Morgunblaðið - 06.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. sept. 1955 MORGUNBLABIB R 1 Fimm sérfrœðiogar veita leiðbeiningar Aðferðir ti! að auka sölu sem jafn- framt leiða til bættra lífskjara Sífelldar endurbætur á yörudrelfíngu nauðsynlegar IDNABARMÁLASTOFN- í UNIN hefur komið því til vegar, að fimm bandarískir sérfræðingar í viðskiptaað- ferðum smásöluverzlana eru komnir hingað til lands. Þeir ) munu hafa námskeið með ! kaupmönnum og verzlunar- fólki í rekstri nútíma-smá- ! söluverzlunar og m. a. heim- I sækja verzlanir. Hlutverk ! þeirra er að gefa kaupmönn- I, um góð ráð og leiðbeiningar I á sem flestum sviðum. En ) einkum lögð áherzla á stjórn I smásöluverzlana, sölu, inn- i kaup, birgðaskráningu og i birgðaeftirlit, kostnaðaráætl- i anir, söluþjálfun, söluaðlög- un, auglýsingatækni og ! gluggaútstillingar. 13 Sérfræðingarnir fimm dveljast hér á landi til 18. ! sept., og þennan stutta tíma vilja þeir nota til að verða kaupmönnum að sem allra mestu liði. Námskeiðið verð- ur haldið í Iðnó kvöldin 6., 7. og 8. sept. Bandaríkjamenn irnir áttu i gær fund með fréttamönnum og skýrðu frá ýmsum sjónarmiðum sínum. HAFA FARH) VÍÐA UM EVRÓPU Þeir hafa allir unnið um langt árabil að verzlunarstörfum í Bandaríkjunum. M. a. hafa þeir starfað við stór verzlunarhús, en allir hafa þeir og reynslu af starfseminni í minni verzlunum. .Fyrir nærri tveimur árum valdi Framleiðniráð Evrópu þá til að íakast ferð á hendur um Evrópu <og kynna verzlunarmönnum nýj- ungar í verzlunaraðferðum, sem verið hafa á döfinni í heimalandi þeirra. En það mun nú vera við- urkennt, að hvergi í heiminum er smásöluverzlunin á jafn háu stigi og i Bandaríkjunum-. Hefur það leift til lægri dreifinga- kostnaðar, en þekkist annars- staðar. Fyrirliði þeirra, Mr. Nee, skýrði frá því að þeir hefðu feegar starfað í fimm Evrópu- löndum, þ, e. Noregi, Danmörku, Hollandi, Belgíu og Ítalíu. Eftir að þeir hafa verið hér á íslandi munu þeir halda til Þýzkalands, Englands, Austurríkis og Frakk- lands. AÐFERÐIR TIU AÐ AUKA SÖLUNA Aðalverkefni okkar, er að benda kaupmönnum og verzlun- arfólki almennt á aðferðir til að i auka sölu sína. Þetta verkefni j má e. t. v. segja að sé í stuttu | imáli að nota hugmyndafiugið til að gera kaupandann ánægðan, j svo að hann komi aftur. En ' sannleikurinn er sá, að víða um lönd hafa kaupmenn skeytt lítið um þetta. Verkefnið er þríþætt: Að kynna aðferðir í fyrsta lagi til að auka magn seldrar vöru, í öðru lagi að auka virkni í sölu og dreifingu og í þriðja lagi að stuðla að lægra vöruverði. AUKIN SALA HELZT í HENDUR VIÐ BÆTT LÍFSKJÖR Sérfræðingarnir bentu á það, að fullkomnari söluað- ferðir miðuðu ekki aðallega við það að auka sölu einnar verzlunar á kostnað annarr- ar, heldur fælist það mest í því að auka heildarsöluna. — Allt héldist þetta í hendur við bætt lífskjör fólksins. Aukin sala þýddi að almenn- ingur lifði við betri kjör. Þá væru og komin skilyrði fyrir lækkun dreifingarkostnaðar. Hin bættu lífskjör hefðu svo aftur örvandi áhrif á verzl- unina. Það er enginn vafi á því að víða er vörudreifing- unni og smásöluverzluninni á- bótavant og þegar svo er, þá hefur það sýnilega og ósýni- lega hin verstu áhrif á lífs- kjör fólksins. KVÖLDNÁMSKEIÐ í IÐNÓ Síðan ræddu sérfræðingarnir nokkuð um fyrirkomulag nám-' skeiðsins. I Það fer fram í Iðnó þrjú kvöld í röð, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Fyrsta kvöldið verður rætt um „Bættar starfsaðferðir“. Verða það erindi um skipulag inn- kaupa og sölustarfsemi, um aug- lýsinga- og kynningaraðferðir, um starfsskipulag í vefnaðar- og fatnaðarverzlun og starfskipulag í verzlun með varanlegar vörur. Annan daginn verður rætt um „Aukna virkni“ (efficiency). Það eru erindi um söluaðlögun, spjaldskrár og síðan erindi um fatnaðarverzlanir og verzlanir með varanlegar vörur. Síðasta daginn verður fjallað um „Leiðir til endurbættrar verzlunarstjórn- ar“. Þá verða spurningar og svör, en þátttakendum er boðið að senda inn spurningar um hvað- eina, sem þeir hafa áhuga á. SÉRFUNDIR UM ÝMS MÁL Miðvikudag og fimmtudag að degi til verða einnig haldnir sér- fundir með 25—50 manna hóp- um. Efni þeirra verður m. a. um lýsingu, tækni og skipulag verzl- ána. Auglýsingar og útstillingar, afborgunarsala og vandamál varðandi lánsverzlun, þjálfun verzlunarfólks og söluverðlaun, stöðlun (standardisering) fatn- aðarstærða. Þeir sem hafa áhuga Vatnsagi viS Tjörninu olii sÉm abiiunum ALAUGARDAGSKVÖLD vildi svo illa til, að vatn komst að jarðsímastreng við hornið á Miðbæjarskólanum með þeim. afleiðingum að rúmlega 500 símatæki í bænum urðu óvirk. Var í óða önn unnið að viðgerðum yfir helgina og þeim langt komið í gærkvöldi. á að sækja sérfundina eiga að snúa sér með það til verzlunar- samtaka sinna. Með fyrirlestrunum verða sýndar ýmsar skuggamyndir til skýringar. HEIMSÓKNIR í VERZLANIR Þá ber að geta þess, að hinir bandarísku sérfræðingar munu heimsækja verzlanir, til þess að gefa einstökum verzlunarmönn- I um, er þess óska ráð varðandi ( tilhögun alla. Er hægt að benda á það í stuttu máli í hverju þess- ar heimsóknir eru fólgnar. í fyrsta lagi getur verið að verzlunareigandinn leggi sér- stakar fyrirspurnir fyrir, svo sem ef hann hyggzt endurskipu- leggja verzlunina eða stækka hana og verður þá reynt að leysa úr því. Hinsvegar er einnig al- gengt, að sérfræðingarnir séu beðnir að koma og líta á sölu- búðina almennt og gefa góð ráð. Þá skoða þeir búðina fyrst að utan og gera tillögur um breyt- ingar, sem oft geta verið smá- vægilegar, auglýsingaskilti eða blómavasi. Siðan athuga þeir gluggasýningar og benda á hvað getur gert þær meir aðlaðandi. Inni í verzluninni getur verið heppilegt að breyta röðun verzl- unarvarningsins, lýsingu og ýmsu öðru fyrirkomulagi. Iðnaðarmálastofnunin hefur gert sérstakar ráðstafanir til að þeir, sem ekki kunna ensku geti skilið það sem fram fer á nám- skeiðinu og í öðrum viðræðum við hina bandarísku sérfræðinga. Hefur hún fengið Hilmar Foss til að sjá um túlkun og allar þýðingar. MIKILL ÁHUGI VERZLUNARMANNA Fimmmenningarnir komu hing að í samráði við verzlunarsam- tökin í landinu. Eru það Sam- band smásöluverzlana, Verzlun- armannafél. Reykjavikur, Verzl- unarráð íslands og SÍS, sem eiga samstarf við Iðnaðarmálastofn- unina um að koma á þessari mikilvægu leiðbeiningastarfsemi. Mikill áhuga hefur ríkt meðal kaupsýslumanna og verzlunar- fólks fyrir komu sérfræðinganna og er þátttaka mikil í námskeið- unum. Ýmislegt bendir til þess að vörudreifingu hér á landi sé á ýmsan hátt ábótavant. Úr mörgu mætti bæta, stundum með lítilli fyrirhöfn. Hér ætti koma þessara fimmmenninga að geta komið í góðar þarfir, til að opna augu manna fyrir því hvað nútíminn hlýtur að heimta af verzluninni, til að bæta almennt kjör fólksins, stuðla að aukinni og bættri verzlun. SKURÐUR I MIDBÆNUM ' Orsök þessarar miklu síma- truflunar er í stuttu máli sú, að um þessar mundir er Bæjarsím-_ inn að leggja stokka fyrir síma- strengi út frá Miðbænum, með- fram Miðbæjarskólanum og upp Skálholtsstíg. Hefur verið graf- inn heljar-mikill og djúpur skurð ur til þessa. VATNSAGI FRÁ TJÖRNINNI Þarna liggja og þeir símastreng ir, sem nú er notazt við og mun einn slíkur strengur hafa laskazt eitthvað í uppgreftrinum fram- an við Miðbæjarskólann. Um þessar mundir er mjög stór- streymt. Gengur flóð upp í Tjörn ina og þaðan síast vatnið. Hefur verið mjög mikið aðrennsli í skurðinn við Miðbæjarskólann svo að sífellt hefur orðið að dæla. En þrátt fyrir það komst vatnið í jarðstrenginn. BILANIR — NÚ í SAMT LAG Símabilanirnar urðu aðallega í smáíbúðahverfinu inni í Soga- mýri, í Hlíðunum og einnig nokkur hús í sunnanverðum Þingholtunum, á Bergstaðastræti og þar í kring. En sem sagt, nú ætti þetta allt að komast aftur í lag. AI unno Val iureynngar Á LAUGARDAGINN og sunnu- daginn lék knattspyr nufélagið Valur við íþróttabandalag Akur- eyrar. Var leikið bæði í meistara- flokki og 2. flokki. Á laugardag- inn unnu Akureyringarnir meist- araflokk Vals. með 1:0, en á sunnudaginn gerðu félögin jafntefli 3:3. — Leikarnir fóru fram á hinum nýja grasvelli Akureyrar og voru áhorfendur- allmargir. Sunnudagsleikurinn var tví- sýnn mjög, en Valur hafði sett 3 mörk áður en Akureyringar höfðu sett sitt fyrsta. 56 millj. smálesfa ÁRIÐ 1954 framleiddu Frakkar meiri mjólk en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Frá þessu er skýrt í landbúnaðarskýrslu FAO. Þá er þess og getið, að Banda- ríkin séu mesta mjólkurfram- leiðslúland heimsins. Á s. 1. ári voru framleiddar 56 millj. smá- lesta mjólkur í Bandaríkjunum. — Þorgrimur Sigurðsson Hinir erlendu verzlunarsérfræðingar, sem hingað eru komnir á vegum Iðnaðarmálastofnunarinnar, áttu í gær tal við fréttamenn og var myndin tekin þá. Frá vinstri: Maurice L. Nee (varanlegar vörur), Walter H. Channing (vefnaðar- og fatnaðarvörur), Glenn H. Bridgeman (auglýsingar og sýnitækni), Cresslyn L. Tilley (bókhald og birgðaeftirlit), og Jay D. Runkle (sölutækni og þjálfun starfsfólks). — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Framh. af bls. 7 stjóra og konsúls. í sínum langa og farsæla hjúskap eignuðust þau 7 börn, 4 dætur og 3 syni. Tvær dæturnar dóu f-ullorðnar, en ó- giftar, Guðrún 1936 20 ára, Ólöf Jóna 1941 22 ára. Á lífi eru Mar- grét gift Þóroddi Oddssyni menntaskólakennara, Ólafía, gift Kjartani Ragnars stjórnarráðs- fulltrúa, Sigurður hafnsögumað- ur kvongaður Þóru Steingríms- dóttur rafmagnsstjóra, Þorgrím- ur heildsali, kvongaður Jóhönnu Kjartansdóttur Örvar og Hjalti Jón stýrimaður ókv. Það eru aðeins rúm 10 ár síðan ég kynntist Þorgrími. Ég tel það eitt af höppunum, sem mér hafa hlotnast í ellinni að kynnast hon- um. Mér fannst hann einlægur og alvörugefinn trúmaður, óbif- anlega sannfærður um framhalds líf í föðurhúsum. Hann bjó yfir traustri skapgerð og var sérlega vandaður til orðs og æðis og vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Svona kom hann mér fyrir sjónir og yfirleitt mun hann hafa aflað sér trausts og virðingar allra, er kynntust honum. Um leið og hlutafélagsstjórnin og vér öll, sem unnum í þjónustu félagsins með Þorgrími, minn- umst hans nú á hinztu kveðju- stund með söknuði og hlýrri þökk fyrir dygðugt starf og grandvar- leik og hlýju í daglegri sambúð og samstarfi, vottum vér eigin- konu hans, börnum og öðrum vandamönnum innilega samúð vora og hluttekningu. Ásgeir Ásgeirsson. VINUR MINN, Þorgrímur Sig- urðsson, skipstjóri, er í dag bor- inn til grafar. Þegar slíkur vinur og hann var hverfa okkur yfir landamæri lífs og dauða, þá söknum við þeirra sárt, en um leið fyllumst við þakklæti fyrir það, að hafa fengið að kynnast þeim og eiga þá að vinum. Þorgrímur var óvenjulegur mannkostamaður um það munu allir þeir mörgu sem honum I kynntust samdóma. Vinir hans og Ikunningjar á langri starfsæfi munu sakna hans því um leið og alvörunni sleppti, var hann kát- ur og ræðinn vel, fróður og sagði skemmtilega frá. Þorgrímur var við vinnu sína er hann varð að fara heim um miðjan dag, og átti víst erfitt með að komast síðasta spölinn. Þorgrímur kvæntist 20. sept. 1912, eftirlifandi konu sinni Guð- rúnu Jónsdóttur, fósturdóttur Guðrúnar og Hjalta Jónssonar, skipstjóra, en hún er bróður- dóttir Hjalta. Hjónaband þeirra var fyrirmynd, og reyndi þar ekki minna á húsmóðurina sem heima var og gætti barna þeirra, því alltaf var stórt heimili hjá þeim. Reyndist hún manni sínum með einsdæmum vel því síðari árin þurfti hann nærgætni með, sem enginn gat betur skilið en. hún enda var hann góður eigin- maður og faðir, sem allt vildi gera fyrir sitt heimili. Voru þau hjón samrýmd og samtaka. Ekki fóru þau varhluta af sorg- um lífsins, því 2. yndislegar dæt- ur misstu þau á bezta aldri, Guð- rúnu 21 árs og þrem árum síð- ar Ólöfu Jónu 21 árs. Þurftu þau þá bæði á öllu sínu þreki að halda, því sárt er að missa tvær dætur uppkomnar. En með still— ingu og samhug þeirra beggja komust þau yfir þessa miklu sorg, hefur það eflaust hjálpað hve trúuð þau voru bæði alla tíð. Börn þeirra eru: Margrét gift Þóroddi Oddssyni, menntaskóla- kennara, Ólafia gift Kjartani Ragnars. stjórnarráðsfulltrúa, Sigurður,- skipstjóri giftur Þóru Steingrímsdóttur, Þorgrímur, stórkaupmaður giftur Jóhönnu Kjartansdóttur Örvar og Hjalti Jón, stýrimaður á Brúarfossi, ógiftur. Þó að við vinir hans höfum misst mikið þá er þó missirinn mestur fýrir eftirlifandi konu hans og börn. Að endingu 'kveð ég þig vinur, með þessum orðum: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristján Siggeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.