Morgunblaðið - 11.12.1955, Page 2
18
MORGU N BLAÐIB
Sunnudagur 11. des. 1953 1
skrífar um
Jón Björnsson
BÓKMENNT
<
s
Sturlaugur Jónsson
stórkaupmaöur sextugur
Vilbergur Júlíusson:
AUSTLR TIL ÁSTRALÍU.
Bókaútgáfan Setberg.
Arnbjörn Kristinsson.
í SLENZKAR ferðasagnabók-
tnenntir eru fremur fáskrúðug-
ar. Frá fyrri tímum eru að vísu
til snilldarrit, svo sem Reisubók
Jóns Indíafara og Ævisaga Árna
lvTagnússonar frá Geitastekk, og
Trá síðari árum Ferðaminningar
Æveinbjamar Egilssonar. Trá
ollra síðustu árum höfum við
Terðasögur Kjartans Ólafssonar
og Vigfúsar Guðmundssonar, og
♦i n allra nýjasta er sú, er hér
liggur fyrir, ferðasaga Vilbergs
Júlíussonar til Ástraliu.
Ástralia, fimmta og minnsta
stieimsálfan af þeim, sem byggð-
ar eru, hefur jafnan staðið í æv-
íntýraljóma fyrir flestum hér á
•tiorðurhjara heims. Þar er flest
tifugt við það, sem við eigum að
venjast, jólin til dæmis um há-
•aumarið og svanirnir kolsvartir!
&ar áttu að eiga heima óttalegir
villimenn, mannætur, sem höfðu
kylfu eina að vopni, er hafði þá
náttúru, að þegar henni var kast-
«ð, kom hún alltaf aftur til eig-
anda síns! Og síðast en ekki sízt,
þ>ar átti Jörundur Hundadaga-
hiingur heima mikinn hluta æfi
ífnnar, sá maður, sem íslending-
íu', af misskilinni konunghollustu
liafa nítt einna mest allra manna
cn skilið minnst, því að hann var
einn af hinum fyrstu boðberum
f elsis og húmanisma, sem ís-
lenzka þjóðin hafði kynni af.
Vilbergur Júlíusson lagði leið
iv'na til þessarar fjariægu og lítt
þekktu heimsálfu árið 1950.
tivaldist hann lengi þar í landi
Og kynntist mörgum málsmet-
andi mönnum, auk þess sem hann
aflaði sér mikillar þekkingar á
landi og þjóð. Það er skemmti-
legt til þess að vita, að þama,
I) num megin á hnettinum, skuli
vera nokkur hópur manna, sem
Lefur áhuga á íslandi og íslenzk-
ura málum, en einn þeirra, Lode-
w ycks prófessor, hefur verið hér
fi landi.
Bók Vilbergs er í senn ferða-
fiaga hans til Ástralíu og auk
|>ess greinargóð lýsing á landi og
jþ óð. í henni eru fjölmargar upp-
týsingar, sem ekki er að finna í
venjulegum fræðibókum, sem al-
tnenningur hér á landi hefur að-
gang að. Frásögnin er óvenjulega
íifandi, þar bregður fyrir ein-
kennilégu fólki, sem höf. kynnt-
4st á ferðinni, svo sem ungu
fitúlkunni frá Perth, sem „átti
fcara 40 þúsund rollur" og tvö
fvúsund naut, „sem svertingjamir
og pabbi“ pössuðu á meðan hún
var að frílista sig í Evrópu, en
■fcún „nennti aldrei“ að elast við
rollugreyin sjálf.
Höfundur lýsir ferðinni frá
Englandi, viðkomu i Suez, ferð
iil Kairo og pýramídanna, við-
komu á Ceylon og lífinu um borð
íi hinu stóra farþegaskipi. Er þar
lýst margs konar fólki, en eftir-
tninnilegastur af því öllu verður
Agú Vesk, flóttamaðurinn frá
Ifystrasaltslöndunum, og frásögn
fcans um líf flóttabamanna í
Evrópu eftir styrjöldina. Ætti
fcað að vera skynsömu fólki
Sminning, svo að það hætti að
dýrka í blindni samvizkulausa
írtjómmálaforingja hinna ýmsu
hiifuðátta, þegar árangurinn af
f.i irfi þeirra getur aldrei orðið
annað en mannleg eymd, eins og
Iheimsstyrjaldimar tvær sýna og
Hanna.
Auk ferðasögunnar sjálfrar
<ðru í bókinni ítarlegar upplýs-
íngar um Ástralíu og Nýja Sjá-
laad, lífshætti og menningu. íbú-
arnir eru mestmegnis af brezku
fcióðemi, þó að Skandínavar og
oðrar Evrópuþjóðir séu þar all-
fjölmennir. Virðist þama hafa
wiyndazt fyrii-myndar-þjóðfélag
Og algerlega laust við þá herra-
fcjóðar-tilfmningu, sem hefur
<■ ikennt Breta svo mjög, eins og
við íslendingar höfum fengið
ri ijörþefinn af og Kýpurbúar
eiga nú við að stríða.
Fjöldi ágætra mynda prýðir
bókina og allur ytri frágangur er
hinn vandaðasti. Hún er höfundi
og útgefanda til sóma.
ANDVARI.
Tímarit hins íslenzka
Þjóðvinafélags.
Áttugasta ár.
ALMANAK 82. ár.
ÞETTA er áttugasti árgangur af
tímariti þeirra Jóns Sigurðssonar
og Tryggva Gunnarssonar. Eng-
inn veit til hlítar hver áhrif
þetta tímarit hefur haft á þjóðina
i í þau ár, sem það hefur komið út,
en víst er, að þau hafa verið
mikil og góð. Eins og venjulega,
íylgir Almanak Þjóðvinafélagsins
Andvara. í því er margur nyt-
samur fróðleikur, meðal annars
ágrip af æfisögu Tryggva Gunn-
arssonar eftir Þorkel Jóhannes-
son prófessor, en hann er að
j rita itarlega æfisögu þessa mikla
, framfaramanns. Fyrsta bindi
hennar er komið út, en ekki hef
ég séð það ennþá.
Andvari hefst á greinargóðri
j æfisögu Guðmundar Bjömsson-
ar landlæknis, eftir Pál Kolka.
Er þar greint frá hinum mikil-
vægu störfum hans í þágu heil-
brigðismálanna og því, sem hann
kom til leiðar, til úrbóta. Næst
er ritgerð eftir Barða GUðmunds-
son, „Nú taka öll húsin að loga“.
Það er nákvæmur samanburður
á frásögnunum um Njálsbrennu
og Flugumýrarbrennu og sýnt
fram á sambandið þar á milli.
Aðsa grein á Barði í heftinu,
„Lesmál kringum Kantaraborg“.
Þar eru tekin atriði úr frásögn-
um Njálu um Brjánsbardaga og
ýmis atriði úr Sturlungu til sam-
anburðar. Sýnt er fram á hlut-
drægni ýmissa Sturlunguhöfunda
í frásögn, einkum gagnvart Þor-
varði Þórarinssyni. Liggur það
raunar í augum uppi, að þegar
menn grípa til vopna til að fá
málum sínum framgengt, verður
fygin eitt af vopnunum. Hvort
vopnin eru sverð og spjót, eins
og á Sturlungaöld, eða fallbyssur
og sprengjur, eins og nú á dög-
um, skiptir minnstu máli. Þetta
ættu þeir menn að athuga, sem
af einfeldni eða öðrum ástæðum
eru gjamir á að gera ákveðinn
málstað að sínum umhugsunar-
laust. — Björn Þórðarson á itar-
lega ritgerð um Magnús Gizur-
arson Skálholtsbiskup, en hann
hefur skrifað ágæta bók um
þetta tímabil, „Siðasti goðinn“,
sem fjallar mestmegnis um Þor-
varð Þórarinsson. Andvari er
mjög læsilegt tímarit fyrir alla
þá, sem unna sögulegum fróð-
leik, en gallinn er, að hann er
allt of lítill, aðeins 98 bls.
Charles Morgan:
SAGA DÓMARANS
Gunnar Árnason íslenzkaði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
hefur nú í rúman áratug sent
frá sér skáldsögur eftir marga
fræga erlenda höfunda í góðum
íslenzkum þýðingum. Mesta
verkið á þessu sviði er Anna
Karenina eftir Tolstoj, en auk
þess hafa á vegum útgáfunnar
komið út skáldsögur eftir Som-
merset Maugham, Stefan Zweig,
Johan Falkberget og marga aðra,
sem hér yfði of langt að nefna.
Auk skáldsagnanna hefur for-
Iagið gefið út úrvals smásögur
frá Noregi og Bretlandi. Bækur
Menningarsjóðs koma inn á þús-
undir heimila í landinu og varð-
ar því miklu að valið sé gott. Ég
hygg, að svo sé, aðeins úrvals-
höfundar hafa komið til greina,
þótt ekki séu þeir allir þekktir
hér á landi.
Saga dómarans er eftir einn
af hinum yngri brezku rithöf-
undum, sem hafa náð almennrí
viðurkenningu í heimalandi sínu.
Hann er fæddur árið 1894, tók
embættispróf í sögu frá Oxford
háskóla, var í fyrri heimsstyrj-
öldinni, en árið 1921 varð hann
starfsmaður við The Times. Rit-
aði hánn þá aðallega um leiklist
og gagnrýndi leikrit.
Morgan ér mjög fjölhæfur rit-
höfúndur. Hann hefur skrifað
skáldsögur, smásögur, ritgerðir
og leikrit. Er ha'nn viðurkennd-
ur sem mikilL stíllisti, persónu-
og umhverfislýsmgar hans eru
nákvæmar og lifandi, en aðaUega
vegna stíls og slípaðrar Tnálsmé'ð-
ferðar hefur hann hlotið sess
meðal fremstu nútímahöfunda
Breta. Frægustu skáldsögur hans
eru The Fountain (Lindin j, The
Voyáge, Saga dómarans, sem hér
liggur fyrir í IsL þýðingu, Spark-
enbroke og leikritið The Bum-
iiig Glass er kom út og varr sýnt
1953.
Saga dómarans f jallar um efni,
sem á erindi til allra hugsandi
manna — baráttuna miUi hins
sanna manns og freistinganna.
Hún er bráðspennandi, lýsingar
nákvæmar og lifandi, en þó
hvergi langdregnar. Margar af
persónunum verða minnisstaeðar
að lestri loknum, einmitt fyrir
það, hve mannlegar þær eru.
Það er hraði yfir frásögninni og
íslenzka þýðingin er lipur og á
góðu máli svo sem vænta má,
þar sem Gunnar Árnason hefur
um fjallað.
Ingólfur Kristjánsson:
HARPA MINNINGANNA.
Minningar
Áma Thorsteinssonar.
ÞEGAR það fréttist, að verið
væri að rita æfisögu Áma Thor-
steinssonar tónskálds, munu
margir hafa talið það góðar frétt-
ir og miklu varðaði, hvernig til
tækist, því að Ámi Thorsteinsson
hefur tekið svo ríkan þátt í menn-
ingarlifi höfuðstaðarins frá því að
hann var smábær með tvö þús-
und íbúum, og þangað tU í dag.
Mörg af sönglögum Áma Thor-
steinssonar eru á aUra vörum
og hann hefur verið einn af
frumkvöðlum söng- og tónlistar-
lífs hér á landi
í GÆR átti mætur og þekktur
borgari hér í bæ, Sturlaugur
Jönsson stórkaupmaður, sextugs-
afmæli. í tilefni þeirra merku
tímamóta í ævi hans langar mig
tii að geta hans örfáum orðum
hér í blaðinu.
Sturlaugur er fæddur að Skip-
um í Stokkseyrarhreppi 10. des.
1895, og voru foreldrar hans hin
gagnmerku hjón Vilborg ljós-
móðir Hannesdóttir frá Skipum
og Jón Sturlaugsson hmn þjóð-
Ingólfur Kristjánsson ritstjóri
hefur fært bókina í letur, en þó
þannig, að hann heldur frásagn-
arhætti sögumanns eins og unnt
var. Þessari aðferð fylgir sá kost-
ur, að öil frásögnin verður per-
sónulegri en ella, en um leið sá
ókostur, að athafnir og fram-
kvæmdir sögumannsins sjálfs
koma ekki eins glöggt í Ijós og
skyldi, En bót í máli er, að aftan
við bókina er skrá um lög Áma
Thorsteinssonar, svo að hverj-
um lesanda verður ljóst, hvílík
afrek hann hefur uimið á þessu
sviði, þrátt fyrir það, að hlé-
drægni hans hefur komið í veg
fyrir að störf hans sjálfs fengju
það rúm í sjálfri æfisögunni, sem
þau áttu með réttu.
Saga Árna Thorsteinssonar
verður að ýmsu leyti saga höfuð-
staðarins um langt árabil. Hann
segir frá kynnum sínum við
marga af þeim mönnum, sem þá
bar hæst í menningarlífi lands-
Frh. á bls. 31.
kunni sægarpur og hafnsögu-
maður á Stokkseyri um tugi ára.
Jón Sturlaugsson var fjórði ætt-
liður í karllegg frá Jóni Berg-
syni frá Brattholti, og skiptast
þar jafnan á nöfnin Sturlaugur
og Jón, og svo er enn. Hafa þeir
frændur allir átt heima í Stokks-
eyrarhverfi mann fram af manni,
sjósóknarar míklir og traustir
manndómsmenn.
Sturlaugur ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Vinaminni á
Stokkseyri og vandist þar
snemma öllum störfum til lands
og sjávar. Meir hneigðist þó
hugur hans að sjónum. Hann var
ekki nema 11 ára gamall, er hann
gerðist beitudrengur hjá föður
sínum og 14 ára gamall fór hann
á skútu syðra og var síðan skútu-
háseti lengur eða skemur á
hverju ári í 10—12 ár. Tvítugur
gerðist hann formaður á Stokks-
eyri og var formaður í þrjár
vertíðír, fyrst tvær á litlum vél-
bát „Þorra“ eldra (1918—17) og
svo eina vertíð (1918) á ,,Þorra“
yngra, nýjum bát, er smíðaður
var undir hann. Fórst honum
formennskan vel úr hendi, enda
var honum sjómennskan í blóð
borin og hafði lært hjá föður
sínum, sem einn mestur og
happasælastur sjómaður hefur
verið á Stokkseyri á síðari tím-
um.
Sturiaugur var í æsku námfús
mjög og sat sig aldrei úr færi
að afla sér menntunar, Það er
til marks um áhuga hans í því
efni, að einn vetur gekk hann
tvisvar í viku alla leið austur að
Gatilverjabæ til að fá tilsögn í
ensku hjá síra Runólfi. Er þetta
gott dæmi um menntunaráhuga
sumra ungra manna á þeim ár-
um. Það var ætlun Sturlaugs að
komast í Stýrimannaskólann og
gerast skipstjóri. Bjó hann sig
undir skólann, hafði nægan sigl-
ingathna og ágæta reynslu sem
sjómaður á stórum skipum og
smáum. En er skólagangan skyldi
hefjast, var prófuð sjón hans sem
annarra, og reyndist hún ekki
nógu góð. Urðu honum það ekki
lítil vonbrigði að vera þannig
dæmdur frá því, er hann hafði
kosið sér að ævistarfi.
Þá er Sturlaugur hafði áttað
sig um hríð eftir þetta, varð það
ráð hans að gerast verzlunar-
maður. Gekk hann þá í Verzlun-
arskóla íslands og útskrífaðist
þaðan 1923 með mjög góðri eink-
una Vann hann síðan að verzl-
unarstörfum um skeið en stund-
um var hann til sjós, unz hann
stofnaði árið 1926 heildsölufirm-
að Sturlaugur Jónsson & Co,
sem hann hefur rekið síðan hér í
Reykjavík.
Sturlaugur er kvæntur Guð-
borgu Þórðardóttur frá Lauga-
bóli við ísafjarðardjúp og Höllu
Eyjólfsdóttur skáldkonu. Þau
eiga tvo syni, Jón skrifstofu-
mann í Reykjavík og Þórð, sem
les viðskiptafræði við háskólann.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að Sturlaugur Jónsson er
hinn bezti drengur í hvívetna,
tryggur og vinfastur og hinu
vandaðasti maður. Hann er fróð-
ur og víðlesinn, einn þeirra
manna, sem eru stöðugt að auka
þekkingu sína. Hversdagslega er
hann dulur og fáskiptinn, en
undir býr traust og hjartahlýja.
Slíkir menn sem hann eiga skilið,
að þeim farnist vel.
Guðni Jónsson.
Læknlngastofur fyrir
löinunarsjúklinga
STJÓRN Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra hefir beðið blaðið
fyrir eftirfarandi orðsendingu:
Svo sem kunnugt er af blaða-
fregnum hefir Styrktarfélag lam-
aðrá og fatlaðra fest kaup á hús-
eigninni Sjafnargötu 14 til þess
að reka þar lækningastofur til
eftirmeðferðar fyrir lömunar-
sjúklinga. Nú er unnið að nauð-
synlegum breytingum og lagfær-
ingum á eigninni. Mun öllum
Ijóst, hve brýn þörf er á að þessl
starfsemi geti nú hafizt sem fyrst
til þess að þeir, sem lamazt hafa
í yfirstandandi mænusóttarfar-
aldri geti fengið góða eftirmeð-
ferð eins fljótt og unnt er.
Félagið hefir fest kaup á öllum
nauðsynlegum lækningatækjum
og húsbúnaði, en nú skortir það
fé til þess að greiða ýmsar vör-
ur og vinnu vegna breytinga og
lagfæringa á húseigninni.
Stjórn félagsins beinir því ein-
dregnum tilmælum til allra Reyk
víkinga um að þeir styrki nú
þessa starfsemi með beinum fjár-
framlögum. Félaginu barst ný-
lega 1000 kr. áheit frá ónafn-
greindum foreldrum, sem létu
þess getið að gjöfin væri þakk-
lætisvottur fyrir það, hve skjót-
an og góðan bata sonur þeirra
fékk eftir að hafa veikzt lítils-
háttar af lömunarveiki. Þannig
mættu fleiri hugsa og gera.
Eftirtaldra vara þarfnast félag-
j ið nú en þó aðeins örlítils magns
af hverri tegund: sement, steypu-
i styrktarjárn, timbur, einangrun-
| arkork, múrhúðunarnet, baðflís-
ar, rör og fittines, kranar, hand-
laugar, málning, raflagnarefni,
rafmagnsvatnsdæla, handklæði,
handsápa, þvottalögur, brennslu-
olía, raforka, heitt vatn, upp-
setn. síma, símaafnot o. fl Flest
af þessu er ætlað til byggingar
sundiauear í kiallara hússins en
annað til reksturs. Félagið beinir
þeim tilmælum til stjórnenda og
eieenda þeirra fyrirtækja, sem
verzla með ofangerindar vörur,
að gefa félaginu, þó ekki væri
meira en sem svaraði 1000 kr.
virði af hverri tegund.
I S’mi félaesins á Sráfnargötu 14
er 82904. Starfsmaður félagsins,
Gunnar Jóbannssnn frá Varma-
læk mun veita viðtöku tilkynn-
inaum um framlög og láta senda
eft.ir þeim, ef óskað er, en annars
má senda þau á Siafnarg. 14.
| Þá mun hann hringja í fyrir-
tæki og sovriast fyrir um vöru-
gjafir með tilvísun til þessarar
orðsendingar.
Hjáinið í haráttunni gegn löm-
unarveikinni! /
Með fvrirfram þakklæti til
allra gefenda.
PÍBABÍMMjÍDMSSír)!
lOGGILTUft SKJAIAMTOANDI
• OG DOMTULK.UR IENSBU *
CIUJVBTðll - »01 81655