Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 10
26
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. des. 1955
LÍKNARSTARF ljósmóð-
urinnar mun vera jafngamalt
mannkyninu, þótt vitanlega hafi
orðið mikil breyting á vinnu-
brögðum Ijósmæðranna frá upp-
hafi vega. — Fyrscu heimildir um
ljósmæður eru í sjálfri biblíunni,
í annarri bók Móses, þar er getið
um er Egyptalandskonungur
skipaði ljósmæðrunum að deyða
öll sveinbörn, sem fæddust í
heiminn en ljósmæðurnar létu
sveinbörnin lifa.
Ljósmæður hér á Jslandi eru
nú orðnar fjölmargar og er þeirra
víða getið í íslendingasögunum.
En fyrsta lærða Ijósmóðirin, sem
starfaði hér á landi var dönsk
kona, Margrét Katrín að nafni.
Var hún gift íslenzkum manni,
er Benedikt Magnússon hét og
komu þau hingað til landsins ár-
ið 1761.
Ein af elztu cg merkustu nú-
lifandi ljósmæðium þessa lands
er frk. Jóhanna Friðiiksdóttir,
sem á að baki sár 40 ára ljós-
móðurferil. — Kvennasíðan leit-
aði til hennar í þeirri von að hún
fengist til þess að segja eitthvað
frá sínum langa starfsferli, því
margt ber við í því liknarstarfi,
sem vert er á að minnast.
ÁKVEBUR AO VERBA LJÓSA
— Hver voru tildrögin til þess
að þú gerðist ljósmóðir Jóhanna?
— Svo var mál með vexti að
móðir mín, Jakobína Sveinsdótt-
ir var ljósmóðir sveitarinnar.
Við áttum fyrst heima á Gálm-
arsstöðum á Gálmarsströnd við
Eyjafjörð, en síðan fluttumst við
í Götu á Árskógsströnd.
Hafði ég lengi hugsað um það
að mig langaði til þess að verða
Ijósmóðir- En samt var það at-
vik, sem varð þess valdandi að
ég batt þetta fastmælum.
Móðir mín hafði, verið sótt til
konu í barnsnauð á yzta bæ í
sveitinni og skömmu eftir er ég
var vi,ð vinnu mína úti á túni
kom maður og spurði eftir móður
minnL Varð hann að fara einn
heim aftur til konu sinnar, sem
m beið eftir Ijósmóðurinni.
Mér féll það þungt, þegar ég
sá manninn ganga einan í burtu
og ákvað að ég skyldi verða Ijós-
móðir.
Næsta haust fór ég til Reykja-
víkur á Ljósmæðraskolann og þá
var námstíminn 6 mánuðir. Þetta
var 1913 og er ég útskrifaðist
1914 haíði ég ákveðið að sigla til
frekara náms til Hafnar um
haustið. Þá brauzt heimsstyrj-
öldin fyrri út svo ég fór heim
til mín í Eyjafjörð og hinn 20.
júlí sat ég yfir fyrstu konunni.
Móðir mín var veik er maður
kom til þess að sækja hana til
sængurkonu í Hrísey.
Var ég ijósmóðir þarna fyrir
norðan í rúm 7 ár og árið 1921
sigldi ég til náms við Ljósmæðra-
skólann danska. Lauk prófi frá
honum i september 1922.
— Hvað lá þá fyrir þér?
— Ég hafði hugsað mér að
sækja um Ijósmóðurembætti á
Akureyri, sem hafði verið laust
er ég fór utan, en þangað var
nú komin Ijósmóðir. En svo vildi
til að þá var Bolungarvík ljós-
móðurlaus og sótti ég um það og
fór þangað. Féll mér mjög vel
vistin hjá Bolvikingum en af
starfi minu lét ég eftir hálft
þriðja ár og kom til Reykjavíkur
1925. — Það þótti mér nokkuð í
frásögur færandi að mikið var
um tvíburafæðingar í Bolungar-
vík, t. d. átti ein kona þar 15
börn og þar af voru 6 tvíburar!
TII. HÓFUÐBORGARINNAR
— Svo bvrjaðirðu að hjálpa
reykvískum konum?
— Já. Ég hafði hjólhest og
þeyttist um bæinn og næsta ná-
grenni hans. Hinn 20. júní tók
ég á móti fyrsta barninu mínu i
Reykjavík og var það í verka-
i mannaskýlinu á hafnarbakkan-
um.
Frant til áramóta tók ég á móti
26 börnum, en talan jókst fljótt
því næsta ár éftir tók ég á móti
126 bognum.
— ’Sfc þér ekki eitthvað minnis-
stætt frá fyrstu ápunum í Reykja-
vík?
Líknnrsturf Ijosmóðnrinnor er
jnfn gamclt monnkpinu
— Ekki neita ég því. Margt er
mér minnisstætt og sérlega þó
ein fæðing, en nú eru einmitt
liðin rétt 30 ár síðan hún var.
Það var hinn 19. desember að
hringt var til mín og ég spurð
hvort ég treysti mér til þess að
fara út í Viðey og taka á móti
barni. Ég svaraði því vitanlega
játandi og þá sagði maðurinn að
úti væ>’i aftakaveður, varla hefði
gefið í land. En mér stóð alveg
á sama um veðurofsann og við
lögðum af stað á nokkuð stór-
um bát, sem á voru 5 menn. —
Héldum við sem leið liggur út í
Viðey og mér þótti undarlegt að
ég, sem venjulega var ákaflega
sjóveðc kenndi mér nú einskis
meins. En er til Viðeyjar kom
hafði bryggjan brotnað í veður-
ofsanum en einhvernveginn
tókst mönnunum að tosa mér í
land ásamt ljósmóðurtöskunni.
— Ég hélt nú i bæinn, tók á
móti barninu, sem var stór og
stæðilegur drengur. — Daginn
eftir hélt ég svo heim aftur. Þá
var komin sól og blíðskapar veð-
ur, svo úr þessu varð hreinasti
„listitúr".
— Heldurðu nokkrum kunn-
ingsskap við ljósubörnin þín?
— Sum, já, en þó vitanlega
ekki meginhluta þeirra, því þau
eru nú orðin svo morg. En er
drengurinn, sem ég tók á móti
í Viðey fyrir 30 árum átti 25
ára afmæli hittumst við ásamt
mönnunum sem fluttu mig í
eyna. Drengurinn er nú kvæntur
og hef ég nú tekið á móti fyrsta
barninu hans.
VERÐUR YFIRLJÓSMGÐIR
— Réðist þú ekki til fæðing-
ardeildarinnar strax og hún tók
til starfa?
— Jú. Þegar fæðingardeildin,
sem var í spítalanum sjálfum og
nefnd hefur verið sú gamla eftir
að núverandi deild tók til starfa,
var opnuð hinn 20. desember
fyrir 25 árum, réðist ég til henn-
ar sem yfirljósmóðir, en raun-
verulega var ég eina ljósmóðirin
við deildina, þar til eftir rúmt
ár að mér var fengin önnur til
aðstoðar.
— Voru nemarnir þínir ekki
margir?
— Jú, um ævina hef ég haft
fjölmarga nema. Vil ég gjarnan
nota þetta tækifæri og biðja
kvennasíðuna að skila til þeirra
innilegu þakklæti mínu fyrir alla
þeirra góðu aðstoð og hjólpsemi
og sömuleiðis til allra þeirra
Ijósmæðra sem hafa stritað og
strítt með mér á þessum árum.
— Hvað var þessi nýja deild
stór?
— Hún var ekkí stór, ekki
nema 12 rúm. Mér fannst hún
vera alltof lítil eins og síðar kom
á daginn. En ekki virtist aðsókn-
in ætla að verða mikil því fyrsta
konan var ekki lögð inn fyrr en
á nýársdag og fyrsta barnið
fæddist ekki fyrr en 3. janúar,
13 dögum eftir að deildin tók til
starfa. — Var því barni gefin
silfurskeið og gafall með áritun
frá stofnuninni. — Af starfi mínu
við fæðingadeildina lét ég árið
1949, þá sextug og farin að heilsu
og kröftum.
— Hefur þú tekið á móti börn-
um síðan þá?
— Já, ég hef tekið á móti 14
börnum, síðan ég hætti störf-
um.
FELAGSMALIN
— Hefur þú ekki tekið drjúg-
an þátt í félagslífi Jjósmæðra?
— Ég gekk í Ljósmæðrafélag-
ið árið 1925 og var þ^ kosin í
stjórn, sem ritari félagSins. Var
ég það þar til 1949 að ég Var
kosinn formaður, og þá jhfnframt
ritstjóri Ljós.mæðrabiaðsins 'og
er ég það enn.
■jr
Ijósmóðar
í
ÞAGNARSKYLDA
Þótt kvehnasíðuna langaði til
þess að heyra meira af írásögn-
um frk, Jóhönnu um „svaðil-
farir“ er hún hefði lent í á, ferð-
um sínum, þá fékkst hún ekki
til þess að segja meira.
Jóhanna Friðriksdóttir, Ijósm.
— Við Ijósmæðuinar erum
bundnar þagnarskyldu eins og
læknarnir. sagði hún brosandi.
— Þetta verður að nægja.
o—O—o
En gaman væri að rifja eitt-
hvað upp úr grein, sem próf.
Guðmundur Thoroddsen fyrr-
verandi yfirlæknir skrifaði um
Jóhönnu í Ljósmæðrablaðið er
hún lét af störfum 1949.
Þar segir m. a.: „Það kom í
minn hlut, sem væntanlegs yfir-
læknis deildarinn að velja ljós-
móður", .... og ennfremur: „Ég
valdi Jóhörmu Friðriksdóttur
Ijósmóður. Hún átti þá þegar all-
mikið starf að baki og reynslu,
sem. ljósmóðir og hafði sýnt
mikinn áþuga á starfi sínu og
reynt að afla sér sem beztrar
ljósrnóðurfræðslu". ,,Og yfirljós-
móðirin hlýfði sér ekki“, held-
ur prófessorinn áfram, „hún var
vakin og sofín í starfi sínu fyrir
deildina og jafnvel svo að mörg-
um þótti nóg um og fannst hún
gæti hlýft sér meir en hún gerði“.
o—O—o
Þetta er mjög góður vitnis-
burður sem hin reynda ljósmóðir
hefur íengið, en bezta vitnis-
burð hennar tel ég vera hin
fjölmörgu börn, sem hún hefur
hjálpað til þess að komast í þenn-
an heim, börn sem e. t. v. vita
ekki hve mikið þau eiga henni
að þakka.
o-—O—o
Og ér við kveðjum frk. Jó-
hönnu og þökkum henni fyrir
rabbið og kaffisopann, dettur
okkur í hug hve oendanlega
margt það er, sem hún hefur séð
og reynt á sinni löngu ævi og
hve gaman væri að fá að heyra
meira um það. — En hún er
samvizkusöm og veit hvað má og
hvað ekki.
Það hlýtur að vera dásamlegt
að Ijúka svo löngum starísdegi
og frk. Jóhanna eftir að hafa
unnið í 40 ár að líknarstarfi, sem
ljósmóðurstarfið er.
Sagði ekki frelsarinn sjálfur:
„Það sem þér gjörið mínum
minnsta bróður, það gjörið þér
mér.
Gleðileg jól!
A. Bj,
Vift verzlum meft
FAGRA GRIPI
og höfum gert svo í hálfa öid. Starfsfólk okkar hefir
þekkingu og þjálfun í gerð og vali slikra gripa.
Skartgripir: guU, siJfur, gimsteinar
Borftsilfur
Smelttir Ustmunir
Úr: Rolex og aftrar tegundir
Klukkur: Ljúnsmerkið
Kristall
Keramik: Lauganesíeír
Postulín
Sjónaukar
„Fagur gripur er æ til yndís".
GLEÐILEG JÓL!
tiA
- Feisirsta grafsýsið
Frmh. af bls. 24.
milligöngu hlutu margir dauða-
dæmdir líf og frelsi.
Fylgdi hún manni sínum eins
og skugginn hans, og einnig á
herferðum hans um hið víðlenda
ríki til að bæla niður óeirðir. í
einni slíkri ferð andaðist hún
eftir barnsburð, hafði hún fætt
manni sínum 14 börn í 17 ára
ástríku hjónabandi.
KONUNGURINN ÓHUGGANDI
Sorg konungsins var ólýsanleg.
í margar vikur neitaði hann að
ræða við ráðgjafa sína eða sinna
stjórnarstörfum. Öll hirðin var
látin klæðast hvítum klæðum,
sem er táknlitur hinnar dýpstu
sorgar. Öll veizluhöld voru for-
boðin, einnig bannað að nota
ilmvötn eða bera gimsteina.
Konungurinn hugleiddi jafnvel
að afsala sér konungdómi og
skipta ríkinu milli sona sinna. Á
tveimur árum varð hár hans silf-
urhvítt.
Hvern föstudag (sem er sabb-
athsdagur múhameðstrúar-
manna) vitjaði hann um gröf
hennar og lét syngja messur og
gera fyrirbænir. Og loks eftir
tvö ár hófst hann handa um að
láta reisa minnismerkið eftir ósk
hinnar látnu drottningar.
Kallaði hann til verksins alla
frægustu byggingameistara á Ind
landi, Persíu, Arabíu og Tyrk-
landi. Sautján ár tók að reisa
allar byggingarnar og sagt er að
tuttugu þúsund manns hafi dag-
lega unnið að því. Var byggð sér
stök borg handa þeim og orð
á því gert hve vel hefði verið
búið áð þeim, á meðan á verk-
ihu stóð.
KONUNGURINN FANGI
Árið 1658 eða 28 árum eftir
andlát Mumtaz Mahalí veikist
Shahjahan konungur snögglega
í Delhi. Notaði þá einn sona hans
tækifærið til þess að brjótast
til valda. Hélt hann föður sínum
í fangelsi í þau 7 ár, sem hann
átti eftir ólifuð.
i Sem fangi, átti konungurinn að
eins eina ósk. Að hann fengi að
vera í kastalanum í Agra, þar
gat hann talið stundirnar þang-
að til hann fengi að hvíla þar
| við hlið hennar, sem iiafði verið
Ijós augna hans.
Sigr. J. Magnússon.
- Sinn er siður,..
Frh. af bls. 25
milli handanna. Við krakkarnir
vorum alltaf send með körfur
fylltar af jólaglaðningi til þeirra.
Það minnir mig á ævintýrið eftir
H. C. Andersen um litlu ríku
stúlkuna, sem var full eftirvænt-
ingar að bíða eftir jólunum og
var send heim á fátæka heimilið
með körfu og hitti þar fyrir jafn-
öldru sína, sem varð svo himin-
lifandi yfir því sem í körfunni
var.
— Við vorum jafn-eftirvænting
arfull og litla stúlkan og okkur
þótti svo gaman að geta miðlað
öðrum. Okkur datt aldrei í hug,
hve auðmýkjandi það gæti, e.t.v.
verið fyrir þá sem alltaf þurftu
að þiggja af öðrum og gátu ekk-
eft gefið í staðinn, sagði frú
Estrid Brekkan að lokum,
LÍKAR VEL Á ÍSLANDI
— Hvernig fellur yður svo að
vera hér á íslandi, spyrjum við
um leið og við kveðjum frúna.
— Mér líkar ákaflega vel að
búa hér, ságði hún brosandi og
elskuleg. — Hér er mjög gott að
vera.
Við þökkum fyrir góðar og
skemmtilegar móttökur og höld-
um út í frískandi desembersól-
ina og hugsum um jólin, sem nú
nálgast óðum.
Gleðileg jól.
A. Bj.
[••1 1
Kvewntssíðan óskar
öllum gleðilegra jóla
V)
H)