Morgunblaðið - 30.10.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 30.10.1955, Síða 1
16 síður og Lesbók 12 árgnogur 248. tbl. — Sunnudagur 30. október 1955 Prentsml8|a MorgunblaSsins Stöðugt berast fregnir af blóðugum óeirðum í franska Marokkó. Einkum hafa átökin orðið hörð i Atlasfjöllunum, en þar hafa franskar liðssveitir átt fullt í fangi við að brjóta á bak aftur upp- reisn Berba-ættflokkanna. En Berbarnir — sem eru miklu fjölmennari — verða oft að lúta í lægra haldi, þar sem frönsku hermennirnir eru miklu betur vopnum búnir. Á myndinni sést heill hóp- ur Berba, sem varð að gefast upp fyrir nokkrum frönskum hermönnum. ' > er fi!7 að ufannkisrá^herrarnir fiHisf \ faðma í veiz!ummi LUNDÚNUM, 29. okt. ID A G voru utanríkisráðherrar f jórveldanna enn á fundi og þykir stjórnmálafréttarHurum ekki góðar horfur um að sam- komulag náist. — Molotov utanríkisráðherra Rússa var í forsæti á fundinum í dag. í dag var enn rætt um Þýzkalandsmálin og öryggisbandalag Evrópu. Fulltrúar Vesturveldanna fluttu málamiðlunartillögur en Molotov tók heldur kuldalega í þær. VARATILLÖGUR? Enda þótt lítill árangur hafi enn orðið á fundum utanríkis- ráðherranna, telja fréttaritarar ekki vonlaust um jákvæðan árangur fundanna. Benda þeir á, að upp á síðkastið hafi mestur árangur orðið í veizlum cg af einkasamtölum fjórveldafulltrú- anna. Þá segja þeir og, að svo geti farið, að Molotov hafi varatil- lögur upp á vasann, en vilji ekki leggja þær fram, fyrr en Vest- urveldin hafa hafnað tillögum þeim, sem Rússar hafa nú borið fram. NÝJAR TILLÖGUR Stassen, yfirmaður kjarn- orkumálanefndar Bandaríkj- anna, kemur til Genfar á mánudag með nýjar tillögur í kjarnorku- og afvopnunar- málum. Ekki er fullvíst um efni tillagnanna. H. K. Laxness: □------------------□ Enn eitt slysið ENN varð meiriháttar um- ferðaslys hér í bænumí gær- kvöldi um kl. 10, er Buickbíll, R-8388, sem í voru tveir menn, ók aftur undir pall vörubíls austur í Borgartúni, skammt frá Laugarnesvegi. Var áreksíurinn mjög harður cg maður sá, er bílnum ók,1 var meðvitundarlaus er lög-. regla og sjúkraliðsmenn komu á vettvang. Var maðurinn klemmdur á milli stýris og baksins í stólnum. Hann hafði lilotið höfuðhögg og var með áverka á liöfði. Maður sá, er við hlið hans sat meiddist einnig nokkuð. Með menn þessa var farið í slysvarðstof- una og var verið að búa að sárum þeirra, er blaðið hafði siðast fregnir af mönnunum. □------------------□ fílilm á lofti LUNDÚNUM, 29. okt.: — Egypsk ' ir hermenn gerðu í dag atlögu að landamæravörðum ísraelsmanna á Gazasvæðinu. Ekki varð þó manníall. á Hætt er nú við að ófriðnr sé W ekki langt undan mi’li Egypta og ísraelsmanna og hafa báðir dregið mikið lið að landamrsrun- um. Formælmdi egypzku stjórn- arinnar sagði í dag, að Egyptar mundu ekki mimika landarnæra- lið sitt nema ísraelsmenn gerðu slíkt hið sama. t Móbelsverðlauitaveitingin er mikill heiður * fyrir Island KAUPMANNAHÖFN, 29. okt.: — Bókaútgáfa Gyldendals hélt í gærkvöld veizlu til heiðurs Hall- dóri Kiljan Laxness Nóbelsverð- launahöfundi á Hótel Angleterre.j — Skáldið flutti ræðu við það tækifæri, þar sem hann drap m.a. á þá álcvörðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar, að Nóbelsverðlaun hans skyldu undanþegin skatti. Kvaðst hann mjög ánægður yfir þessari ákvörðun ríkisstjórnar- innar og sagði: — Ég hefi aldrei búizt við því, að sérstök lagasetn- ing mundi ná til mín eingöngu. Þessi ákvörðun stjórnarinnar gleður mig mjög, hélt skáldið áfram, og sé ég nú betur en nokkru sinni fyrr, að veiting Nóbelsverðlaunanna til mín er mikill heiður fyrir ísland. Hví lagðist ,,Borg leyndardómanna" í eyði? Svarið er e. I. v. að (inna hjá lívíusi. Aidone (Sikiley). BANDARÍSKIR fornleifafræðingar vinna nú að því að grafa gamla borg á Sikiley úr rústum, enda hefur hún geymt leynd- ardóma sína, moldu orpin, í 22 aldir. Ekki er vitað um nafn borgar þessarar og hefur hún verið kölluð „Borg leyndardómanna”. Komið var niður á rústir hennar á síðustu öld, en hún hefur ekki verið grafin upp fyrr en nú. Vitað er, að borg þessi vár voldug og rík á sinni tíð og hafði mikil verzlunarviðskipti við Grikkland. Á HULDU Allt er enn á huldu um örlög borgarinnar og endalok. Er ekki annað að sjá en hún hafi lagzt í rúst í einu vettvangi, hvort sem um má kenna styrjöld eða nátt- úruhamförum. — Borgin stóð á miðri eynni á hálendi sem nefnist Serra Orlando, og var hún því vel í sveit sett til að verja miðhluta eyjarinnar ágangi óvina. LUTU GRÍSKRI STJÓRN íbúar „Borgar leyndardóm- anna“ lutu grískri stjórn allt frá 4. öld. f.Kr. Menning þeirra var áreiðanlega grísk og sennilega hafa þeir einnig talað grísku, a. m. k. eru bæði handritabrotin 1 sem fundust í rústunum á því | máli. — Annars er það m. a. mark i mið rannsóknanna að svara - spurningunni um grísk áhrif á eynni. „ HRINGLAGA TORG Nú þegar hafa vísindamennirn- ir grafið upp markaðstorg borg- arinnar og kom það mönnum á óvart, að það skyldi vera hring- laga, eins og tíðkaðist um útileik- húsin; þá var það einnig með upphækkaðri sætaröð. SELDIR MANSALI Margt þykir benda til þess, að borgin hafi verið lögð í rúst af óvígum innrósarher. Rómverski sagnritarinn Livíus segir, að nokkrar borgir á Sikiley hafi bar- izt með Karþagó gegn Róm í ann- arri púnversku styrjöldinni (á 3ju öld). Bætir hann því við, að íbúar þeirra hafi verið seldir mansali eftir ósigurinn. Má vera, að þetta sé ein orsök þess, að borgin lagðist í eyði. ÚRSLIT URSLIT stúdentaráðskosning- anna urðu þau að listi Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 273 atkv. og 4 menn kjörna, sameiginlegur listi komma, krata og Þjóðvarnar 249 atkv. og 4 menn kjörna og listi framsóknar- stúdenta 84 atkv. og einn mann kjörinn. Á kjörskrá voru 849 stúdentar en atkv. greiddu 620. — 14 at- kvæðaseðlar voru auðir. OSLÓ, 29. okt.: — í dag afhehti norski sendiherrann í Aþena stjórn landsins mótmælaskjal vegna þess að griskir stúdentar réðust að sendiráðinu í gær og gerðu þar ýmis hervirki, brutu rúður og létu öllum illum látum. Sharett ræðir við Molotov nm vopnasölu kommúnista Rússnesk skip i vopnaflutningum LUNDÚNUM, 29. okt. — Mose Sharett forsætisráðherra ísra- j els, er kominn til Genfar og hyggst ræða við Molotov um vopnasölu kommúnista til Ar-' abaríkjanna. Eins og kunnugt er, hafa Tékkar aðallega ann- azt þessa sölu, en rússnesk skip hafa flutt vopnin til Alex andríu. RÆÐIR VIÐ MOLTOV Sharett hefir rætt við utan- ríkisráðherra Vesturveldanna um vopnasöluna, en hefir ekki enn þá náð tali af Molotov. I dag var tilkynnt, að Molo- tov hafi fallizt á að reifa við hann málin í næstu viku og hyggst Shareíí áðui fá fullan stuðning Vesturveldanna. — Mun hann því ræða enn einu sinni við utanrikisráðherra þeirra, áður en hann fer á fund Molotovs. ★ Almennt eru menn þeirrar skoðunar í Vestur-Evrópu, að vopnasölur kommúnista til Arabaríkjanna geti orðið til þess, að upp úr sióði í lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Hafa Vesturveldin því skorað á kommúnista að hætta sölunni, en án árang- urs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.