Morgunblaðið - 30.10.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.10.1955, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. okt. 1955 oiT0 uní» JaMfc Útg.: ELf. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigttX. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 & mánuði innanland*. t lausasölu 1 krönu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Fœddist lítil músl STJ ÓRNARANDSTÖÐU- FLOKKARNIR hafa undan- farið látið mikið yfir því, að þeir byggju yfir margvíslegum úr- ræðum til þess að bæta aðstöðu íslenzku þjóðarinnar í lífi henn- ar og starfi. En Alþingi hefir nú setið að störfum í um það bil þrjár vikur, og ekki hefir bólað á neinum stórræðum eða nýjung- um af hálfu stjórnarandstöðunn- ar. Verður það helzt talið til tíðinda af málflutningi hennar, að Alþýðuflokkurinn og Þjóð- varnarflokkurinn hafa flutt frumvörp um ríkiseinokun á olíu. Má segja eins og forðum, að lítil mús hafi fæðzt, er fjöll- in tóku joðsótt. Það er ástæða til þess að vekja athygli á þessum frumvörpum, helztu bjargráðum stjórnarand- stöðunnar við íslenzkt atvinnu- líf. Þess er þá fyrst að geta, að í frumvarpi Alþýðuflokksins, sem ólukkufugl hans er að vísu fyrsti flutningsmaður að, er það ákveðið, að hin vænt- anlega olíueinkasala skuli leggja allt að 40% á olíu- vörur!! Rausnarlegir eru þeir Alþýðu- flokksmenn. Álagning þeirra aðila, sem nú annast sölu á þess- um vörum mun nema um 4% Hækkun álagningarinnar sam- kvæmt frumvarpi Alþýðuflokks- ins er þess vegna ekkert smá- ræði. Það munar um minna. En þetta á samt að bjarga útvegn- um, segja þeir blessaðir í pínu litla flokknum. Þá er það skoðun flm. að í hverjum kaupstað skuli aðeins vera einn olíugeymir eða dreif- ingarstöð fyrir olíuvörur. Telja flutningsmenn það bersýnilega vera til mikils hagræðis fyrir þá, sem nota olíur og bensín. Einhver uggur Einhver uggur virðist þó leyn- ast hjá flutningsmönnum Þjóð- varnarfrumvarpsins um það, að olíueinkasala ríkisins muni ekki gegna hlutverki sínu nægilega vel. Hafa þeir sett í frumvarp sitt svohljóðandi ákvæði: „Ríkisstjórninni skal skylt að hlutast til um, að olíuverzlun ríkisins hafi jafnan nægan forða í landinu af olíuvörum, svo að tryggt sé að framleiðsla lands- manna og atvinnutæki bíði ekki tjón eða stöðvist vegna vöntunar á þessum vörum.“ Flutningsmennirnir eru með öðrum orðum hræddir um það, að framleiðsla þjóðarinnar kunni að bíða tjón eða stöðvast ef olíu- einkasalan fái ein að ráða. Þess vegna fyrirskipa þeir ráðherrun- um að hafa eftirlit með því að nóg sé á olíueeymunum á hverj- um tíma. Ætti það eftirlitsstarf a. m. k. að tryggja ráðherrunum nægilega atvinnu á næstunni, ef slíkt skipulag yrði upp tekið, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Margt má betur fara Margt má áreiðanlega betur fara í viðskiptalífi íslendinga um þessar mundir, einnig í olíuverzl- uninni. En þessi frumvörp, Al- þýðuflokksins og Þjóðvarnar- flokksins, eru svo vitlaus og yfir- borðsleg, að með úrræðum þeirra verða engar umbætur fram- kvæmdar, nema síður sé. Kjarni þeirra er oftrú þjóðnýtingar- mannanna á höft og einokanir. Þar örlar hvergi á viðleitni til þess að benda á raunhæfar leiðir í því skyni að lækka vöruverðið og gera olíuverzlunina hagstæð- ari fyrir þjóðina. Þvert á móti leggur Alþýðuflokkurinn til að álagningin á olíuverðið verði hækkuð gífurlega. En það er allt í lagi vegna þess að það er ríkiseinokun, sem hana á að framkvæma, segja þeir Alþýðuflokksmenn. Þessi einkasölufrumvörp eru ágætt dæmi um þá málefna- fátækt, sem ríkir meðal hinna sósíalisku flokka. Townsend FYRIR um það bil tveimur ára- tugum urðu einkamál brezku konungsfjölskyldunnar tíðrædd- asta umræðuefni heimsblaðanna. Játvarður 8. Bretakonungur tók þá þá ákvörðun að afsala sér og niðjum sínum rétti til virðuleg- ustu konungskórónu heimsins. Astæðan var einfaldlega sú, að hann hafði fellt hug til ótiginnar konu, sem ekki gat borið drottn- ingarnafnbót. Játvarður 8., sem að vísu hafði ekki verið krýnd- ur, var vinsæll og virtur meðal brezku þjóðarinnar. Hún tók sér valdaafsal hans nærri, og margir töldu, að það hefði verið hnekk- ur fyrir hina sómakæru brezku konungsfjölskyldu, sem jafnan hefir lagt mikið kapp á að þjóna þegnum heimsveldis síns, sem bezt má verða. En konungurinn afsalaði sér völdum og kvæntist þeirri konu, sem hjarta hans girntist. Tíminn leið og brezka þjóðin eignaðist nýjan konung og síðar glæsilega og ástsæla unga drottningu. Og nú hefir að verulegu leyti fennt yfir valdaafsal og ástamál Ját- varðar 8. Sagan endurtekur sig En sagan endurtekur sig. Enn á ný hafa einkamál brezku kon- ungsfjölskyldunnar komið heims- blöðunum og brezku þjóðinni úr jafnvægi. Að þessu sinni er það Margrét prinsessa, systir Elísa- betar II., sem ósköpunum veldur. Hún og Pétur Townsend, fræg flughetja úr brezka flughernum frá síðasta stríði, hafa fellt hugi saman. Enska kirkjan mótmælir giftingu þeirra og þjóðin skiptist í flokka með og móti. Hvers vegna öll þessi ólæti um einkamál þessa unga fólks? í brezkum lögum er ráð fyrir því gert, að erfingjar að krún- unni geti afsalað sér rétti til hennar. Hvers vegna má hin unga prinsessa ekki ganga að eiga þann mann, sem hjarta hennar girnist? En Pétur Townsend er fráskil- inn og enska kirkjan viðurkenn- ir ekki rétt hans til þess að kvænast aftur, segir einhver. En stendur ekki einmitt þann- ig á með forsætisráðherra Breta, og er það ekki almennt vitað, að þessi lagaákvæði eru ekki virt? Nei, það er óþarfi að rekja þessa sögu lengra. Deilan um ástamál Margrétar og Town- sends tilheyrir liðinni öld. Kon ungborið fólk eru líka mann- eskjur, er eiga tilfinningar, sem ber að virða. Margt bend- ir líka til þess, að niðurstað- an verði hin sama um Mar- grét Rós og Pétur Townsend og Játvarð frænda hennar og frú Simpson. E1 Paso, 18. okt. ÞRJÁ íslendinga hefi ég hitt að máli hér suður á Skarði, tvær systur, Stellu og Jóhönnu Stefánsdætur (Hermannssonar á Vesturgötu 27) og Þorvald Frið- riksson (Þorvaldssonar frá Borg- arnesi). Þorvaldur er hér á her- skóla, kvæntur amerískri konu. Stella Hermannsdóttir er gift amerískum manni og hefur verið búsett vestra um tveggja ára skeið. Jóhanna er í heimsókn hjá systur sinni. ♦ • ♦ SKARÐ eða Norður-Skarð (E1 Paso del Norte) er á landamær- um Texas og Mexico. Hér búa um 200 þús. manns og hér er sól og heiðríkja í 360 daga á ári. — Borgin stendur í gjalllendi og er um 1200 m yfir sjávarmál. Heið- ríkjan hér hefur dregið til sín ameríska flugherinn, sem starf- rækir hér einn sinn stærsta flug- Kaupmenn í fréð- legri kynnisför í Bandaríkjum I BORGINNI Dayton í Ohioríki í Bandaríkjunum skýrir blaðið Journal Herald fyrir skömmu frá komu sex íslenzkra kaupmanna, sem eru í kynnisför í Bandaríkj- unum um þessar mundir. Menn þessir eru undir fararstjórn Þor- valdar Guðmundssonar forstjóra, og eru: Leifur Þórhallsson, Magnús Jóhanhsson, Guðjón G. Guðmundsson, Gunnar M. Theó- dórsson og Gunnar Þorvaldur Þorsteinsson. í samtali við blað- ið láta þeir hið bezta af dvölinni vestra og kváðust hafa lært margt og mikið af því sem þeir hefðu séð þar vestra á sviði verzlunarreksturs og þjónustu, sem þeir myndu taka upp er heim til íslands kemur. Drá Sl arÉi í JJexaó völl og ameríski landherinn gerir hér víðtækar tilraunir með eld- flaugar. * RÓMANTÍK OG VILLTA VESTRH) Fyrrum var þetta rómantísk borg, í þeim skilningi sem róm- antík og villta vestrið geta farið saman. Um Skarð var alfaraleið milli Texasríkis „kúrekanna" og Mexíkómanna. Handan við landa mærin, í Mexíkó, er borgin Juarez, þar sem hagur manna er bágur, nema þeirra, sem hafa at- vinnu af því að heilla ferðamenn, sem leggja þangað mjög leið sína. * ALLT SAMEIGINLEGT NEMA RITSTJÓRNIN Um Skarð er það m.a. merki- legt, að hér eru gefin út tvö stór dagblöð, annað morgunblað, með 65 þús. áskrifendum, og hitt slð- degisblað, með um 45 þús. áskrif- endum. Blöð þessi eru, eins og gengur og gerist, hatrammir and- stæðingar í pólitík. En þau eiga sameiginlega prentsmiðjuna, þar sem bæði blöðin eru prentuð, þau hafa sameiginlega auglýsinga- skrifstofu og sameiginlega blaða- afgreiðslu — þau hafa raunveru- lega all sameiginleg nema sam- eiginlega ritstjórn, en ritstjórnir beggja blaðanna eru á sömu hæð í sama húsi. En milli ritstjórnar- skrifstofanna er enginn samgang- ur. * SAGT ER FRÁ LÁTI STALÍNS í 8 EINTÖKUM Morgunblaðið hefur full umráð yfir prentsmiðjunni frá kl. 6 að kvöldi til kl. 6 að morgni, en síð- degisblaðið frá kl. 6 að morgni til kl. 6 síðdegis. Þegar Stalín dó hér um árið, barst fregnin um andlátið hingað til E1 Paso rétt fyrir kl. 6 að morgni. Ritstjórn morgunblaðs- ins setti himinn og haf á hreyf- ingu til þess að koma andláts- fregninni í sitt þlað. E-i ekki var búið að prenta nema 8 eintök af blaðinu, þegar prentvélin varð að stanza og nú gat s ðdegisblaðið tekið við. — P. Ól. VeU ancL ólrjar: Bílþjófur eyði- leggur bíl BÍLÞJOFUR gjöreyðilagði bíl f fyrrakvöld, er hann hvolfdi hon- um á götum Reykjavíkur. Þjófur- inn komst undan og var ekki bú- ið að íinna hann í gærkvöldi. Bíll sá, er hér um ræðir, R 2309 Austin ’46 gerð, stóð á bílastæð- inu fyrir framan Austurbæjarbíó og var stolið milli kl. 9 og 11, er bíósýningu var lokið. Þegar eig- andi hans, Hilmar Öm Gunnars- son bankamaður, Hofsvallagötu 59, korn út úr bíóinu, veitti hann því strax athygli að bíllinn var horfinn. Hann gerði götulögregl- unni þegar viðvart og bað hana um aðstoð. I Klukkan hálf eitt um nóttina tókst Hilmari sjálfum að finna bíl sinn á hvolfi suður við Sól- eyjargötuna, lá hann þar á hlið- inni út við girðingu Aldamóta- garðanna. Var hann svo mikið l skemmdur, að hann er ónýtur talinn. Ekki hefur tekizt að upplýsa það hver bílnum stal, en hann var læstur, svo og kveikjulásinn. Við bíiinn fannst svartur karl- mannsskór. Er ekki óhugsanlegt, að sá, sem bílnum stal, eða ein- hver sem var í för með honum, eigi þennan skó. j Það eru vinsamleg tilmæli rann sóknarlögreglunnar til bílstjóra og vegfai anda um Sóleyjargötuna í fyrrakvöld, að þeir geri viðvart ef þeir gætu gefið einhverjar upplýsingar í málinu, t. d. séð mann, sem var skólaus á öðrum fæti! Strætisvagnar og einkabílar. SR. SIGURÐUR í Holti sagði, að aðallega væri skrifað um strætisvagnana í smáletursdálk- um dagblaðanna. Þetta er að vísu ekki alveg rétt, vegna þess að stundum er einnig minnzt á „brúa mjólk“, — en nú ætlar Velvak- andi að bregða út af gömlum vana og ræða um einkabíla í stað strætisvagna! Hann verður nefnilega að lofa „Bíleiganda" að láta ljós sitt skína í þetta sinn. „Bíleigandi" segir: „Lögregluvernd" EG er neyddur til að geyma bílinn minn á bílastæðinu á lóð gamla KR-hússins. En oft hefir það borið við, að götustrák- ar hafa gert skemmdarverk á bílnum og leggjast skemmdar- verkamennirnir einkum á loft- netastöngina og brjóta hana. Aldrei hef ég séð lögreglumenn á vappi þarna og finnst mér það illt, því að nærvera þeirra hefði áreiðanlega getað komið í veg fyrir þetta skemmdaræði. Þá er einnig mjög nauðsynlegt að koma upp góðri lýsingu á stæðinu, svo að skemmdarvargarnir geti ekki skákað í skjóli myrkurs. Er von- andi, að það verði gert hið fyrsta. Stærra svæði. LÖGREGLAN virðist leggja á það mikla áherzlu að banna bílum stæði við ýmsar götur, en hún má ekki gleyma því, að ein- hvers staðar verða vondir að vera. Þá má og geta þess, að við hið ófullkomna bílastæði á KR- lóðinni er allmikið pláss innan Ijótrar bárujárnsgirðingar sem Reykjavíkurbær mun eiga. Þetta svæði mætti leggja undir bila- stæði, um leið og eitthvað yrði gert fyrir gamla stæðið. Brjóta lögin. VESTAN Oddfellowhússins er vanhirtur kartöflugarður, seg ir bréfritari enn fremur Mætti nú ekki fá hann líka á leigu fyrir bíiastæði? Það veitti ekkert af því, því að á þessum slóðum eru fjögur samkomuhús, Tjarnarbíó, Oddfellowhúsið, Iðnó og Góð- templarahúsið, og á kvöldin er þarna mikil bílaumferð, eins og kunnugt er. — Lögreglan hefir bannað bílastæði í Vonarstræti, en tugir bílaeigenda eru néyddir til að brjóta þessi lög á hverjum degi. Þörf úrbót. EG vil svo að lokum, segir „Bíleigandi", skora á bæjar- yfirvöldin að taka fyrr nefndar kvartanir til greina, og athuga, hvort ekki sé hægt að bæta úr hinu slæma ástandi á þann hátt sem bent er á hér að framan. Það verður að tryggja það, ef hægt er, að bílaeigendur geti skilið bíla sína eftir á stæðunum, án þess að eiga það sífellt yfir höfði sér, að þeir verði stórskemmdir. Merkil, sem klæðlr tandlC. Glæsilegt hefti af Iðiiaðarmálnm NÝTT hefti af Iðnaðarmálum, tímariti Iðnaðarmálastofnunar- innar er konrið út. Er það nú stærra og fjölbreyttara en nokkru sinni áður og frágangur allur hinn myndarlegasti, eins og verið hefur. Eru þar sagðar ýmsar tækni- legar nýjungar innlendar og er- lendar, myndskreyttar greinar um heimsóknir í verksmiðjum og fréttir af starfsemi Iðnaðarmála- stofnunarinnar. Af efni ritsins má nefna: Grein um starf íulltrúa tækniaðstoðar- innar hér á landi, grein eftir Guðlaug E. Jónsson um rafgeisla- hitun, grein um mjólkurfram- leiðslu eftir Kára Guðmundsson. Frásögn af frystivélaframleiðslu Héðins, g.einar um d-vítamín i mjólk, bifreiðaframleiðslu I Bandaríkjunum og um fitu- vinnslu. í heftinu er skýrt frá því, að nýr starfsmaður hafi verið ráð- inn að stofnun IMSÍ, en það er Loftur Loftsson, efnaverkfræð- ingur. MARRAKESH, 28. okt.: — Fyrr- , verandi soldán í Marokkó, Ben ’ Jússef, sem verið hefir í útlegð á ! Madagaskar undanfarin tvö ár, j bjóst í dag til að halda til Frakk- lánds. Um tiu þúsund Arabar fóru í gær í kröfugöngu um götur borg arinnar til að tjá fylgi sitt við, að Ben. Jússef fengi soldánstign

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.