Morgunblaðið - 08.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflii í dag: NA stinningskaldi. Dalítil rign- ing. — 203. tbl. — Fimmtudagur 8. september 1955 Verzlunarráð Islands Sjá grein á bls. 9. Adalfundur Verzlunar- róðs íslands hóf st i gær AÐALFUNDUR Verzlunarráðs íslands hófst í gær í húsakynnum ráðsins í Austurstræti 16. í upphafi fundarins minntist Eggert Kristjánsson, stórkaupmað- ur, formaður ráðsins, kaupsýslumanna, er látizt höfðu frá því, að síðasti aðalfundur ráðsins var haldinn, og vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Því næst setti Eggert Kristjánsson fundinn. Fundarstjórar voru kosnir þeir Árni Árnason og Egill Guttormsson. Jón Á. Árnason og Ragnar Thorarensen, starfsmenn ráðsins, voru tilnefndir fund- arritarar. Ljósmynd þessa tók dr. Sigurður Þórarinsson úr flugvélinni í gær af hinu nýja ketilsigi. Athugið eð það er a. m. k. 100 m á dýpt. Skaftárhlaupið hefur runnið 42 km undir jöklinum Orsokirnar taldor fundnar 8 km NV af Grlmsvötnum NÚ I* Y K I R ekki lengur neinum efa undirorpið, hvaðan brennisteinskeim lagði yfir Norðurland um síðustu helgi. Lyktin stafar af jökulhlaupi í Skaftá, sem mun koma annaðhvort af smá-eldgosi eða jarðhita undir Vatnajökli «kammt norðvestur af Grímsvötnum. Hefur Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur upplýst blaðið um þetta, en hann flaug í gær ásamt Pálma Hannessyni rektor Menntaskól- ans yfir jökulsvæðið og fundu þeir verksummerki, sem ein- dregið benda til þessa. í FL.UGVÉL BJÖRNS | undir jöklinum og gátum við FÁLSSONAR j vænzt þess að sjá einhver verks- Dr. Sigurður Þórarinsson ummerki þess á yfirborði Vatna- ekýrði Mbl. í stuttu máli svo frá jökuls. Fyrst datt okkur í hug, ferðinni: j að það kynni að vera í svo- — Við Pálmi Hannesson tók- nefndu Pálsfjalli, en þar hafa um okkur far með Birni Páls- f umbrot orðið áður og virtist það syni flugmanni skömmu eftir há- liggja beinast við, hvað vatna- degi. Var ágætt veður og létt- stefnu viðvíkur. En bar virtist ekýjað, þegar við komum austur allt með kyrrum kjörum. Síg- fyrir Heklu. Þaðan flagum við dæld, sem kom fyrr í sumar rétt fyrir suðurenda Langasjós og austur af Pálsfjalli var einnig síðan upp með Skaftá. óbreytt. LOFTID METTAÐ AF BRENNISTEINSFÝLU Við þóttumst þá þegar viss- ir um að hinn margumtalaði brennisteinsþefur myndi stafa frá Skaftá, því að þegar við flugum upp með henni fund- um við, að megn brennisteins- fýla var í loftinu allsstaðar yfir fljótinu. Þá sáum við og glöggt, að hlaup var í Skaftá. Hafði það þó verið meira áð- ur, því að á uppþornuðum leirum meðfram ánni gaf að líta dálitla ísjaka, sem auðsjá anlega höfðu brotnað úr jökul röndinni. Það sást enn greinilegar við útfallið úr jökiinum, sem er í krikanum rétt austan við Langasjó, að þarna kom fram dökkkorgað vatn. Brauzt það undan jökulbrúninni með fossaföllum. Við útfallið var brennisteinslyktin megnust. LEITAD ORSAKA f JÖKURBREIÐUNNI — En hvaðan haldið þið, að allt þetta vatnsmagn komí und- an jöklinum? Hvaðan rennur það að? — Að sjálfsögðu var það meg- inverkefni ferðarinnar að rann- saka það. láklegt var, að eldgos Virtist nú sem erfitt yrði að finna orsakir hlaupsins. Flugum við satnt yfir Grímsvötn. En skv. gamalli reynslu eiga gos í þeim ekki að valda hlaupi í Skaftá, heldur í Skeiðará. Þar voru heldur ekki sýnilegar nein- ar breytingar. SKAFTARSIG FUNDIÐ 42 KM FRÁ ÚTFALLI Næst snerum við til baka og þá gerðist það, að við kom- um allt í einu auga á alveg nýtt ketilsig í jöklinum um 8 km norðvestur af Grímsvötn- um. Það er öruggt að þetta hefur komið í jökulinn alveg nýlega. Fyrir nokkrum dögum var flogið þarna yfir, og var það þá ekki þar. Ketilsigið er all-stórt, rúmir 2 km í þver- mál og a. m. k. 100 metra djúpt. Við teljum því öruggt að orsakanna að Skaftárhlaupi sé að leita þarna, en nokkuð kom það okkur á óvart, því að bú- ast hefði mátt við að vatn þaðan fengi heldur framrás í Tungnaá. Þannig var lýsing Sigurðar Þórarinssonar, en skv. henni er það Ijóst að einhver jarðhita- umbrot hafa orðið þarna undir jöklinum, annaðhvort lítið eld- gos, eða að miklir hverir hafa brotizt þar upp. Jökullinn á þessu svæði er mjög þéttur og varð ekki vart við brennisteinslykt yfir honum. En skv. þessu virð- ist vera einskonar dalur þarna í landið undir jöklinum og vestan við hann framhjá Snjóöldufjall- garði. En vatn og brennisteins- eimur hefur borizt undir jökl- inum hvorki meira nú minna en 42 km. SKÝRSLA UM GJALDEYRISAFKOMUNA Þá flutti Eggert Kristjánsson ræðu um gjaldeyrisafkomuna 1954 og ástand og horfur í við- skiptamálunum. Ræða hans birt- ist á öðrum stað hér í blaðinu. Þá flutti Jón Á. Árnason, full- trúi, skýrslu stjórnarinnar og skýrði reikninga ráðsins. KOSNING í NEFNDIR Að lokum fór fram kosning í eftirtaldar nefndir: ALLSHER J ARNEFND: Sigurður Ágústsson Sigurður B. Sigurðsson Björn Guðmundsson Gunnar Ásgeirsson Sveinn Helgason Einar Eiríksson Hannes Þorsteinsson Óttar Möller og Hans R. Þórðarson. VTÐSKIPTA- OG VERÐL AGSMÁL ANEFND: Othar Ellingsen Páll Þorgeirsson Tómas Björnsson ísleifur Jónsson Lárus G. Jónsson Árni Árnason Henrik Biering og Einar Ásmundsson. SKATTAMÁLANEFND: Eggert Kristjánsson Haraldur Sveinsson Sveinn B. Valfells Stefán G. Björnsson og Kristján G. Gíslason. Fundinum verður haldið á- fram kl. 2 í dag, og hefst hann með ræðu Ingólfs Jónssonar, við- skiptamálaráðherra. Tilkynnt verða úrslit stjórnar- kosningar og síðan verða um- ræður um nefndaálit. Flohksróðsíund- ur í Keflavík FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Gullbringusýsla heldur fund í Sjálfstæðishús- inu í Keflavík í kvöld kl. 9 stundvíslega. Þingmaður kjördæmisins, Ólafur Thors, forsætisráð- herra, mætti á fundinum. Mjög treg reknetja- báta GRUNDÁRFIRÐI, 7. sept. — Fimm bátar stunda reknetjaveiðl héðan, en afli hefir verið ein- dæma tregur, enda veðrátta slæm. Búið er nú að frysta hér síld,, sem nemur hálfri beitusíldarþörf- inni á komandi vertíð. Eru mena uggandi um, að til beituskorta kunni að koma, ef ekki rætist Ú0 fijótlega. Óþurrkar hafa verið hér stöð- ugir eins og í allt sumar. Hraðfrysfisföðin vann 1 í G Æ R fór fram starfsmanna- keppni milli Hraðfrystistöðvar- innar í Reykjavík og Fiskiðju- vers ríkisins. Vann Hraðfrysti- stöðin með tveimur mörkurq gegn engu. Hérna er útfall Skaftár úr Skaftárjökli. Greinilegt hlaup var í ánni, en var þó í rénun, því að ísjakar lágu strandaðir á leirum eða jarðhita-umbrot hefðu orðið. meðfram bökkunum. Uppdráttur þessi af svæðinu við vestanverðan Vatnajökul sýnif hvaða leið jökulrennslið hefur farið. Krossinn sýnir hið nýja Ketilsig í lægðinni milli Bárðarbungu og Háubungu og örvarnar, hvaða leið vatnið hefur runnið. Minni kross neðar sýnir hvar bær- inn Skaftárdalur er. En mælingastika er þar. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.