Morgunblaðið - 03.01.1956, Side 6
6
MORGVN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. janúar 1956
FÁEIIM ORÐ í
FULLRI A
ÞEIR skrifa ekki svona gott
verk í Sovét, sagði ég við einn
kunningja minn í austræna trú-
boðinu í tilefni af sýningu Þjóð-
leikhússins á leikriti Arthurs
Millers: í deiglunni.
— Getur verið, sagði hann.
Ég er ekki svo kunnugur nú-
tíma bókmenntum Rússa. Annars
er það ekki auðvelt verk að fella
dóm um slíkt i skjótri svipan.
Viðfangsefni ancans manna í auð-
valdslöndum eru ekki sambæri-
leg við verkefni þeirra, er skrifa
bækur í hinum sósíalíska heimi.
í Sovétríkjunurr. höfum við ekki
haft spurnir ef neinum Mac
Carthy né hafi o rkur borizt frétt-
ir um að þar séu friðarsinnar
leiddir fyrir rétt sakaðir um föð-
urlandssvik eins og þeir gera í
Bandaríkjunum. Þvert á móti er
þeim einum hegnt í Ráðstjórnar-
ríkjunum er flytja stríðsáróður
og ósannindi, samanber Búkhar-
ín- og Beriamálið. En það er ein-
mitt sú manngerð hatursins, er
ræður ríkjum hér á Vesturlönd-
um. Og það er þetta stjórnskipu-
lag óttans, sem mér virðist að
Arthur Miller sé að gagnrýna í
leikriti sínu urri ofstæki, galdra-
trú og rotið réttarfar.
Ég labbaði heim ákveðinn í því
að opinbera fal úð í þessum mál-
flutningi hins unga manns. í
Sovétríkjunum höfum við ekki
haft spurnir af neinum Mac
Carthy, sagði hann.
Má ég leiða athvgli ykkar að
heimiid, sem hinu austræna trú-
boði taldi óaðyggjandi sönnun
heilbrigðrar réttvísi: Hin opin-
bera skýrsla Hæstaréttar Ráð-
stjórnarríkjanna í máli hins and-
sovézka flokks „hægri manna og
Ttrotskysinna" 1938, gefin út i
Moskva sama ár. (Er til á Lands-
bókasafninu). Á bls. 24 og 25 í
þeirri bók stendur skrifað: „Það
var í samræmi við þessa skipun
óvinar fólksins L. Ttrotsky (að
myrða Stalín og helztu samstarfs-
menn hans), að flokkur hægri
manna og Ttrotskysinna tók þó
ákvörðun að ráða A. M. Gorki
af dögum.
Ákærður Jagóda vitnaði:
„Framkvæmd þessarar ákvörðun-
ar var falin mér.“ Hinn ákærði
Jagóda tók í sína þjónustu
ákærða Dr. L. G. Levin fvrri fjöl-
skyldulækni A. M. Garkís. D. D.
Pletnev prófessor, P. P. Krvuch-
kow ritara Gorkís og P. P.
Bulanov ritara Jagóda, til að
framkvæma þetta illvirki. Ákærð
ur Pletnev prófessor, sem tók
beinan þátt í morðinu á A. M.
Gorkí og V. V. Kuibyshev, bar
vitni:
Jagóda sagði mér, að ég yrði að
hjálpa sér til að koma fvrir katt-
arnef nokkrum pólitískum leið-
togum þjóðarinnar. Hann blátt
áfram lagði til að ég skyldi hag-
nýta mér aðstöðu mína, sem
læknir V. V. Kuibyshavs og A. M.
Gorkís, og flýta fyrir dauða
þeirra með raneri læknishjálp.
Ég reyndi að neita en var að
lokum knúinn til samþykkis. Síð-
an tilkvnnti Jagóda mér, að
glæpafélagi minn mundi verða
Dr. Levín. í máii Gork's átti ég
ennfremur að njóta aðstoðar P.P.
Krvuchkow, ritara siðar nefnds.
Þegar ég hafði fallizt á betta
hræðilega ætlunarverk Jagóda,
lagði ég á ráðin með Dr. Levín að
myrða A. M. Gorkí og V. V.
Kuibvshev ....“.
Það er einkum hinar tvær und-
irstrikuðu setningar í vitmsburði
Pletnev, sem vert er ,að hafa í
huga.
Því takið nú eftir!
Jagóda, sem var yfirmaður
rússnesku levnilögreglunnar og
fulltrúi í miðstiórn Kommimista-
flokks Páðstjórnarrikianna fvrir
skipar Pletnev að myrð^ m^ðal
annarra kunnasta rithöfund
Sovétríkjanna og Plet.nev getur
ekki annað en fallizt á bað Hann
getur ekki fúið á náðir nokkurs
yfirvalds, er hefur bolmapn eða
vilja til að aftra Jagóda frá að
I tilefni of
leikritinu
EFTIR HILMAR JONSSON
Úr leikritinu
fremja svo hræðilegan glæp.
Undir hvers konar stjórnskipu-
lagi erum við hér stödd?
í landi þar sem einstaklingur-
inn getur ekki leitað réttar síns.
Það er ekki mót von þótt komm
únistum sé tíðrætt um Mac
Carthy. Því hvar mundi hann
sóma sér betur en hjó þjóð, þar
sem stórglæpamenn ráða lögum
og lofum eins og í Ráðstjórnar-
ríkjunum — í landi, þar sem
æðstu menn ríkisins geta fyrir-
skipað þegnunum að fara með
morðum og ódæðisverkum. Mig
skal ekki furða, þótt kommúnist-
ar hafi ekki haft spurnir af nein-
um Mac Carthy í Ráðstjórnar-
ríkjunum.
Að friðarsinnar séu leiddir
fyrir rétt í Ameríku, sakaðir um
föðurlandssvik, það var víst eitt
atriðið í ræðu unga mannsins.
Hverjir eru þessir ofsóttu frið-
arsinnar í Bandaríkjunum?
Meðlimir kommúnistaflokksins
ef til vill?
Eru það menn, sem allt sitt
leggja í sölurnar fyrir friðinn?
Jesús Kristur hefur oft verið
nefndur í sambandi við frið, en
aldrei hef ég heyrt því fleygt, að
hann hafi stundað eða verið vin-
veittur vopnasölu. En það eru
störf, sem hinir austrænu frið-
flytjendur eru önnum kafnir við
þessa stundina í Egyptalandi.
Nei, ég hygg að það sé vítaverð
ónákvæmni í orðavali að bendla
kommúnistum við frið, hvort
heldur þeir eru í Bandaríkjunum
Hins vegar mundi ég óhikað
telja Arthus Miller einlægan
friðarvin. En hefur hann verið
leiddur fyrir rétt, sakaður um
föðurlandssvik í Ameríku? Mér
er ekki kunnugt um það
Aftur á móti er sjálfsagt að
taka fram, þegar rætt er réttra-
far í Bandaríkjunum, að þar hafa
að flestra dómi verið framin
dómsmorð. Dæmi: Sakkó-Van-
settí-málið. Ennfremur hafa marg
ir málsmetandi menn líkt Opþeri-
„í deiglunni.“
heimer-málinu við ofsóknir: ó-
eðlilega hræðslu almennings og
yfirvaldanna við þá, sem einhver
mök hafa við kommúnista. Tala
þessi dæmi vissulega sínu máli
um óheilbrigt ástand í Bandaríkj-
unum. En fjarri fer því, að þau
réttlæti á nokkurn hátt ásakanir
kommúnista: að í valdastólum
þar sitji eingöngu geðbilaðir
menn. Þær ásakanir hafa Arthur
Miller og margir beztu rithöfund
ar Bandaríkjanna, er allir hafa
haldið uppi hlífðarlausri gagn-
sýn iá þverbresti hins ameriska
þjóðfélags, afsannað með lífi sínu
og starfi. Svo djarftur sannleiks-
leitandi sem Arthur Miller fengi
ekki að vinna í landi, sem stjórn-
að er af mannhöturum. En sök-
um hreinskilni Arthurs Millers og
samlanda hans, er á þá hlustað
um allan heim, á meðan að sam-
starfsmenn þeirra í Sovét fá litla
sem enga áheyrn. Bandarískir
rithöfundar gegna nefnilega ekki
því hlutverki að leggja blessun
sína yfir það þjóðfélag, þar sem
þegnarnir eru látnir játa á sig
glæpi, sem þeir síðar fullyrða að
hafa hvergi komið nálægt, eins og
átti sér stað í rússneska lækna-
málinu. Og þetta er sá regin-
munur að vera rithöfundur í
auðvaldslandi eða hirðskáld í
kommúnistaríki.
Okkur hefur verið sagt að
Arthur Miller hafi verið farinn
að íhuga efni ofangreinds leikrits
1938. Og kommúnistar standa á
því fastari fótunum, að þessari
magnþrungnu ádeilu sé fyrst og
fremst stefnt gegn Bandaríkjun-
um.
1938 eru engar Mac Carthy yfir
heyrslur til í Bandaríkjunum.
Þær hófust ekki fyrr en eftir
eftir seinni heimsstyrjöldina.
Hins vegar stóðu yfir 1938 ein-
hver ægilegustu réttarhöld í sögu
mannkynsins — réttarhöld, sem
hver einasti frjálslyndur, hugs-
andi maður varð að taka afstöðu
til: Réttarhöldin í Rússlandi yfir
í deiglimni
(„flokki hægri manna og Ttrytsky
sinna.“
Mér þykir því sennilegt að það
hafi hvatt Miller til að fullgera
þetta verk um galdra, þegar Mac
Carthy tók að beita svipuðum að-
ferðum í heimalandi hans og tíðk
ast í kommúnistaríkjuhum. Sjálf-
ur hefur Miller skrifað skýring-
ar, sem fylgja leikritinu. Þar
segir hann meðal annars: „í
kommúnistaríkjunum hyggja
menn, að sérhver veruleg and-
staða sé runnin undan rifjum Ul-
skeyttra auðvaldssamtaka og í
Ameríku mega þeir, sem ekki eru
skilyrðislaust afturhaldsmenn,
eiga það á hættu að vera sakaðir
um að hafa gert samning við hið
rauða víti.“
Það þarf því ekki litla æfingu
í fölsunum að geta haldið því
fram á prenti eins og leiklistar-
dómarar Þjóðviljans, að þetta
verk sé eingöngu stílað upp á
Bandaríkin.
Eins og áður er vikið að, skýr-
ir leikritið frá löngu liðnum at-
burðum, galdraofsóknum í Salem
í Nýja Englandi 1692. Nokkrar
stelpur ákæra þorpsbúa fyrir að
umgangast illa anda — anda, sem
þeir magni til ódæðisverka. Prest
urinn, sem eigi ósjaldan hefur
ógnað mönnum með djöflinum
vilji hann fá fégræðgi sinni sval-
að, trúir þessum áburði. Honum
fylgir ríkur stjórjarðareigandi.
Sá hagnast á því að nábúar hans
verði sem flestir teknir af lífi.
Guðfræðingur, sem fenginn er til
að rannsaka málið, er einnig á
sömu skoðun. Hann hefur lesið
mikið af ýmsum bókum um
galdra og efast ekki um sann-
leiksgildi þeirra orða. Öndverð-
ur þessum mönnum stendur Jón
Proctor málsvari heilbrigðrar
skynsemi. Hann trúir á guð en
ekki djöfulinn. En enginn má við
margnum. Þar eð allar opinberar
stofnanir eru háðar trúarlegu
valdi hlýtur hann að bíða lægri
hiut. Bætir það ekki úr skák, að
Jón hefur ekki hreint mannorð
ó þeirra tíma mælikvarða.
Óbeygður sem nafn, er framtíð-
in mun heiðra, gengur hann út til
aftökunnar.
★ ★ if
Hliffstæðan við nútímann dylst
engum. í stað hins trúarlega
valds, hefur komið hið pólitíska
ofurvaid, í stað guðsstjórnarríkis-
ins í Boston 1692 hafa komið póli-
tísk einræðisríki, í stað guðs og
djöfulsins hafa komið Bandaríkin
og Rússland.
Og á réttarfari hefur lítil breyt
ing orðið.
í Salem voru þau ákærð fyrir
að hafa gert samning við djúful-
inn. En við rannsókn á þeirri
ákæru er engrar staðfestingar leit
4ð hjá þeim háa herrra, sem
kannski er ekki von.
í Búkharín-réttarhöldunum í
Rússlandi voru þeir félagar
ákærðir fyrir að framkvæma
skipanir óvinar fólksins L.
Trotsky. Við rannsókn á þeirri
ákæru er ekki lagt fram neitt
skjal frá L. Trotsky. Sem sagt
sama atburðarásin.
En persónurnar? Höfum við
horfst í augu við þær? Mætum
við árið 1955 siðferðisprédikur-
um eins og prestinum í Salem-
mönnum, sem lítið eru annað en
hræsni og yfirborðsskapur? Klæð
ast menn enn í dag í svartan kufl
guðfræðingsins Hale og rýna í
bækur, þegar teflt er um örlög
þín og mín?
Við skulum litast um í veröld-
inni: hlusta á orð þeirra er bera
titla umbótamannsins: heimspek-
ingar, verkalýðssinnar, menning-
arvinir og skáld. Menn, sem af
djúpu viti og vel yfirveguðu máli
fella sína dóma. Eiga þeir nokk-
uð skylt með hræsnurunum í
Salem?
VÖRU
Þegar Jean-Paul Sartre, einn
helzti menningarspámaður Vest-
ur-Evrópu, kom úr mánaðar-
ferðalagi frá Ráðstjórnarríkjun-
um, kvað hann upp þann Saló-
monsdóm, að þar fengi hver mað-
ur að njóta sinna gáfna, velja sér
starf við sitt hæfi. Það tók heim-
spekinginn þrjár vikur að kom-
ast að þeirri niðurstöðu. Það
skaðar kannski ekki að geta þess,
að Sóvétlýðveldin telja hátt á
annað hundrað milljón íbúa og
Sartre kunni vart stakt orð f
rússnesku, svo þið getið ímyndað
ykkur hversu ýtarleg þessi rann-
sókn hans á uppeldismálum Rússa
hefur verið. Svo mun það alveg
nýtt fyrirbrigði í sögunni, að
glæpamenn séu góðir barnakenn-
arar. En þessi sami maður Jean,
Paul Sartre, sem hinum fögru
orðum fór um skipulagið hjá
Rússum, hafði áður ásakað korom
únista fyrir hina þyngstu glæpi.
Hver man ekki eftir örlögum
Hugos í Flekkuðum höndum?
Mig furðar ekki, þótt Arthur
Miller líki hinum auðtrúa guð-
fræðing í Salem við hina þrótt-
lit.lu menntamenn Evrópu.
En þetta heitir að vera frjáls-
iyndur vinstri maður og vinna í
þágu verkalýðsins. Er það að hafa
samúð með verkamönnum að
taka höndum saman við þann
stjórnmálaflokk, er hyllir það
þjóðskipulag, þar sem alþýðan
hefur verið svipt almennura
mannréttindum.
Og menningarvinirnir:
Gegn kommúnistum dugar ekk
ert annað en her, segja þeir.
Gegn kommúnistum dugar ekk
ert annað en menning, segi ég.
Og almenn hervæðing er ekki
menning. Þvert á móti er hér van-
máttur og hræðsla. En hrein-
skilni, sannleiksþrá og góðvild,
það er óbugandi afl. Þess vegna
mun Kristur verða Hitler og
Stalín yfirsterkari, þegar til
lengdar lætur. Og þess vegna álít
ég að almenn hervæðing sé ekki
rétta leiðin til fegurra mannlífs.
Komum við þá þar að lokum
sem Jón Proctor stendur í sínum
fámenna hópi. Hverjir halda
uppi merki hans í dag? Hver lít-
ur ekki fyrst á sinn akur eða eyk,
þegar blóð bróður hans hrópar &
réttlæti?
Hvað gera andansmennirnlr?
Böisýnismenn eins og Heming-
way og Faulkner, mannhatarar
eins og Kiljan og Brecht, fjar-
stæðudýrkendur eins og Camus
og Sartre — hvaða réttlæti em
þeir að verja?
Var Jón Proctor vonlaus, ill-
gjarn eða myrkur í máli?
Nei, það er ekki um auðugan
garð að gresja hjá skáldum og
rithöfundum. Svo talið þi3,
kommúnistar, um trúarofstæki og
miðaldamyrkur en minnist ekki
á hið andlega hrun nútímans —
verk, sém þið getið flestum frem-
ur hælt ykkur af. Það hlýtur þvi
að vera gleðiefni öllum frjálslynd
um mönnum að upp skuli risinn
maður með eins sterka rödd og
hreina og Arthur Miller.
Hilmar Jónsson.
Keglusöm, róleg kona óskar
eftir lítllli
sér íbúð
Fyrirframgreiðsla. Góð ráðs
konustaðu kænii einnig tit
greina. Tilb. sendist Mbt.,
merkt: „Áramót — 979“.
Forstofuherbergi
til leigu nú þegar. —
Hofsvallagötu 55.
A BEZT ÁÐ AUGLÝSA ±
W t MORGUNBLAÐINU V