Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. des. 1955 2« Samdi flest sín lög meÖ þreytandi og lýjandi 145 ÁR var hann kirkju- organisti, þar af 36 ár í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði — í 46 ár söngk'/inari. — Hann hefur starfað að og gefið út fjölða söngbóka. — Hann er með fróðustu mönnum í ís- lenzkri tónlistarsögu. — í ættfræði og ýmsum þjóðieg- um fróðleik er hann vel kennslustarfi Rabbað við Friðrik Bjarnason tónskáld heima. — Og síðast en ekki sízt er hann eitt af okkar beztu tónskáldum. Hann hefur samið fjöldan allan af kór- lögum, sem oft eru sungin, t. d. Hóiadans, Rökkvar í hlíð- um, Hrím, Hofnarfjörð; fyrir blandaða kóra hin þekktu lög Abba, labba, iá og Hafið bláa hafið; handa skólakórum: Fyrr var oft í koti kátt, Nú er Gyða á gulum kjól, göngu vísur og fjólmörg önnur; kirkjuleg lög; Lofið drottin áramótasöngva o. fl. Frá hans hendi hafa ko/nið 10 einsöngs- Iög: TónaflUg, Hvíldin, Sólar- lag. Þá hefir hann gefið út 10 orgellög, og enn á hann mörg lög í fóvum sínum, sem hann hefur í hyggju að gefa út. (★} (★:• •;;★;• Hér hefur verið brugðið upp nokkurri mynd af lífsstarfi Frið- riks Bjarn^sor.ar tónskálds, mannsins, sem unnið hefur ómet- anlegt gagn á sviði söngmála hér á landi og lagt þar meira til mál- anna en flestir aðrir. — Friðrik varð 75 ára 27. fyrra mánaðar og í því tilefni heimsótti ég hann að Sunnuvegi 5 Hafnarfirði og rabbaði við hann nokkra stund um liðna daga. (★} (★} (★} Friðrik er kominn af hinni svo kölluðu Bergsætt á Stokkseyri, en af þeirri ætt eru — svo sem kunnugt er — margir af okkar mestu tónlistarfrömuðum, t. d. dr. Páll ísólfsson og Sigfús heit. Einarsson. Langt fram i ættir hafa verið miklir söngmenn í Bergsættinni, og voru þeir jafn- an forsöngvarar í Stokkseyrar- kirkju. Faðir Friðriks, Bjarni Pálsson, varð t. d. forsöngvari þar þegar hann var 16 ára, •— og síðar fyrsti organleikari kirkj- unni (1876) og til daugadags. Var hann talinn bezti organleik- ari hér á landi á sinni tíð og einnig mikið! tónskáld. Fékkst Bjarni mikið við orgel- og söng- kennslu, og var heimilið einna líkast söngskóla, þar sem orgelið ómaði frá morgni til kvölds. En áður en varði skail óhamingjan yfir. Bjarni dukknaði í fiskiróðri við sjötta mann árið 1887, þá að- eins 29 ára gamall. Fnðrik var þá 6 ára. Flestir voru pessir menn ungir að árum, og þrír þeirra organistar í kirkjum í nærliggj- andi sveitum. Einn þeirra, Sig- urður Jónsson frá Meðalholti í Flóa, var ákaflega hagur og smíðaði t. d. orgel, sem að öllu leyti var gert af sama mannin- um. Má nærri géta, að mikill söknuður var að þessum efnilegu mönnum, sem svo ungir að árum féllu frá, svo að segja í flæðar- málinu, en bátnum hvolfdi í 1 ólagi, þegar hann var að lenda. Eins og fyrr segir, voru í föð- urætt Friðriks margir merkis- menn. Má til dæmis nefna Teit hinn ríka (Vopna-Teit) í Auðs- holti, sem var 40 ár formaður á Stokkseyri og mikiil athafna- maður. Er hann talinn síðastur þeirra manna, sem borið hafa vopn á mannafundum hér á landi. Teitur var fæddur 1529 og dó 1605. Annar ættingi Frið- riks var Einar Ólafsson, sem var prestur í Görðum til ársins 1571. Er Friðrik 12. maður frá hon- um. Talið er að Einar hafi verið síðasti kaþólski presturinn í Görðum, — og til gamans má geta þess, að Friðrik var síðasti organleikari kirkjunnar eða til ársins 1913, en þá var hún lögð niður. (★}• (iir: (iir) Eftir lát föður síns bjó Friðrik með móður sinni og bræðrum. Hét hún Margrét Gísladóttir og var frá Hafliðakoti við Stokks- eyri. Bræður Friðriks voru Þórð- ur vitavörður, sem var elztur, Páll skólastjóri og Páll Þorgeir, nú í Ameríku. Hinir tveir fyrr- nefndu eru nú látmr. — Um móður sína segir Friðrik: — Hún trúði á Guð — treysti honum — og ól okknr upp í Guðsótta og góðum sið- um. Tók hún okkur vara við því, sem illt er og siðspill- Friðrik Bjarnason tónskáld. — Myndin var tekin af ljósm. Mbl., Ól. K. M., núna rétt fyrir jólin. andi, og bjuggum við bræður lengi að því. (★}• •(★} (★}• Friðrik var ungur að árum, þegar hann tók til við sönginn. Ðrengurinn hafði sem sagt erft sönggáfu föður síns. Má marka það nokkuð af því, að þegar hann var í seinasta bekk barnaskól- ans á Stokkseyri, lét kennarinn hann kenna börnunurn lög einn tima í viku, — og marga vetur kenndi hann einnig mórgum sjó- mönnum á staðnum lög og radd- ir við þau. Friðrik var mjög ungur að ár- um, þegar hann byrjaði að syngja með undirleik föður síns. Man hann sérstaklega eftir einu at- viku, en þá var hann þriggja ára. Voru margir gestir staddir á heimilinu við það tækifæri. Hnaut Friðrik um þröskuidinn, þegar hann ætlaði inn í stofuna, þar sem orgelið var. Litli dreng- urinn fór þá að gráta, en móðir hans tók hann upp og huggaði. Síðan söng hann fyrir fólkið og var mikið klappað fyrir honum. (★}• (★} (★} Þegar ég innti Friðrik eftir endurminningum frá jólahá- tíðinni á uppvaxtarárum hans komst hann svo að orði: — Oft var þá þröngt í búi á heimilinu, þó einkum eftir að föður míns naut ekki lengur við. Á jólunum fengum við systkin- in þó kerti, sem voru í öllum regnbogans litum, og kostuðu þá tvo aura. Aldrei hefi ég glaðzt eins innilega yfir nokKurru ljósi GLEÐILEG JÓL! Haflampagerðin, Suðurgötu 3 GLEÐILEG JÓL! Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Seglagerðin Ægir, Ægisgötu 1 GLEÐILEG JÓL! V, GLEÐILEG JÓL! 7 Kexverksmiðjan Frón. h.f. GLEÐILEG JÓL! •jQ\ -ell. Bernh. Peter-en Eevkjavík ^ GLEÐILEG JÓL! í gott og farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Vélsm. Kristjáns Gíslasonar. GLEÐILEG JÓL! Gott og farsae’.t nýár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Hárgreiðslustofan Píróla Grettisgötu 31 Sundh&llin, Sundlaugarnar og Baiihús Reykjavíkur óska öílum viðskiptavinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA! og góðs nýárs Kristján G. Gíslason & Co. h.f. 'VXs'v_.. ■xs>i GLEÐILEG JÓL! og farsæit komamli ár! Timburverzlunin Viilundur h.f. GLEÐILEG JÖL! \> LUSÍð, ^ Re; Uhúsið, Grettisgötu 50 ~j GLEÐILEG JÓL! H.F. OFNASMIHJAN Einholti 10 1 4 l GLEÐILEG JOL! Verzlunin Árnes GLEÐILEG JOL! Verzlun Benónýs Benónýssonar, Hafnarstræti 19 GLEÐILEG JOL! fansælt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu Snijörbruuðsstofun Björninn, Njáisgötu 49. — Sími 5105 GLEÐILEG JOL! HÓTEL BOH(, GLEÐILEG JOL! Við sendum öllu okkar verkafólki og viðskipta- vinum beztu jólaóskir. JÓN GÍSLASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.