Morgunblaðið - 24.12.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.1955, Qupperneq 8
24 MORGUNBLAÐtÐ Laugardagur 24. des. 1955 KVENNASÍÐAN leitafti til frú Sigríðar J. Magnússon, formanns Kvenréttindafélags ís- lands og bað hana að segja lesendum síðunn- ar eitthvað frá hinu fræga musteri og graf- hýsi Taj Mahal á Ind- landL Frú Sigríður, sem fyrir nokkru kom heim af alþjóðlegum kvenréttindafundi, sem haldinn var á Ceylon varð góðfúslega vií þessari ósk og fer hér á eftir grein hennar. Frú Sigríður J. Magnússon ingunni Þar synda gullfiskar og grænir froskar eins og smaraðg- ar í tæru vatninu og í þeirri þrónni, sern nær er grafhýsinu speglar það sig með sínum fjór- um „minaretum“, eða turnum, sem eru lausir frá aðalbygging- unni. Öll byggingin, sem er 50 fet í . þvermál að innan og 136 að utan, er reist. úr marmara og ii nlögð I með dýrum steinum. Þar eru i skráðir fjórir kaflar úr kóran- ! inum, bibh'u MúhameðsU’úar- 1 manna, með íögru letri. I fegursta grafhýsi veraldar r'skir jbögn og frihur 20 jbás. manns unnu í 17 ár að bygging- unni sem reist var til minnis um hina fegurstu drottningu SÓLBJAKTAN septembermorg- un á s.l. hausti ók ég með vinkonu minni dr. Hönnu Rydh og tveimur öðrum sænskum kon- um, frá Delhi núverandi höfuð- borg Indlands og var ferðinni heitið til hinnar fornu höfuð- borgar Agra. Þar er fegursta graf hýsi veraldar, sem af sumum er einnig talin fegursta bygging í heimi. Dr. Rydh er fornleifafræðing- ur og hefir unnið árum saman að fomminjauppgreftri á Indlandi og víðar. Það var því ekki ónýtt að njóta leisagnar hennar á ferða- lagi, þegar skoða á fornar minj- ar og mannvirki, hún kann allt um slíkt á fingrum sér. Hún var formaður alþjóðakvenréttindafél agsins í 6 ár og aðalhvatamaður þess að austurlenzkar konur tækju meiri þátt í þeim félags- skap. og beittu uxum fynr. Seinna var mér sagt að enginn mætti hafa meira akurlendi en hann kæmist sjálfur yfir að yrkja með skylduliði sínu, 30 ekrur að mig minnir. Nautpeningur gengur úti allt árið, en bithagi er af skorn- um skammti og við sáum margar konur með byrðar af heyi og pálmabiöðum á höfðinu. Byrðar þessar voru flestar a stærð við votabandssátu og hljóta að hafa verið bungar, því heyið virtist ný slegið. SKRIFFINNSKAN MIKIL Ekki höfðum við ekið lengi, þegar bíllinn nam staðar og bíl- stjórinn snarði sér út um hálf- opið tjald, sem stóð við veginn. Þar inni var borð og stóll en enginn maður sjáanlegur. Er við spurðum bílstjórann hverju þetta sætti, þá sagði hann okkur ^J^Cuenfjó Á: k eimi íá | MARMARINN SEM KNIPPL- INGAR í miðju er áttstrent svæði um- girt gegnumskornum marmara, svo finum að helzt xíkist hann knipplingum og þó er marmar- inn a.m.k. 6 sm. á þykkt. Þarna • fyrir innan standa kistur kon- ungshjónanna, einnig lagðar alls ! konar dýrum, steinum og fluri, Jarðneskar leifar þeirra hvíla þó ekki þarna, heldur í óðrum kist- “ um í kiallara beint þarna undir. reyndar stóreflis páfugl, sem arkaði hátíðlega eftir veginum og reigði sig allan, en ekki breiddi hann samt úr stélinu fyrir okkur. MIKLUM GERSEMUM STOLHE) Leiðin liggur í gegnum borgina Muttra, sem er einn af helgistöð- um Hindúa. Þar fæddist guðinn Krishna en hann var talinn vera Vishnu, endurborinn í áttunda sinni. í byrjun 4. aldar voru hér um 20 Búddaklaustur með 3000 munkum, 6 stórum búddalíkn- eskjum úr gulli, með augum gerð um úr safírum og rúbínum. En snemma á 11. öld kom mongólsk- ur ræningjahöfðingi, brenndi borgina og hafði allar gersemar á brott með sér, þ.á.m 100 goða- líkneski úr skíru silfri, og var hver þeirra hæfileg byrði á úlf- alda. Nú er lítið eftir af fornri frægð, þó er þar merkilegt forn- minjasafn og heldur fljótið Jumma, sem borgin stendur við enn þá helgi sinni síðan á dögum Krishna. Sækja pílagrímar þang- að. Götur eru þröngar og illfær- ar nútímafarartækjum. Þó eru þarna innan um háreist hús með fagurlega útskornum svölum. Þar uppi sátu konurnar áður og horfðu þaðan á götulífið, án þess að sjást sjálfar. Nú eru þær komnar niður á götuna og farn- ar að láta til sín taka i þjóð- málum. En nú verðum við að fara að hraða ol.kur til Agra og Taj Mahal eða „the Taj“, eins og það er jafnan kallað í Austur- löndum. — Þegar ég sagði kunn- ingja mínum á Ceylon að ég ætl- aði til Delhi eftir fundinn, var viðkvæðið alltaf: „Þá verðurðu að sjá „the Taj“ VAR VON Á VONBRIGÐUM? Á leiðinni frá Muttra var ég að velta því fyrir mér hvort ég myndi ekki verða fyrir vonbrigð- um af raunveruleikanum, hvort þetta rómantíska musteri ástar- innar gæti virkilega uppfyllt allar þær hugmyndir, sem ég hafði gert mér um það. Ég minnist þess, að fyrir mörgum árum .hafði Guðmundur Hannesson prófessor, sem var allra manna hugkvæmastur að mæla fyrir minni kvenna, valið sér það að texta. Ræða hans var ákaflega falleg, svo falleg að ég gleymi henni aldrei. Hann hafði ekki séð „the Taj“ og þá gerði ég mér heldur ekki vonir um að slíkt ætti fyrir mér að liggja. Það var í svo mikilli óráfjarlægð, en nú átti ég að sjá það innan lítillar stundar. ÞÖGN OG FRIÐUR Eftirvæntingin var því mikil og brátt kom í ljós, að ekki var áf.tæða til að óttast að verða fyrir \ 'nbrigðum. Þvert á móti. — Áhrifin af byggingunni fóru ’ igt fram úr því, sem ég hafði gert mér vonir um af myndúm og írásögnum. .1 En sá hængur er á, að ég finn mig ekki mann til þess að lýsa byggingvmni svo, að lesandinn geti orðið fyrir svipuðum áhrif- | um og sá, er stendur andspænis henni. í huga minn komu aðeins tvö orð' Fyrst er komið inn í stóran garð og á einri veg takmarkast hann af opnum smá búðum, eins | og flestar búðir eru í Indlandi, I þar sem seldir eru alls konar I VILDI GLÖD DEYJA Margir ferðamenn hafa borið við að reyna að lýsa Taj Mahal. Englendingur nokkur spurði konu sina hvað hún vildi segja um bygginguna. Hún rvaraði: „Ég hef enga þekkmgu til að gagnrýna hana, en ég get sagt þér hvað mér finnst. Ég mundi glöð devja á morgun, ef ég ætti von á slíku :minnismerki“. Turnarnir spegla sig í tæru vatninu. minjagripir, m. a. líkan af must- erinu útskorið í fílabein. Það var of dýrt fyrir okkar pyngju. Hinuin megin eru gististaðir fyrir úlfaldalestir og beint fram undan er hliðið inn í aðalgarðinn, þar sem grafhýsið stendur RISAVAXID HLID Þetta hlið, sem er 80 fet á hæð og opið í miðju, byggt úr rauð- um sandsteini, innlagt með hvít- um marmara og í hann eru kaflar úr kóraninum. Svo hpg- lega er þetta gert, að allir staf- irnir sýnast jafnstórir, jafnt þeir, sem eru svo neðarlega, að hægt er að þreifa á þeim og þeir. sem eru í 30 feta hæð. Að sjálfsögðu má ekki fara inn fyrir á skónum. Þegar komið er í gegnum þessa byggingu blasir „Taj“ við manni, en samt enn i töluverðri fjar- lægð, svo áhrifanna verði notið smátt og smátt. Tvær vatns- þrær með milligerð úr marmara eru frá hliðinu og upp að bygg- Annar ferðamður segir: „Þó að ekkert annað væri að sjá í Indlandí, mundi Taj Mahal borga ferffina" FEGURST OG BEZT ALLRA En hver var hún þessi kona, sem hlaut svo faguri minnis- merki? Árið 1612 giftist hún, þá 19 ára gömul, ríkisarfanum, prins Khurram, sem kom til ríkis 16 árum síðar og var þá kallaður Shahjahan. Varð hann sérstak- lega frægur fyrir að láta byggja margar og fagrar byggingar, m. a. Rauða kastalann í Delhi. Við giftinguna gaf konungurinn tengdafaðir hennar henni nafnið Mumtaz Mahal, sem þýðir prýði eða stolt hallarinnar. Hún var nafntoguð fyrir fegurð, mildi og hjartagæzku við auma og fá- tæka. Hún varðveitti innsigli ríkisins og ráða hennar var leitað um allar mikilsverðar stjórnar framkvæmdir. Fyrir hennar Framh. á bls. 26 Fílabeinsúrskurðurinn er eins og knipplingar. Bílstjórinn okkar var miðaldra Indverji, sem talaði vel ensku. Ekkí veit ég hvaða trúarílokki hann tilheyrði, en hvorki bar hann „fez“ eða „túrban“ að hætti múhameðstrúarmanna. KÝRIN HEILÖG í indverskum borgum er al- gengt að mæta stórum hópum af kúm á götunum. Þar í landi er að nú værum við að fara inn í annað fylki og hann yrði að hafa skírteini varðandi það að hann mætti fara þangað. Indverjar eru ákaflega gefnir fyrir ag láta ferðamenn fylla út alls konar eyðublöð, en ekki eins eftirgangs samir með að innheimta þau aft- ur. Aldrei varð ég vör við að bílstjórlnn okkar þyrfti að af- henda skírteinið, sem hann fékk Þarna gnæfir aðalhliðið. kýrin heilagt dýr, sem engum kemur til hugar að stugga við, jafnvel þó að það devti i þær að leggjast fyrir á miðri götunni. Þetta fengum við líka að reyna, allt í einu vorum við komin inn í langa runu aí alls xonar farar- tækjum, sem rétt mjökuðust áfram. Einhver farartálmi virt- ist vera framundan. Það reyndist vera kýr, sem lagzt hafði niður á miðn götunni. Hún lá þar í mestu rólegheitum á meðan bíl- ar og vagnar smeygðu sér fram hjá henni. Þegar út úr borginni kom, var allt fullt af litlum öoum á veg- jnum og í pálmunum með fram honum. Þeir voru ósköp gæfir að sjá enda gerir enginn þeim mein, og er hægt að gefa fyrir sálu sinni með því að hygla þeim. Leiðin lá í fyrstu um frekar frjósamt land, víða voru bændur að plægja akra sina með tréplóg: eftir langa bið, því vörðurinn hafði brugðið sér eitthvað frá. Á MÖRGU ER HÆGT AÐ LIFA En í austurlöndum þarf enginn að flýta pér og þegar við ætluðum að fara aff verða óþolinmóðar yfir biðinm, bar þarna að tvo menn með þrjá tamda birm og notuðu þeir auðvitað tækifærið til að láta þá leika listir sínar og fá aura fyrir Á mörgu er hægt að lifa. Það stóðst á endum, við vorum búnar að taka myndir af björn- unum og bílstjórinn kom með vottorðið. Nú ókum við inn í þéttan skóg og þá snarstanzar billinn. — Hvað nú? spurði einhver, — ekki fáum við voítorð hér? — Nei, sagði bílstjórinn og hló við, — ég vil bara e fci ak vá | hann þarna — og h m beati : fram á veginn, — þaíma var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.