Morgunblaðið - 18.09.1955, Qupperneq 9
Sunnudagur 18. sept. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 ]
I Nokkur alvarleg og íhugul andlit yngstu nemenda barnaskólanna í Reykjavík, er bar fyrir augu ljósmyndara Morgunblaðsins er hann heimsótti Mela-, Eskihlíðar-
\ og Háagerðisskólana s.l. föstudag. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
ReykJavfkurbréf: Laugardagur 17. september
Fyrstu sporin í skólann — Fjöregg þjóðarinnar — Skortur á skólarými — Þröngur
kjötmarkaður — Sveitaprestur gerist afkastamikill rithöfundur — Lpplýsingar við-
skiptamálaráðherra um verzlunarjöfnuðinn
— Framleiðslan verður að standa undir
Fyrstu sporin
til skólans
BARNASKÓLI yngstu barnanna
hefur hafið kennslu. Hundruð 7
ára gamalla barna stíga þessa
dagana sín fyrstu spor á leiðinni
til skólans síns. Þetta eru merki-
leg tímamót í lífi þessara ungu
íslendinga. í raun og veru eru
þeir að leggja út í lífið. Til þessa
liafa flestir þeirra fengið tilsögn
sína í hinum torræðu fræðum,
lestri og skrift, heima á heimilun-
ium eða hjá einkakennurum í ná-
grenninu. En nú er brotið blað
tog farið í skóla, burt frá heim-
ílinu og pabba og mömmu. Nýr
heimur opnast, skólinn með nýj-
«m félögum, kennurum og til-
breytingu. Næstu 8 ár a. m. k.
liggur leið barnsins, sem nú fer í
fyrsta skipti í skóla þangað meg-
ínhluta hvers árs. Þar mótast
þessi ungi og uppvaxandi borg- j
ari á fjölmarga vegu.
Hinum íslenzka skóla er falið
stórt og ábyrgðarmikið hlutverk.
Hann hefur fjöregg þjóðarinnar ^
í hendi sér, æsku hennar, mann-
dóm hennar og þroska. Hér í
Beykjavík hefur mikil áherzla
verið lög á að búa eins vel að
skólunum og frekast er kostur. J
Byggðar hafa verið frábærlega j
vandaðar og fullkomnar skóla- j
byggingar, svo vandaðar að radd-
ír heyrast jafnvel um að of mik-
áð sé í þær borið.
En þess má þó gæta, að
fallegur og smekklcgur skóli
getur haft mikil og góð áhrif
á þá æsku, sem þar situr á
skólabekk. Fagurt umhverfi
stuðlar alltaf að þroska, ekki
sízt barna og unglinga.
Mikið vandamál
En fjölgun íbúanna í höfuð-
borg landsins skapar ekki sízt'
ýmis vandamál á sviði fræðslu-1
snála hennar. Skólabörnunum
fjölgar um nokkur hundruð á
hverju hausti. í haust eru þau
þó „aðeins“ 250 fleiri en í fyrra.
Þessi mikla fjölgun barnann^
krefst stöðugt aukins skólarýmis.
Það verður stöðugt að byggja
nýja skóla fyrir hin nýju bæjar-
hverfi, sem eru að rísa upp. En
"bygging þeirra gengur sjaldnast
nógu hratt. Þess vegna verður
oft að margsetja í kennslustof-
urnar. Þá segja kommúnistar,'
Tímamenn og aðrar frómar og
góðgjarnar sálir, að „íhaldið sé
á móti skólum handa börnum
Beykvíkinga". Það er nú svo.
Almenningur veit hins veg-
ar að hinni öru fólksfjölgun
er fyrst og fremst um að
kenna. Reykjavík hefur undir
forystu Sjálfstæðismanna
hyggt fleiri, betri og glæsi-
legri skóla en nokkurt annað
bæjarfélag. Og bæjaryfirvöld-
in njóta aðstoðar og leiðbein-'
ingar ágætra og menntaðra
manna á sviði fræðslumál-
anna. Hér er líka meira gert
fyrir bömin en á nokkrum
öðrum stað á landinu.
Samtals verða nær 7 þúsund
eyðslunni
börn í barnaskólum höfuðborg-
arinnar i vetur.
Göngur og sláturtíð
GÖNGUR eru nú hafnar sums
staðar á landinu. Á öðrum stöð-
um fara þær fram í næstu viku.
íslendingar eiga nú- 650 þús.
sauðfjár. Hefur því fjölgað veru-
lega síðustu tvö til þrjú árin
vegna fjárskiptanna. En í haust
mun slátrun verða í mesta lagi.
Eru ástæður þess ýmsar. Fjár-
skiptunum er að kalla má lokið.
Á Vestfjörðum og víðar, þar sem
lömbin voru seld lifandi, verður
þeim nú slátrað. Ennfremur
munu óþurrkarnir i sumar stuðla
að nokkurri skerðingu fjárstofns-
ins.
En söluhorfur íslenzkra sauð-
fjárafurða erlendis eru því mið-
ur ekki góðar. Við þurfum að
flytja út að minnsta kosti tvö
þúsund tonn af kjöti. Bretar
vilja e. t. v. kaupa einstaka hluta
dilkaskrokka fyrir 9 kr. kílóið
í brezkri höfn. Hugsanlegt er
einnig að Svíar vilji kaupa
4—500 tonn af dilkakjöti fyrir
sambærilegt verð og þeir greiða
fyrir kjöt frá Nýja-Sjálandi. —
Óvíst er hvort hægt muni að
selja eitthvað af íslenzku kjöti
til Bandaríkjanna.
Bændasamtökin hafa nú óskað
eftir svipuðum gjaldeyrisfríð-
indum vegna útflutnings á land-
búnaðarafurðum og bátaútvegur-
inn nýtur. Hefur endanleg af-
staða ekki verið tekin til þeirrar
beiðni. En auðsætt er að ein-
hverjar ráðstafanir verður að
gera til þess að mögulegt verði
að selja töluvert kjötmagn úr
landi. Innlendi markaðurinn get-
ur ekki tekið við öllu því kjöti,
sem til fellur á þessu hausti.
Sveitaprestur gerist
afkastamikill
rithöfundur
FRÁ þvi hefur nú verið skýrt,
að séra Sigurður Einarsson prest
ur í Holti undir Eyjafjöllum hafi
orðið hlutskarpastur í ljóðasam-
keppni þeirri, sem undirbúnings-
nefnd Skálholtshátíðar árið 1956
efndi til snemma í sumar. Hlaut
hann 1. verðlaun fyrir ljóðaflokk
sinn. Eru það 15 þús. krónur.
Sigurður Einarsson er enginn
nýliði á sviði ritlistar og skáld-
skapar. Fyrir 25 árum gaf hann
út ljóðabók og undanfarin ár
hafa birzt eftir hann ljóð í blöð-
um og tímaritum, nú síðast í
„Stefni“ fyrir nokkrum vikum.
En jafnframt hefur hann þýtt
fjölda bóka, jafnvel fyrirferðar-
mikil verk eins og Talleyrand
eftir Duff Cooper og Byron eftir
Maurois. Upp á síðkastið hefur
séra Sigurður snúið sér að leik-
ritagerð. Mun Þjóðleikhúsið sýna
eftir hann leikritið „Fyrir kóngs-
ins mekt“ á komandi vetri. Á
sunnudagskvöldið mun hann svo
— Landsbakinn
lesa upp úr öðru leikriti eftir sig
í útvarpið. Er það nýtt af nálinni
og nefnist „Það verður heitt sum-
ar“. Mun það vera biblíulegs
efnis. ‘4RI
Auk bókmenntastarfa sinna
hefur Sigurður Einarsson tekið
þátt í stjórnmálum, verið frétta-
stjóri Ríkisútvarpsins og dósent
í guðfræði við Háskóla Islands
um langt skeið. En nú situr hann
austur í Holti undir Eyjafjöll-
um, yrkir verðlaunaljóð, skrifar
leikrit og þýðir bækur. Mun
Séra Sigurður Einarsson í Holti
— „Það verður heitt sumar.“
hann m. a. þýða eina bók fyrir
Aimenna bókafélagið. Er það
„Örlaganótt yfir Eystrasalts-
löndum“ eftir eistneska háskóla-
kennarann Ants Oras.
Fáir sveitaprestar munu í
dag sinna jafn fjölþættu starfi
og presturinn í Holti undir
Eyjafjöllum. En á því fer vel
að bókmenntaafrek séu á ný
unnin í sveitum og á íslenzk-
um prestsetrum. Þar voru
menningarmiðstöðvar þjóðar-
innar í margar aldir, þaðan
fékk íslenzk alþýðumenntun
þann styrk, sem reyndist
henni drjúgur til lífs og
þroska.
Upplýsingar
viðskiptamálaráðherra
um verzlunarjöfnuðinn
Á AÐALFUNDI Verzlunarráðs
íslands, sem haldinn var fyrir
skömmu, gaf Ingólfur Jónsson,
viðskiptamálaráðherra, greinar-
góða skýrslu um verzlunarjöfn-
uðinn það sem af er þessu ári.
Ráðherrann komst þar m.a. að
orði á þessa leið:
„Eins og allir vita hefur sú
breyting orðið á því ári, sem nú
er að líða, að framleiðslustarf-
semi þjóðarinnar hefur verið taf-
in með verkföllum. Hækkaður
tiikostnaður við framleiðsluna
skapar stórum aukna áhættu,
eykur taprekstur og getur dregið
úr framleiðslunni.
Það verður því að viður-
kenna, að útlitið hvað gjald-
eyrisöflun snertir er ekki eins
sjötíu ára
gott og æskilegt væri. Sé gert
yfirlit yfir sjö fyrstu mánuði
þessa árs kemur í ljós, að inn-
flutningurinn er samtals 643
millj. kr., en á sama tíma í
fyrra 618,5 millj. kr.
Útflutningurinn fyrstu sjö
mánuði þessa árs hefur numið
437 millj. kr., en á sama tíma
árið 1954 nam hann 451 millj.
króna.
Óhagstæður verzlunarjöfn-
uður er þess vegna nú eftir
fyrstu 7 mánuði ársins 206
millj. kr., en var 167 millj. kr.
árið 1954 á sama tíma.
Þess ber að geta, að útflutnings
birgðir eru nú allmiklu meiri
heldur en á sama tíma í fyrra,
sérstaklega er skreiðin meiri
heldur en á s.l. ári. Takist vel
með sölu á afurðum það sem
eftir er af árinu getur vel farið
svó, að útkoman í árslok verði
ekki lakari en við síðustu ára-
mót, þrátt fyrir hinar ýmsu
truflanir, sem ég áðan vék að. En
það sýnir, að ef ástandið hefði
verið óbreytt, vinnufriður á sama
hátt og s.l. ár, þá hefði fram-
leiðsluaukningin á yfirstandandi
ári orðið mikil og líkurnar til
þess að unnt hefði verið að losna
við það, sem eftir er af höftun-
um, mjög miklar“.
Það, sem stefna
ber að
ÞAÐ er rétt, sem Ingólfur Jóns-
son segir, að hin víðtæku verk-
föll á þessu ári hafa truflað fram
leiðslustarfsemi þjóðarinnar veru
lega. Þess vegna verða fram-
leiðsluafköstin eitthvað minni en
þau hefðu getað orðið. Af því
leiðir svo það, að verzlunarjöfn-
uðurinn verður óhagstæðari en
ella.
Það takmark, sem íslendingum
ber fyrst og fremst að stefna að
í efnahagsmálum sínum, er aukn-
ing framleiðslunnar. Það er eina
örugga leiðin til þess að bæta lífs
kjörin. Með því kemur meira til
skiptanna þegar þjóðin skiptir
upp arðinum af árlegu starfi
sínu.
Við verðum einnig að gera
okkur Ijóst, að gjaldeyristekj-
ur þær, sem við höfum um
skeið haft af framkvæmdum
varnarliðsins í landinu verða
ekki varanlegar. Við getum
ekki um allan aldur treyst á,
að hægt sé að nota þær til
þess að jafna hallan á utan-
ríkisviðskiptum okkar. Fram-
leiðsla þjóðarinnar verður
sjálf að geta staðið undir
eyðslu hennar.
Um þetta ættu allir íslending-
ar að geta verið sammála. — Við
megum ekki gera okkur sjálfum
þann óvinafagnað, að láta
skemmdarverkaflokki kommún-
ista haldast það uppi, að trufla
vinnufriðinn í landinu og veita
verðbólguflóði yfir íslenzka
bjargræðisvegi.
Landsbankinn 70 ára
Á MORGUN, sunnudaginn 18.
september, eru 70 ár liðin síðan
Alþingi samþykkti lög um Lands-
banka íslands. Var þarmeð lagð-
ur grundvöllur að fyrstu íslenzku
bankastofnuninni. Hér var því
um að ræða stórmerkan atburð,
sem átti eftir að hafa mikil á-
hrif á efnahagsþróunina i land-
inu.
Samkvæmt lögunum skyldi til-
gangur bankans vera „að greiða
fyrir peningaviðskiptum í land-
inu og styðja að framförum at-
vinnuveganna“.
Útibú skyldi stofna sem fyrst
á Akureyri, ísafirði og Seyðis-
firði.
í stjórn bankans skyldu vera
framkvæmdastjóri, sem lands-
höfðingi skipar og tveir gæzlu-
stjórar, er deildir Alþingis kjósa.
Landshöfðingi skyldi og skipa
bókara og féhirði.
Laun framkvæmdastjóra voru
ákveðin 2000 kr. á ári, bókara og
féhirðis 1000,00 kr. og gæzlu-
stjóra 500,00 kr. á ári. — Voru
laun þessi við það miðuð að
þessir menn gætu sinnt öðrum
störfum jafnframt bankastörfun-
um.
Landsbankinn tók til starfa 1.
júlí árið 1886. Er því réttast að
miða aldur hans við þann dag.
Allmerkilegt verður að telja
að blöðin hér í bænum á þeim
tíma geta ekki um þennan atburð.
Svo fyrirferðarlítil var fæðing
hins íslenzka þjóðbanka.
Saga Landsbankans verður
ekki rakin hér. Hann varff
þjóðinni þegar í upphafi hin
mesta hjálparhella. Stofnun
hans átti stórkostlegan þátt i
þeim framförum, sem urðu í
landinu á næstu áratugum. —
Verzlunin færðist á innlendar
hendur og nýir möguleikar
sköpuðust til nauðsynlegra
framkvæmda.
Árið 1902 var svo íslands-
banki stofnaður. Hafði það
ennþá stórfelldari áhrif til
eflingar innlendri verzlun og
útgerð.
Tveir þurrNdapr
í Snæfellsnessýslu
ÓLAFSVÍK, 17. sept.: — Óþurrka
samt hefur verið hér undanfarið
eins og víðast annars staðar á
landinu. Tvo síðustu daga hefur
þó verið allgott veður og tals-
verður þurrkur. Hafa menn kom
ið mikið undan af heyjum sínum
þessa flæsudaga. í dag er norð-
austan kaldi með sólskini, og
hefur fennt í fjöll. Bændur eiga
ekki mikið úti af heyjum eins og
stendur. — Einar.