða. Skal sú vera afmælisóskin honum til handa, að enn megi hann sjá safn sitt auðgast mörgum góðum grip, enda mun sú löngun vera honum efst í huga enn sem fyrr, þó að aldur færist yfir. Kristján Eldjárn. Atvinna Góðan f jósamann vantar að Blikastöðum í Mosfolissveit í haust. Hlutaðeigandi get- ur fengið gott húsnæði fyrir litla fjölskyldu. Kaup og kjör eftir samkomulagi. — Sími um Brúarland. Sigsteiim Pálsson. EITT af hinu órannsakanlega í lögmáli tilverunnar, er að eitt sinn skal sérhver deyja. Og enda þótt vér viðurkennum þetta, eig- um vér oft erfitt með að átta okkur á, að einmitt þessi eða hinn vinur og kunningja hafi nú orðið að hlýða þessu kalli. Því er það svo að okkur setti hljóða, er við heyrðum að vinur okkar og góði samfélagi á lífsleiðinni, Þorgrím- ur Sigurðsson, hafi nú verið burt- kallaður, og sé horfinn úr hópn- um. Hinn síðasta dag sinn gengur hann til skylduverka sinna, eins og vant er, en kemur sjúkur heim að kveldi og er liðinn áður en næsti dagur rís. Þorgrímur Sigurðsson var fæddur 3. október 1890 að Knarr- arnesi á Vatnsleysuströnd og lézt að morgni þess 31. ágúst og því tæpra 65 ára að aldri. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson sjómaður og kona hans Margrét Magnúsdóttir til heimilis að Knarrarnesi. Snemma liggur leið Þorgríms á sjóinn, því um fermingaraldur fer hann að stunda sjómennsku, fyrst á skútum er þá þóttu mikil og glæsileg skíp, en um það bil eru fyrstu togararnir að koma hingað, og er Allianee fær sinn nýja togara „Jón Forseta“ hinn fyrri, fer hann þangað til Hall- dórs Þorsteinssonar er þar var skipstjóri. Á þessa fyrstu togara, er þóttu ennþá glæsilegri og eft- irsóttari skip en skúturnar, völd- ulst einungis dugnaðarmenn, og er því augljóst að er unglingur 16—17 ára fær þar skiprúm að það er eitthvað í hann spunnið. j Árið 1910 fer Þorgrímur í Stýri- j mannaskólann, og lauk hinu j meira stýrimannaprófi, er svo var . þá kallað, vorið 1912. Að afloknu ' prófi fer hann stýrimaður til Hjalta Jónssonar á togarann Apríl og er þar til árið eftir eða 1913 að hann gerðist skipstjóri á togaranum „Jarlinn" er ísfirðing- ar keyptu og gjörðu út til ársins 1917, að hann var seldur ásamt fleiri íslenzkum togurum til Frakklands, er fyrri heimsstyrj- ! öldin stóð yfir. Fer hann því næst ’ á togarann „Gylfa“ og er þar fyrst stýrimaður og síðan skip- stjóri til ársins 1925, að hann ásamt fleirum stofna togarafélag- ið „Hængur'* er lætur smíða nýj- an togara „Baldur“, sem hann síðan er skipstjóri á til ársins 1939 að hann hætti skipstjórn og fer í land. Minningarorð 1 nýju húsi í Vogahverfi er Til leigu 3 herb. íbúð. Aðems fámenn bam- laus og reglusöm fjölskylda kemur til greina. Há húsa- leiga. Tilboð, merkt: „Góð umgengni — 791“ sendist afgr. Mbl. fyrir miðviku- dagskvöld. Einkaumboð: HANNES pORSTEINSSON & CO. Simi 2812 — 82640 > Eftir það hefir hann á hendi ýmis störf. Meðal annars var hann í Sjórétti Reykjavíkur um margra ára skeið og eftir að Vá- tryggingarfélagið „Almennar Tryggingar" var stofnað réðist hann að Sjótjónsdeildinni og var þar til hinstu stundar. Slysa- j varnamálin lét hann mikið til sín ‘ taka og var gjaldkeri slysavarna- * 1 deildarinnar „Ingólfur“ fjölda ára. Einnig var hann í stjórn Frí- j kirkjusafnaðarins um árabil. Af opinberum málum hafði hann lít- il afskipti, leiddi þau hjá sér, en hafði þar sínar ákveðnu skoðanir . : engu að síður. I Þorgrímur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur þ. 20. sept. 1912. Er Guð- rún bróðurdóttir Hjalta Jónsson- ar skipstjóra og uppeldisdóttir hans. Eignuðust þau sjö börn: Mar- grét gift og búsett hér í bæ, Guð- rún, dó 1936, Ólafía, gift og bú- sett hér, Ólöf Jóna dó 1941, Sig- urður sjómaður, lauk prófi frá ! Verzlunarskóla íslands og síðan fiskiskipstjóraprófi og er nú ráð- inn hafnsögumaður við Reykja- víkurhöfn. Er hann einnig giftur. Þorgrímur, lauk prófi við Verzl- unarskóla íslands og stundar nú verzlunarstörf. Er giftur. Hjalti, sjómaður, lauk farmannaprófi við sjómannaskólann í Reykjavík og er nú stýrimaður á skipum Eim- skipafélags íslands. Á þessu sést að þau hafa menntað börn sín • vel og búið þau undir þau störf er bíður þeirra í þjóðfélaginu. Það er haft fyrir satt, að hver sá maður er á gott heimili sé gæfumaður. Og sannast það á Þorgrími, því Guðrún kona hans bjó honum það heimili er hann unni mest og undi sér bezt á. Enda var hann sá maður, er flest ar þær stundir sem hann ekki var við störf sín helgaði hann heimili sínu hjá konu sinni og börnum. Sú kona sem gift er sjómanni, verður oftast nær að mestu leyti ein að annast um heimili sitt og uppeldi barnanna. Er það þýð- ingarmikið starf. Þau áhrif sem barnið verður fyrir á heimilinu mótar oft mánninn og þar með þjóðfélagsþegninn. Þetta hefur frú Guðrún gert á sinn kyrrláta hátt og þar með skapað manni sínum gott og ánægjulegt heimiii og búið börn þeirra undir lífið og þá baráttu sem þar er háð. Ég, sem þessar línur rita, var einn af þeim hóp er ásamt Þor- grími, lauk prófi við Stýrimanna- skólann í Reykjavík vorið l912, og eigum við margar og ljúfar minningar frá skólaverunni. Sá hópur fer nú ört fækkandi. Og þess er hvarf nú síðast úr hópn- um minnumst við alltaf með gleði og ánægju. í umgengni við okkur skólafélagana var hann, sem alltaf á lífsleiðinni, hinn hæg láti og prúði maður í allri fram- komu, en þó léttur í lund og brá oft fyrir sig glettni og gamni. Er við skólafélagarnir höfum hittst og rif jað upp gamlar endurminn- ingar frá þeim tíma, hefir talið ávallt hneigst að Þorgrími, því svo minnisstæð var okkur öll framkoma hans og þeir kostir, er ávallt einkenna góðan félaga og mann. Við sem höfum orðið Þorgrími samferða á lífsleiðinni söknum hans og tregum fráfall hans, og þessvegna skiljum við svo vel söknuð og sorg konu hans og bama, er hafa mist góðan og ör- uggan lífsfélaga og föður, og við vottum þeim okkar innilegustu samúð. Við skólafélagarnir kveðj- um þig svo og þökkum þér fyrir góðar og hugljúfar endurminn- ingar frá skólaverunni og ávallt er við hittumst síðar í önnum lífsins. Blessuð sé minning þín. Þorv. Björnsson. „Menn vaða í villu og svíma, veit enginn neitt um það, hverninn, á hverjum tíma eða hvar hann kemur að." ÞÓTT sannindin, sem ódauðlega sálmaskáldið okkar færir hér í ógleymanlegan búning, rifjist í rauninni daglega upp fyrir okkur við fráfall samferðamannanna, hvers af öðrum, þá verða þau oss aldrei eins ljós eins og þegar kunnur og kær samferðamaður er burt kallaður í skvndi. Sú varð reynsla mín er mér var sagt and- lát Þorgríms Sigurðssonar 31. ág. síðastl. Um miðjan dag daginn áður sat hann að kaffidrykkju við hlið mér á sameiginlegum vinnu- stað. Um lágnættið var hann dá- inn. Það er heppilegra að vera viðbúinn þegar svona hvatskeyts- lega er á mann kallað. Og í þvi efni hejd ég að Þorgrímur hafi staðið betur að vígi en margur annar. Mér fannst hann vera a<5 leggja meira og meira kapp á a<J búa sig sem bezt undir hin vænt- anlegu vistaskipti. Þorgrímur Sigurðsson fæddisí á Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd 3. okt. 1890. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson sjómaður og kona hans Margrét Magnúsdóttir frá Auðnum. Hann ólst upp hjA þeim í Vik á Vatnsleysuströnd ásamt 2 bræðrum, Sigurði og Magnúsi, en 7 ára gamall míssti hann móður sína og fluttist þá með föður sínum að Knarrarnesi og ólst þar upp eftir það á vegun* föður síns og naut ágætrar um- hvggju föðursystur sinnar, er var honum þar samtíða. Árið 1911 fluttust þeir feðgar Sigurðarnir til Ameríku. Magnús hafði fluzt þangað nokkrum árum áður. Ura sumarið höfðu þeir feðgar, Sig- urðarnir verið á Austfjörðum vid sjósókn. Sigurður skrifaði þaðai* Þorgrími syni sínum um fyrir- ætlun sína og Sigurðar soner sins, að fara til Ameríku um haustid og hvatti Þorgrím son sinn til ad slást í förina. Þorgrímur svaraði föður sínum um hæl, að b.ann ætlaði sér þá um haustið á sjó- mannaskólann í Reykjavík, en ekki til Ameríku. Þeir feðgar Sig- urðarnir fóru um haustið til Ameríku, eins og ráðgert var. Þar dvaldi gamli maðurinn í 6 ár á vegum sona sinna, en fluttist þá heim aftur og dvaldist þau 4 ár» sem hann þá átti eftir æfinnar, á heimili Þorgríms sonar síns, er þá var kvongaður fyrir nokkrum árum og búsettur í Reykjavík. Snemma hneigðist löngun Þor- gríms til sjávarins. Hann var að- eins 13 ára gamall, er faðir hana tók hann fyrst með sér á sjóinn og mun hann hafa stundað sjó- mennsku á hverju sumri eftir það, unz hann gekk í sjómanna- skólann um tvítugsárin. Haras stundaði þar nám i 2 vetur og tók hið svokallaða meira próf. AS prófi loknu réðist hann skipstjóri á togarann Jarlinn á ísafirði og var með hann þangað til hantt var seldur. Þá réðist hann stýri- maður og síðar skipstjóri á tog- arann Gylfa, unz hann stofnaði útgerðarfélagið Hæng með nokkrum öðrum og tók við skip- stjórn á togara þess Baldri, ett sjálfur átti hann hæstan hlut f því félagi. Baldri stýrði hann síð— an í 18 ár og mun þá hafa a<J mestu látíð af sjósókn. Hann var mjög farsæll skipstjóri, vard aldrei fyrir óhöppum eða slysum á mönnum eða skipum, enda var- hann sérlega glöggur og aðgæt- inn og árvakur skipstjóri og gæddur sterkri ábvrgðartilfinn- ingu. Þorgrímur var löngum talsvert mikið við félagsmál riðinn og og ýms ábyrgðarmikil störf. Hana var einn dómenda í sjódómL Hann var gjaldkeri slysavarna- deildarinnar Ingólfur frá stofn- un hennar þangað til fyrir 2 ár- um. Hann var lengi í stjórn Frí- kirkjusafnaðarins og varamaður síðustu árin. Hann var trúmaður og mjög áhugasamur um safnað- armál. Árið 1945, í febr., réðist hann starfsmaður hjá Almennum Tryggingum h.f. til að skoða og meta sjótjón og gegndi því starfi til dauðadags. Það tryggingarfé- lag var þá nýstofnað. Mun stjórn þess o*g framkvæmdarstjóri hafa talið það sérlegt happ fyrir fé- lagið, að fá slíkan mann til að gegna því vandasama starfi, enda lánaðist honum það með yfip- burðum vel og naut hann óskor- aðs trausts beggja aðila. Árið 1912 kvongaðist Þoigrim- ur eftirlifandi konu sinni Guð- rúnu Jónsdóttur, bróður- og fósturdóttur hins merka og mæta manns Hjalta Jónssonar skip- Framh. af bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.