Morgunblaðið - 09.03.1956, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 9. marz 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlancU.
í lausasölu 1 króna eintakið.
Aldrei meiri framfarir en siðan
áhrif Sjálfstæðisflokksins jukust
Þ A Ð getur naumast valdið
ágreiningi, að aldrei hafa orðið
meiri íramfarir á íslandi en s. 1.
17 ár. Aldrei hafa jafn mörg og
raunhæf spor verið stigin til þess
að bæta lífskjör þjóðarinnar og
einmitt á þessu tímabili. Á bók-
staflega öllum sviðum hefur að-
staða almennings í lífsbaráttunni
verið bætt
Þetta getur hver einasti full-
orðinn karl og kona í landinu
staðreynt með því að bera sam-
an kjör sín á árunum milli 1930
og 1939 annars vegar og aðstöðu
sína nú hins vegar.
Húsakynni fólksins hafa batn-
að, daglegur viðurgerningur orð-
ið allt annar og betri, klæðnað-
ur og öll aðbúð stórbatnað. Þjóð-
inni líður líkamlega og andlega
betur í dag en nokkru sinni fyrr.
Atvinnuvegir hennar eiga betri,
stórvirkari og fullkomnari tæki,
skólar landsmanna og heilbrigðis
stofnanir eru fleiri og fullkomn-
ari og víðtækt kerfi almanna-
trygginga 'léttir þeim lífsbarátt-
una, sem sjúkdómar, slys eða
elli sækja á.
Staðreyndirnar um
starf Sjálfstæðis-
flokksins
Hinar miklu umbætur, sem
gerzt hafa í lífi íslendinga s. 1.
17 ár sýna greinilegast, hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hag-
að starfi sínu. Fram til ársins
1939 var flokkurinn nær óslitið
í stjórnarandstöðu. Svokölluð
„vinstri stjórn“ Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins fór
með völd á árunum 1934—1939.
Fólkinu var þá sagt, að „allt væri
betra en íhaldið". Þess vegna
yrði umfram allt að halda Sjálf-
stæðisflokknum einöngruðum ut-
an við stjórn landsins.
En árið 1939 gáfust „vinstri
flokkarnir" upp á að stjórna ís-
landi. Þeir komu til Sjálfstæðis-
flokksins og báðu hann ásjár.
Gengi krónunnar var þá fallið,
atvinnutækin í aumustu niður-
lægingu og atvinnuleysi þjarm-
aði að þúsundum heimila um allt
land.
Þannig lék hin fyrst vinstri
stjórn íslenzkan almenning.
Sjálfstæðismenn urðu við
hjálparbeiðni Framsóknar og Al-
þýðuflokksins. Þeir tóku sæti í
ríkisstjórn með þessum flokkum,
sem svo ríka áherzlu höfðu lagt
á að boða þjóðinni róginn um
Sjálfstæðisflokkinn, fjandskap
hans gegn öllum umbótum og
batnandi lífskjörum alþýðu
manna.
Síðan he%r Sjálfstæðisflokk
urinn verið nær óslitið í ríkis
stjóm. Og verkin sýna merk
in. Aldrei hafa framfarir orð-
ið örari á íslandi, aldrei hef j
ur meira verið hugsað um það
að rétta hlut þeirra, sem erfið-
asta aðstöðu hafa átt í lífs
baráttunhi, aldrei hefur upp
bygging hins íslenzka þjóð-
félags á öllum sviðum verið
örarL Hvemig gæti þessi
þróun hafa gerst ef stærsti
flokkur þjóðarinnar og sá, sem
áhrifamestur hefur verið um
stjórn Iandsins, hefði hugsað
um það eitt að gera „hina ríku
r'**5>ri og hiná fátæku fátæk-
ari“?
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Slnj^nzt i^ir jáuatjatcli^
Nei, það hefði ekki getað
gerst.
þetta sannar á ótvíræðan hátt,
hversu gersamlega fráleitur sá
áróður andstæðinga Sjálfstæðis-
flokksins er, að Sjálfstæðismenn
séu dragbítar á framfarasókn
íslendinga. Hver einasti hugsandi
og vitiborinn maður sér af reynsl-
unni, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið hið mikla uppbygg-
ingarafl í íslenzku þjóðlífi.
Gleggsta dæmið
Gleggsta dæmið um hina giftu-
drjúgu íorystu Sjálfstæðismanna
og raunhæfa umbótastefnu þeirra
er e. t. v. stjórn þeirra á höfuð-
borginni Þar hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn ráðið einn í skjóli
öruggs trausts fólksins í öllum
stéttum bæjarfélagsins.
Og hvernig hefur honum farn-
ast þessi stjórn, hver er dómur
almennings í Reykjavík yfir
henni?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
stjórnað Reykjavík þannig, að
hvergi á landinu hefur eins mik-
ið verið gert til þess að bæta að-
stöðu fólksins í lífsbaráttunni,
hvergi hafa jafn stórstígar um-
bætur verið unnar og nvergi hef-
ur verið haldið á opinberum
fjárreiðum af meiri ábyrgðartil-
finningu og regiusemi.
í stjórn Sjálfstæðismanna í
Reykjavík hefur haldist í
hendur frjálslynd uppbygg-
ingarstefna og skilningur á
þörfum fólksins annars vegar
og ábyrg fjármálastefna hins
vegar.
Þetta hefur almennmgur í bæn-
um viðurkennt með því að fylkja
sér um Sjálfstæðissteínuna ára-
tug eftir áratug.
Fólkið sér í geimum
blekkingamoldviðrið
Þegar ofangreindar staðreynd-
ir hafa verið rifjaðar upp er
óhætt að fullyrða, að almenn-
ingur landinu sjái í gegn um
það blekkingamoldv'ðri, sem
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa þyrlað upp um starf hans
og stefnu. Fólkið dæmir af sinni
eigin reynslu, lítur í kring um sig
og sér og finnur, hvernig aðstaða
þess hefur batnað með vaxandi
áhrifum Sjálfstæðisflokksins.
Það er vegna þess, að almenn-
ingur á íslandi byggir afstöðu
sína tii manna og málefna á
heilbrigðri dómgreind sjálfs sín
sem Sjálfstæðisflokkurinn er
langsamlega stærsti flokkur þjóð
arinnar og er nú í öruggum
vexti. Og það er athyglisvert,
að á sama tíma, sem blað Fram-
sóknarflokksins líkir Sjálfstæðis
mönnum við glæpalýð Suður-
Ameríku lýsir það því hiklaust
yfir að hugsanlegt sé að Sjálf-
stæðisflokkurinn vinni 10 kjör-
dæmi af Framsóknarmonnum við
næstu kosningar.
Ekkert sýnir betur en þetta,
að Tímamenn trúa ekki sjálf-
ir einiu orði af rógi sínum um
Sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðisflokkuririn mun
halda uppbyggingarstarfi sínu.
áfram. f því starfi beiðist
hann liðs allra þjóðhollra ís-.
Iendinga.
• NÝLEGA fékk Tom Reedy,
fréttamaður Associated Press
í Berlín, vegabréfsáritun til viku
dvalar í Tékkóslóvakíu. Hann er
fyrsti fréttamaður Associated
Press, sem heimsótt hefur Tékkó-
slóvakíu, síðan William N. Oatis
var handtekinn þar í landi árið
1950 — og sakaður um njósnir.
Fyrir nokkru birtist í riorsku
blaði einn af pistlum þeim, er
hann skrifaði um dvölina austan
Tjaldsins — og birtist greinin hér
— stytt í þýðingunni.
★ ★ ★
® VESTRÆNIR sendimenn í
Prag eru alltaf orðvarir í
símtölum, því að það hefur vitn-
azt, að tékkneska leynilögreglan
hefur komið fyrir sjálfvirkum
upptökutækjum í sambandi við
síma erlendra manna. Upptöku-
tækin sjálf hafa aldrei fundizt í
bústöðum útlendinga, en útbún-
aður sá, sem setur þau af stað
— þegar síminn er í notkun —
hefur t. d. fundizt í símatækjum
í bandaríska sendiráðinu í
Moskvu.
Ferðamönnum, sem til landsins
koma eru fengin tékknesku hegn-
ingarlögin, og mikil áherzla er
lögð á að menn kynni sér þau.
Þetta á ekki hvað sízt við um
blaðamenn. Þar er til dæmis bann
að flytja fréttir, sem ekki eru
komnar beint frá því opinbera
Allt annað er talið ríkisleyndar-
mál — svo sem peningaveltan,
efnahagsástandið, uppfinningar,
og fleira slíkt, sem ríkisstjórnin
hefur ákveðið að ekki skuli látið
uppi.
★ ★ ★
• EF bifreið er stöðvuð fyrir
utan íbúðarhús, eru viðbrögð
fólksins eins og á Vesturlöndum
fyrir 50 árum, þegar símskeyti
barst, því á þeim tíma sendu
menn ekki skeyti, nema að eitt-
hvað sérstakt lægi við Alþjóða-
hótelið „Alcron“, sem öllum út-
lendingum er vísað til, er þrung-
ið sama andrúmslofti. Fólk þor-
ir þar vart að tala saman, ekki
einu sinni yfir matborðinu.
Miklu meira ber á þessum
drunga í Prag en í A-Þýzkalandi
og Póllandi. Kunnugir sendimenn
erlendra ríkja í borginni hafa
sagt, að tékkneska hegningarlög-
gjöfin sé miklu strangari en í
öðrum leppríkjum Rússa. Sagt
er, að handtaka og ákærurnar á
William N. Oatis hafi haft varan
leg áhrif í landinu. Tékkneska
lögreglan efnir oft til aðgerða,
sem miðaðar eru að því að við-
halda þessum áhrifum. Allir
Tékkar, sem vinna við erlend
sendiráð gefa leynilögreglunni
allar upplýsingar, sem þeir kom-
ast yfir. Þetta vita allir, en er-
lendir sendifulltrúar geta ekki
komizt af án innle-ndra starfs-
manna, svo að ekkert er hægt
við þessu að gera.
VeU andi ibriiar:
H
Þröngt í búi.
ÚSMÓÐIR“ veltir fyrir sér
sm j örskortinum:
„Nú er þröngt í búi, hvergi
hægt að fá rjómabússmjör,
hversu mikið fé, sem í boði er.
Nú er aðeins á boðstólum böggla-
smjörið svokallaða, sem er mjög
misjafnt að gæðum, og má segja,
að í því efni kaupi menn köttinn
í sekknum.
Ég hefi verið að velta því fyrir
mér, hvort engar leiðir séu til að
bæta ofurlítið úr smjörskortin-
um, svo að menn geti við og við
fengið sér rjómabússmjörklípu
ofan á brauðið. Smjörlíki er ekki
bragðgott og heldur leiðigjörn
fæða, og því er ekki að leyna, að
bögglasmjörið er oft og tíðum
þrátt.
Mér hefir ekki virzt skortur á
rjóma hér í bæ, jafnvel ekki
meðan á mjólkurskömmtuninni
stóð i vetur. Væri ekki mögulegt
að draga nokkuð úr rjómasöl-
unni og nota rjómann til smjör-
gerðar? Það er betra að láta sig
vanta rjómann og fá ofurlítið
smjör.
Annað er það, sem mig lang-
ar til að geta um í þessu sam-
bandi. Mér finnst furðulega lítill
verðmunur á bögglasmjörinu og
rjúmabússmjörinu — 1 kg af
bögglasmjöri kostar 55,20 kr., en
sama magn af rjómabússmjöri
58,10 kr. Er það mín skoðun, að
bögglasmjörið mætti vera mun
ódýrara."
,Ur
Gluggagægjur og heil-
brigð fræðsla.
NG íþróttakona" hefir skrif-
að mér og fjallar bréf henn-
ar um vandamál, er lýtur að upp-
eldi unglinga:
„Ég hefi gert mikið af því að
stunda íþróttir ýmiss konar og
hefi tekið þátt i æfingum í vel
flestum íþróttahúsum bæjarins.
Hvar sem ég hefi komið í iþrótta-
hús, hefi ég orðið vör við þá
furðulegu staðréynd, að varla er
vært í kvennaklefunum sökum
þess, að ungir drengir á aldrin-
um 9—14 ára — á að gizka —
þyrpast á gluggana. Hefir víðast
hvar kveðið svo mikið að þessu,
að varla er hægt að afklæðast og
íklæðast þar með góðu móti. Svo
langt hefir þetta gengið, að hafi
gluggarnir verið ógagnsæir, hef-
ir það komið fyrir, að drengirnir
hafa brotið gluggana til að geta
gægzt inn. Aðeins einu sinni
hefi ég staðið fullorðinn mann að
slíku athæfi. Gripum við stúlk-
urnar, er staddar vorum þá í
íþróttahúsinu, til þess ráSs,
að hringja í lögregluna, en
er hún kom á staðinn, var
fuglinn floginn, og ekki hægt
að hafa hendur í hári hans. —
Verð ég þó að viðurkenna,
að sú staðreynd, að einn fullorð-
inn maður gerði sig sekan um svo
óháttvíst framferði, gerði mig
forviða.
Hvers má þá vænta af ungling-
unum? Vissulega er mér ljóst, að
þessi forvitni unglinganna má
teljast „eðlileg“ i vissum skiln-
ingi þess orð. Hún ber samt sorg-
legan vott um, að allri fræðslu
unglinga er átakanlega áfátt
hvað varðar líkams- og líffæra-
fræði. Hefi ég marga for-
eldra grunaða um að svíkj-
ast undan merkjum og láta
slíka fræðslu liggja í lág-
inni, enda er það vandasamt verk
— en nauðsynlegt þó — að fræða
unglinga um þessi efni í samræmi
við broska þeirra og aldur.
Mig langar til að benda for-
eldrum á, að hollara er fyrir
börnin að fræðast um þessa hluti
heima fyrir en af gluggagægjum
hér og þar. Eigi foreldrarnir erfitt
með að hefja máls á því við
börnin, mundi ég telja heppilefft
að hafa heilsu- eða likamsfræði
við hendina og útskýra bvggingu
msnnslíkamans — einfaldlega og
skýrt.“
<í)
Þaðan er góðs
von, sem gott
er fyrir.
Stóra líkneskjan af Stalín hefur
sett svip sinn á borgina. Hvað
verður nú gert við hana? Skipt
um haus?
Allir Tékkar virðast vera sam-
mála um það, að þeir fái að vera
í friði, ef þeir framfylgi kröfum
stjórnarvaldanna — og það er
öllum fyrir mestu.
1 ★ ★ ★
• ENGAR takmarkanir voru
mér settar í ferðinni, og bauð ut-
anríkisráðuneytið mér meira að
segja við og við hjálp — og virt-
ist hafa mikinn áhuga á, að ég
tæki mér tékkneskan túlk.
Ástandið í landinu neyðir alla til
þess að sýna meiri varkárni en
öryggislögreglan í mörgum til-
fellum krefst. Nefna má sem
dæmi, að sendiráðin, sem fá all-
ar sínar nauðsynjar sendar frá
heimalandinu, láta innsigla hvern
einasta böggul um leið og hann
kemur inn fyrir tékknesku landa
mærin, til þess að koma í veg
fyrir, að innihaldi þeirra verði
stolið — og það lendi á svörtum
markaði.
Allt almúgafólk, verkamenn,
bændur og hermenn, eru mjög
varkárir í allri daglegri fram-
komu, og jafnvel meðlimir komm
únistaflokksins virðast alltaf vera
hræddir við eitthvað. Stjóm
hverrar flokksdeildar getur með
einfaldri atkvæðagreiðslu úr-
skurðað, að Pétur eða Páll hafi
gleymt sínum flokkslegu skyld-
um — og í slíku tilfelli hefur við-
komandi tryggt sér vist og at-
vinnu í einhverri námunni.
hlandsmétið í hand-
knailíeik hefs! í
MEISTARAMÓT ÍSLANDS í
handkncttleik hefst í kvöld. Taka
9 félög þátt í mótinu og hið 10.
sem gestur. Mótið fer fram að
Hálogalandi og lýkur hinn 25.
marz n. k.
Setningi mótsins fer fram kl. 8
í kvöld. Flutt verður setningar-
ræða, eh þá leika í 3, fl. Ármann
og Þrótfur. í mfeistaraflokki karla
verða fveir i leikir: Ármann . gegn
Fram og Víkingur gegn F. H. —