Morgunblaðið - 03.01.1956, Qupperneq 1
16 síður
Sendiráð Rússa í Qttawa brennur
Slökkvifiði borprinnar vísað frá
NEW YORK, 2. jan.
ANÝÁRSDAG brann hús rússneska sendiráðsins í Ottawa 1
Kanada. Eldurinn kom upp á þriðju hæð hússins og hefði
ef til vill tekizt að bæla hann niður, ef starfsmenn sendiráðsins
hefðu ekki meinað kanadiska slökkviliðinu, sem þegar kom á
vettvang, að nálgast húsið.
HID SÍGIEDA „NJET“ ’ hefjásí handa. Var nálægum hús-
Rússaranir, sem starfa við um naumlega bjargað
sendiráðið reyndu að hefta út-
breiðslu eldsins, en bæði voru
þeir fáliðaðir — og eldurinn
magnaður. Slökkvilið borgarinn-
ar kom á staðinn skömmu eftir
að eldurinn braust úr, en var
bannað að aðhafast nokkuð. —
Þegar sýnt var að Rússarnir
réðu ekkert við eldinn, fór fyrir-
liði slökkviliðsmannanna þess á
leit við Rússana, að slökkviliðinu
yrði leyft að reyna að ráða niður-
lögum eldsins, þar eð mörg nálæg
hús voru þegar í mikilli hættu. I
LÉTU UNDAN
Ekki var við það komandi, og
lögðu Rússarnir blátt bann við,
því að slökkviliðið beindi slöng-
um sínum að húsinu, án þess að
fram kæmu nokkrar ástæður
fyrir því. Hófu sendiráðsmenn að
bera út úr húsinu skjól, útvarps- I
og sjónvarpstæki og önnur verð-
mæti, en þega reldurinn var orð-
inn það magnaður að ekki var
hafizt við í húsinu, gáfu þeir
slökkviliðiriU leyfi til þess að i
Mikil kjörsán
í Frakklandi
PARÍS, 2. jan.: — Frönsku
þingkosningarnar fóru fram í
dag og var kjörsókn meiri en
nokkru sinni áður. IVIun fleiri
eru nú á kjörskrá en í síðustu
kosningum, sem fóru fram ár-
ið 1951. f iðnaðarbænum I-iile
í N-Frakklandi höfðu t. d.
90% kjósenda kosið, er sfðast
fréttist — og víða má segja
svipaða sögu. Kosningabarátt-
an er mjög hörð milli kosn-
ingabandalags vinstri borgara
flokkanna undir forvstu
Mendes France og hægri flokk
pnna. Talning atkvæða nnm
hefjast strax í nótt og er úr-
slita að vænta annað kvöld.
A ^IARKADNUM
Okkur vantar nokkrar Frannóknarsálir, takk fyrir.
„Interessant redegörelse i Social-Demokraten":
Miíesri /liþýðufíokksins gerir í
éMstsku blaði grein iyrir kesup-
mennsku með sálir kgósendamna
Spádómar ársins 1956:
Eisenhower fer frá, jarðarför í Kreml,
Macarios bœnheyrður og sama hringa-
vitleysan í Frakklandi *
SE X A F þekktustu stjörnuspámönnum Frakka hafa leyft einu
Parísarblaðanna að birta spádóma sína um gang heimsmál-
anna á árinu, sem nú er gengið í garð. l eir eru ekki allt of skýrir
og ákveðnir í spádómum sínum, en undirstrika þó allir, að ekki
muni koma til styrjaldar á árinu.
Matareitrun
KAUPMANNAHÖFN: — Víðtæk
lögreglurannsókn fer nú fram í
einu stærsta veitingahúsi Kaup-
mannahafnar vegna þess að brögð
hafa verið að því, að maturinn
þaðan hafi verið eitraður. Veit-
ingahús þetta nýtur mikilla vin-
sælda — og þá sérstaklega vegna
þess, að það sendir miðdegisverð
út um borgina eftir póntunum.
En um hátíðina brá svo víð, að
mestur hluti viðskiptavinanna
varð fárveikur vegna þess að mat
urinn hafði verið eitraður. Ekki
hefur enn komið í ljós hvað eitr-
uninni olli, en eflaust fækkar
viðskiptavinunum.
iárnbraufarslys
OSLÓ, 2. jan.: — Um hádegis-
bilið í dag fór járnbrautarlest á
leið frá Málmey til Osló, út af
teinunum með þeim afleiðingum,
að einn maður beið bana og 11
slösuðust meira og minna. Enn
er ekki Ijóst hvað olli slysinu.
* FORSETASKIPTI í
BANDARÍKJUNUM
Um Bandarikin segja þeir
meðal annars, að Eisenhower
verði ekki kjörinn næsti for-
seti Bandaríkjanna, en samt
verði republikani kjörinn. —
Muni hann verða harðari bar-
áttumaður en Eisenhower og
muni verða einbeittari og á-
kveðnari í utanríkismála-
stefnu sinni. Einnig muni
eínahagur Bandaríkjanna
eflast.
* KALDA STRÍÐIÐ FER
HARÐNANDI
í Sovétríkjunum mun mikill
valdamaður falla í gröfina,
segja spámennirnir, og Rúss-
ar munu eiga við mikla erfið-
leika í innanrikismálum að
etja. Kalda stríðið mun
harðna — og ná hámarki í
ágústmánuði.
* NÝR FORSÆTIS-
RÁÐHERRA
í Englandi mun mikill
stjórnmálamaður einnig falla
fyrir ætternisstapann — eftir
stutta banalegu. Eden mun
láta af forsætisráðherraem-
Frh. af bls. 1
ÞA Ð E R með undarlegum hætti, sem sá grunur hefur nú
verið staðfestur, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hafa að undanförnu verið að makka saman um
kaup og sölur á sálum kjósenda sinna.
Staðfesting á þessu heíur nú fengizt, ekki í íslenzkum blöð-
um heldur í danska blaðínu Socialdemokraten, sem gefið er
út í Kaupmannahöfn.
Á sjálfan jóladag birtist í hinu danska blaði neðanmáls-
grein eftir Gylfa Þ. Gíslason, ritara Alþýðuflokksins, þar sem
hann gefur upplýsingar um þessa kjósendaverzlun.
SVO sem kunnugt er hafa miklar
frosthörkur geisað á Norðurlönd-
um að undanförnu. ísalög voru í
Eystrasalti og miklir snjóar í
Skandinaviu. f Álaborg í Dan-
mörku létust tveir menn nú um
hátíðina, er klakastykki féllu af
þakskeggi húss á höfuð þeirra.
Danska Iögreglan hefur látið það
boð út ganga, að húseigendur séu j
skyldugir til þess að hreinsa |
klaka af húsum sínum, til þess;
að forðað verði fleiri slíkum
slysum.
Sammr friðarvilji
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI !
Danmerkur setti fyrir skömmu
nýjar reglur viðvíkjandi eink-
unnagjöf í skólum landsins. Áður
var það venja að gefa nemend-
um einkunnir áður en þeir fóru
í jólafrí, en héðan í frá eru miðs-
vetrareinkunnir ekki gefnar fyrr
en í janúar. Iivort þetta er gert,
til þess að auka á jólahelgina og
tryggja frið á dönskum heimilum
yfir jólin, skal ekki dæmt um, en
ábyggilegt er, að heimilisfriður-
inn á mörgum heimilum hefur
verið verndaður með þessari til-
skipun ráðuneytisins danska.
HALFSOGÐ SAGA
Greinin nefnist „Aktuelt í is-
landsk politik" eða „Það nýjasta
í íslenzkum stjórnmálum.“ —
Á þetta að vera einskonar
skýrsla um stjórnmálaviðhorf á
íslandi. Mest ræðir Gylfi þar um
hið núverandi stjórnarsamstarf
milli Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins. Er það
afleitt, að höfundurinn skuli ekki
þegar hann er að skýra íslenzk
stjórnmál fyrir útlendingum gera
það á hlutlægan eða hlutlausan
hátt. Þvert á móti er frásögn
hans villandi og hálfsögð.
Lýsing hans á stjórnarsam-
starfi tveggja flokka er í því
fólgin, að ýkja það, sem á milli
ber, en steinþegja um þau mál-
efni, sem samstarfsflokkarnir
standa saman um. Sama kemur
fram, þegar hann skýrir frá
verkfallinu s. 1. vetur, að hann
minnist ekkert á hinn pólitíska
La Prenza
íí
//
BUENOS AIRES — Eftir að
Peron einræðisherra var settur
af, var stórblaðið „La Prensa“
aftur fengið fyrri eigendum í
hendur. Blað þetta er stærsta
blað í heimi, sem gefið er út á
spænsku. Fyrir fjórum árum
lögðu Peronistar blaðið undir sig
og var það gert að málgagni
Perons. Nú um áramótin tók
fyrri ritstjóri, Dr. Alberto Gainza
Paz, við blaðinu og verður það
brátt gefið út í sinni gömlu mynd.
svip þess og þátt Alþýðuflokks-
ins í því.
HÖFUÐATRIÐUM
SLEPPT
Verður að átelja þessa hálfu
sögu og rangfærslur. Að visu er
þessi þingmaður vanur því, að
túlka aðeins aðra hliðina í póli-
tískri baráttu hér heima. En
það verður að teljast mjög ósið*
samleg blaðamennska að rita í
erlend blöð greinar um íslenzk
stjórnmál, sem eru í höfuðdrátt-
um rangar vegna þess að höf-
uðatriðunum er sleppt.
VERZLUN MEÐ
KJÓSENDASÁLIR
í seinnihluta greinarinnar
upplýsir Gylfi Þ. Gíslason að
lokum, að hinu íslenzki
sósíaldemókrataflokkur hafi
boðið Framsóknarflokknum
og Þjóðvarnarflokknum til
kosningabandalags, sem á að
vera fólgið í því, að þar sem
frambjóðanda Alþýðuflokks-
ins vantar nokkur atkvæði,
bjóði Þjóðvörn og Framsókn
ekki fram, svo að Alþýðu-
flokksframbjóðandinn nái
kosningu. Alveg með sama
hætti selji Framsóknarflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn
frambjóðanda Þjóðvarnar-
flokksins nokkur atkvæði, þar
sem hann þarf á því að halda
o. s. frv. Með þessu móti, segir
Gylfi, að þessir þrír flokkar
geti fengið meirihluta á Al-
þingi.
Frh. á bls. 2