Morgunblaðið - 13.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. sept. 1955 j Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTOtl Framhaldssagan 26 ( Hann sat við rumhiiðina og hélt í sóttheita, litlu höndina, en drengurinn, sem hafði háifgert óráð og barðist við að ná and- aiium, brosti til hans. Skyndilega — næstum því óvænt — kom svo dauðinn. Viku síðar sagðist föður drengs ins á þessa leið, þegar rætt var um atburðinn: Hann beinlínis drap líka Johnny okkar. Drengurinn var með ofsalega lungnabólgu í báð- um lungum og Newcome var oft búinn að koma til hans, þó að maður yrði aldrei var við að hann gerði neitt það sem dreng- urinn hefði gott af. Og hvað haldið þið svo að hann hafi gert í þetta skiptið, þegar hann kom inn til Johnny okkar? Hann gerði ekki neitt — bók- staflega talað ekkert. Hann bara sat þarna allan tímann og lét litla drenginn okkar deyja, án þess svo mikið sem að rétta upp cinn fingur. Ég skal einhverntíma láta hann fá að heyra sannleikann, það svarta svín“. Svo var það að kvöldi hins 4. ágúst, að lestin kom með kvöld útgáfur fréttablaðanna frá Mars- land til Calderbury. Menn þyrptust út á götuna, til þess að ná sér í blöð með nýjustu fréttunum og einn þeirra var litli læknirinn, sem nam svo staðar, til þess að kynna sér laus- lega efnisyfirlit þeirra. „Þetta er ijótt útlit, læknir“, sagði einhver sem gekk framhjá honum. „Já, vissulega. Hamingjan sönn. Aldrei datt mér það í hug, að þeir myndu flana út í þetta“. „Þessu verður fljótt lokið, sannið þér til. Við skulum bara' sjá til þegar flotinn — Davíð las í blaðinu greinar um samanköllun herliðsflokka sem héldu tii landamæranna, loftárás1 ir, byggingu víggirðinga, flótta- menn sem komu í stóium hóp- um frá eyddum og herjuðum löndum, ástand ferðamanna og útlendinga. j Hann steig í flýti á hjólið sitt og flýtti sér svo mjög heimleiðis,1 að þegar þangað kom, var hann orðinn bæði móður og sveittur. Hann reisti hjólhestinn upp við vegg í ytri trjágöngunum, en gekk svo inn í lækningastofuna, i opnaði skápinn og kom þar fyrir! nokkrum lyfjaglösum, sem hannj hafði haft með sér í töskunni um daginn. Hann fann hvernig hjartað barðist ákaft í brjósti sér af óróa og æsingu, þegar hann gekk upp stigann og hélt til þakherbergis- ins, þar sem hann gerði ráð fyrir að Leni biði sín. Hann var ákveðinn í því að láta nú skríða til skarar, mestu erfiðleikarnir voru þeir, að sam- búðin við Jessicu hafði alið hjá honum þessa undarlegu óbeit á því að taka nokkrar ákvarðanir sjálfur. Jessica hafði tekið þær svo margar fyrir hans hönd og umburðarleysi hennar með flestu því sem hann vogaði sjálfur að álíta eða hafa í hyggju, hafði alið hjá honum óákveðni og jafn- vel þrjósku Það var aðeins í hans eigin heimi, sem frelsi hugar og handa var til og í þeim heimi hafði hann viljað leggja allt í sölurn- ar fyrir slíkt frelsi. Hann hafði aldrei hugsað mik- ið um ytri atburði. En nú, þegar hann svo skyndi- lega hafði tekið ákvörðun, þá var Vijög mikill asi á honum. Hann tarð að láta hendur standa fram úr ermum. Hann varð jafnvel að berjast gegn Jessicu, ef þörf krefðist og hann varð að beita einbeitni, kænsku, vernldlegum hyggindum og fleiri eiginleikum, sem fram til þessa höfðu verið honum mjög ótamir. „Ieni, góða mín — þú mátt ekki einu sinni bíða til morguns — þú verður að leggja af stað héðan :;em allra fyrst — strax í kvöld“. Hún sat á hækjum sér á gólf- inu, inni í þakherberginu og var að raða niður í töskur sínar, þegar hann kom inn og tilkynnti henni þessi tíðindi. „En — hversvegna verð ég að fara svona snögglega?" „Lestu það sem stendur í blöð- unum. Allar líkur eru á því, að skollin verði á styrjöld milli Englands og Þýzkalands klukkan tólf í nótt. Þess vegna verður þú að komast héðan sem allra fyrst. Þú verður að fara aftur heim — til Þýzkalands, undir eins, áður en eitthvað hefur kom- ið fyrir —“ „En, ég get það ekki — ég —“ „Þér er óhætt að tnia orðum mínum. Þú verður að fara burt frá Englandi — einhvrstaðar — einhvernvegin. Skilurðu ekki, hvað það er, sem ég meina? Geturðu ekki gert þér í hugar- lund hvað muni bíða þín, ef þú verður áfram hér í landi? Þeir eru þegar farnir að handtaka fólk og fangelsa. Flýttu þér nú að búa farangurinn út •— við verðum að leggja af stað sem allra fyrst“. „Við?“ „Já, auðvitað. Ég ætla að hjálpa þér. Við erum nú búin að missa af síðustu lestinni, en svo fer ein lest frá Marsland, þegar klukk- una vantar tíu mínútur í tólf og við getum sjálfsagt einhvern- vegin komizt þangað —“ „Við?“ „Já, já. — Ég ætla að fara með • HQ þig til hafnarborgar og sjá um að þú komist í burtu, áður en það er um seinan — þessvegna verðurðu fyrir alla muni að flýta þér eins mikið og mögulegt er“. Og þannig hélt hann áfram að tala og reka á eftir. Hún vildi ekki fara og að lokum varð hún æst og móðursjúk, svo að langur tími fór í það að hugga hana og hughreysta. j Að klukkustund liðinni komu þau niður stigann og gengu í gegnum lækningastofuna, út á mjóa stíginn með hvítu sæskelj- unum, sem raðað var báðum megin við hann. Þegar Davíð kom auga á hjól- hestinn sinn, sem stóð þar upp við vegginn, þá óx dirfska hans um allan helming, en jafnframt kenndi hann líka aukinnar var- kárni. „Enginn má sjá þig fara héð- an úr borginni og allra sízt í fylgd með mér. Þessvegna verð- um við að gera eitthvað þessu líkt .... látum okkur nú sjá — nú er næstum orðið alveg dimmt Þú skalt fara eftir veginum, sem liggur út að gamla skógarkofan- um og bíða mín þar. Svo hitt- umst við þar og höldum íerðinni áfram. Ég ætla að fara löngu leið- ina, framhjá grjótnámunni —“. Hún hikaði eitt andartak, en kinkaði svo kolli. Skuggamyndavélar og sýningatjöld til sýninga í skólum og á heimilum I í • Þrjú systkini frá Reyðarfirði óska eftir að leigja I 3—4 herbergja I B Ú Ð strax, eða 1. okt. — Þeir, sem vildu sinna þessu vinsam- iegast hringið í síma 5483. Leikfimi — Háfjallasél fyrir verzlunar- og skrifstofufólk Kvöldtímar frá klukkan 18—20 LEIKFIMI- NUDD OG SNYRTISTOFAN HEBA Brautarholti 22 — Sími 80860 Vanur skrifstofumaður óskar eftir starfi. — Tilboð merkt: „Vanúr — 963“, sendist afgr. Mbl. fyrir n. k. laugardag. Morgunblaðið HafnarfirBi Unglingur óskast til blaðburðar 1. október. Einnig koma til greina börn, sem ekki fara í skóla, fyrr en klukkan 1. Hátt kaup. — Upplýsngar á afgrciðslunni Strandgötu 29 — sími 9228. s ■// VATNS- OG OLÍUSLÍPI- PAPPÍR „WETORDR Y“ SLÍPIBELTI PUGARNET' pappír og léreft SLÍPIBELTI PRODUCTION" pappír og lérett 3 M SLÍPIDISKAR Einkaumboðsmenn fyrir MINNESOTA MINING & MANUFACTURING CO. U.S.A., BRETLANDI, ÞÝZKALANDI, FRAKKLANDI 8.MBSIIIHSSHM t JOHHlílH! ^ammmmmmmmmmmmmmmmmmmBmmamtmmmm^mmm^ GRJÓTAGÖTU 7 — SÍMAR: 3573 — 5296. IMorðansíld Fyrirliggjandi flökuð saltsíld, beinlaus og roðlaus á áttungum. MIÐSTÖDIN h.t. Vesturgötu 20 — Sími 1067 og 81438 mm s BARNASKÚR Barnaskór nýkomnir — Fjölbreytt úrval Skóverzlun Þórðar Péturssonar & Co. Aðaistræti 18 ■ BJUUDI Mi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.