Morgunblaðið - 03.01.1956, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIB
Þíiðjudagur 3. janúar Í95ð
ANNA KRISTÍN
EFTIR LALLI KNUTSEN
2C
Framh'aldssagan 39
hingað. Og það get ég sagt yður,
jómfrú, að ef hún kemur, er ekki
verra að hafa prest á heimilinu.
Hún er áreiðanlega í ætt við
fjandann sjálfan. Þar með var
hann sofnaður.
Éð stóð stundarkorn og virti
hann fyrir mér. Svo slökkti ég
ijósið. Niðri í gangi stóð Lárus
Og beið eftir mér. Hann hafði
íekið af sér skinnhúfuna og
bjarminn frá ósandi lýsisluktinni
lék um svart hár hans.
— Hvers vegna fórstu ekki inn
í stofu eins og ég sagði þér? Þú
ert þreyttur og kaidur.
— Það sæmir ekki vinnumanni
að gera slíkt, sagði hann og brosti
sínu fallegasta brosi.
Ég varð gröm. f hvert skipti
sem ég sá Lárus fann ég að hon-
um hæfði betur æðri staða en
vinnumannsstaðan. Hinn góði
líkamsvöxtur hans, léttar og ör-
uggar hreyfingarnar, fyrirmann-
legur svipurinn og svart hárið,
' allt þetta mælti í móti því að
hann bæri þjóns klæði.
—Komdu, sagði ég og gekk á und
an honum inn. Ég helti víni í
bikar, rétti honum hann og sagði.
Segðu mér nú hvar þú fannst
þennan mann og hver hann er.
— Það er fljótsagt, svaraði
hann. Pabbi vissi að Katja var
væntanleg. Hann sendi míg af
stað til að leita að henni, því að
hann þóttist vita að hún rataði
ekki í þessu veðri.
; — Er Katja virkilega komin?
greip ég fram í. Ef nokkur gæti
hjálpað systur minni til heilsu,
þá var það Katja.
— Já, hún liggur í Hlíð hjá
Ingunni. Hún komst ekki lengra.
: Við fórum tveir að leita, sonur
Ingunnar og ég. Okkur bar fljótt
i yfir, því við vorum á skíðum.
; Skammt fyrir sunnan Hlíð rák-
; umst við á manninn. Hann staul-
: aðist áfram með veikum burð-
j um óg teymdi hestinn. Hann var
; alveg að þrotum kommn, en gat
| þó sagt okkur að Katja væri í
; sleðanum, sem hann hafði orðið
; að skilja eftir á leiðinni. Við lét-
um hann biða á meðan við náð-
um í Kötju. Hún v'ar aðfram-
komin.
Magisterinn, sem setið hafði í
stofunni og lesið, blandaði sér nú
allt í einu í samræðurnar.
— Manneskja eins og hún, gefa
nú ekki upp andann fyrr en í
síðustu lög, sagði hann þurrlega.
Brosi brá fyrir andiit Lárusar.
— Ætli Katja sé nú eins merki.
; leg og margur vill láta, sagði
hann. Að minnsta kosti virtist
hún vera langt leidd þegar við
: fundum hana. Hún hafði yfirgef-
ið sleðann og gengið af stað, en
uppgefist, og iá í snjónum þegar
okkur bar að. Við fluttum hana
heim að Hlíð, en maðurinn vildi
óður og uppvægur komast hingað,
, svo við urðum að halda áfram
; ferðinni.
— Hann var hvorki í ferða-
frakka né með almennilega húfu,
sagði ég ásakandi. Hvað æ.tli
Ebbe Carstensson hugsi að senda
manninn svona af stað? Lárus
hló kankvíslega.
— Fyrst og fremst hefir hann
víst viljað losna við hann af sínu
heiniili. Hann hefir verið hjá
Carstensson í allan vetur og var
farinn að þreyta systkinin, eða
svo er mér sagt. Skmnkápu, og
önnur ferðaföt, hefir Carstens-
son útbúið hann með, því ég sá
það á sleðanum. Honum hefir
líklega fundist að léttara yrði að
ganga frakkalaus. Hann er ekki
vanur vetrarveðrinu í Noregi.
— Biddu stúlkurnar að búa upp
rúm handa þér, Lárus, sagði ég.
Þú verður hér í nótt. Fáðu þér
!svo að borða áður en þú háttar.
— Ég fer heim, sagði hann
þurrlega. Faðir minn væntir mín.
Hann var horfinn út um dyrnar
áður en mér gafst t.ími til and-
mæla. Svo heyrði ég að hann
itók skíðin sín, sem staðið höfðu
' við útidyrnar.
1 — Það er furðulegt þrek, sem
þessir bændur hafa, sagði magist-
erinn hægiátlega og tók skarið
af kertinu.
Ég kinnkaði kolli. Þó voru
hugsanir mínar ekki hjá Lárusi.
' — Ég er að fara upp og vitja
um sjúklinginn, sagði ég. Góða
nótt, magister, — Góða nótt, sagði
hann annars hugar og rýndi ofan
í bókina.
| Áður en ég fór inn til systur
' minnar leit ég inn í jómfrúr-
herbergið. Hann svaf, Hann lá á
bakinu og andaði reglulega.
Hörundslitur hans var orðinn
eðlilegur. Nátttreyja ívars var
opin í hálsinn og ég sá að bringa
hans var hvít og hárlaus. Dökkir
baugar voru undir augunum og
fallegar hendur hans voru hálf-
opnar og fingurnir lítið eitt
krepptir. Mér datt ósjálfrátt í
hug hendur Randulfs, þegar við
ívar stóðum yfir honum í rjóðr-
inu, og það fór hrollur um mig.
En andlitið minnti ekki á Rand-
ulf. Svipurinn var harðlegur og
karlmannlegur. Um varir hans
lék örlítið bros, sem gaf til kynna
að viðkvæmni mundi þó búa í
þessum manni. Það var ekki fyrr
en seint um kvöldið að ég mundi
eftir því að ég hafði fengið bréf
frá Ebbe.
23. KAFLI
Það leið nokkur tími þar til
hann mátti klæðast. en honum
tókst ótrúlega fljótt að kynnast
okkur. Strax og hann hresstist
bað hann um að hafa einhvern
hjá sér. Og þar sem Katja var nú
komin, og farin að hjúkra systur
minni, og fvar dvaldi hjá Gynt-
er, þá varð það úr að ég tók rokk
inn minn eða saumana og sat hjá
honum. En hann þoldi ekki rokk-
hljóðið. Honum þótti bezt þegar
við gátum talað saman 1 kyrrð
og næði. En hann var örlyndur
og við höfðum ólíkar skoðanir á
mörgu og deildum oft.
Daginn eftir að hann kom að
Mæri varð ég þess vísari að hann
var af þýzkum ættum eins og
Ebbe og hafði átt að vera her-
maður, eins og forfeður hans
höfðu verið, mann fram af manni.
En hann var rekinn ungur úr
hernum fyrir þær sakir að hann
strauk með höfuðsmannsfrú
nokkurri og særði eiginmann
hennar við það tækifærí. Seinna
yfirgaf hann náttúrlega frúna.
Ættingjar hans björguðu hon-
um frá frekari hneisu og sendu
hann í prestaskóla.
Árið sem hann útskrifaðist það-
an nam hann á brott unga greifa-
dóttur, sem bjó í nágrenni við
hann. Greifinn elti bau og náði
þeim. Enn komu ættingjarnir til
skjalanna og útveguðu honum af-
skekkt prestakall til að losna við
hann. Þar eyddi hann tímanum
í að drekka með bændunum, spila
við þá og leika sér að dætrum
þeirra. Hann missti kallið.
f þriðja og síðasta sinn brugðu |
skyldmenni hans við til hjálpar.)
Nú var honn orðinn prestur við 1
Þrándarneskirkju nyrst í Noregi,
og var á leið þangað er hann
lenti í hrakningunum.
— Lengra komu þeir mér ekki,
sagði hann og hló.
— Þér endist ekki til að vera
Kötturinii og músin
4
Þú hýrist hér heima, í gráa vaðmálskjólnum þínum, allan
guðslangan daginn og kemur aldrei út undir bert loft.“
Meðan kötturinn var að heiman, gerði músin hreint í
húsinu, hátt og lágt. En kötturinn laumaðist út í kirkju og
sleikti upp allt flotið.
„Sannarlega líður manni vel, þegar allt er uppétið,“ taut-
aði hann við sjálfan sig og kom ekki heim fyrr en um mið-
nætti og var þá alveg sprengsaddur.
Músin spurði hann, um leið og hann kom inn úr dyrunum,
hvað þetta barn hefði verið skírt.
„Ég er hræddur um, að þér muni þykja nafnið skrítið,"
svaraði kötturinn. „Strákurinn var látinn heita Albúinn.“ j
„Albúinn,“ át músin eftir honum.
„Það nafn hef ég aldrei nokkum tíma séð á prenti. Hvað
þýðir það?“
Kötturinn nennti ekki að svara henni, svo að hún fór að
búa um sig og lagðist til svefns.
Nú var kettinum ekki boðið oftar í skírnarveizlur. Og
þegar komið var fram á vetur og þrengjast fór í búi hjá
þeim, hugsaði músin til vetrarforðans og sagði við köttinn:
„Við skulum fara og sækja flotið, sem við eigum geymt
í kirkjunni, — ég hlakka til að smakka á því.“
„Ekki efa ég það,“ svaraði kötturinn. „En mér er nær
að halda, að það verði líkt á bragðið og þegar maður rekur
tunguna út um gluggann."
Þau fóru n útil kirkjunnar og fundu að vísu krukkuna,
en auðvitað var hún tóm. Aumingja músin fór nú að væla:
„Nú skil ég, hvernig í öllu liggur. Nú kemur það á daginn,
hversu tryggur vinur þú hefur verið mér. Þú hefur verið að
gæða þér á vetrarforðanum okkar í hvert sinn, sem þú
hefur þótzt vera boðinn í skímarveizlu. fyrst skáninni, svo
helmingnum og síðast....“
„Viltu gera svo vel að halda munni,“ sagði kötturinn. „Ef
þú segir eitt einasta orð meira, skal ég éta þig.“
Og með þessum ummælum stökk kötturinn á músina og
át hana. — Svona er heimurinn.
Sögulok.
Unglinga
vantar til að bera blaðið til kaupenda
víðsvegar um bæinn
JpÉlorguwMafcið
H. F, EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AÐALFIJIMDUR
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður
haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavik,
laugardaginn 9. júní 1956 og hefst kl. 1,30 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstil-
höguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum
fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar end-
urskoðaða rekstursreikninga til 31. desember
1955 og efnahagsreikning með athugasemdum
endurskoðenda, svörum stjórnarir.nar og til-
lögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um
skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í
stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt sam-
þykktum félagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er
frá fer, og eins varaendurskoðanda
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félags-
ins.
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,
sem upp kunna að vera borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða,
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf-
um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins
í Reykjavík, dagana 5.—7. júní næstkomandi. Menr geta
fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn
á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að
ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrif-
stofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10
dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 30. maí 1956.
Reykjavík, 28. desember 1955.
STJÓRNIN
Ungur maður
vanur skrifstofustörfum getur fengið atvinnu hjá stóru
fyrirtæki nú þegar. Umsóknir ásamt mynd og upplýsing-
um um fyrri störf, sendist afgr. Mbl fyrir næstu helgi,
merkt: „Strax“.
Handavivinunámskeið
Byrja næsta handavinnunámskeið 16. þ. m. Kenni
fjölfcreyttan útsaum. Einnig að hekla, orkera, gimba,
prjóna, kúnststoppa o. fl. — Áteiknuð verkefni fyrir-
liggjandi. — Allar nánari uppl. kl. 2—7 e. h.
Ólína Jónsdóttir handavinnukennari
Bjarnastíg 7 — Sími 3196
4ra herb. íbuðarhæð
á bezta stað í Austurbænum, hitaveitusvæði. er til sölu.
Rannvcig Þorsteinsdóttir
Fasteignasala — Norðurstíg 7, sími 82960
Afgreiðslustarf
Ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax.
Uppl. í síma 80365, kl. 1—3 í dag.
Ennfremur vantar stúlku í formiðdag.
Uppl. í sama síma.