Morgunblaðið - 09.03.1956, Blaðsíða 1
16 síður
4$. árgangiu
58. tbl. — Föstudagur 9. marz 1956
Prentsmiðja Morgunhlaðsin*
Engin fyria
þóff hann sé
svarfsýnn
BLAÐ pínulitla flokksins kemst
fyrir skömmu þaimig að orði,
að svartsýni og vonleysi móti
nú íslenzkt þjóðlíf.
Mörgum mun finnast það
eðlilegt, að Alþýðuflokkurinn
og málgagn hans sé um þessar
mundir svartsýnt. Flokkurinn
hangir á horriminni. Hann
hefur gpfið unp alía von um
sjálfstæða tilveru og setur allt
sitt traust á pilsíaida Fram-
sóknar. íslenzka þ.ióðin veit
hins vegar að hún býr nú við
almennari velmenm en
nokkru sinni fyrr í sögu sinni.
Nokkrum hluta hennar hefur
hins vegar orðið það á, að láta
kommúnista hafa sig til ógæfu
verka gagnvart bjargræðis-
vegum hennar. Þess vegna
hefur orðið að gera ráðstafan-
ir til þess að hindra stöðvun
bátaflota og togara. Þess
vegna hefur orðið að ieggja á
nýja skatta til þess að rétta
hlut framleiðslunnar, sem er
mæniásinn í öUu þjóðfélags-
starfinu. Kommiinistar og
fylgilið þeirra í Alþýðuflokkn
um ber ábyrgð á þessum nýju .
sköttum.
ENGIR þeirra erfiðleika, sem hið
lánlausa atferli hinna sósíal-
isku flokka hefur leitt yfir
þjóðina þurfa þó að hindra
framfarasókn hennar til fram-
búðar, ef hún aðeins snýst
gegn þeim af manndómi og
festu, íslenzka þjóðin getur
því horft vonglöð móti fram-
tíðinni, ef hún aðeins er sjálfri
sér trú og eyðir áhrifum
þeirra upplausnarafla, sem
hrundu dýrt'öarskriðunni á
stað með verkföllunum á s.l.
ári.
Aldrei hefur meira verið
gert til þess en siðan Sjálf-
stæðisflokkurinn komst til
valda og áhrifa í stjóm lands-
ins að bæta aðst.öðu fólksins í
lífsbaráttunni. Þess vegna líð-
ur íslendingum í dag betur en
nokkru sinni fyrr. Saga sið-
ustu 17 ára sannar, að undir
forystu Sjálfstæðismanna hef-
ur meira verið gert til þess
að bæta úr húsnæðisskortin-
um, virkja ár og fossa, bæta
samgöngur, efla atvinnuveg-
ina, bæta menntunar- og heil-
brigðisskilyrði og hagnýta
auðlindir landsins, en nokkru
sinni fyrr.
ÞETTA eru spor hinnar víðsýnu
framkvæmdastefnu Siálfstæð-
isflokksins. Ef áhrifa sjálf-
stæðisstefnunnar heldur áfram
að gæta í stjórn Iandsins get-
ur þjóðin horft hjartsýn fram
á veginn. Ef hin sósíaliska
niðurrifsstefna, sem kommún-
istar og fylgilið þeirra berst
fyrir nær hins vegar auknum
áhrifum er ástæða til svart-
sýni. En íslendingar munu
velja hina raunsæju fram-
kvæmdastefnu. Dýrt:ðar- og
verðbólgustefna kommúnista
og Alþýðuflokksins verður
vegin og léttvæg fundin.
T\ ær flugvélar
Vlollet fer
fram á aukin
völd
París 8. marz.
ÖRLÖG Frakklands eru háð Al-
sír — og brýn nauðsyn ber til
þess, að Mollet fái völd, sem gera
honum kleift að koma á friði og
ró í Alsír — sagði hinn nýskip-
aði Alsírmálaráðherra, Lacosta,
í franska þinginu í dag. Þingið
hóf í dag umræður um frumvarp
stjórnarinnar um Alsírmál, og
fer hún þar fram á aukin völd
til þess að koma á nauðsynlegum
umbótum í landinu, sem gætu í
framtíðinni grundvallað frið.
Mollet mun gera það að frá-
fararatriði, ef frumvarpið verður
fellt, en ekki er búizt við að
þingið felli það, þar eð bráða
nauðsyn ber til þess að koma á
ró og friði í Alsír — og öll töf
gæti orðið dýrkeypt Frökkum.
Búast má við að atkvæðagreiðsla
um frumvarpið fari fram á þriðju
daginn.
NORÐMENN
gæta RÚSSANNA
KRISTJÁNSSUND, 8. marz —
í dag var slæmt veður á síldar-
miðunum fyrir utan Kristjáns-
sand. Var þungt í sjóinn og
skyggni lítið. Flugvél frá sjó-
hernum flaug yfir veiðisvæðið,
og sögðu flugmennirnir, að
skyggni væri sums staðar ekki
nema 120—150 metrar. Voru þeir
að gæta rússnesku síldveiðiskip
anna, og reyndist mjög erfitt að
finna þau. Þegar þeir að lokum
komu auga á flotann var hann á
leið til hafs.
Vilja halda
LONDON, 8. marz — í dag bárust
brezku stjórninni tilmæli frá
stjórn Jórdaníu — þess efnis, að
hún endurskoðaði ákvörðun sína
þess efnis, að kveðja heim 15
brezka liðsforingja í Arabaher-;
deildinni í Jórdaníu. Fréttarit-1
arar í lórdaníu segja, að álitið
sé, að nokkrir háttsettir menn í
Arabaherdeildinni hali haft í
hótunum við Hussein Pasha. Er
sagt að þeir hafi hótað Hussein j
að steypa honum af stóli ef hann [
viki Glubb ekki úr embætti. Svo;
mikið er víst að konungurinn
tók ákvörðun þessa án þess að
ráðfæra sig við stjórnina, og mun
brottvikning Glubbs nafa komið
mjög flatt upp á hana.
Umfangsmikið njósnamál
fyrir rétti ■ París
Þekktir stjórnmálamfciin koma fram
sem vitni í málinu
París.
SIÐASTL. miðvikudag kom
njósnamál fyrir rétt í Rétt-
arhöllinni í París. Er njósnamál
þetta mjög umfangsmikið og hef-
ur því verið jafnað við Mata
Hari-málið, er franskir dómstól-
ar fjölluðu um fyrir 39 árum
síðan.
Mál það, sem nú er á döfinni,
vakti gíi'urlega athygli um gjör-
vallt Frakkland á sinum tíma —
í september 1954 — og varð tiÞ
þess að veikja mjög trú manna
á stjórnmálamönnum. Fjöldi
þektra stjórnmálamanna — þ. á.
m. Pierre Mendes-France, Geor-
ges Bidault, René Pleven og
KAIRO, 8. marz — Hussein
Jórdaníukonungi hefur borizt
persónulegt bréf frá Nasser for-
sætisráðherra Egyptalands. Full-
trúar Egypta, Sýrlands og Saudi-
Arabíu sitja nú fund í Kairó, og
ætlað er að Nasser hafi boðið
Jórdaníu í bréfinu til Husseins,
að senda fulltrúa til þessarar
ráðstefnu. Arabaríkin eru þess
mjög hvetjandi að Jórdanía slíti
vináttu sinni við Bretland, og
sameinist samtökum Arabaríkj-
anna. Arabaríkin hafa m. a. boð-
ið Jórdönum fjárhagslegan stuðn
ing, ef Bretar svipta þá fjárhags-
aðstoð.
farast
SARDINA, 8. marz ■— Síðdegis
í dag hófst víðtæk skipulögð leit
flugvéla og skipa að tveim brezk-
um flugvélum úr sjóhemum, sem
fórust : dag skammt suð-vestur
af strönd Sardina. Ekki er búizt
við að áhafnirnar hafi komizí
lífs af.
Gangskör þarf að gera
að innheimtu ríkisins
Umræður á Alþingi um ríkisreikninga
RÍKISREIKNINGARNIR fyr-
ir árið 1953 eru nú til um-
ræðu og samþykktar á Al-
þingi. Hafa endurskoðunar-
menn gert athugasemdir við
ýmsar greinar reikningsins.
M.a. hafa þeir gagnrýnt að
óinnheimtar skuldir voru all-
miklar við árslok hjá ýmsum
sýslumönnum. En á þessum
stöðum voru hæstar upphæðir
óinnlieimtar:
Á Akranesi 1,1 millj. kr., í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
298 þús. kr., í ísafjarðarsýslu
og ísafjarðarkaupstað 450 þús.
kr., í Eyjafjarðarsýslu og Ak-
ureyri 1,4 millj. kr., í Nes-
kaupstað 727 þús. kr., í Vest-
mannaeyjum 306 þús. kr., í
Keflavík 1,3 millj. kr. og í
Gullbringu- og Kjósarsýslu og
Hafnarfirði 3,3 millj. kr.
í sambandi við þessa gagn-
rýni sá þingmaður Vestur- j
Húnvetninga, Skúli Guð-:
mundsson, ástæðu til að rísa
úr sæti sínu og lýsa því yfir,,
að sýslumenn og bæjarfóget- j
ar i Mýra- og Borgarfjarðar-1
sýslu, ísafirði, Eyjafirði og
Vestmannaeyjum væru rang-
lega gagnrýndir, því að pró-
sentvís væri meira innheimt
hjá þeim en sumum öðrum
stéttarbræðrum þeirra. Enda
var ekkert um það talað í
athugasemd endurskoðenda,
að hér væri rætt um prósent- (
vís upphæðir, heldur einfald-1
lega taldir upp þeir, sem
stærstar upphæðir áttu óinn-
heimtar.
Fundum Asíu-
bandalagsBiis
lokið
KARACHI 8. marz — í dag lauk
fundum Suður-Asíubandalagsins,
sem . utanríkisráðlierrar átta
bandalagsríkja hafa setið. Að
fundinum loknum var gefin út
sameiginleg yfirlýsing allra full-
’trúanna þar sein þeir ásökiaðu
Sovétríkin fyrir að ala á úlfúð
milli Asíuríkjanna og hinna
frjálsu þjóða á Vesturlöndum.
Einnig hvetja utanríkisráðherr-
arnir til þess að reynt verði að
finna viðunandi lausn Kasmír-
vandamálsins, annað hvort á
vettvangi S. Þ eða með beinum
viðræðunt milli Pakistan og
Indlands.
André Baranes, blaftamatiur —
einn a/ sakborningunum.
Francois Mitterand — verða kall-
aðir í vitnastúkuna við réttar-
höldin.
□— --------------------□
PARÍS, 8. marz. — Franska
stjórnin hefur ákveðið, að
Pierre Mendes-France skuli
ekki bera vitni í njósnamál-
inu. Samkvæmt frönskum lög-
um ákveður stjórnin, hvort
ráðherra fær að stíga í vitna-
stúkuna. Mendes-France er
ráðherra án stjónardeildar í
stjórn Mollets.
□----------------------□
Fjórir menn eru ákærðir fyrir
að hafa látið leynileg skjöl varð-
andi varnir landsins af hendi við
„óviðkomandi persónur“. í ákæru
skjalinu segir, að þesBStr „óvið-
komandi persónur" hafi verið
flugumenn franska kommúnista-
flokksins.
Hinir fjórir ákærðu eru: Jean
Francis Mons, sem var aðalrit-
ari leynilega franska varnarráðs-
ins, er hann var handtekinn fyrir
einu og hálfu ári, og var hann
einn af þrem mönnum, sem hafði
heimild til að skrifa niður at-
hugasemdir, meðan á fundum
ráðsins stóð. Er hann fimmtugur
að aldri. Rene Turpin, 44 ára
gamall, og Roger Labrusse, 42
ára gamall, voru aðstoðarmenn
Mons aðalritara. Og fjórði mað-
urinn er Andre Baranes, fyrr-
verandi blaðamaður við „Libera-
tion“, fertugur að aldri.
★ ★ ★
Mál þetta var dregið fram í
dagsins ljós 20. september 1954,
og hófst með því, að þáverandi
lögreglustjóri í París, Jean Dies,
var handtekinn. Löngu áður var
þó orðið ljóst, að einhvers staðar
„lak“ — ráðagerðir, er halda átti
stranglega leyndum, komust í
hendur njósnara. Varð þetta
einkum áberandi, er Frakkar
voru að missa öll ítök í Indó-
Kína, er herir Vietminh um-
kringdu Frakka við virkið Dien
Bien Phu.
Dides lögreglustjóra var falið
að rannsaka þetta mál, og í lok
júní 1954 hafði hann haft sam-
band við kommúnistann og blaða
manninn Andre Baranes um
fyrsta fund ráðsins, er haldinn
var eftir að Mendes-France varð
forsætisráðherra. En nokkum
vikum síðar var Dides sagt að
fjalla ekki lengur um málið og
honum fengin önnur verkefni.
Rannsókninni var engu að síður
haldið áfram.
★ ★ ★
En Dides vildi ekki láta málið
ganga úr greipum sér. Hann
hafði áframhaldandi samband
við Baranes, og 14. september
hitti hann Baranes, sem lét hon-
um í té skjöl, er skýrðu greini-
lega frá fundi varnarráðsins, er
hafði verið haldinn fjórum dög-
um áður. Dides fór 18. sept. á
fund síns gamla vinar Christian
Fouchet og vakti athygli hans á
„lekanum" meðal starfsmanna
varnarráðsins, og ætlaðist hann
til að Fouchet fengi Mendes-
France þessar upplýsingar í hend
ur. En er hann yfirgaf skrifstofu
Fouchets var hann handtekinn.
Horiur ó luusn
verkiullsins
í Finnlundi
HELSINGFORS, 8. marz — I
fyrsta sinn síðan allsherjar-
verkfallið í Finnlandi brauzt
út fyrir um það bil viku, sátu
fulltrúar atvinnurekenda og
verkamanna sameiginlegan
fund í dag. Deiliuaðilar voru
kvaddir saman til fundar af
sáttanefnd, sem ríkisstjórnin
hafði skipað, til þess að reyna
að miðla málum í deilunnL
Ekki er enn kunnugt um hver
málamiðlunartillaga sátta-
nefndar er, en ætlað er að
verkamönnum hafi verið boð-
in kauphækkun, sem svarar
kr. 2 72 ísl. á klukkustund,
vegna hækkaðs verðs á land-
búnaðarafurðum.
Pundurinn í dag stóð yfir i
þrjá tíma, og munu samninga-
viðræður verða teknar upp
aftur fyrir hádegi á morgun.
í dag voru allar benzínstöðvar
opnaðar aftur, og má heita að
allt hafi farið friðsamlega
fram. Á nokkrum stöðum
reyndu verkfallsverðir þó að
hindra benzínsölu, og kröfðu
viðskiptavinina um kaup-
heimild útgefna af verkfalls-
stjóminni.