Morgunblaðið - 23.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1955, Blaðsíða 16
I Veðurúflif í dag: S-kaldi, þokuioft og dáiítii rign- ing. 268. tbl. — Miðvikudagur 23. nóvember 1955 Kaupmannahafnarbréf Sjá bls. 9. Areksfrar millð bíhtjóra á Suðurnesjum og Yerkíaka IDAG kom til árekstra milli bifreiðastjóra á Suðurnesjum og Sameinaðra verktaka á Keflavíkurflugvelli. Fóru um 40 bíl- stjorar á bílum sínum upp á flugvöll í dag og stöðvuðu alla keyrslu verktaka frá Stapafelli, svo og annars staðar á flugvellinum. HAFA ÁTT VIÐRÆBUR UM AUKNA VINNU Forsaga þessa máls er sú, að undanfarið hafa bifreiðastjórar á Suðurnesjum átt viðræður við Sameinaða verktaka um aukna vinnu á vinnusvæði sínu. Hafa fíameinaðir verktakar nú í þjón- ustu sinni stórar bifreiðar er nefnast Euclid, og bera þær 15— 20 lestir hver. Bílstjórarnir segja að þessir bílar hafi ekki leyfi til vinnu á vinnusvæði þeirra og því stöðvuðu þeir allar slíkar bifreiðar sem voru í þjónustu Sam. verktaka. VIÐRÆÐUR HAFNAR Hófust þegar viðræður milli bílstjóra og Sam. verktaka, er luku með því, að Sam. verktak- ar samþykktu, að taka um 20 vörubíla héðan af Suðurnesjum í þjónustu sína fram að jólum, á meðan á samningum stendur um þetta mál. Ingvar. Örin bendir á stað þann er ameríska herflugvélin fórst, í norðvesturhlíðum Akrafjalls, fyrir ofafli bæinn Ós. — Fremst á myndinni er Akraneskaupstaður. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) íélag ísl. myndlistarmanna opnar sýningu í Listamannaskálanum IDAG kl.8,30 síðdegis, opnar Félag ísl. myndlistamanna mál- verka- og höggmyndasýningu í Listamannaskálanum. Sýningin Verður opin næstu 12 daga frá kl. 1—10 síðdegis daglega. SÝNINGAR LEGIÐ NIÐRI í NOKKUR ÁR Mbl. átti í gærkveldi tal við Magnús Á. Árnason, myndhöggv- ara, og kvað hann nokkur ár hafa liðið síðan Félag ísl. myndlistar- inanna hefði haft sýningu. Yrði sýning þessi með sama hætti og fyrri sýningar félagsins, þannig að öllum væri gefinn kostur á að sýna þar verk sín, eftir að hafa sent þau til dómnefndar félags- ins. Þá væri og fyrirhugað, að félagið gengist fyrir einni slíkri sýningu á ári í framtíðinni. Flest verkin verða til sölu. Nýr úfyarpsþátfur: Vfð vinnuna ÚTVARPSRÁÐ hefir fyrir skömmu samþykkt að taka upp nýjan hljómlistarþátt í dagskrá útvarpsins. Verður hann fluttur undir fyrirsögninni: Við vinnuna. Verða leikin í honum létt lög. Er hann einkum ætlaður fólki á vinnustöðum. Ýmsar erlendar útvarpsstöðv- ar hafa slíka útvarpsþætíi og eru þeir mjög vinsælir. Fyrsti þátturinn var s.l. mið- vikudag að afloknu hádegisút- varpi til klukkan 2. Verður þátt- urinn í annað skipti i dag á sama tíma. Melri mjólk íé! bæjarins •Skömmtuninni hrátt aflétt MJÓLKURSAMSALAN skýrði blaðinu svo frá í gærdag, að injólkurmagn það sem til bæjar- ins kemur færi nú dagvaxandi. Kemur nú um 4000 1 meira rnagn •en er skömmtun mjólkurinnar var upp tekin. Mjólkurmagnið er þó ekki orð- ið það mikið að unnt sé að hætta skömmtuninni á morgnana, en mun meiri mjólk er því án skömmtunar eftir hádegið. Mjólk ursamsalan sagði, að þess yrði þó ekki langt að bíða að skömmtun- inni yrði aflétt, því eftir að mjólk urmagnið færi að aukast á annað borð á þessum tíma árs ykist það hröðum skrefum. VERK EFTIR SEX MYNDHÖGGVARA Á sýningunni verða höggverk eftir 6 myndhöggvara, þar af 4 sem ekki hafa átt verk sín á sýn- ingu áður. Hinir tveir eldri eru þeir Ásmundur Sveinsson, sem sýnir tvær höggmyndir er ekki hafa verið á sýningu áður og Magnús Á. Árnason. 20 MÁLARAR Þá verða málverk eftir 20 mál- ara, þar á meðal eru 7 sem ekki hafa átt málverk áður á sýning- um. Málverkin eru 60 alls auk nokkurra smámynda undir gleri. Meðal eldri málara er þátt taka í sýningunni er Kjarval, en hann á þgr spánýtt málverk, er hann hefir unnið að undanfarna daga. FYRRI einvígisskák þeirra Inga R. Jóhannssonar og Pilniks hófst í gærkvöldi að Þórskaffi. Pilnik hafði hvítt og lék kóngs- peði, eins og hann gerði í öllum skákunum á haustmótinu. Ingi svaraði með Sikileyjarvörn, og fjórtán fyrstu leikirnir voru bók- leikir. Þá lék Pilnik fyrsta leik- inn frá eigin brjósti, að því er virtist sterkan leik. Ingi fórnaði peði til þess að frelsa stöðuna, en náði því aftur, og hafði þá fengið tvípeð. Um ellefu leytið var staðað svipuð, endatafl með hrók og riddara hjá Pilnik á móti hrók og biskup. Engu verð- ur spáð um úrslit. Seinni ein- vígisskákin verður tefld í kvöld i sama stað og tíma. Raforkusjóður þarf 200 millj. króna ríkisábyrgð liref og blíðviðri iil skiptis í Sfrandasýslu s.l, viku GJÖGRI, Strandasýslu, 22. nóv.: — Dagana 11., 12. og 13. nóv. var hér norðanátt með mikilli snjó- komu. Bjuggust bændur víð að áframhald yrði á ótíðinni og al- gjör vetur kominn. Voru þeir búnir að ná inn fé sínu síðasta óveðursdaginn og var það illa komið margt, fannbarið og aum- ingjalegt. Daginn eftir eða 14. nóv. breytt ist veðráttan snögglega, og gerði þá vestanátt og hlýindi. Síðanv hefir verið 5—10 stiga hiti dágr I lega og er.u bændúrnit' nú' aS ' l^Ugsa um a$ sléþpa gimbrum sín- útn áftur. — Regína. I Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um það RÍKISSTJÓRNIN hefur farið þess á leit við Alþingi, að þai veiti lagaheimild fyrir ríkisábyrgð á allt að 200 milljón krón: lóni handa raforkusjóði eða rafmagnsveitum ríkisins. ★ LOGIN FRA 1946 & í núgildandi raforkulögum, sem samþykkt voru af Alþingi snemma árs 1946 er lögfest heimild fyrir raforkusjóð eða rafmagnsveitur ríkisins að taka lán til hinna miklu rafveitufram- kvæmda. ★ SAMIÐ UM 200 MILLJ. KR. LÁN Nýlega hefir raforkusjóður samið við Landsbankann um lán- töku samkvæmt þessum lið lag- anna frá ^946, en ekki var í lög- únuhn -ákvæði um ríkisábyrgð, sém nú er mjög mikilvægt. Æti- unin ér að raforkusjóður taki lánið, en endurláni það svo raf- magnsveitum ríkisins. Slökkyiliðið kvaff um borð í béf við Grandaprð UM NÍULEYTIÐ í gærkveldi, var slökkviliðið kvatt um borð í mótorbátinn Ernu RE 15, sem lá við Grandagarð. Hafði kvikn- að í eldhúsi á þilfari út frá elda- vél. Hafði eldurinn komizt nið- ur í vélarrúm bátsins og þar brennt í sundur leðurreim, sem fest var í vélaröxul. Tókst slökkviliðinu fljótlega að slökkva eldinn. Flugvélin rakst á Akrafjall og sprakk Brakið 50 fet fyrir neðan fjallsbrúnina SKÖMMU áður en rökkva tók í gær, tókst að finna bandarísku Dakotaflugvélina, sem hvarf í fyrradag á flugi yfir Reykja- nesi. Flugvélin hefur rekizt á Akrafjall og þeir fjórir menn, serö i henni voru, hafa allir farizt samstundis. Strax með birtu í gærmorgun var hafin leit á ný. Tóku þátt í henni 15 flugvélar íslenzkar og vélar frá varnarliðinu, svo og flokkar úr Flugbjörgunarsveit- inni. MIKIL LEIT Fóru flugvélarnar víða yfir, og var leitinni beint langt inn í ó- byggðir, því það var síðast vitað um ferðir flugvélarinnar, er flug stjóri hennar tilkynnti að flug- vélin væri yfir Hvalsnesi og myndi fljúga til Grindavíkur. Myndi hann hafa samband við flugumferðarstjórnina er vélin væri yfir Grindavík. — En það skeyti kom aldrei frá henni. BRAKIÐ FINNST Eftir hádegi í gær, er leitin hafði enn engan árangur bor- ið, var jafnvel óttazt að hún hefði fallið i sjóinn, en þar yfir voru flugvélar einnig á sveimi. Það var svo klukkan liðlega þrjú að skeyti kom frá Leifar skreiðar- markaða í Afríku BRAGI EIRÍKSSON, fulltrúi hjá Skreiðarsamlaginu, er farinn til Afríku á vegum samlagsins. Mun hann ferðast þar um í tvo mánuði í sambandi við sölu á harðfiski. Mun Bragi ferðast um Nigeríu, Gullströndina og ef til vill fara víðar. stórri Skymasterflugvéi frá varnarliðinu, sem þátt tók 6 leitinni, og var á flugi með- fram norðvesturhlíðum Akra- fjalls, að flugmennirnir hefðu komið auga á flugvélarbrak I fjallshliðinni, fyrir ofan bæ- inn Ós. < 50 FET NEÐAN ý VIÐ FJALLSBRÚNINA Ein hinna minni flugvéla sem var að leita, flugvél sem Karl Eiríksson flugmaður stjórnaði, var send á vettvang og staðfesti hann að hér væri um að ræða brak úr hinni týndu flugvél. Hef- ir hún flogið beint á bratta fjallshlíðina, um 50 fetum fyrir neðan fjallsbrúnina. Við árekst- urinn hafi sprenging orðið og kviknað I flugvélinni, því flug- vélin var nær öll brunnin til ösku. Mennimir hafa farizt sam- stundis við áreksturinn. í gærkvöldi lagði leiðangu, af stað héðan úr bænum til að fara að slysstaðnum. EINSKIS VART Ekki er hægt að ganga á Akra- fjall beint upp af bænum Ósi. —- Þar býr Þorsteinn Stefánsson bóndi. Þar hafði enginn orðið vafl við neina sprengingu, enda var veður þar allhvasst í gær og mjög dimmt í lofti. Ekkert verður að sjálfsögðu fullyrt um ástæðuna til þessa hörmulega slyss, en sennilegt er að flugmennirnir hafi verið snar- villtir er þeir sögðust vera vfir Hvalsnesi, í rúmlega 700 feta hæð. I Leitarflokkurinn, sem er 28 manna hópur, gisti í nótt á Akra- nesi, þar eð leitarskilyrði vorú mjög slæm, rigning og náttmyrk- ur, en leggja af stað það snemma að þeir verði komnir í birtingU á slysstaðinn. Er búizt við, að hægt verði að komast að flakinu án þess að síga, en hamrabelti eru á þessum stað í fjallinu LONDON 22. nóv. — Blaðafull- trúi brezku krúnunnar skýrði frá því I dag, að Elísabet drottning og maður hennar, hertoginn af Edinborg, mundu fara í janúar n.k. í briggja vikna ferðalag til Nígeríu. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.