Morgunblaðið - 30.10.1955, Page 14
14 MORGVNBLAÐIÐ
t
Ekk LRG.-ZZ :i meó vopnum vegið EFTIR SIMENON B ! 1:
Sunnudagur 30. okt. 1955
Framhaldssagan 29
„Þrjú glös af portvíni“.
Dyrnar opnuðust og lokuðust
aftur, en hleyptu inn svölum
gusti, sem smátt og smátt sam-
lagaðist heitu lofti stofunr.ar.
Dyravörðurinn gekk að ljósa-
kveikjurunum og samstundis
kviknaði á perunum, uppi yfir
þriðja borðinu.
„Þrjátíu punktar", sagði hödd,
sem svar við spurningu þjonsins.
Það var Emile Gautier, som bar
vandvirknislega krít á endann á
knattstönginni. Því næst setti
hann merkjarann á núll.
Mótspilari hans var aðstoðar
forstjóri bankans, tíu árum eldri,
með gisið, brúnt yfirskegg.
Það var fyrst eftir þriðja skot-
íð, sem hann kom auga á Iv úgret
og heílsaði honum, dálítið van-
ræðalegur á svipinn, en efiir það
var hann svo upptekinn af leikn-
um, að ekkert annað virtist geta
vakið eftirtekt hans.
„Að sjálfsögðu er nóg pláss í
vagninum mínum, ef þér óttist
ekki kuldann.... “ sagði Maigret
de Saint-Fiacre. „Má ég annars
ekki bjóða yður eitthvað? Ég er
nú ekki svo ílla stæður, að ég
geti ekki boðið einhverja smá-
hressingu".
„Þjónn“, kallaði Jean Métayer
hárri raustu, „færið mér Bour-
ges 17“.
Og stuttu síðar gekk hann inn
í símaklefann og lokaði vandlega
á eftir sér.
Maigret hélt áfram að rekja.
Hann hafði beðið um annan bjór
og stúlkan hafði, e.t.v. af því að
hann var stærstur allra þarna
inni, endanlega kosið hann, til að
veiða til fylgilags við sig.
I hvert skipti sem hann sneri
sér í áttina til hennar, sendi hún
honum sitt blíðasta bros, eins og
þau væru gamlir og mjög nánir
vinir.
Lítið grunaði hana þá, að á
þeirri stundu væri ham að
hugsa um „Vesalings gömlu kon-
una“, eins og sonur hennar hafði
kallað hana, sem nú lá á l'kbör-
um í höllinni, á meðan íbúar ná-
grennisins gengu í halarófu fram
hjá hinztu hvílu hennar og gáfu
hvorir öðrum olnbogasiiot í
laumi.
En hann sá hana samt ckki í
þeirri mynd. Hann sá hana fyrir
sér, eins og hún hafði litið út á
þeim löngu liðnu árum, þegar
engir vagnar biðu úti fyrir Café
de Paris og engir áfengir drykkir
voru drukknir.
Hann sá hana í hallargarðin-
um, háa og grannvaxna, tigin-
mannlega og glæsta, eins og kven
hetju í vinsælli sögu. Hún gekk
þar við hliðina á barnavagni,
sem barnfóstran ýtti á undan
sér....
Maigret var aðeins umkomu-
laus stráklingur, sem öfundaði
greifann, þegar þau tvö ckú til
Aix-les-Bains í vagni. (Fyrsta
vagninum, sem til var í hérað-
inu).
Andlit greifafrúarinnar sást þá
ekki í gegnum blæjuna, en greif-
inn sjálfur var skarplei ur og
hvass á svip.
Og heima við höllini stóð
barnfóstran og lét litla drcnginn
veifa hendinni til foreldra sinna,
í kveðjuskyni....
Og nú voru þeir að stökkva á
hana vígðu vatni og herbergið
andaði allt af kertavaxi.
Emile Gautier gekk í kringum
knattborðið, gerði tilkomumikil
skot og taldi með drýgindalegri
röddu:
„Sjö....“
Hann lyfti aftur hnattstöng-
inni. Hann var að vinna. Yfir-
boðari hans með brúna skeggið
sagði: „Hræðilegt", með Önugri
l röddu.
I Tveir menn virtu hvor annan
| fyrir sér, yfir græna borðið: Jean
1 Métayer, sem hlustaði þögull á
j hvíldarlausa mælgi málaflutn-
l ingsmannsins og greifinn, sem
| stöðvaði þjóninn með dauflegri
j handahreyfingu, og sagði:
„Það sama aftur“.
En nú var Maigret farinn.að
hugsa um skátaflautu, góða
tveggja nóta flautu úr glansandi
málmi, slíka sem hann hafði
alrrei eignast sjálfur.
8. kafli
I „Annað simatal". Maigret and-
varpaði lágt, þegar hann sá Méta
{ yer rísa úr sæti sínu í annað sinn
og ganga fram að símaklefanum.
| Hann horfði á eftir skrifaran-
um og varð meira en lítið undr-
andi, þegar hann sá, að hann fór
hvorki í símaklefann né til snyrti
herbergisins.
i Málafærslumaðurinn sat hins-
vegar kyrr á blábrún stólsins,
eins og hann væri í vafa um,
hvort hann ætti að halda kyrru
fyrir eða rísa á fætur.
Hann horfði á-greifann og svo
virtist sem dauft bros léki um
varir hans, öðru hvoru.
Stúlkan, sem sat skammt frá
borði málaflutningsmannsins
hélt sýnilega, að þetta bros væri
ætlað henni. Hún brosti því á
móti, opnaði því næst veski sitt
og bar meiri lit á varir sínar og
kinnar.
„Ég kem aftur að vörmu spori“,
sagði Maigret við borðfélaga sinn
um leið og hann stóð á fætur.
Hann gekk yfir stófugólfið, í
sömu átt og Métayer hafði farið
og nú sá hann dyr, sem hann
hafði ekki tekið eftir áður, en
þær opnuðust út á breiðan gang
með rauðu gólfteppi.
I í enda hans var afgreiðsluborð
með stórum bókum og síma, en
innan við það sat þjónustustúlka.
Métayer stóð við borðið í
innilegum samræðum við þjón-
inn, eftir því sem bezt varð séð.
Hann sleit samræðunum og
gekk í burtu, rétt þegar Maigret
kom að borðinu. {
„Þökk fyrir .... Fyrsta gatan
til vinstri, eða sögðuð þér það
ekki?“ I
Hann gerði enga tilraun til að
fela sig fyrir umsjónarmanninum
og virtist ekki hirða um nær-
veru hans. Jafnvel hefði mátt
segja, að einhverskonar ánægju-
svipur sæist í svip hans. í
„Ég vissi ekki, að þetta væri
gistihús“, sagði Maigret við
þj ónustustúlkuna.
„Hafið þér leigt yður herbergi
einhversstaðar á öðru gistihúsi?
Það voru ljótu mistökin. Þetta er
langbezta gistihúsið í Moul-
ins....“
„Býr ekki greifinn af Saint-
Fiacre hérna?“
Stúlkan var nærri farin að
hlæja, en svo varð hún allt í
einu mjög alvarleg á svipinn:
„Hvað hefur hann gert?“
spurði hún næstum áhyggjufull.
„Þetta er nú í annað skipíið á
fimm mínútum. . .
„Hvert vísuðuð þér mannin-
um, sem var hérna áðan, þegar
ég kom?“
„Hann vildi fá að vita, hvort
greifinn af Saint-Fiacre hefði far-
ið út á laugardagskvöldið ....
Ég gat ekki leyst úr þeirri spurn-
ingu strax, vegna þess að nætur-
vörðurinn er ekki kominn enn-
þá .... Svo spurði hann hka að
því, hvort við hefðum bifreiðar-
skúr og hann fór þangað“.
Parbleu. Hann varð aðeins að
elta Metayer.
„Og er bifreiðaskúrinn í fyrstu
götunni til vinstri?" spurði hann
ofurlítið gramur, sa'mt sem áður.
„Já, og hann er opinn allar
nætur". 1
Jean Métayer halut að hafa ver
ið mjög fljótur í ferðum, því að
þegar Maigret sneri inn í um-
rædda götu, kom hann út úr bif-
I
i
indíánarnír koma
j , 4
1 Hver dagurinn leið á fætur öðrum. Veður var enn mjög
hagstætt og seglskipin bárust óðfluga í áttina til hins nýja
lands. Sesilíus og fjölskylda hans svo og aðrir á forystuskip-
inu, var við beztu heilsu. — Jak litli, var hann ávallt nefndur,
þótt hann væri orðinn 12 ára, því að hann var heldur smá-
vaxinn. Þótt lítill væri, var hann ákaflega snöggur og eftir-
tektarsamur. Jak hafði snemma lært hjá föður sínum að
skjóta af boga og var orðinn alllaginn við það. Einnig gat
hann skotið úr byssu hjá hermönnunum en ekki mátti hann
láta föður sinn sjá það. Fáir jafnaldrar Jaks voru eins táp-
miklir og hann og úrræðagóðir ef vanda bar að höndum.
Til marks um það var þessi saga sögð.
! Einu sinni þegar Jak var tíu ára, var hann eitt sinn sem
oftar að leika sér með tveimur jafnöldrum sínum. Það var
skammt frá heimili hans. Strákarnir voru að leika sér að
hitta í mark með boga, þegar skuggalegur náungi kom allt
í einu aðvífandi til þeirra og réðist á annan félaga Jaks.
Þessi maður var margeftirlýstur vegna þjófnaða, sem hann
hafði framið, og var því mjög hættulegt að verða á vegi hans.
Tróð hann nú höndunum ofan í vasa eins drengsins og ætlaði
að ræna hann því, sem í þeim kynni að vera.
j Jak, sem var nýbúinn að spenna upp boga sinn, þegar
manninn bar þarna að, miðaði boganum strax á manninn,
sem var allstór og sterkur að sama skapi.
i „Slepptu vini mínum strax eða ég hleypi örinni af bog-
, anum,“ kallaði Jak af öllum kröftum til mannsins, sem í
| sömu andrá þreif brauðpakka úr vasa drengsins, er hágrét
’ og var titrandi af hræðslu.
* „Slepptu honum strax og hipjaðu þig í burtu eða ég skýt,“
sagði Jak og var ekki vitund hræddur.
HÚSMÆÐUR!
!
6
Veturinn er ekki
hvað sízt tími prjóna
faínaðar úr ull og
bómull. Aríðandi er, að
fatnaðurinn haldist hlýr og
mjúkur. — REI-þvotturinn
tryggir þao. REI er svo
hreint og milt, að það
skemmir ekki fíngerðustu prjónaþræði með kalk- og ló-
myndun, og eyðir ekki eðlilegri fitu uliarinnar. — Ung-
börn hafa afar viðkvæma húð — þess vegna er áríðandi
að allur ungbarnafatnaður sé þveginn reglulega úr REI.
MUNIÐ: Enginn fatnaður er jafn hreinn og þægilegur
fyrir hörundið og REí-þvégni fatnaðurinn.
Notið því HELDUR REI!
Heildsöiubirgðir: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h. f.
Vegna þess
nð með Honig’s Macaroni er^
auðvelt aðbúa til bragðgóð-
nn, staðgóðan rétt á auð-
velilan og fljótan máta.
Framreiðið það með
reyktu kjöti, osti
HEILDSOLUBIRGÐIR:
H. BElDlkmi & Cö. H.f.
Hafnarhvoli — Sími 1228
utitfíœm aiit
EINANGR-
UNAR- <£QREX-> KORKUR
BEZTA EINANGRUNIN
Jafnan fyrirliggjandi í flestum þykktum
Ólafur GísSason & Co. h.f.
Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370
9
AUÐNUSTJARNAN
Á ÖLLUM VECUM