Morgunblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. nóv. 1955 orgimMaM!) Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmáiaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vignt, Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 króna eintakið. ÚR DAGLEGA LIFINU ftrýmiog hersbólníbnðanna og tillögnr Sjdlístæðismanna SJÁLFSTÆÐISMENN hafa lagt fram ýtarlegar tillögur og á- ætlanir um útrýmingu herskála- ibúða og annarra óhæfra íbúða i bænum. Þessar tillögur em annars veg- ar miðaðar við þá þörf, sem nú er fyrir hendi og hans vegar við þá möguleika til fjáröflunar, sem byggja má á. Einnig er höfð hlið- sjón af hinum stórkostlegu bygg- ingarframkvæmdum, sem ein- staklingar hafa nú með höndum í bænum. Aldrei í sögu bæjarins, hafa í einu verið jafn margar íbúðir í smíðum og nú. Þegar bæjarfélagið hugsar fyrir fram- kvæmdum á sviði bygginga verð- ur að hafa í huga, að ekki má spilla fyrir því, að þessar bygg- ingar geti komizt upp. Ef slíkt tillit væri ekki tekið mætti búast við, að ýmsir einstaklingar kæmu húsum sínum ekki upp vegna þess skorts á mannafla, sem nú er ríkjandi og fyrirsjáanlega verð- ur, á næstu árum. Áætlun Sjálfstæðis- manna Samkvæmt tillögunum er ráð- gert að bæjarstjórn Reykjavíkur stofni til byggingar 600 íbúða og verði þær tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Byggðar verði 272 tveggja herbergja íbúð- ir, 158 þriggja herbergja og 170 fjögurra herbergja íbúðir. Áætl- aður hraði byggingarframkvæmd anna er þessi: 1. Nú þegar eru í byggingu 108 íbúðir, fjögurra herbergja í tveggja hæða raðhúsum við Bústaðaveg. 2. Byrjað verði á næsta éri á byggingu 184 íbúða — 124 tveggja herbergja, 24 þriggja herbergja og 36 fjögurra her- bergja. 3. Árið 1957 verði byrjað á bygg ingu 198 íbúða, 100 tveggja herbergja, 72 þriggja her- bergja og 26 fjögurra her- bergja. | 4. Árið 1958 verði hafin bygging 110 íbúða, 48 tveggja her bergja, og 62 þriggja her- bergja. Stærðir íbúðanna eru með hlið- sjón af því hve stórar þær fjöl- skyldur eru, sem í herskálunum búa, en í áætluninni er gert ráð fyrir eftirfarandi tegundum íbúða: i 1. 4 herbergja íbúðum í tveggja hæða raðhúsum við Bústaða- veg, 86 ferm. 2. Tveggja og þriggja herbergja íbúðum í fjögurra hæða fjöl- býlishúsum í Hálogalands- hverfi, 61,5 ferm. og 72,5 ferm. 3. Tveggja herbergja smáíbúð- um í einnar hæðar raðhúsum austan við Skipasund, 50 ferm. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna reyndu fljótlega að gera tillögur þeirra tortryggilegar. Það var óðara farið að hrópa um nýja „Höfðaborg“. Út af „Höfðaborgar“-grýlu þeirra kommúnista og Fram- sóknarmanna er það að segja að þau hús, sem Sjálfstæðis- menn vilja láta byggja eru traust og varanleg hús, sem allir geta verið fullsæmdir af. Hér er ekki um að ræða timb- 'urbyggingar á borð við „Höfða ; borg“, sem aidrei var ætlað að standa nema takmarkaðan tíma, heldur varaniegar bygg- ingar úr steinsteypu. Herskálaíbúðirnar voru örþrifaráð Það eru ekki Sjálfstæðismenn, sem skapað hafa vandamál bragganna en það eru Sjálfstæð- ismenn, sem verða að leysa þau og að því miða tillögur þeirra. Eins og mönnum er í fersku minni var aðstreymið til Reykja- víkur á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríð óstöðvandi og óviðráðanlegt. Þeir, sem fyrir voru í Reykjavík höfðu ekki und- an að byggja yfir alla hina miklu og óvæntu fólksfjölgun og af því skapaðist það, að fjöldi manns tók herskálana til íbúðar, þó slíkt væri örþrifaráð Gegn þessu varð ekki spyrnt, eins og þá stóð á, en öllum var ljóst, að tjaldað var til einnar nætur. Sú nótt er nú að líða eða liðin og er nú ekki annað fyrir dyrum en að byggja verður varanlegt íbúðarhúsnæði í stað hinna fallandi herskála. Óumflýjanleg nauðsyn Þegar litið er nú á byggingar- framkvæmdir í Reykjavík eru þær svo gííurlegar að vandséð er að bæjarbúar geti risið undir öllu meira átaki í bráð. Það er rétt, sem bent hefir verið á að það fjármagn, sem nú er verið að leggja í hús og íbúðir af alls kon- ar stærðum og gerðum, sé svo míkið að slíkt hafi ekki áður þekkst og sé vandséð hvernig það geti meira orðið. En hvað sem um þetta má segja, má öllum vera ljóst að ekkert undanfæri er að útrýma herskálunum á næstu árum. Það er nauðsyn, sem með engu móti verður umflúin. Tími bragganna er liðinn og hús verður að byggja í þeirra stað. Réttmætar athugasemdir um alltof mikla fjárfestingu verðá að víkja til hliðar fyrir þeirri staðreynd að braggarn- ir, sem eru afleiðing af fólks- flutningum stríðsáranna, verða að hverfa af þeirri ein- földu ástæðu að þeir geta ekki öllu lengur verið mannabú- staðir og sumir eru búnir að vera það of lengi. Vel nndirbúið mál Sjálfstæðismenn hafa kapp- kostað að vanda tillögur sínar og áætlanir í byggingarmálunum. Þar ber tvo menn einna hæst, þá Jóhann Hafstein bftr. og Gísla Halldórsson arkitekt, sem hvor á sínu sviði hefir lagt fram mikið og verðmætt starf. Nú tekur það við að framkvæma þessar tillög- ur en mikið veltur á að þær áætl- anir, sem gerðar hafa verið, fái staðizt. Fjöldi fólks bíður nú og hefir beðið lengi eftir nýjum og betri húsakynnum. Fyrir rás at- burðanna hefir það um nokkurt árabil orðið að búa við verri skil- yrði en æskilegt er. Braggaíbúðirnar eru þessu fólki ekki samboðnar og þær eru heldur ekki samboðnar höfuðstaðnum, þegar á heild- ina er Iitið. Þegar herskálarn- ir hverfa verður Reykjavík orðin enn heilnæmari og bjart ari borg, en þannig vilja Sjálf- stæðismenn að hún sé og haldi áfram að vera í sífelit ríkari mæli. EINS OG kunnugt er af fréttum, gerði brazilíski herinn uppreisn í s.l. viku undir forystu Lott hershöfðingja. Steypti hann for- seta landsins úr stóli og gerðist sjálfur æðsti maður landsins, en daginn eftir byltinguna var ann- ar maður, Ramos þingforseti, gerður að forseta. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvers konar sviftingar hér hefur verið um að ræða, og er ekki úr vegi að líta ögn aftur í tímann og athuga hvað legið hefur að baki þessara bola- bragða. ★ ★ ★ HINN 24. ágúst árið 1954 framdi þá ný fráfarinn forseti landsins, Vargas, sjálfsmorð. Vargas hafði verið heitur jafnaðarmaður og ekki vel þokkaður af yfirvöldum hersins — og höfðu þau neytt hann til þess að segja af sér skömmu áður. Tók þá Filho varaforseti við forsetaembætti. Fyrir skömmu fóru svo fram forsetakosningar. nr merm J) i3razitím ócítu jo í joróetaótöli á jrem clöcjum í þeim kosningum stóð baráttan milli Tavora, sem var studdur af hernum, og Kubitschek, en sá naut fylgis jafnaðarmanna. — Kubitschek er vinsæll meðal flokksmanna sinna og sagður lærisveinn Vargas. ★ ★ ★ KOSNINGARNAR fóru á þann veg, að jafnaðarmenn reyndust sterkari, og var Kubitschek kjör- inn forseti landsins, og skyldi hann taka við embætti í n.k. janúarmánuði. Skömmu siðar veiktist Fihlo forseti og var þá forseti neðri deildar þingsins — Luz að nafni — skipaður forseti þar til hinn nýkjörni forseti | skyldi taka við embætti. | Mikil óánægja ríkti meðal hersins út af úrslitum kosning- anna. Óttazt var að herinn stofn- aði til byltingar eða viðhefði ein- jhver önnur ráð, til þess að koma ; í veg fyrir að Kubitschev gæti á sínum tíma tekið við forseta- embætti. Þá var það sem yfirmaður landhersins Lott, greip til sinna ráða og stofnaði til byltingar með aðstoð landhersins, til þess að lLU andi áLnjar: ROSKIN kona“ gerir fram- komu leigubílstjóra að um- talsefni í bréfi sínu: „Ég er ein af þeim, sem engan bílinn eiga og nota því þjónustu leigubílstöðv- anna mikið. Ekki er hægt að neita því, að þjónustan er mjög mis- jöfn — og óhjákvæmilega hlýtur viðskiptavinurinn að dæma bíla- stöðina eftir bílstjórunum, sem þar vinna. Það er heldur óalgengt, að bílstjórnarnir ómaki sig til að opna bílhurðina — og það, sem okkur gamla og gigtveika fóik- inu þykir hvað verst, þeir keyra oft burt í miklum skyndingi — jafnvel þó að farþegarnir séu tæplega sloppnir út úr bílnum. En þetta er engu að síður mjög misjafnt, og mér brá mjög þægi- lega við á dögunum, er ég kom út úr dyrunum heima hjá mér eftir að hafa pantað leigubíl. Bíl- stjórinn var ungur piltur. Hann fór út úr bílnum og opnaði bíl- hurðina fyrir mig bæði þegar ég steig inn í bílinn og út úr hon- um. Framkoma hans var í alla staði í senn prúðmannleg og alúð- leg, og þótti mér vænt um, því að ég hefi átt mjög misjafnri af- greiðslu að mæta í þessum efnum. Kurteisi og alúðleg framkoma kostar ekki r.eitt — en hún er mikils metin.“ Fáguð framkoma og sýndarmennska. LEIGUBÍLSTJÓRAR eru sann- arlega ekki einir um það að vanda lítt til framkomu sinnar. Því er ekki hægt að neita, að ís- lendingar eru almennt lítt fágað- ir í framkomu — og gengur það jafnvel svo langt, að fáguð fram- koma er talinn löstur á þeim for- sendum, að hún beri aðeins vott um sýndarmennsku. Það er nú orðið svo, að menn — sérstaklega yngri kynslóðirr — taka það allt að því illa upp. ef þeir eru þéraðir, þó að um blá- ókunnugt fólk sé að ræða. Og margt ungt fólk kann ekki að þéra. Þeir, sem þéra og vilja láta þéra sig, eru taldir „merkilegir með sig“ og í hæsta máta óalþýð- legir. Þetta er hrapalegur mis- skilningur. Það sýnir aðeins virð- ingu fyrir persónu ókunnugs ein- staklings að vinda sér ekki að honum með orðunum: „Heyrðu, lagsi.... “ eða einhverju áþekku. Hefðbundnar umgengnisvenjur þurfa alls ekki að draga úr alúðlegri, lipri og frjálsmannlegri framkomu, en ástæðan fyrir því, að yngri kynslóðin virðist veigra sér við að þéra er einmitt sú, að þeim þykir það stirðbusalegt. Þetta á rætur sínar að rekja til þess, að þau venjast því ekki á unga aldri. Það er nú orðið svo í flestum barnaskólum, að nem- endurnir þurfa ekki að þéra kennara sína. Margir foreldrar leggja ríkt á við börnin cín að þér kennarana í skólanum — en kennararnir segja börnunum að þúa sig, og börnin draga bá álykt- un, að pabbi og mamma séu „bara svona gamaldags“. Hugmyndin að æðstu menntastofnun landsins. EH vill benda á það, að Jón Sigurðsson forseti hafi ekki fyrstur manna borið fram hug- myndina um stofnun háskóla hér á landi. En svo var frá skýrt í leiðara Mbl. 6. nóv. s.l. „í ævisögu Jóns Þorkelssonar (Thorkillii) segir, að hann hafi sett fram fyrstur manna- hug- myndina um, að landsmenn eigi að hafa æðstu menntastofnanir handa sér í landinu sjálfu. Um utanfarir stúdenta til náms í Kaupmannahöfn ræðir Jón í til- lögum sínum og telur, að breyt- inga sé þörf. Höfundar að ævi- sögu Jóns komast svo að orði um þetta mál: „Þetta athugunarefni stendur án efa í sambandi við þá þj'óðlegu skoðun Jóns, að hér á landi ætti að vera framhaldsskóli eftir latínuskólanámið fyrir em- bættismannaefni lándsins. Svo gömul er háskólahugmyndin á landi hér.“ Jón skólameistari hreyfir fyrst tillögum um ýmsar breytingar á skólum og kennslufyrirkomulagi hér á landi 1733. Hafði hann í huga að halda í Hítardal nokkurs konar prestaskóla eða framhalds- skóla fyrir stúdenta. En presta- skóli á íslandi er ekki stofnaður fyrr en rúmum 100 árum síðar, árið 1847.“ MerkiO, *em klæfflr með her að baki koma í veg fyrir, að þau öfl f hernum, sem andvíg eru jafn- aðarmönnum gætu tekið völdin í sínar hendur. i KOM til nokkurra átaka milli , landhersins annars vegar og flughers og flota hins vegar. Fór samt svo að Lott varð yfirsterk- ari og lýsti sig æðsta yfirmann landsins. Hrökklaðist Luz forseti frá völdum eftir að þingið hafði lýst hann óhæfan tií þess að gegna embætti. Fór hann til Sao Paulo og hugðist reyna að end- urreisa stjórn landsins þar, en allar slíkar ráðagerðir fóru út um þúfur — og hefur Luz nú verið handsamaður af mönnum Lotts. ★ ★ ★ ÞEGAR Luz hafði verið æðsti yfirmaður landsins í 2 daga sam- þykkti þingið að skipa áður- nefndan Ramos, forseta. Þannig atvikaðist það, að í Brazilíu ríktu þrír forsetar á fjórum dög- um. Hvort Ramos forseta tekst að halda á stjórnartaumunum þar til Kubitschek tekur við völdum í janúar er ekki gott að segja, því að eftir þessu að dæma er hverfulleikinn í stjórnmálum Brazilíu svo mikill, að ógerning- ur er að segja fyrir hver forseti verður á morgun. Telja ættamöfn varhugaverð FUNDUR í Stúdentafélaginu á Akranesi, haldinn í Saurbæ 19. nóv. 1955, mótmælir frumvarpi því um ættarnöfn, sem nú liggur fyrir alþingi. Fundurinn telur aukna notkun ættarnafna var- hugaverða fyrir íslenzka tungu og málvitund og brjóta í bága við aldagamla erfðavenju. Fundurinn lítur svo á, að fremur beri að draga úr notkun ættarnafna en auka hana. Hins vegar lýsir fundurinn sig samþykkan þeim ákvæðum frum- varpsins, sem lúta að þvi að vanda sem mest vál skirnar- nafna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.