Morgunblaðið - 30.10.1955, Page 2
Sunnudagur 30. okt 1955
MORGUNBLAÐIÐ
skynsamlegum ráSymog
hjálp nágrssisia lókst
ikl
En nærri klukkustund tók að kæfa eld í
hlöðu á Móeiðarhvoli.
AFIMMTUDAGSKVÖLDI'Ð varð íkviknun í stórri heyhlöðu á
Móeiðarhvoli i Rangárvallasýslu. Var eldurinn niðri á botni
í henni, en með skynsamlegum ráðstöfunum og mikilli hjálpsemi
sveitunga, sem drifu að úr öllum áttum, tókst að forða miklu tjóni.
Við slökkvistarfið vann og brunaliðið frá Selfossi. Tók næstum
eólarhring að ráða niðurlögum eldsins.
DJÚP HLAÐA
Á Móeiðarhvoli er tvíbýli og
kom eldurinn upp í hlöðu Val-
mundar Pálssonar. Voru í henni
um 800 hestar af töðu. Hlaðan er
gamall hellir, sem hið náttúrlega
þak hafði verið brotið af og þak
smíðað yfir fyrir mörgum ára-
tugum. Er hún mjög djúp um 10
metrar, þar sem hún er dýpst.
Eldurinn kviknaði á botninum
í norðurenda hlöðunnar, þar sem
hún er dýpst. Sagði Valmundur
Mbl., að snemma í sumar hefði
þar verið látið hey, sem ekki var
vel þurrt. Hitnaði í þvi í sumar
svo þurfti að losa það, en eftir
að sú ylgra var horfin var annað
hev sett þar ofan á og héldu þeir
að það væri óhætt.
RKYKI R SÁST SÍÐLA KVÖLDS
Um 7 leytið á fimmtudags-
kvöldið sáu bæjarmenn að svo
lítill reykur steig upp með
hlöðuveggnum. Var það sann-
arlega heppni, að þeir skyldu
taka eftir því. Ef að ekkert
hefði verið gert alla nóttina,
má búast við, að allt hefði ver-
ið brunnið, (800 heyhestar),
þegar fólk hefði komið út um
morguninn.
Valmundur hríngdi þegar á
eímstöðina og bað að leitað yrði
eftir aðstoð slökkviliðsins á Sel-
fossi. Þá flaug fréttin út um sveit-
ina og nágrannar komu fljótt til
aðstoðar. Fyrst var ákveðið að
verpa heyið í suðurenda hlöð-
unnar. Var það gert þannig að
geii var grafin þvert yfir miðja
hlöðuna. Síðan var seglum og
Btriga lagt niður geilina og yfir
héyið í suðurendanum. Vegna
þess að botn hlöðunnar er grynnri
þar mun þetta hey vera óskemmt
og vatn ekki hafa komizt undir
þáð.
Þeir bændur gerðu skynsam-
lega í að hreyfa ekki við heyinu
í norðurenda hlöðunnar fyrr en
slökkviliðið var komið og hafði
6ett dælur í gang. Var vatninu
dælt norðan úr Rangá, sem er um
300 metra frá bænum.
RÁÐIST AÐ ELDINUM
Þegar dælan var tilbúin réðust
nvenn að eldinum. Var þak norð-
urhluta hlöðunnar rofið og síðan
gengið í að rífa heyið út. Var það
geysimikið verk og eftir því sem
neðan dró og loft fór að komast
að eldinum fylltist allt af reyk,
6vo að menn urðu að nota reyk-
grunur. Var unnið að þessu alla
nóttina og það var eltki fyrr en
«einnihluta föstudagsins, sem eld
urin.'i var kæfður.
MESTU BJARGAÐ
200 HESTAR ÓNÝTIR
Alls telur Valmundur að 500
hestar af heyi hafi verið teknir
dt. Þar af munu 300 hestar hafa
verið lítt skemmdir og voru þeir
settir upp í lön, en 200 hestar
munu vera gereyðilagðir og er
hér um verulegt tjón að ræða,
ekki sízt eftir slíkt óþurrkasumar.
Við íkviknun þessar er athyglis
vert hve slökkviiiðið á Selfossi
«g þá ekki síður hin mikla hjálp-
semi sveitunganna, en þegar flest
var munu uirt 70 manns hafa unn-
ið við slökkvistarfið. Fyrsti hóp-
urinn kom strax um kvöldið og
vann alla nóttina. Um morguninn
kom svo annar hópur og leysti
hinn af verði. Bað Valmundur
Mbl. að færa öllum þakkir, sem
lögðu hör.d að verki.
Afhugasemd út af
þýzku fánumim
ÚTAF frásögn í blaði yðar í dag
um lán til frystihúsa í Hafnar-
firði og Akureyri, þá þykir mér
rétt að taka eftirfarandi fram:
Það er ekki rétt að ég hafi
boðist til að „útvega Akureyring-
um og Hafnfirðingum hvorum um
sig 6 milljón króna lán í Þýzka-
landi til 7 ára með 6% vöxtum og
10% þóknun til verkfræðinga og
til umsjónar með verkinu".
Forráðamenn Hafnarfjarðar og
Akureyrar fóru þess á leit við
mig að ég reyndi að útvega lán
til hraðfrystihúsa á þessum stöð-
um og var strax í upphafi talað
um 6% vexti, en það eru venju-
legir vextir á „exportkredit" í
Þýzkalandi. — Lánstíminn var 4
ár. Þýzk fyrirtæki ætluðu að lána
fé til þessara framkvæmda. Áttu
þau að fá. 10% þóknun, ekki að-
eins „til verkfræðinga og til um-
sjónar með verkinu", heldur og
fyrir það að sjá um öll innkaup
á efni og vélum.
Engin skylda var að kaupa
þýzkar vélar í hraðfrystihúsin,
eins og haldið hefir verið fram af
mönnum, sem vissu betur, heldur
var það alveg á valdi Hafnfirð-
inga og Akureyringa.
Þegar samningar lágu fyrir til
samþykktar viðskiptamálaráð-
herra, kom fyrst í ljós, að þeir
þóttu óaðgengilegir og urðu fleiri
en ég forviða þegar um samþykkt
þeirra var synjað.
I september tilkynnti ég aðilj-
um, að vextír væru lækkaðir úr
6% í 5%, en þá höfðu þeir fengið
lán í Landsbankanum.
Reykjavík, 27. okt. 1955.
Gísli Sigurbjörnsson.
Got) tíðartar
í Sfrandasýslu
GJÖGRI á Ströndum, 26. okt.: —
Ágætis tíðarfar hefur verið und-
anfarið í Strandasýslu. Sauðfjár-
slátrun hjá Kaupfélagi Stranda-
manna lauk um miðjan mánuðinn
og var slátrað 300 kindum fleira
en í fyrra. Kemúr það til af því,
að bændur hafa yfirleitt fjölgað
fé sínu og einnig vegna þess að
vorið var gott og lambahöld með
ágætum.
Þyngsta lambið sem slátrað var
við Kaupfélag Strandamanna á
þessu hausti, vóg 49 pund og var
eign Guðmundar Guðmundssonar
bónda á Melum. Annars var með-
alþyngd lambanna frá 12 Vz—15%
kíló, sem er mjög sæmileg vigt.
Kýr voru teknar á fulla gjöf
hér kring um 10. október, og má
í því sambandi geta þess að í
fyrra voru þær teknar á gjöf um
12 september, eða mánuði fyrr.
Eru þær farnar að græða sig til
muna, síðan þær komu i fjós.
Bændur eru yfirleitt vel hey-
birgir hér um slóðir, þrátt fyrir
að útengi var óvenju illa sprottið.
Pilnik tetldi fjölleili
við siarfsmenn Sam-
ARGENTINSKI stórmeistarinn
Herman Pilnik, tefldi í fyrra-
kvöld fjöltefli við starl.menn
Sameinaðra verktaka á Keflavík
urflugvelli, i samkomusal starfs-
fólksins.
Hófst fjölteflið, sem var mjög
spennandi, klukkan tæplega hálf
níu og var lokið um klukkan eitt.
! Hafði Piinik þá hlotið 37% vinn-
ing, en hann tefldi á 42 borðum.
i Hann gerði fimm jafntefli og tap
aoi aðeins tveim. fvrir þeim
Hjálmari Theodórssyni og Magn-
úsi Benediktssyni. — Jafntefii
gerðu Guðmundur Einarsson
verklegur framkvæmdastjóri,
Gísli Hafliðason, Baldur Davíðs-
son, Kristinn Jónsson og Banda-
ríkjamaður Mr. Webster að nafni,
sem tefldi sem gestur. Margt
góðra skákmanna er að finna
meðal starfsmanna Smeinaðra
verktaka.
í gærmorgun fór Pilnik til Ak-
urevrar og mun tefla þar við
skákmenn. — í næstu viku mun
einvígi hans og Friðriks Ólafs-
sonar hefjast. — í samtali við
Mbl. kvaðst Pilnik hlakka mjög
til þess að mæta Friðrik, sem
hann telur mjög snjallan skák-
mann.
/E
/
Guðmundur Friðjónsson á Sandi.
45809 te. NorSan-
frá Paufarhöfn
RAUFARHÖFN, 29. okt.: — Hér
er stöðugt unnið að útskipun síld
arinnar, sem söltuð var hér í
sumar, en alls var saltað í 60,000
tunnur.
Skip hafa komið hér í viku
hverri til að taka síld og eru nú
eftir 15000 tunnur. Á morgun er
næsta skip væntanlegt og mun
það taka síld til Finnlands.
í sambandi við afskipun síldar-
innar er mikil vinna því það er
síður en svo að allri síldarvinnu
sé lokið, þó búið sé að setja síld-
ina í tunnurnar. Um áramótin er
gert ráð fyrir að síðasta síldin
fari héðan. — Einar.
RABAT — Franska leynilögregl-
an upplýsti nýlega, að óeirðunum
í Marokkó væri stjórnað af hin-
um þekkta hermdarverkamanni,
Rached Toufik. Hann er Egypti.
úttjáfa af rítverkum Cuð-
ar Friðjónssonar ai bma út
ísr cru skáldsins, sögnr cg rifgerðir
GUÐMUNDUR Friðjónsson skáld
á Sandi var, eins og kunnugt er,
eitt helzta skáld landsins á síðara
hluta 19 .ald.ar og fyrra hluta
þessarar aldar. Hann stóðdjúpum
rótum í forníslenzkum skáldskap,
var þjóðlegt og kjarnyrt skáld og
má segja, að í ljóðum hans og
Stephans G. Stephanssonar hafi
íslenzkur alþýðuskáldskapur ris-
ið hæst. í tíð Guðmundar á Sandi
var blómleg og sérstæð alþýðu-
menning í Þingeyjarsýslu og átti
Guðmundur ríkan þátt í því að
móta hana. Hann var mikilvirk-
ur höfundur og er með eindæm-
um, hverju hann afkastaði, þegar
litið er á aðstöðu hans til skáld-
skapariðkana. Hann var bóndi
allt sitt líf á kostalítilli jörð og
hafði fyrir stóru heimili að sjá,
en hann lét brauðstritið ekki
leggja skáldið að velli frekar en
Stephan G. Stephansson. Er ekki
nóg með, að hann hafi ort kynstr-
in öll af ljóðum á andvökustund-
um og í önnum dagsins, heldur
Hvað greiðir ríkissjóður
■ heyflutniugastyrk
EINS og sagt hefir verið frá í
blöðum og útvarpi verður greitt
framlag úr ríkissjóði til þess að
létta undir með þeím bændum
á óþurrkasvæðinu, sem hafa
keypt og kaupa hey nú í haust
og flytja það að sér úr öðrum
sýslum.
Framlög til flutninganna eru
ákveðin þannig talið í krónum á
hvern heyhest eða 100 kíló sem
flutt eru:
Úr Suður-Þingeyjarsýslu
í Borgarfjörð......... kr. 49.00
á Snæfellsnes........... — 57.00
í Gullbr. og Kjósarsýslu — 65.50
í Árnessýslu ........... — 65.50
í Rangárvallasýslu .... — 80.00
Úr Eyjafjarðarsýslu
í Borgarfjörð ...........— 43.00
á Snæfellsnes .......... — 50.00
í Gullbr. og Kjósarsýslu — 59.00
í Árnessýslu ............— 67.00
í Rangárvallasýslu .... — 73.50
Úr Skagafjarðarsýslu
í Borgarfjörð............— 30.00
á Snæfellsnes .......... — 38.00
í Gullbr. og Kjósarsýslu — 46.50
í Arnessýslu ............— 54.00
í Rangárvallasýslu .... — 61.00
Úr Austur-Húnavatnssýslu
í Borgarfjörð............— 23.50
á Snæfellsnes .......... — 31.50
í Gullbr. og Kjósarsýslu — 39.50
í Árnessýslu ........... — 47.50
í Rangárvallasýslu .... — 54.00
Úr Vestur-Húnavatnssýslu
i Borgarfjörð........... — 17.00
á Snæfellsnes .......... — 25.00
í Gullbr. og Kjósarsýslu — 33.50
í Árnessýslu ........... — 41.50
í Rangárvallasýslu .... — 48.00
Úr Dalasýslu
í Borgarfjörð .......... — 11.00
á Snæfellsnes .......... — 19.00
í Gullbr. og Kjósarsýslu — 29.50
í Árnessýslu ........... — 37.00
í Rangárvallasýslu .... — 44.00
Vegna flutnings á heyi, til
hreppa í Vestur-Barðastrandar-
sýslu, sjóleiðis frá höfnum á
Norðurlandi, verður greitt fram-
lag allt að % af kostnaði við
sjóflutninginn, samkvæmt reikn-
ingum og gildandi flutnings-
gjölduni.
gerðist hann einnig afkastamikill
rithöfundur á óbundið mál, skrif*
aði fjölmargar sögur, ritgerðiffl
og blaðagreinar. Vöktu greinart
hans ætíð athygli og urðu þó oíí
tilefni til ritdeilna, enda var Guð-
mundur ófeiminn við að láta skoð
anir sínar í ljósi, hvar sem var.
1
I
3 SAGNABINDI
Nú hafa börn Guðmundar
Friðjónssonar tekið sig saman um
að ijúka heildarútgáfu þeirri af
verkum skáldsins sem byrjað var
á fyrir nokkrum árum. — í heild-
arútgáfunni verða þrjú sagna-
bindi, um 500 blaðsíður hvert.
I safninu eru sögurnar Einar,
Ólöf í Ási, Undir beru lofti, 12
sögur, 10 sögur, Úr öllum áttum,
Sólhvöirf, Kveldglæður, Héðan
og handan, Úr byggð og borg, og
auk þess um 30 sögur sem hafa
ekki verið gefnar út áður.
KVÆÐIN f TVEIMUR BINDUM
Kvæðin eru í tveimur bindum.
um 500 bls. hvort. Þar verða öll
kvæði sem þegar hafa birzt eftir
skáldið, auk þess á annað hundr-
að kvæði sem hafa ekki verið
gefin út áður.
Öll þessi bindi, sem hér hefir
verið minnzt á, koma út fyrip
jólin, og að auki fyrra bindið af
Bréfum og ritgerðum frá árunum
1893—1918.
★ ★ ★
Útgáfa þessi er hin vandaðasta
og sér Prentverk Odds Björnsson-
ar á Akureyri um hana. í ár verð
ur ekki unnt að selja hana í bóka-
búðum, því að áskrifendur verða
iátnir sitja fyrir á þessu ári, enda
eru þeir mjög margir. Ritsafnið
verður aftur á móti sett í bóka-
búðir, þegar útgáfu síðara bind-
isins af ritgerðunum er lokið. Má
búast við því, að það verði á
næsta ári. — Verð útgáfunnar er
á þessu ári kr. 600 í vönduðu
geitarskinnsbandi.
AKRANESI, 29. okt.: — í fyrra-
dag meiddist hérna maður, Hjört-
ur Sigurðsson, bílstjóri.
Verið var að skipa upp tómuro
tunnum úr Goðafossi. Var Hjört-
ur að strengja taugar yfir hlassið
á háfermdum bílnum, þegar ein
tunnan skriðnaði undan fótum
hans og féll hann niður á hafnar-
garðinn.
Var strax farið með hann upp
í sjúkrahús, og hafði hann marist
og tognað. — Odur. ,